Við iðkuðum stöðuga sjálfsrannsókn og þegar okkur skjátlaðist, viðurkenndum við það undanbragðalaust

10. sporið: Við iðkuðum stöðuga sjálfsrannsókn og þegar okkur skjátlaðist, viðurkenndum við það undanbragðalaust.  

Á kvöldin áður en ég sofna ligg ég og reyni að muna hvað ég hef gert, sagt og hugsað þann daginn. Ég finn alltaf ýmislegt sem ég vildi óska að ég hefði ekki gert, vissi að var rangt en gerði samt.

Ég skoða betur það sem mér þótti verst og næsta dag reyni ég að forðast að það endurtaki sig. Ég einbeiti mér bara að því að gera þetta ekki aftur. Næsta kvöld bæti ég við einu eða tveimur atriðum og þannig held ég áfram. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband