Færsluflokkur: konfekt

Guð horfir á styrkleika þinn.

Guð horfir á styrkleika þinn.

Gömul kínversk kona átti tvo leirpotta sem hún hengdi á sitthvorn endann á langri stöng sem hún bar á öxlum sínum. Á hverjum degi sótti hún vatn langa leið í uppsprettu fjarri heimilinu. Annar potturinn var sprunginn eftir endilöngu og var því aðeins hálffullur þegar heim kom. Hinn potturinn var fullkominn og skilaði sér alltaf fullur af vatni eftir þessa löngu leið heim að húsinu. Svona gekk þetta í tvo ár, daglega gekk gamla konan með pottana að uppsprettunni og daglega kom hún heim með aðeins einn og hálfan pott af vatni.

Auðvitað var fullkomni potturinn ánægður með sína frammistöðu en sprungni potturinn skammaðist sín og leið mjög illa þar sem frammistaða hans var aðeins til hálfs við það sem hann var skapaður til að gera. Eftir tveggja ára vinnu talaði hann til konunnar við uppsprettuna. "Ég skammast mín fyrir frammistöðu mína, vegna sprungunnar á hlið minni lekur helmingurinn af vatninu burt á leiðinni heim. Þú ættir að henda mér og fá þér nýjan pott."

Gamla konan brosti, "Hefur þú tekið eftir að þín hlið við götuna er blómum skreytt á meðan engin blóm vaxa hinum megin götunnar? Það er vegna þess að ég hef alltaf vitað af þessum galla þínum og þess vegna sáði ég fræum á þinni hlið götunnar og á hverjum degi þegar við göngum heim vökvar þú blómin mín. Ég hef um árabil getað týnt þessi fallegu blóm og skreytt heimili mitt með þeim. Af því að þú ert eins og þú ert þá hef ég fengið að njóta fegurðar blómanna.


Til umhugsunar

    serenity

     

    Ég bað um að verða sterkur og Guð gaf mér erfiðleika til að gera mig sterkan.

     

    Ég bað um að verða vitur og Guð gaf mér verkefni til að leysa.

     

    Ég bað um velsæld og Guð gaf mér hug og hönd til að vinna.

     

    Ég bað um hugrekki og Guð lét mig mæta hættum til að leysa.

     

    Ég bað um ást og Guð gaf mér fólk í erfiðleikum sem ég gat hjálpað.

     

    Ég bað um greiða og Guð gaf mér tækifæri.

     

    Ég fékk ekkert af því sem mig langaði í!

    Ég fékk allt sem ég þurfti!

Sjálfsvirðing

Sjálfsvirðing er manninum frumnauðsyn.  Sjálfsvirðing segir til um hvernig okkur líður sem manneskjum á hverjum tíma, þ.e.a.s. í nútíð. 

Stundum spyrjum við einhvern hvernig líðan hans sé og okkur er svarað á þessa leið : Ég ætla ekki að segja þér hvernig mér leið þegar ég kom of seint í kirkjuna á brúðkaupsdaginn minn,  slíkt svar er ekki svar frekar en þetta : Ég skal segja þér hvernig mér líður þegar ég er búin að vera án víns í eitt ár.  Það er heldur ekki svar, að spá fram í tímann. 

Svara ber hér og nú ef nokkurt gagn á að vera í því.  Okkur líður nefnilega vel eða illa og jafnvel einhvers staðar þar á milli.

Við höfum yfirleitt fundið tilfinningum okkar nöfn, þannig að við getum merkt þær.  Ef við segjum að okkur líði vel, þá getur það merkt t.d. að við séum ánægð, södd, glöð, kát og margt fleira.  Ef við segjum að okkur líði illa, þá getur það þýtt að við séum taugaóstyrk, kvíðin, þunglynd, einmana, sakbitin, reið, hefnigjörn eða í heimsins mestu fýlu.

Of margir unglingar sjá sjálfan sig ekki í réttu ljósi og eru með sjálfsmynd í molum.  Þú glímir við ýmislegt í lífinu en mikilvægasta verkefnið í lífinu er að móta sjálfan þig og styrkja sjálfsmynd þína og það verkefni tekur alla ævi.  Oft erum við óánægð með ljósmynd af okkur, við erum of feit, of grönn, of hvít, horfum asnalega, brosum asnalega, með skrýtinn munnsvip, með lokuð augun og svona mætti lengi telja. 

Það sama á við um sjálfsmynd, við erum sjaldan fullkomlega ánægð.  Jákvæð sjálfsmynd ætti að vera markmið þitt.  Þeir sem hafa jákvæða sjálfsmynd eru öruggir með sjálfa sig, taka auðveldlega hrósi og gagnrýni og eiga auðveldara með að takast á við lífið.  Fjölskylda vinir og fjölmiðlar hafa mikil áhrif á hugmyndir þínar um hver þú ert, hvernig þú eigir að vera, hvað þú eigir að gera, hvernig þú eigir þú eigir að hugsa.

Vertu samkvæmur sjálfri(um)  þér og framkvæmdu í takt við tilfinningar þínar og skoðanir, ekki í takt við skoðanir annarra eða til að gleðjast öðrum.


Hamingjan er lífið

Um Hamingjuna Við teljum okkur trú um að lífið verði betra eftir að við: göngum í hjónaband, eignumst barn og síðan þegar við eignumst annað barn. Síðan verðum við ómöguleg yfir því að börnin eru enn svo ung og teljum að við verðum miklu ánægðari er þau eldast.

Þegar það gerist verðum við pirruð á því að þurfa að takast á við unglingana okkar og teljum okkur verða ánægðari þegar þeir vaxa upp úr því aldursskeiði. Við teljum okkur trú um að við munum öðlast meiri lífsfyllingu loksins þegar: maki okkar tekur sig taki, þegar við fáum betri bíl, þegar við komumst í almennilegt frí eða þegar við setjumst í helgan stein.

Sannleikurinn er sá að það er ekki til betri tími til að verða hamingjusamur heldur en einmitt núna!…....... Því ef ekki núna..... hvenær þá? Lífið er alltaf fullt af vandamálum. Það er best að horfast í augu við það og ákveða að vera hamingusamur þrátt fyrir það. Alfred D. Souza sagði eitt sinn: “Lengi vel fannst mér alltaf sem lífið væri rétt að byrja – þetta eina sanna líf. En það var alltaf eitthvað sem stóð í vegi fyrir því, eitthvað sem þurfti að yfirstíga fyrst, einhver ókláruð mál, tími sem þurfti að eyða í eitthvað, ógreiddar skuldir. Síðan myndi lífið byrja.

Dag einn rann það upp fyrir mér að allar þessar hindranir voru lífið sjálft.” Þetta viðhorf hjálpar okkur að skilja að það er engin leið að hamingjunni. Hamingjan er leiðin. Njótum hverrar stundar sem við eigum. Njótum hennar enn frekar þegar okkur tekst að deila henni með öðrum sem er nógu sérstakur til að verja tíma okkar með … og munum, að tíminn bíður ekki eftir neinum.

Áttu að bíða þar til þú hefur lokið námi eða þar til þú hefur hafið nám, þar til þú hefur misst fimm kíló eða bætt á þig fimm kílóum, þar til þú hefur eignast börn eða þar til þau flytjast að heiman, þar til þú byrjar að vinna eða þar til þú sest í helgan stein, þar til þú giftist eða þar til þú skilur, þar til á föstudagskvöld, þar til á sunnudagsmorgun, þar til þú færð þér nýjan bíl eða hús, þar til þú hefur borgað upp bílinn eða húsið, þar til í vor, þar til í sumar, þar til í haust, þar til í vetur, þar til lagið þitt byrjar,

, þar til þú deyrð, þar til þú fæðist á ný … til þess eins að ákveða að það er enginn tími betri til að vera hamingjusamur en einmitt núna! Hamingjan er ferðalag ekki áfangastaður

Til umhugsunar að lokum! “Sinntu starfi þínu eins og þú þarfnist ekki peninganna.” “Elskaðu eins og þú hafir aldrei verið særð(ur).” “Dansaðu eins og enginn sjái til þín.”


Góð boðorð

1. Láttu engan segja þér að þú getir ekki eitthvað því þú ein/n veist hver styrkur þinn er.

2. Vertu einlæg/ur og trú/r því sem þú framkvæmir og segir.

3. Hvatning og hrós getur glatt manneskju óendanlega mikið án þess að þú vitir það.

4. Brostu þótt þú hafir ekkert tilefni til þess, það lýsir upp andlit þitt.

5. Talaðu frekar um kosti einhvers heldur en galla.

6. Segðu alltaf satt þótt það geti verið erfitt.

7. Baktal er einungis fyrir þá sem þurfa að sanna sitt eigið ágæti á kostnað annarra.

8. Öll höfum við lítið ljós innra með okkur sem við þurfum að vernda og gefa öðrum af sem ekki finna sitt.

9. Ekki reyna að líkjast öðrum því þú ert eina útgáfan af þér og þar af leiðandi einstök.

10. Elskaðu skilyrðislaust.

Hafa ber í huga að......

Hafa ber í huga að:

Foreldrar bera ábyrgð þar til barnið er orðið 18 ára.

Unglingur þarf að meðaltali minnst níu stunda svefn á sólarhring.

Syfjaðir og þreyttir nemendur eiga erfitt með að einbeita sér við nám

Foreldrar ættu að þekkja vini barna sinna og foreldra þeirra, vita hvar barnið er þegar það er að heiman.

Vanrækt og afskipt börn og börnum sem líður illa eru líklegri fórnarlömb fíkniefnasala en önnur.

Foreldrarnir eru oftast lykillinn að lausn vandamála sem upp koma Góð fyrirmynd er gulls ígildi.

Ert þú góð fyrirmynd á þínu heimili?

Ert þú tilbúinn að gefa barninu þínu tíma til að stuðla að því að það eignist góðar minningar um æskuárin?


Dagurinn í dag

Dagurinn í dag:

  1. Í dag ætla ég að láta deginum nægja sína þjáningu og ekki taka ákvörðun lengra fram í tímann, en næstu tólf stundir.  Ég ætla ekki að reyna að brjóta til mergjar öll vandamál lífs míns
  2. Í dag ætla ég að vera ánægður.  Ég ætla að trúa því sem Abraham Lincoln  sagði : flestir eru eins ánægðir og þeir ásetja sér að vera.
  3. Í dag ætla ég að leitast við að fá andlegan styrk.  Ég ætla að læra eitthvað nytsamt.  Ég ætla að lesa eitthvað sem krefst áreynslu, hugsunar og hugbeitingar.
  4. Í dag ætla ég að laga mig eftir aðstæðum en ekki reyna að breyta öllu í það horf sem mig langar til sjálfan.
  5. Í dag ætla ég að þjálfa mig á þrennan hátt.  Ég ætla að gera einhverjum gott, án þess að nokkur viti.  Ég ætla að gera eitthvað sem mér leiðist, aðeins til þjálfunar.  Og ef tilfinningar mínar eru særðar, ætla ég ekki að láta á því bera.
  6. Í dag ætla ég að vera eins snyrtilegur og mér er unnt, tala rólega og koma kurteislega fram.  Gagnrýna engan.  Reyna ekki að bæta eða aga nokkurn annan en sjálfan mig.
  7. Í dag ætla ég að fara eftir áætlun.  Líklega fylgi ég henni ekki nákvæmlega, en ég ætla að fara eftir henni í höfuðdráttum.  Ég ætla að forðast tvo kvilla : hraða og ráðaleysi.
  8. Í dag ætla ég að hafa hálfrar stundar ró aðeins fyrir sjálfan mig, til hugleiðingar og hvíldar.  Þessi hvíldarstund  ætla ég að öðlast betra yfirlit um líf mitt.
  9. Í dag ætla ég að vera æðrulaus.  Ég ætla ekki að vera hræddur við að njóta þess sem fagurt er og trúa því að veröldin gefur mér á sama hátt og ég henni.
  10. Í dag ætla ég að reyna að temja mér auðmýkt hjartans og  vera ekki hræddur við að viðurkenna breyskleika minn. 

Góð boðorð

1. Láttu engan segja þér að þú getir ekki eitthvað því þú ein/n veist hver styrkur þinn er.

2. Vertu einlæg/ur og trú/r því sem þú framkvæmir og segir.

3. Hvatning og hrós getur glatt manneskju óendanlega mikið án þess að þú vitir það.

4. Brostu þótt þú hafir ekkert tilefni til þes, það lýsir upp andlit þitt.

5. Talaðu frekar um kosti einhvers heldur en galla.

6. Segðu alltaf satt þótt það geti verið erfitt.

7. Baktal er einungis fyrir þá sem þurfa að sanna sitt eigið ágæti á kostnað annarra.

8. Öll höfum við lítið ljós innra með okkur sem við þurfum að vernda og gefa öðrum af sem ekki finna sitt.

9. Ekki reyna að líkjast öðrum því þú ert eina útgáfan af þér og þar af leiðandi einstök.

10. Elskaðu skilyrðislaust.

velgengni og lífsgleði

Njóttu velgengni og lífsgleði.

 

1.  Lærðu að lifa samkvæmt lögmáli Guðs um allsnægtir.

2.  Þjálfaðu þig í bjartri lífssýn.  það er jafn mikilvægt fyrir hvern og einn og árstekjurnar.

3.  Gerðu þitt besta, hugsaðu rétt, og Guð mun sjá fyrir þér.  Hann mun annast þarfir þínar fyrir tilverknað sjálfs þín.

4.  Guð mun ávallt vernda þá sem elska hann.  Treystu honum og gjörðu vilja hans í einlægni.

5.  Velgengnin birtist ekki alltaf í formi peninga, heldur sem stöðugt aðstreymi blessunar Guðs.

6.  Hugsaðu aldrei eða talaðu um skort, því ef þú gerir það, boðar þú skort, og slíkar hugsanir geta skapað neyðarástand.

7.  Hugsaðu allsnægtarhugsanir, þær stuðla að gnægð.

8.  Andleg sýn þín samanstendur af hugsunum og orðum.  þar sem við verðum sú mynd,  sem við gerum okkur í hugarlund, verður þú að fullvissa þig um að hugsanir þínar og orð snúist um velgengni og blessun í stað fátæktar og armæðu.

9.  Hreinsaðu daglega burt hugsanir um skort úr huga þínum og fylltu hann kröftugum allsnægtahugsunum.

 Mundu að þú getur ekki tekið við neinu nýju frá Guði fyrr en þú sleppir því sem þú heldur á.    

         


saga um ungan dreng

falleg heilræði

Þetta er saga af litlum dreng sem var afar geðvondur. Faðir hans gaf  
honum  naglapakka og sagði honum að í hvert sinn sem hann missti stjórn á skapi sínu skyldi hann negla einn nagla í bakhlið grindverksins.  
 

Fyrsta daginn negldi drengurinn 37 nagla í grindverkið. Næstu vikurnar
lærði hann að hafa stjórn á reiði sinni og fjöldi negldra nagla minnkaði 
dag frá degi. Hann uppgötvaði að það var auðveldara að hafa stjórn á 
skapi sínu en að negla alla þessa nagla í girðinguna. 

Loksins rann upp sá dagur að enginn nagli var negldur og drengurinn hafði  lært að hafa stjórn á sér. Hann sagði föður sínum þetta og faðirinn lagði til að nú drægi drengurinn út einn nagla fyrir hvern þann dag sem hann hefði stjórn á skapi sínu. Dagarnir liðu og loks gat drengurinn sagt föður sínum að allir naglarnir væru horfnir. Faðirinn tók soninn við hönd sér og leiddi hann að grindverkinu. Þú efur staðið þig með prýði ,en sjáðu öll götin á grindverkinu.

Það verður aldrei aftur eins og það var áður. Þegar þú segir eitthvað í reiði, skilur það  eftir sig ör alveg eins og naglarnir. Þú getur stungið mann með hnífi og  dregið hnífinn aftur úr sárinu,en það er alveg sama hve oft þú biðst  fyrirgefningar,örin eru þarna samt áfram. Ör sem orð skilja eftir sig geta verið jafnslæm og líkamleg ör.

Vinir eru sjaldgæfir eins og demantar. Þeir hlusta á þig, skiptast á skoðunum við þig og opna hjarta sitt fyrir þér.?


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband