TST námskeiðin að hefjast (fyrstir koma fyrstir fá)

Lógóið TST
Tómstundarnámskeið
með jákvæða sjálfstyrkingu og gott forvarnargildi.

* Ert þú foreldri sem vilt að barnið þitt eða unglingurinn þinn komist í okkar skemmtilega hóp ?
* Hefur barnið þitt áhuga á að taka þátt í skemmtilegu uppbyggjandi starfi eða
* þekkirðu barn eða ungling í kringum þig sem hefði gott af að frétta af þessum frábæru   námskeiðum okkar endilega deildu þessu þá til vina þinna.
 

Skráning er í fullum gangi og fyrstir koma fyrstir fá.
sendu okkur póst: lifsyn@lifsyn.is og gakktu frá skráningu eða fáðu frekari upplýsingar.

12 vikna námskeið kostar aðeins 15,500 krónur og hægt er að skipta niður greiðslum eftir samkomulag.

TST ( Tómstundir, Sjálfstyrking og Tónlist )

námskeiðslengd: 12 vikur (einu sinni í viku).

T.S.T: Er sjálfstyrkingarnámskeið sem Lífsýn fræðsla og forvarnir bjóða uppá fyrir börn og ungmenni á aldrinum 10-15 ára. Markmið okkar er að mæta þörfum ungmennanna með því að tengja saman Tónlist , sjálfstyrkingu, Tómstundir, leiki, lífsleikni, föndur ofl.:

Með hugmynd okkar er áherslan lögð á að mæta einstaklingnum þar sem hann er og vinna út frá því í átt að betri lífsstefnu.

Tilgangur okkar með þessu námskeiði er að:

■Efla félagsleg tengsl og gagnkvæma virðingu.
■Finna styrk hvers og eins og vinna útfrá áhugamálum.
■Efla sjálfstraust, sjálfsstjórn, samvinnu og tillitssemi.
■Hvetja til sjálfstæðra vinnubragða.
■Hvetja til þátttöku í félagsstörfum, tónlist, söng og öðrum tómstundum.
■Bjóða uppá fræðslu, umræður og forvarnir af ýmsu tagi.
■Byggja upp sterka forvörn fyrir framtíðina.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband