Færsluflokkur: Bloggar

verður þú fyrir einelti ?

Ef þú verður fyrir einelti, ekki örvænta. Mundu að það á enginn rétt á því að koma fram við þig á niðrandi hátt.

  • Ráðleggja þig við einhvern sem þú treystir
  • Deildu tilfinningum þínum við einhvern
  • Skrifa niður punkta um eineltið, því það er ótrúlega auðvelt oft að gleyma því sem slæmt er.
  • Ekki örvænta
  • Mundu að vandamálið er hjá gerandanum, þeim sem lætur þér líða illa,  en ekki hjá þér sjálfri/um
  • Það réttasta  til að gera í stöðunni er að biðja um hjálp
  • Ekki láta gerandann sjá að þú örvæntir
  • Settu upp öryggis hlið og haltu höfðinu hátt, ekki leyfa viðkomandi að sjá að honum er að taka að láta þér líða illa.
  • Þegar á þessu stendur passaðu að missa  ekki skap þitt eða sýna æsingu í líkamsbeitingu ? Þá sér hann að honum er   að takast að láta þér líða illa.
  • Ekki fela sannleikann um það sem er í gangi
  • Ekki ýkja
  • Hjá Lífsýn starfa ráðgjafi, sálfræðinemi og félagsráðgjafanemi sem taka vel á móti þér.

    Þú getur hringt  og fengið ráðleggingar eða komið í viðtöl.

    Það er til fullt af fólki sem vill hjálpa þér. Ekki vera hrædd/ur við að leita þér hjálpar.

    Einnig erum við með námskeið sem hafa virkað vel fyrir börn, unglinga og fullorðna sem hafa orðið fyrir einelti eða öðru mótlæti í lífinu.

    Hægt er að panta tíma hjá ráðgjafa í síma 771-4474 eða mail : lifsyn@lifsyn.is


Dauðans alvara.


Nýr þáttur komin á bloggið

Nýr þáttur komin á Bloggið ;)

Sælt veri fólkið vildi láta ykkur vita kæru vinir að það er komin nýr þáttur hér undir Útvarpsþáttinn Lífsýn (til hægri) þátturinn var frumfluttur á fm 105,5 í dag og er strax komin hingað og opinn fyrir alla sem áhuga hafa á ,  Ég vill þakka öllum þeim sem hafa sýnt  þætti okkar áhuga og einnig þær viðtökur sem hann hefur fengið.

mbkv. fh. Lífsýn fræðsla og forvarnir

Elvar Bragason ráðgjafi. 


pistill 3

Vímuvarnarpistill

Pistill 3.

Ef þig grunar að barn þitt neyti áfengis skaltu ekki afsaka eða leiða slíka hegðun hjá þér.  Það er aldrei óviðeigandi fyrir foreldri að spyrja : hefurðu verið að drekka ? drekka vinir þínir ? var áfengi haft um hönd í partýinu? Jafnvel ef svar við slíkum spurningum er umbúðalaust ,,Nei” þá hefurðu að minnsta kosti komið barninu þínu í skilning um það að þú ert að fylgjast með

Lífsýn fræðsla og forvarnir 

 


pistill 2

Vímuvarnapistlar 

Pistill 2.

Misnotkun áfengis er einkenni vandamáls sem á sér dýpri rætur : hræðsla við að bregðast félagslega eða í skólanum , sorg í kjölfar missis sem nýlega hefur átt sér stað eða lítið sjálfstraust.  Líttu hið raunverulega vandamál alvarlegum augum og leitaðu hjálpar fagmanns í viðkomandi máli sem varðar barnið þitt:
Náðu tökum á áfenginu áður en það nær tökum á þér!

Lífsýn  fræðsla og forvarnir

pistill 1

Vímuvarnarpistlar

Pistill 1.

Þrátt fyrir að erfitt geti reynst að standa frammi fyrir þeirri staðreynd að barnið þitt neyti áfengis er gríðarlega mikilvægt að taka markviss skref án tafar til að koma í veg fyrir frekari neyslu áfengis .
Þegar krakkar byrja að neyta byrjendalyfja áfengi eða sígarettur að staðaldri aukast líkurnar á að þeir prófi hættulegri lyf eins og hass kókaín heróín eða LSD.
Ekki óttast að taka róttæka afstöðu með því að fylgjast með félagsskap eða afþreyingarvenjum barns þíns en umfram allt skaltu gæta að hvað býr að baki hegðuninni.

Lífsýn fræðsla og forvarnir

sviptu sig lífi útaf spilafíkn

Þrír menn hið minnsta hafa svipt sig lífi það sem af er þessu ári eftir að hafa misst tök á spilafíkn sinni. Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn segir ráðherra hafa lítið vilja gera þegar hann óskaði eftir aðgerðum.


Spilafíkn reynist fólki enn hættulegri nú en áður, ekki síst vegna þess að rekstur spilavíta á netinu gerir fólki sífellt auðveldara að hætta háum fjárhæðum á skömmum tíma, segir formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. "Það getur spilað þarna allan sólarhringinn og það er að spila með miklu hærri upphæðir og tapa hærri upphæðum en þú myndir tapa í spilakassa," segir Júlíus Þór Júlíusson, formaður SÁS. "Þú getur leikandi spilað frá þér einni milljón á einhverjum klukkutímum í þessum spilavítum."

Í gær sögðum við frá afdrifum ungs manns sem varð spilafíkn að bráð og svipti sig lífi. Örlög hans eru fjarri því einsdæmi. Júlíus Þór segir að mörg ungmenni lenda í miklum vandræðum vegna spilafíknar.

"Það unga fólk sem leitar til okkar er sitjandi við tölvuna og spilar frá sér. Þetta fólk kemur hingað og er búið að spila allt frá sér á rúmu ár, jafnvel skemmri tíma. Fólk er líka að taka líf sitt út af þessu. Ég veit um tvö tilfelli á þessu ári, fyrir utan þennan pilt," segir Júlíus um þá sem hafa svipt sig lífi."

Þrátt fyrir þetta segir Júlíus Þór að svo virðist sem fæstir geri sér grein fyrir hversu alvarlegur vandinn er og að lítill vilji sé til aðgerða. "Það er eins og enginn vilji gera neitt í málinu. Ég er búinn að fara til ráðherra; heilbrigðisráðherra, menntamálaráðherra, dómsmálaráðherra og félagsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra íhugar að setja á virkt eftirlit en það er eins og menn vilji ekki taka á þessu máli."

samverustundir gera gæfumuninn

Samverustundir gera gæfumuninn

Nýleg rannsókn sýnir að þær fjölskyldur sem borða saman líður betur með sjálfan sig og gengur betur í lífinu heldur en þeim sem leggja enga áherslu á samverustundir við matarborðið. Rannsóknin sýndi líka að þær fjölskyldur sem töluðu um tilfinningar sem voru erfiðar og tengdust ágreiningi innan fjölskyldunnar eða erfiðum atburðum í lífi fjölskyldumeðlimina skiluðu sér  sérstaklega til barnanna í formi góðs sjálfstraust.Rannsóknin stóð yfir í 3 ár og náði til 40 fjölskyldna. Prófessor Marshall Duke frá Emery Háskóla í Bandaríkjunum sem stóð að rannsókninni telur það vera alvarlegt mál að fjölskyldur skuli leggja minni og minni áherslur á sameiginlegar máltíðir. Hann telur að fyrir suma krakka sem eru viðkvæmir og kvíðnir geta samverustundir fjölskyldnanna gert gæfu muninn.Sameiginlegir matmálstímar ættu að vera álitnar heilagar stundir er haft eftir prófessor Duke. United Press International - October 11, 2005 

nokkrar leiðbeiningar fyrir nýliðann

Nokkrar leiðbeiningar fyrir nýliðann

 a)      Stundaðu AA fundi, minnst einn á dag.  Ekki leggja mat á aðra.  Ekki bera saman.  Tengdu þig við aðra og það sem þeir segja.  Slepptu takinu og vertu aðeins í deginum í dag

b)      Sæktu minnst einn Al-anon fund í mánuði.

c)      Þú skalt skoða, lesa,íhuga og vinna sporin.  Lestu AA bókina og AA fræðin.

d)     Þú skalt slaka á, kyrja og íhuga minnst einu sinni á dag, einhvern tímann um miðjan daginn í u.þ.b. 45-60 mínútur.

e)      Þakkaðu fyrir daginn að kvöldi og biddu fyrir þeim næsta.  Kyrjaðu þig í svefn

f)       Borðaðu kjarnasýruríka fæðu og taktu vítamín.          


Lífsýn gefur út Sjálfshjálpardiskinn "Að sigrast á fíkn"

 Sjálfshjálpardiskurinn 

      Að sigrast á fíkn       

                   Er komin út                             

Hugleiðsluæfingar 

þegar fíkn herjar á er gott mál að setja diskinn í tækið og fara í gegnum nokkrar  æfingar sem farið er í ítarlega á þessum disk.

Frábær leið til að byggja upp varnir til að ná tökum á lífinu, ná árangri og síðast enn ekki síst -

                       að njóta þess að vera til !                        

    null  Hringdu í síma  771-4474   


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband