Færsluflokkur: forvarnir og fræðsla

Unglingamenningin

hedi_slimane_teenage

Forsendur fyrir sérstakri unglingamenningu hafa skapast, eftir að unglingar fóru að lifa í þessum biðsal, sínum eigin reynsluheimi.  Rokkið kom fram á sjónarsviðið árið 1954 og er fyrsta sérstaka unglingatónlistin.  Það var uppreisn gegn gildismati foreldranna, sem voru skelkaðir, enda vissu þeir ekki hvaðan á þá stóð veðrið.  Stefnur og straumar hafa skipst á frá þessum tíma, bítlatímabil, hippatímabil, þungarokk, diskó og pönkið kom og fór. 

Nú einkennir mikil fjölbreytni unglingamenninguna og vaxandi áhugi er á íþróttum, líkamsrækt og fleiru í þeim dúr.  Fullorðnir virðast hafa haft það sem þumalputtareglu að vera á móti því sem unglingar gera, svona ef ske kynni að það væri skaðlegt.  Hér áður fyrr átti rokkið að vera stórhættulegt æskufólki.  Það var bannað í ýmsum hlutum Bandaríkjanna og átti mjög erfitt uppdráttar í ríkisútvarpinu hér á landi.  Núna er það hins vegar talið hluti af vestrænni menningu og fáir halda því fram að það sé æskunni skaðlegt.

Á bítlatímabilinu var skorin upp herör gegn síða hárinu.  Til dæmis setti einn ágætur skólastjóri þá reglu, að ungir drengir mættu ekki fara með í skólaferðalagið, nema það sæist í eyrun á þeim.  Á þessum árum voru margir sannfærðir um að hársöfnunin væri skaðleg.  Mini pilsin sem stúlkur gengu einu sinni í, áttu að valda þeim öllum ólæknandi blöðrubólgu.  Ætli sömu rök hafi ekki verið höfð uppi um götóttu gallabuxurnar sem síðar komu? 

Það er skrítið að fólk skuli sjá ástæðu til að elta ólar við svona sauðmeinlausa dynti í unglingamenningunni.  Þeir geta vissulega verið öfgafullir, en í langflestum tilvikum gjörsamlega skaðlausir.  Þeir sem nú eru unglingar eiga áreiðanlega síðar eftir að hlæja að myndum af sér í rifnum gallabuxum eða loðfóðruðum kuldagöllum.

Sömu einstaklingar og stundum eru að gagnrýna myndir á herbergisveggjum unglinganna, klæðaburð þeirra og hárgreiðslu, gefa ef til vill eftir í mikilvægum málum, til dæmis varðandi útivist og áfengisneyslu.  Það er eins og sumir hugsi sem svo, að ef dóttir þeirra eða sonur ætli að vera drukkin niðri í bæ fram á nótt, þá skuli þau alla vega vera sæmilega til fara. 

Foreldrar ættu að taka allsgáða afstöðu til unglingamenningarinnar, ekki vera að eltast við sauðmeinlausa hluti, en hafa þess í stað kjark til að taka afstöðu gegn þeim þáttum sem eru hættumeiri, eins og sjálfskammtaður útivistartími og þegar unglingar byrja áfengisneyslu allt of snemma.                      


Virðing

virðing 

1. Einsettu þér dag hvern að sýna öðrum virðingu.

2.  Taktu eftir jákvæðum orðum og gjörðum þeirra sem þér þykir vænt um.

3.  Leitaðu eftir því góða í hverjum manni.

4.  Segðu eitthvað fallegt.

5.  Ekki nota hrós sem formála að gagnrýni.

6.  Þú getur sýnt fólki virðingu þótt þú sért ekki sammála því.

7.  Gerðu ekki kröfu um endurgjald þegar þú hrósar.

8.  Taktu eftir þeim breytingum sem verða innra með þér þegar þú sýnir virðingu.

9.  Með því að sýna öðrum virðingu eykur þú Sjálfsvirðingu þín.  

 


vertu þakklát/ur fyrir það sem þú hefur.

Góð áminning: vertu þakklát/ur fyrir það sem þú hefur.

Síðasta dag fyrir jól flýtti ég mér í stórmarkaðinn til að kaupa gjafirnar sem ég komst ekki yfir að kaupa fyrr.

Þegar ég sá allt fólkið þar, byrjaði ég að kvarta í hljóði "Þetta á eftir að taka heila eilífð og ég á enn eftir að fara á svo marga staði".

Jólin eru alltaf að verða meira og meira pirrandi með hverju árinu. Ég vildi að ég gæti bara lagst niður og farið að sofa og vaknað svo eftir jólin.

Allaveganna, ég kom mér í leikfanga deildina og þar fór ég að skoða verðinn, hugsandi hvort að börn leiki sér eitthvað með svona dýr leikföng.Eftir smá tíma af leikfanga skoði þá tók ég eftir litlum strák um 5 ára, sem hélt á dúkku upp við brjóstið sitt.

Hann strauk hárið á dúkkunni og virtist svo sorgmæddur. Svo snéri litli strákurinn sér að eldri konu sem var við hliðina á honum "amma, ertu vissum að ég hafi ekki nógu mikla peninga?" Gamla konan svaraði "þú veist aðþú átt ekki nóg til að kaupa dúkkuna elskan mín" Svo bað hún hann um aðbíða í 5 mínútur eftir sér á meðan hún skoðaði sig um. Hún fór fljótlega.

Litli strákurinn hélt ennþá á dúkkunni í hendinni. Églabbaði til hans ogspurði hann hverjum hann ætlaði að gefa dúkkuna. "Þetta er dúkkan semsystir mín elskaði mest og langaði svo mikið í fyrir jólin. Hún var svoviss um að jólasveinninn myndi gefa sér hana.

Ég sagði honum að kannski eigi jólasveinninn eftir að koma með dúkkuna til hennar, og að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur. En hann sagði við mig sorgmæddur "Nei jólasveinninn getur ekki gefið henni dúkkuna þar sem hún er núna. Ég verð að gefa mömmu dúkkuna svo að hún geti gefið henni hana þegar hún fer þangað". Augun hans voru svo sorgmædd meðan hann sagði þetta. "Systir mín er farin til þess að vera með Guð. Pabbi segir að mamma sé líka að fara til Guðs mjög fljótlega, og ég hélt að hún gæti farið með dúkkuna fyrir mig og gefið systur minni hana".

Hjartað mitt stoppaði næstum því. Litli strákurinn leit upp til mín og sagði " Ég sagði pabba að segja mömmu að fara ekki alveg strax. Ég bað hann um að bíða þangað til að ég kæmi heim úr búðinni" Svo sýndi hann mér fallega mynd af honum þar sem hann var hlægjandi. "Ég vil líka að mamma taki þessa mynd með sér svo að hún gleymi mér aldrei"

"Ég elska mömmu mína og ég vildi óska að hún þyrfti ekki að fara, en pabbi segir að hún verði að fara til að vera hjá litlu systur minni".

Svo leit hann aftur á dúkkuna með sorgmæddum augum, mjög hljóðlátur.

Ég teygði mig hljóðlega í veskið mitt og tók smá pening upp og sagði við strákinn "en ef við athugum aftur í vasann til að tékka hvort að þú eigir nógan pening?" Allt í lagi sagði strákurinn "ég vona að ég eigi nóg"Ég bætti smá af mínum peningum við án þess að hann tæki eftir því og við byrjuðum að telja. Það var nógur peningur fyrir dúkkunni, og meira að segja smá afgangur.

Litli strákurinn sagði "Takk Guð fyrir að gefa mér nógan pening. Svo leit hann á mig og sagði " Í gær áður en ég fór að sofa þá bað ég Guð um að vera viss um að ég hafi nógan pening til þess að geta keypt dúkkuna handa systur minni. Hann heyrði til mín"

"Mig langaði líka að eiga nógan pening til að kaupa hvíta rós handa mömmu,en ég þorði ekki að biðja Guð um of mikið, en hann gaf mér nóg til að kaupa rósina líka". Sko mamma elskar hvíta rós".

Nokkrum mínútum seinna kom gamla konan og sótti strákinn. Ég kláraði að versla með allt öðru hugarfari, ég gat ekki hætt að hugsa um litla strákinn.

Svo mundi ég eftir frétt í blaðinu fyrir 2 dögum síðan "maður keyrði drukkinn og klessti á bíl þar sem ung kona og lítil stelpa voru í. Litl astelpan dó samstundis en mamman var í dái" Fjölskyldan varð að ákveða hvort að það ætti að setja hana í öndunarvél eða ekki, af því að hún unga konan myndi ekki vakna úr dáinu.

Var þetta fjölskylda litla stráksins?

Tveim dögum eftir að ég hitti litla strákinn, las ég í blaðinu að unga konan hafi dáið. Ég gat ekki hamið mig og fór út í blómabúð og keypti búnt af hvítum rósum og fór upp í líkhús þar sem fólk gat séð konuna og óskað sér í seinasta skipti áður en hún væri jörðuð.

Hún var þarna í kjól, haldandi á fallegri hvítri rós með myndinni af litla stráknum og dúkkuna á brjóstinu.

Ég fór grátandi og fannst líf mitt hafa breyst til eilífðar. Ástin sem þessi litli strákur hafði til mömmu sinnar og systur, er enn þann dag í dag, erfitt að ímynda sér.

Og í einni svipan tekur drukkinn maður þetta allt frá honum.

Núna hefur þú 2 kosti:

1) Sendu þessi skilaboð til allra sem þú þekkir.2) Eða hentu þessu og láttu sem þetta hafi ekki snert hjartað þitt.


áfengi og Jólin

Litli vísirinn á klukkunni gömlu og slitnu benti niður á við, til merkis um að nú væri aðfangadagskvöld loksins komið. Móðirin var þá fyrir nokkru búin að undirbúa hlutina alla, eins og frekast var unnt, og klæða börnin sín í hátíðarfötin, þó engin dýrindisklæði, heldur bara örlítið skárri larfa en alla jafna. Þetta var nefnilega stórt heimili og fátækt, og sjálf átti hún engan kjól til að vera í á þessari mestu gleðihátíð kristindómsins. Faðirinn hafði náð sér í brennivín daginn áður, á Þorláksmessu, og mikið af því, og drukkið sleitulaust og af áfergju.

Hafði vafalítið fóðrað það á einhvern dúnmjúkan og fagran hátt gagnvart samviskunni, að hann ætti þetta skilið eftir allt erfiðið undanfarið, að fá nú loksins að slappa ærlega af, eða eitthvað í þeim dúr. Vælið í kerlingunni hafði ekkert verið annað en pirrandi röfl; hún skildi þetta ekki, fattaði ekki hvernig karlmenn voru gerðir. Hún um það. Að morgni aðfangadags var byrjað á ný, en upp úr hádegi gat hann ekki meira í bili, og ákvað því að halla sér. Móðirin og börnin læddust næstu klukkustundir um gólfin eins hljóðlega og unnt var, líkt og framliðnar sálir, til að raska nú ekki svefnró heimilisföðurins, og innst inni bjó sú von í hjörtum þeirra, dauf samt, að hann mætti ná að sofa þannig fram á jóladag.

Enda vissu þau, að eini möguleikinn á friðsælu og gleðilegu kvöldi væri fólginn í einhverju slíku. Þetta var ekkert nýtt. Svona hafði formið verið alla tíð, en óvenju slæmt var ástandið þetta árið. Þeim varð ekki að ósk sinni. Upp úr klukkan sex vaknaði hann, leit ringlaður og hissa á uppábúna fjölskylduna og sagði: "Hvað í andskotanum stendur eiginlega til á þessu heimili?" Hann mundi ekki hvaða dagur var. Þessi saga er ekki uppspuni, þótt ótrúlegt sé. Mér var sögð hún fyrir nokkrum árum, en hún gerðist fyrir löngu. Og ég veit, að hún er ekkert einsdæmi. Um allt land og víða jörð gerist eitthvað svipað á hverjum einustu jólum.

Ekkert foreldri hefur leyfi til að hafa gleði jólanna af barni sínu og því munu ýmis samtök minna á í dag hversu mikilvægt það er fyrir börn að foreldrar þeirri neyti ekki áfengis á jólunum. Í þessu tilliti eru forvarnir afar mikilvægar og má aldrei slaka á í þeim málum. Hins vegar er ég þeirrar skoðunar að fyrirmyndir skipti mestu máli. Fyrirmyndir barna eru eðlilega foreldrarnir og því er heimilisuppeldið öðru fremur lykill að farsæld uppvaxandi kynslóðar. Oft er sagt að fjölskyldan sé hornsteinn samfélagsins, það er mikið rétt. Því er hlutverk okkar allra að treysta þennan hornstein með öllum tiltækum ráðum.

Jólamánuðurinn reynir mikið á fjölskyldur og alla einstaklinga. Hraðinn verður mikill í samfélaginu næstu vikur, kröfur miklar og væntingar fram úr öllu hófi. Allt aukaáreiti eins og ofdrykkja og vandræði henni tengd verður enn erfiðara um jól en á öðrum tímum. Tökum höndum saman, stöldrum við og tryggjum öllum möguleika á að njóta jólanna þar sem ríkir öryggi og kærleikur. Ef þú, faðir eða móðir, sem lest þessi orð mín og ert að hugsa um að gera eitthvað svipað og húsbóndinn sem ég nefndi í upphafi, þá bið ég þig um að staldra við og líta rétt augnablik í innstu fylgsni huga þíns.

Eitthvað hlýtur að vera úr lagi þar, eða hvað?

Og ef svo er, væri þér ekki best að leita eftir aðstoð færra manna og kvenna, til að finna bót á þessu, áður en glæpurinn er framinn?

Að fá hjálp við að sjá, að það er fátt, ef þá nokkuð, ónáttúrulegra til en að nauðga með drykkju og yfirgangi sálum kærustu ástvina þinna á helgasta tíma ársins, sem einnig og fyrst og síðast er og á að vera mesta gleðistund í lífi allra barna ár hvert?

Slík ör eru lengi að hverfa, og sum ná því aldrei. Ef einhver manndómur lifir ennþá í þér, ef vínandinn er ekki nú þegar búinn að drekkja öllu siðferðisþreki þínu, verðurðu að grípa í taumana. Þetta er dauðans alvara.

Fyrsta skrefið gæti verið að sleppa drykkju um þessi jól, og annað það að spenna greipar og biðja meistarann um fyrirgefningu og hjálp, Guðs son í jötunni, því maðurinn er stærstur þegar hann krýpur í einlægri bæn við fótskör hans. "Komið til mín, öll þið sem erfiðið og þunga eruð hlaðin, og ég mun veita ykkur hvíld," segir hann, og er þekktur fyrir að ganga aldrei á bak orða sinna.

Takirðu boði hans, muntu finna kraft, sem nægir til að halda áfram á brautinni, í átt til eðlilegs lífs. Megi hann ná um þig á komandi dögum, ljúka upp augum þínum og hreinsa ærlega til.

Það yrði besta jólagjöf þín til ástvinanna frá upphafi. Og Jesúbarnsins.

Ekki spurning.


Agi er ekki kúgun.

Agi er ekki kúgun

 Agi er nauðsynlegur fylgifiskur uppeldis og honum má ekki rugla saman við kúgun.  Agi er einfaldlega að hafa ramma í kringum hegðun.  Þeir, sem á annað borð hafa trú á aga, detta stundum í þá gryfju að hafa reglur um allt, stórt og smátt.  Fáar, einfaldar og skýrar reglur um nokkur grundvallaratriði er vænlegri til árangurs.  Það er líka mikilvægt að það sé á hreinu að foreldrarnir ráða.  Þeir taka ákvörðunina, en þeir vilja að sjálfsögðu taka tillit til óska unglingsins og annarra á heimilinu.  Þetta þýðir ekki að sest sé að sáttarborði, þar sem gerðar eru málamiðlanir um alla hluti.  

Foreldrarnir eiga að ráða.  Þeir verða líka að taka afstöðu til mikilvægra mála, eins og áfengisneyslu og gefa unglingnum skýr skilaboð um hvenær þeir geti í fyrsta lagi sætt sig við að hann fari að fikta við áfengi.  Þá þarf líka að taka afstöðu til þess fyrirfram, hvernig á að bregðast við unglingurinn kemur drukkinn heim.  Þannig eru meiri líkur til að viðbrögðin verði skynsamleg og yfirveguð. Foreldrar slaka oft á reglunum, um leið og unglingurinn brýtur þær í fyrsta sinn.  Þeir virðast þá hugsa um sem svo, að það sé fínt að hafa reglur, en það sé ekkert vit í að halda fast í þær, ef unglingurinn sinnir þeim ekki. 

Ef unglingurinn á til dæmis að koma heim á miðnætti, en fer að koma rúmlega tólf eða hálfeitt, þá ákveða foreldrar kannski að hann eigi alltaf að vera komin heim fyrir hálf eitt.  Svo færir unglingurinn sig upp á skaftið og fer að koma heim klukkan eitt og þá er útivistartímanum enn breytt og svo koll af kolli.  Nær væri að reyna að fá unglinginn til að virða rammann, sem settur er, í stað þess að breyta honum sífellt.  Unglingar láta sífellt reyna á hvar mörkin liggja, en þá má ekki sífellt færa þau mörk til.  Foreldrarnir verða að setja reglur, sem þeir hafa trús á og halda fast við þær, jafnvel þótt unglingurinn sé í uppreisn gegn þeim og brjóti þær sífellt. 

Sumir foreldrar taka fangelsismálakerfið sér til fyrirmyndar og útdeila straffi, ef brotið er gegn reglunum.  Komi unglingurinn hálftíma of seint heim verður hann í straffi til dæmis tvö kvöld.  Hins vegar er árangursríkara að gefa unglingnum kost á að endurvinna traustið, sem til hans var borið.  Það þarf að ræða við hann, til hvaða ráða sé hægt að grípa í sameiningu, svo foreldrarnir geti treyst honum á ný.  Slíkar umræður, þar sem rætt er um vandann sem sameiginlegan, eru mun uppbyggilegri en einhliða tilkynningar um refsingar fyrir brot. 

Unglingar þurfa að fá að bera ábyrgð á vissum sviðum, ekki þar sem mistök verða ekki aftur tekin, eins og þegar þau byrja allt of ung að nota áfengi eða skammta sér sinn eigin útivistartíma, heldur á sviðum sem skipta unglinginn miklu máli og þar sem mistökin eru til að læra af þeim.  Þetta á við um vasapeninga, fatakaup, hreinlæti í eigin herbergi og að vakna sjálfur á morgnana, svo nokkuð sé nefnt.  Þegar unglingurinn sýnir ábyrga hegðun á hann rétt á að foreldarnir komi fram við hann sem jafningja. 

 Ekki sem fullorðinn einstakling með sömu réttindi og skyldur og foreldrarnir, heldur sem jafningja, sem hlustað er á, tekið tillit til og sem tekur tillit til foreldranna, sem foreldrarnir treysta og virða.  Ef unglingurinn er óábyrgur er ekki hægt að treysta honum.  Þá taka foreldrarnir af honum ábyrgðina og réttindin sem henni fylgja, tímabundið, en eru jafnframt tilbúnir til að hjálpa honum að endurvinna traustið.                                      


Dauðsföll tengd fíkniefnaneyslu

Dauðsföll tengd fíkniefnaneyslu

Tölvuskráning á dauðsföllum sem rannsökuð hafa verið á Rannsóknarstofu í lyfjafræði við Háskóla Íslands nær aftur til ársins 1975. á því tímabili má rekja mörg dauðsföll hér á landi til áfengisneyslu og töku róandi lyfja og svefnlyfja. Árin 1977 – 1981 kom alkóhól við sögu 50% allra dauðsfalla, eða í 54 af 107 sem rannsökuð voru á Rannsóknarstofu í lyfjafræði. Var áfengisneysla talin aðaldánarorsök í tíu tilfellum en meðverkandi dánarorsök í 44 tilfellum. Árin 1977 -1987 voru tæplega 20% allra dauðsfalla, sem rannsökuð voru, rakin til töku barbitúrsýrusambanda með eða án annarra lyfja.  

Benzódiazepínsambönd valda tæpast dauða ein sér en taka þeirra er oft meðverkandi dánarorsök. Þessi lyf komu við sögu í rúmlega 20% dauðsfalla á árunum 1977-1981. Taka diazepams og neysla áfengis veldur stundum eitrunum er geta leitt til dauða. Dauðsföll af völdum amfetamínneyslu eru almennt mjög sjaldgæf og dauðs af völdum kókaínneyslu fátíð. Dauðsföll vegna kannabisneyslu þekkjast að því er virðist ekki né heldur dauðsföll af völdum LSD.

Víða erlendis eru dauðsföll af völdum innspýtingar morfíns eða heróíns í æð vel þekkt en hafa svo vitað sé ekki orðið hér á landi.Frá því að tölvuskráning hófst árið 1975 hafa fjögur dauðsföll komið til rannsóknar á rannsóknarstofu í lyfjafræði þar sem amfetamín, kannabis eða morfín komu við sögu. Í þessum tilvikum voru ofangreind efni þó ekki talin eiga þátt í dauða viðkomandi. Ef litið er til áranna 1984-1993 þá létust 26 einstaklingar, 22 karlar og 4 konur, á aldrinum 26-78 ára vegna banvænna eitrana af völdum alkóhóls eingöngu.

Meðalaldur þessa fólks var 52 ár. 18 einstaklingar, 13 karlar og 5 konur, á aldrinum 28-70 ára létust út banvænum eitrunum af völdum alkóhóls og lyfja, þar sem alkóhól var talinn aðaleitrunarvaldurinn. Meðalaldur þessa fólks var 49 ár.44 ára karlmaður lést úr kókaíneitrun árið 1989 og árið 1993 lést fertugur karlmaður út metadóneitrun. Árið 1995 var eitt dauðsfall vegna metadóns og annað vegna morfíns. Enda þótt metadón teljist ekki til ólöglegra ávana og fíkniefna kemur það oft í stað heróíns eða annarra ólöglegra morfínlyfja þegar þau eru ekki fyrir hendi.

Þau dauðsföll sem hér er talað um eru vegna beinnar fíkniefnaeitrunar. Ekki er átt við dauðsföll sem rekja má til skertrar færni vegna vímuástands, svo sem slysa, eða dauðsföll vegna sjúkdóma sem eru tilkomnir vegna langvarandi neyslu þessara efna.Á eftirfarandi töflu er sundurliðun á eitrunum vegna dauðsfalla sem komu til rannsóknar hjá Rannsóknarstofu í lyfjafræði árin 1988 og 1992 til 1996. ölvun telst vera mikil ef magn etanóls er umfram 2 prómíl í blóði eða 3 prómíl í þvagi.

Etanól er talið hafa valdið banvænum eitrunum ef magn þess í blóði og þvagi er að meðaltali4 prómíl eða meira og dauðsfallið verður ekki skýrt á annan hátt.

Taflan

-árið 1988 voru 110 dauðsföll rannsökuð, þar af voru 4 vegna etanóls.
-árið 1992 voru 133 dauðsföll rannsökuð, þar af voru 4 vegna etanóls.
-árið 1993 voru 120 dauðsföll rannsökuð, þar af voru 5 vegna etanóls.
-árið 1994 voru 84 dauðsföll rannsökuð, þar af var ekkert vegna etanóls.
-árið 1995 voru 106 dauðsföll rannsökuð, þar af voru 4 vegna etanóls.
-árið 1996 voru 90 dauðsföll rannsökuð, þar af voru 2 vegna etanóls.


Almenningsáltið

Almenningsálitið

Reynslan hefur sýnt að fíkniefnasala verður ekki einugis stöðvuð með löggæslu eða sértækum aðgerðum stjórnvalda. Á meðan neytendur/kaupendur eru til staðar verða alltaf til seljendur, sem vilja græða án tillits til skaðsemi efnannna. Hinir svokölluðu „dílerar“, reyna sífellt að skapa sér sem besta aðstöðu til að græða á sem flestum. Í dag er nóg af glæpamönnum, sem hafa áhuga á að fjármagna fíkniefnakaup, flytja efnin inn og selja.

Þeim er nákvæmlega sama hvaða afleiðingar gerðir þeirra hafa fyrir aðra. Þeir græða á meðan aðrir blæða. Ef verulegur árangur á að nást í að draga úr möguleikum þessarra manna þarf almenna hugarfarsbreytingu og samstöðu gegn fíkniefnum og öðrum vímuefnum

  • Hver og einn þarf að líta sér nær. Gott fordæmi og góðar fyrirmyndir segja meira en mörg orð.
  • Allir þurfa að vera samtaka í að taka til hendinni – hver á sínu sviði.
  • Virða ber störf þeirra, sem áhuga hafa á að láta þessi mál til sín taka – hvort sem um er að ræða forvarnir, viðbrögð eða meðferð.
  • Nauðsynlegt er að hver og einn leiti sér réttra upplýsinga um skaðsemi fíkniefna.
  • Öllum, sem vita um neyslu, innflutning, dreifingu eða sölu fíkniefna ber skylda til að tilkynna það réttum yfirvöldum.
  • Það er skylda hvers og eins, sem veit um einstakling í fíkniefnavanda, að gera sitt svo koma megi honum til aðstoðar.

Hvernig þú hefur stjórn á orðum þínum og athöfnum þegar þú kemst úr jafnvægi

Hvernig þú hefur stjórn á orðum þínum og athöfnum þegar þú kemst úr jafnvægi.

                                                                                                                                                                                                   1.  1.  Rannsakaðu ástandið nákvæmlega:  athugaðu, hvort þú hefur hagað þér óskynsamlega.  viðurkenndu afglöp þín hreinskilnislega og afdráttarlaust.  segðu allan sannleikann og viðurkenndu mistök þín

2.  Beittu vísindalegri og hlutlægri afstöðu gagnvart ósæmilegum og fjandsamlegum orðrómi um þig og spurðu þig :  Er þetta sannleikur eða lygi ?  Hver hefur sagt þetta ?  Er hann ofstækisfullur eða heiðarlegur gagnrýnandi ?  Á ég að taka mark á honum ?

3.  Rannsakaðu raunsætt og vísindalega hvert  atriði sem beitt er gegn þér.  Tættu það í sundur til nákvæmrar skoðunar og prófaðu hvort það er sannleikanum samkvæmt.  Sé svo,  verðurðu að bæta ráð þitt.  Gleymdu annars öllu saman.

4.  Haltu áfram að virða fólk, jafnvel þegar það hagar sér illa gagnvart þér.

5.  Berðu enn einu sinni fram rólega og af yfirvegun spurninguna:  Hafði viðkomandi maður rétt til að koma fram eins og hann gerði ?  Sé svo, þá viðurkenndu það hreinskilnislega.

6.  Leitaðu ráða og leiðbeininga hjá vitrum vinum, og notaðu allt það skynsamlega vit og alla þá heilbrigðu skynsemi, sem þér er gefin.  Hversu erfitt sem það kann að vera, verðurðu að hugsa, nota vitsmunina og ekki tilfinningarnar.  Sérhvert  innra uppnám mun að lokum stillast, ef þú gerir það.

7.  Spurðu þig:  Líður mér vel í mínu eymdarástandi ?  Varpaðu síðan af þér allri sjálfsmeðaumkun.

8.  Reyndu að láta þér ver vel til allra, sem við málið eru viðriðnir og biddu fyrir þeim – hversu erfitt sem þér kann að finnast það.  Að elska felur ekki í sér neina væmni,  heldur öllu fremur skynsamlega virðingu fyrir öðrum mönnum.


Sjálfsvíg og önnur sjálfsskaðandi hegðun

Sjálfsvíg og önnur sjálfsskaðandi hegðun

Sjálfsvíg er alvarlegasta afleiðing þunglyndis. Sem betur fer eru sjálfsvíg barna og unglinga undir 16 ára aldri mjög fátíð. Þó eru þau þekkt í okkar litla samfélagi. Í næsta aldurshópi fyrir ofan, 17–24ra ára,  hefur uggvænleg þróun átt sér stað. Sjálfsvígum meðal ungra karlmanna hefur fjölgað meira en í öðrum aldurshópum undanfarna áratugi og náðu hámarki í lok síðustu aldar.

Tíðni
Erfiðara er að leggja tölulegt mat á tíðni sjálfsskaðandi hegðunar, þar á meðal tíðni sjálfsvígstilrauna. Mat á niðurstöðum fjölda rannsókna á sjálfsvígshegðun unglinga sýnir að 9,7% unglinga höfðu gert tilraun til sjálfsvígs. Sjálfsskaðandi hegðun getur spannað bilið frá meinlausum rispum í úlnlið eða töku smáskammts af svefnlyfi yfir í lífshættulega atlögu einstaklings að lífi sínu.

Allt ber þó að skoða sem hugsanlega hættulegt því að stundum gerist líka að það sem átti að vera ákall um hjálp getur fyrir slysni endað í dauða. Eins ber að hafa í huga að líkur á annarri tilraun til sjálfsvígs eru meiri hjá þeim sem áður hafa skaðað sig heldur en hjá öðrum.Dauðahugsanir eru oft fylgifiskur umbrota unglingsáranna. Kannanir hafa sýnt að um þriðjungur unglinga hefur hugsað slíkar hugsanir einhvern tíma. Það er alltaf mikilvægt að taka þær alvarlega, sérstaklega ef viðkomandi sýnir sterk einkenni þunglyndis eða hömluleysis.

Kynjamunur 
Sjálfsskaðandi hegðun og dauðahugsanir eru algengari hjá konum en körlum, ekki síst hjá unglingum. Það ber þó að taka með í reikninginn að ýmiss konar áhættuhegðun er algengari hjá unglingspiltum og má í sumum tilvikum líta á hana sem ákall um athygli, svipað og oft er um sjálfsskaðandi hegðun hjá stúlkum.

Áhættuþættir 
Í stórri rannsókn á ungmennum greindist geðröskun, ein eða fleiri, hjá meirihluti barna og unglinga (um 60%) sem höfðu sýnt af sér sjálfsvígsatferli, þ.e. höfðu hugsað um dauðann, gert sjálfsvígsáætlanir eða beinar tilraunir til sjálfsvígs.Oftast er um að ræða þunglyndi, kvíðaraskanir og/eða vímuefnavanda. Um þriðjungur er með veruleg einkenni um geðröskun og samsvarandi vanlíðan, en ekki nægilega mörg einkenni til að uppfylla skilyrði um greiningu.
Í sömu rannsókn greindust um 4%  með verulega tengslaörðugleika, en án þess að vera með einkenni um geðröskun. Mesta hættan er hjá þeim sem greinast með þunglyndi og kvíða eða með þunglyndi samfara vímuefnafíkn eða hömluleysi.

Kvíði eða vímuefnavandi einn og sér virtist ekki auka líkur á sjálfsvígsatferli í þessari könnun. Unglingum sem eiga í tengslaerfiðleikum er hætt við að einangrast og hafa því ekki þann félagslega stuðning sem bindur þá við lífið. Þegar geðraskanir eða önnur vandamál bætast við er þeim hættara við sjálfsskaðandi hegðun en öðrum. Ýmislegt bendir til að höfnun foreldra á unglingi geti skapað meiri hættu á sjálfsskaðandi hegðun en erfiðleikar í samskiptum við jafnaldra.

Fjöldi rannsókna sýnir að kynferðisleg misnotkun leiðir mjög oft til sjálfsskaðandi hegðunar; svo sem í formi vímuefnafíknar frá unga aldri, persónuleikaraskana sem einkennast meðal annars af hvatvísi og erfiðri reiðistjórnun. Sjálfsmynd er brotin og stöðugleiki í tengslamyndun því minni. Allt hefur þetta þau áhrif að sjálfsvígstilraunir hjá þessum hópi eru mun algengari en hjá þeim sem hafa ekki orðið fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis.Í stórfjölskyldum þar sem sjálfsvígsatferli er þekkt hjá einhverjum ættmennum aukast líkur á slíku atferli hjá öðrum í sömu ætt.

Hegðun eða atferlið eitt og sér getur flust milli kynslóða. Ýmsir persónuleikaþættir, sem tengjast tilhneigingu til sjálfsskaða, eru bundnir í erfðavísa mannsins. Má nefna hvatvísi og árásargirni, sem við vissar aðstæður geta beinst að eigin persónu. Einnig er vitað að geðraskanir almennt eru arfgengar, í mismiklum mæli þó.

Hættumerki

Merki um að sjálfsvígshætta kunni að vera í uppsiglingu hjá unglingum eru:

 

  • Unglingurinn hefur mörg einkenni þunglyndis.
  • Vaxandi kvíði og félagsfælni.
  • Unglingurinn talar um sjálfsvíg, vonleysi eða vanmátt
  • Unglingurinn lendir í tíðum slysum eða óhöppum
  • Unglingurinn talar um dauða og það að deyja.
  • Unglingurinn grætur meira en áður, en er tilfinningalega lokaður að öðru leyti.
  • Unglingurinn er farinn að gefa öðrum eigur sínar.
Auk þess er rétt að gefa gaum að eftirfarandi hegðun:

 

  • Félagslegri einangrun.
  • Vímuefnanotkun, þar með talin áfengisnotkun.
  • Vaxandi hömluleysi í allri hegðun.
  • Vaxandi áhættuhegðun.

Verndandi þættir
Það sem helst hefur verndandi áhrif er allt það sem hjálpar barni og unglingi að þróa með sér trú á sjálfan sig, sjálfsvirðingu og virðingu fyrir öðrum. Hlýtt samband við foreldra, sérstaklega móður, ræður hér miklu, sömuleiðis jákvæð fyrirmynd í föður, sérstaklega fyrir drengi. Góð tengsl við jafningja og sjálfstraust til að takast á við eigin vandamál skipta hér einnig miklu.Í þessu efni er líka mikilvægt að draga sem mest úr áhættuþáttum þunglyndis , stuðla að styrkjandi uppeldi og seinka því sem lengst fram á unglingsárin að hefja neyslu áfengis og annarra vímuefna.

Meðferð
Meðferð byggir á sömu meginþáttum og meðferð við þunglyndi, kvíða og vímuefnafíkn. Grundvallaratriði í meðferð unglinga sem hafa verið í sjálfsvígshættu er að fylgja þeim þétt eftir í fyrstu með samtölum og öðrum stuðningi. Hætta á tilraun til sjálfsvígs getur verið lengi til staðar þó að gripið hafi verið inn í líf viðkomandi með stuðningi.

Lyfjameðferð ein og sér nægir ekki, samtalsmeðferð eða virkur stuðningur í formi reglubundinnar eftirfylgdar fagfólks er grundvallaratriði.


Við endann á einmannastræti

Við endann á einmannastræti

"Gefið mér fyrsta stuðið"

síðustu árin bað Elvis Presley alltaf um fyrsta lyfjaskammt sinn með þessum orðum, og hafði þannig í heiðri þá daglegu hefð sem tryggði að Konungurinn í Heartbreak Hotel gæti sofnað eftir erfiða kvöldsýningu.  Aðstoðarmaður Elvisar var þá vanur að opna fyrsta umslagið og gefa honum það venjulega sem innihélt regnbogalitað safn barbitusýrna : Amytal, carbrital, nembutal eða seconal , quaaludes, valium, og placidyl fylgdu á eftir ásamt þrem skotum af demerol sem sprautað var í hann rétt fyrir neðan ber herðablöðin. 

Áður en Elvis gekk til hvílu þurfti starfslið hans sem var á vakt 24 tíma á sólarhring að fara að vinna.  Kom þá oft upp keppni um það hve mikils matar Kóngurinn gæti neytt áður en hann féll í svefn.  Dæmigert var að hann borðaði þrjá ostborgara og sex eða sjö bananasplit áður en hann datt útaf.  Oft þurftu aðstoðarmenn hans fjarlægja matvæli úr lungnapípu  hans til að forða honum frá köfnunardauða.  Elvis svaf þá yfirleitt um fjóra tíma áður en hann hreyfði sig aftur.  Svo dofinn var hann oft að bera þurfti hann á klósettið, en hann bað þá gjarnan um annað stuð dagsins með því að toga máttleysislega í skyrtu aðstoðarmannsins. 

Var Elvis þá orðinn óhæfur um að taka inn lyfin sjálfur svo að aðstoðarmaðurinn stakk þeim upp í munn hans, og hellti síðan vatni varlega á eftir ofan í kok hans.  Það var mjög sjaldan að Elvis gæti beðið sjálfur um þriðja stuðið.  Þess í stað samkvæmt venju gaf aðstoðarmaður honum skammtinn og startaði honum í gang með því að láta hann poppa dexidríni og síðan stinga bómullarhnoðrum sem gegnsósa voru af kókaíni upp í nefið á honum. 

Á dauðadegi sínum hélt Elvis sér viljandi skýrum og safnaði þá saman öllum stuðskömmtunum í einn dauðaskammt.  Hvers vegna var maður sem var svona dáður af aðdáendum um heim allan, að nauðga líkama sínum reglulega og tók síðan eigið líf á svo hræðilegan máta ?
 

Er haft eftir David Stanley hálfbróðir Elvisar að það hafi verið vegna þess að hann vildi mikið heldur vera lyfjaður og deyfður heldur en að meðvitaður og þjáður.

Því miður er ekki erfitt að finna aðrar frægar persónur fólk á toppnum í atvinnugrein sinni í listum og viðskiptum sem einnig framkölluðu sín eigin endalok, annaðhvort beint eða óbeint.  Hugsið um rithöfund eins og Ernest Hemingway og Sylvia Plath leikara eins og William Holden , Marilyn Monroe , Montgomery Cliff og söngvara og tónlistarmenn eins og Bob Marley, Jimi Hendrix , Mama Cass og Janis Joplin. 

Hvað á þetta fólk sameiginlegt?

Í fyrsta lagi : það er ekki lengur á meðal okkar vegna afleiðinga ánetjunar sinnar. 
Í öðru lagi : þau lifðu í voninni sem sagði einhvern tímann , einhver, einhvern veginn, eitthvað... og ég mun verða hamingjusamur/söm. 

Þegar þau svo náðu árangri í starfi og voru kominn á græna grein og horfðu á ameríska drauminn af fremsta bekk þá uppgötvuðu þau að hamingjan er ekki innan seilingar. Þau héldu því áfram að elta hana og héldu sársauka tilverunnar í skefjum með því að drekka, reykja, dópa, lyfja sig og oféta, þar til þau að lokum fengu óminnið sem þau þráðu. 

Þau fundu aldrei hina raunsönnu uppsprettu hamingjunnar innra með þeim sjálfum


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband