Færsluflokkur: Bloggar

Fíkn er sjúkdómur

Fíkn er sjúkdómur 

Sú staðreynd að fíkn er sjúkdómur, sem birtist í því að sjúklingurinn myndar tengsl við ákveðin efni eða athafnir fremur en við fólk, endurspeglast í samskiptum hans við aðra.Undir eðlilegum kringumstæðum notar fólk ýmsa hluti sér til gagns eða gleði. Fíkillinn yfirfærir slík tengsl við hluti hins vegar smám saman yfir á samskipti sín við fólk og kemur fram við aðra eins og þeir séu dauðir hlutir sem þjóni því hlutverki einu að létta honum lífið eða gera það skemmtilegra. Kynlífsfíkill lítur til dæmis fyrst og fremst á fólk sem kynferðislegt viðfang en ekki manneskjur. Þeir sem umgangast fíkilinn þreytast á þessu viðmóti, þeir verða fyrir vonbrigðum og reiðast og fá sig að lokum fullsadda á því að vera meðhöndlaðir á þennan hátt.  

Afleiðingin er að bilið milli fíkilsins og annars fólks breikkar og fíkillinn einangrast enn frekar.Fíkillinn kemur fram við sjálfan sig eins og aðra. Með því að líta á sjálfan sig eins og hvern annan hlut stofnar hann tilfinningalegri, andlegri og líkamlegri heilsu sinni og velferð í voða. Álagið getur með tímanum orðið svo mikið að fíkillinn kiknar undan því og brotnar saman. Áhrif efna og athafna eru fyrirsjáanleg Með tímanum tekur fíkillinn að reiða sig á þá hugarástandbreytingu sem neysla ákveðinna efna eða framkvæmd tiltekinna athafna hefur í för með sér vegna þess að hún er bæði fyrirsjáanleg og óbrigðul. Í þessu felst seiðmagn fíknarinnar. 

  • Þegar eiturlyfjasjúklingur tekur inn ákveðna tegund eiturlyfja finnur hann fyrirsjáanlega hugarástandsbreytingu.
  • Þegar spilafíkill byrjar að spila finnur hann fyrirsjáanlega hugarástandbreytingu.
  • Þegar matarfíkill fer að háma í sig mat finnur hann fyrirsjáanlega hugarástandsbreytingu.

 Hið sama gildir um kynlífsfíkla, vinnufíkla, eyðslusjúka og raunar alla þá sem þjást af einhvers konar fíkn - fíknin veldur breytingu á hugarástandi sem fíkillinn sér fyrir. Vegna þess hversu fyrirsjáanleg áhrif neyslunnar eða athafnanna eru fer fíkillinn að leggja traust á fíknina. Hann reiðir sig á að ákveðin hugarástandsbreyting eigi sér stað og sú verður raunin - í fyrstu.Það er hins vegar ekki hægt að reiða sig á fólk með sama hætti. Þegar fíkill þarf á stuðningi að halda og fer til besta vinar síns má vera að vinurinn þurfi jafnvel enn meiri á stuðningi að halda en fíkillinn. Við slíkar kringumstæður ályktar fíkillinn að betra sé að reiða sig á efni eða athafnir en fólk.Þeir sem alast upp í fjölskyldu þar sem neysla eða ofbeldi viðgangast læra að fólki sé ekki treystandi.

Þá falla þeir frekar fyrir þeirri tælandi og fölsku vellíðun sem fylgir hugarástandi vímunnar. Röng forgangsröðun Virkir fíklar vilja og heimta að vera fremst í forgangsröðinni. Þarfir þeirra verða öllu öðru yfirsterkari. Hlutir hafa hins vegar hvorki þarfir né langanir þannig að í sambandinu við þá getur fíkillinn ávallt verið í fyrsta sæti. Það er fíklum mikils virði og fellur vel að hugmyndakerfi þeirra sem byggist á tilfinningarrökum. Virkur fíkill fer því að reiða sig á fíknina fremur en fólk. Að treysta fólki er ógnun við fíknarferlið. Maður í neyslu setur efni í fyrsta sæti og fólk í annað sæti.Öll sækjumst við eftir lífsfyllingu og leitum að samböndum sem geta veitt okkur hana.

Fíkn er sambandsvandamál því samband fíkils og fíknar er í senn náið og tortímandi. Fíknarsamband við efni eða athafnir er eins og slæmt samband tveggja einstaklinga; utanaðkomandi fólk áttar sig engan veginn á því hvernig hægt er að vera í svona skaðlegu sambandi árum saman.Á byrjunarstigi er fíkn í efni eða athafnir viðleitni til að öðlast tilfinningalega fullnægju. Þannig má segja að fíknarsamband sé eðlilegt ferli í röngum farvegi. Vinátta hefst yfirleitt með einhvers konar tilfinningatengslum og byggist á því að tilfinningaþörfum sé fullnægt.

Fíkn er sjúkleg leið til að nálgast slíka fullnægju. Spilafíkill er ekki að eltast við vinninginn þótt hann telji sér trú um það sjálfur, heldur trúir hann og reiðir sig á að spilamennskan færir honum breytt hugarástand sem ber í sér fölsk loforð og falska kennd um fullnægju. Hvenær myndast fíknarsambönd? Við erum öll móttækilegri fyrir gylliboðum fíknarinnar á vissum tímum, til dæmis eftir mikinn missir. Missi fylgir sársauki og þörf fyrir eitthvað sem fyllt gæti upp í tómarúmið sem myndast. Gott dæmi um þetta er þegar fólk fer á eftirlaun. Þá kemur fíknarsamband oft í stað starfssambandsins.

Þegar fólk eldist hverfa vinirnir á braut og löng sambönd taka breytingum. Þá myndar margt eldra fólk fíknarsamband, til dæmis við sjónvarpið, áfengi, fjárhættuspil eða annars konar efni. Það veit að þessir hlutir verða áfram til staðar og setja því traust sitt á þá.Fólk getur líka verið hrætt við að mynda fíknarsambönd við aðrar aðstæður: 

  • Eftir missi ástvinar (þeim mun nánara samband, þeim mun meiri líkur).
  • Eftir að hafa sagt upp vinnunni.
  • Eftir að hafa þurft að sjá á bak hugsjónum sínum eða draumum.
  • Eftir vinarslit.
  • Eftir að hafa þurft að takast á við félagslegar breytingar eða félagslega einangrun (t.d. þegar flutt er á nýjan stað).
  • Eftir að hafa þurft að fara frá fjölskyldunni.

 Seiðmagn fíknarinnar Það er hugarástandsbreytingin sem gerir fíknarsambandið svo eftirsóknarvert. Hún á sér stað í hvert einasta skipti, á það er hægt að treysta. Engu mannlegu sambandi fylgir hins vegar slík trygging. Fíklar reiða sig á hugarástandsbreyting fáist með aðstoð ákveðinna athafna. Með því að belgja sig út af mat stjórnar til dæmis matarfíkillinn lífi sínu og líðan um hríð. Með því að veita fíkninni útrás finnst honum hann vera við stjórnvölinn og það vegur upp á móti mátt- og getuleysistilfinningunni sem kraumar undir niðri.Fíknarferlið býr yfir miklu aðdráttarafli.

Fíkn er ferli þar sem menn láta glepjast af fölskum og innantómum loforðum um tilfinningalegt öryggi, lífsfyllingu og náið samband við umheiminn. Spilafíkill er ekki að eltast við sjálfa athöfnina (spilamennskuna) heldur þá tilfinningalegu merkingu sem henni fylgir - hún verður tákn ákveðinnar fullnægju.Neyslusjúklingi stafar ekki einungis hætta af sjálfu fíknarsambandinu heldur einnig af óheiðarleikanum sem er óhjákvæmilegur fylgifiskur þess. Það er blekking að tilfinningaþörfum verði fullnægt með notkun efna eða ástundun tiltekins atferlis.

Það er óheiðarlegt að trúa því að efni eða atferli geti fært manni meira en tímabundna hugarástandsbreytingu. Spilafíklar eru ekki að eltast við vinninginn. Ef sú væri raunin myndu þeir stoppa þegar þeir væru búnir að vinna. Þeir eru að eltast við athöfnina sjálfa, spennuna, augnablikið og loks tapið því að það gefur þeim afsökun fyrir að hefja leikinn á ný. Viðvarandi óheiðarleiki af þessu tagi getur orðið hvati að nýju fíknarsambandi vegna þess að ein fíkn getur komið í stað annarrar. Birtingarmyndir leiðslunnar eru margar.Vinur minn er með skjöld uppi á vegg sem lýsir vel seiðmagni fíknarinnar: 

Það er alvarlegt að blekkja aðraen að blekkja sjálfan siger bænvænt. Tilfinningaofsa ruglað saman við tilfinningadýpt Fíklar rugla saman tilfinningaofsa og tilfinningadýpt. Þegar þeir veita fíkninni útrás með neyslu eða ákveðinni hegðun getur það verið mjög ofsafengin lífsreynsla því að þeir eru að vinna gegn sjálfum sér. 

  • Spilafíkill verður fyrir ofsafenginni reynslu þegar hann horfir á fótboltaleik og veit að liðið sem hann veðjaði á verður að vinna til þess að hann geti staðið skil á síðustu afborgun af húsnæðisláninu sem þegar er komið í vanskil.
  • Það er ofsafengin reynsla fyrir matarfíkil þegar hann kaupir sér fullan poka af mat, borðar hann mestallan og kastar honum upp á eftir.

 Í leiðslunni sem skapast þegar fíkillinn fær útrás fyrir fíkn sína verður hann gjarnan mjög æstur, mjög hræddur og skömmustulegur. Allar tilfinningar, hvers eðlis sem þær eru, verða ofsafengnar. Þess vegna verða líka áhrif augnabliksins mjög sterk.Ákafar tilfinningar eru samt ekki það sama og djúpstæðar tilfinningar, þótt fíklar rugli þessu tvennu gjarnan saman. Fíkillinn verður fyrir magnaðri reynslu sem hann telur hana hafa verið mjög djúpa. Spilasjúklingur álítur til dæmis samband sitt við spilafélagana vera mjög djúpt og innilegt en samt hittir hann þá aldrei nema við spilamennskuna.

Ég hef lært mikið um muninn á tilfinningaofsa og tilfinningadýpt af 15 ára gamalli frænku minni, en á þeim aldri er þessu tvennu gjarnan ruglað saman. Hún heldur að hún sé „yfir sig ástfangin" af bekkjabróður sínum og er viss um að þau muni giftast. Hún er þegar búin að ákveða hvað þau muni eignast mörg börn og hvað þau eigi að heita. Það er alveg gagnlaust að ætla að fá hana ofan af þessari trú sinni. Við sem stöndum henni næst vitum að hún er heltekin af tilfinningaofsa sem villir um fyrir henni. Tilfinningarnar sem hún finnur fyrir eru mjög sterkar en ekki mjög djúpstæðar.

Á unglingsárunum lærist fólki að gera greinarmun á áköfum tilfinningum og djúpum. Unglingar lofa hvor öðrum ævilangri vináttu og skipuleggja jafnvel framtíðina saman, en svo fjarar vináttan út. Djúpar tilfinningar þurfa tíma til að þróast. Unglingar sjá hins vegar oft ekki lengra fram í tímann en sem nemur næsta augnabliki.Virkir fíklar lifa einnig fyrir líðandi stund og láta tilfinningarnar ráða. Á tilfinningasviðinu eru þeir eins og unglingar og hegðun þeirra og hátterni er oft lýst eins og um unglinga væri að ræða. Fíklar þurfa líka oft að takast á við svipuð vandamál og unglingar.

Munurinn er sá að unglingarnir þroskast en fíklarnir komast ekki upp úr þessu fari meðan fíknin fær að þróast með þeim. 


Útvarpsþátturinn Lífsýn

kæru lesendur

Nú eru komnir 4 þættir á netið hingað á bloggið okkar Útvarpsþátturinn Lífsýn fyrsti þáttur sinnar tegundar á landinu þar sem við tvinnum saman forvarnir, fræðsla, sjálfstyrking, heilræði , spjall og tónlist.

hérna til hægri undir tenglar Útvarpsþátturinn Lífsýn

kíktu á þetta :) 

  

 


Burt með einelti!!

Einelti Einelti er það kallað þegar hópur einstaklinga reynir að útiloka einn eða hugsanlega fleiri út úr hópnum með öllum mögulegum hætti. Þetta getur verið með stöðugri stríðni, gera fórnarlambið að aðhlátursefni, sýna því vanþóknun, hæðast að því, bera út slúður um fórnarlambið, einangra það og útskúfa og jafnvel getur verið um líkamlega valdbeitingu að ræða.Einelti felur það í sér að fórnarlambið upplifir sig óvelkomið í og útilokað af hóp, sem það getur ekki annað en tilheyrt, t.d. vinnuhóp, skólabekk, fjölskyldu o.s.frv.

Til er að einstaklingar leggist þannig á aðra einstaklinga, án stuðnings annarra í hópnum, en þá er ekki talað um einelti í sama skilningi, þar sem fórnarlambið upplifir sig ekki einangrað og útilokað á sama hátt og getur varið sig með því að líta á ofsækjandann sem veikan eða vondan. Einelti felur í sér að fórnarlambið upplifir alla eða flestalla í hópnum á móti sér, þó svo að í langflestum tilvikum sé meirihlutinn óvirkur í stuðningi sínum við eineltið. Aðeins lítill hluti hópsins er yfirleitt virkur, en nýtur stuðnings hins hlutans í gegnum aðgerðarleysi hans, en flestir þeirra líta svo á að hættulegt sé að taka upp hanskann fyrir fórnarlambið. Það gæti leitt til þess að þeir sjálfir verði lagðir í einelti.

Einelti er félagslegt fyrirbæriEinelti er þannig félagslegt fyrirbæri. Það tengist alltaf hópi fólks og valdabaráttu einstaklinga innan hópsins og óöryggi þeirra um stöðu sína innan hans. Það er því ekki einangrað samspil á milli tveggja einstaklinga. Slík samskipti eru ekki kölluð einelti. Það er því nauðsynlegt að stjórnendur hópa, hvort sem það eru stjórnendur á vinnustað, kennarar, skátaforingjar eða aðrir leiðtogar hópa, geri sér grein fyrir því hvort um er að ræða einelti, sem er félagslegt fyrirbæri innan hóps, eða deilur og ágreining milli tveggja einstaklinga. Viðbrögð þeirra eiga að stjórnast af því.Einelti myndast aðeins í hóp, þar sem einhvers konar vanlíðan er til staðar. Líði öllum einstaklingum vel í hópnum, finnist allir meira eða minna jafnir, finni að allir njóti þokkalega jafnrar virðingar, finni að allir hafi eitthvað að segja og að hlustað sé jafnt á alla, myndast ekki einelti í hópnum. Sé hins vegar ríkjandi ójöfnuður í hópnum, hlustað sé á suma en aðra ekki og mikill munur á virðingu milli einstaklinga, myndast vanlíðan í hópnum. Fyrri hópurinn hefur flatan valdapíramída eða goggunarröð, þar sem jöfnuður og vellíðan ríkir og sátt er um forystuna.

Síðari hópurinn hefur brattan valdapíramída eða goggunarröð, þar sem ríkir ójöfnuður, vanlíðan og valdabarátta. Það er einungis í síðari hópnum sem einelti getur myndast og alltaf sem hluti af valdabaráttunni, sem á sér stað í hópnum. Sú valdabarátta er ekki einungis á efstu þrepunum, vegna þess að í slíkum hópi ríkir mikið óöryggi um stöðu sína hvar sem er í goggunarröðinni og því myndast þörf hjá öllum fyrir að klifra ofar og þá gjarnan á kostnað þeirra, sem neðar eru.

Öryggi í stað vellíðunarSé ríkjandi vanlíðan og óöryggi í hóp og valdapíramídi hans brattur leita allir einstaklingar hópsins eftir einhvers konar stöðugleika og öryggi. Það er hins vegar ekki endilega leitað eftir vellíðan, því vellíðan er aftar í þarfaforgangsröð einstaklinga en öryggi. Í slíkum hóp lítur alltaf út fyrir að mesta öryggið um stöðu sína sé á efstu þrepum hans, sérstaklega vegna þess að svo virðist sem þar sé mesta virðingin, áhrifin og völdin. Þess vegna leita einstaklingarnir upp goggunarröðina með því að koma öðrum í henni niður fyrir sig.

Það er hægt að gera með því að smjaðra fyrir forystunni, leggja henni lið eða sýna henni fram á hollustu á ýmsan hátt t.d. með því að andmæla henni ekki, hlægja að uppátækjum hennar eða örva hana til dáða á annan óbeinan hátt. Eftir því sem ofar dregur í goggunarröðinni kemur þó fram nýtt óöryggi hjá einstaklingunum í hópnum, sem felst í aukinni hættu á að falla (aftur) neðar í goggunarröð hópsins eða, fyrir þá sem efstir eru, að missa völd sín, ef tekið er feilspor. Þannig verða meðlimir hópsins að viðhalda völdum sínum eða klifri upp á við og hópurinn er fastur í neti óöryggis og vanlíðunar.

Í hópnum myndast síðan hópbundnar hegðunarreglur (norm), sem halda honum enn fastar í þessum viðjum og að lokum er það einungis utanaðkomandi stjórnun eða aðstoð, sem getur hjálpað honum út úr þessum vítahring. Allir meðlimir hópsins eru fastir í netinu og það að gera tilraun til að brjótast út úr því eykur hættuna á að falla niður goggunarröðina og þá jafnvel lenda neðst í henni og eiga þar með á hættu að verða veikastur í hópnum. Allir skynja hættuna af þeirri stöðu við þessar aðstæður og forðast hana eins og heitan eldinn.

ValdabaráttaÞegar þannig er komið fyrir hópi, er mikil hætta á að einelti myndist í honum. Valdabaráttan og þörfin fyrir að upphefja sjálfan sig á kostnað annarra leggur grunninn að því. Fórnarlambið er þá ætíð valið úr neðstu þrepum goggunarraðarinnar. Fyrir kemur að fórnarlambið ber yfirmannstitil, en þá er um að ræða yfirmann, sem hefur í raun engin völd í hópnum, er neðst í goggunarröðinni og ræður ekki við yfirmannstitil sinn. Hópurinn finnur eitthvað við fórnarlambið og notar það til að benda á að viðkomandi eigi ekki heima í hópnum. Það getur verið eitthvað við útlit einstaklingsins eða hegðun hans eða aðstæður.

Eina leiðin er því að fórnarlambið hafi ekki styrk til að verja sig og að hægt sé að koma fram við það með hegðun sem segir: “Þú ert öðruvísi en við og átt því ekki heima með okkur”. Einelti byggist þannig á vissan hátt á því að styrkja hópinn innbyrðis með því að halda þeirri skoðun á lofti að um sé að ræða “okkur og þig”. Þrennt græðist á þessu fyrir meirihlutann. Í fyrsta lagi gerir það þeim sem ofar eru í goggunarröðinni kleyft að komast enn ofar með því að ýta fórnarlambinu niður hana og raða öðrum hópmeðlimum á milli sín og fórnarlambsins.

Í öðru lagi verður til ákveðin (sjálfs)blekking um samstöðu og öryggi innan hópsins, a.m.k í efstu þrepum goggunarraðarinnar. Í þriðja lagi styrkir slíkt athæfi stöðu og styrk þeirra sem í efstu þrepunum eru, þar sem þetta bendir öðrum en fórnarlambinu á hvað bíði þeirra, ef þeir halda sig ekki á mottunni.

Stjórnunarstíll ræður úrslitumAf framanskráðu sést að einelti er félagslegt fyrirbæri, sem stjórnast af því að um vanlíðan er að ræða í hópnum. Það orsakast ekki af því að einstaklingar séu vondir eða veikir og eina leiðin til að bregðast við því er að takast á við stjórnun hópsins. Það er eitt meginhlutverk stjórnanda að stjórna þannig að í hópnum ríki vellíðan. Þannig skapar hann mest öryggi og ánægju í hópnum og nær hámarksafköstum hjá honum. Ef einelti kemur upp í hópi, og einungis er tekið á málinu út frá einstaklingunum, geranda og/eða fórnarlambi, leiðir það ekki til breytinga á stjórnun hópsins eða hópgerðinni og hættan á að aðrir fari inn í hlutverk þessara einstaklinga og sagan endurtaki sig er ákaflega mikil. Þó er ekki hægt að útiloka að hópgerðin breytist óvart við slíkar aðgerðir. Þá er það og augljóst að sé fórnarlambið tekið út úr hópnum og flutt í annan hóp, fer það eftir því hvort í nýja hópnum ríkir vellíðan eða vanlíðan, hvernig fórnarlambinu reiðir af þar. Nýliði er alltaf veikasti einstaklingurinn í hópnum og getur því auðveldlega aftur lent í fórnarlambshlutverkinu í nýja hópnum, sé þörf fyrir einelti í þeim hópi.Það er undir stjórnanda hóps, leiðtoga hans eða kennara komið, hvort í hópnum ríkir vellíðan eða vanlíðan. Það er stjórnandans að stjórna með þeim hætti að vellíðan ríki og það er hans að bregðast þannig við, ef upp kemur vanlíðan, t.d. vegna utanaðkomandi áhrifa, að hópurinn nái aftur jafnvægi og vellíðan. Stjórnanda ber að stjórna hópi þannig að ekki myndist í honum þörf fyrir einelti. Það er ekki nóg fyrir hann að velta fyrir sér viðbrögðunum við einelti þegar það er komið í fullan gang.

(Grein þessi er lítið breytt frá því að hún birtist í tímariti Bókagerðarmanna árið 2000.)
 Ýmsar greinar um eineltiHvað er einelti?,,Einelti er langvarandi ofbeldi, líkamlegt eða andlegt, þar sem einn eða fleiri níðast á einum, sem ekki kemur vörnum við. Einelti felur í sér misbeitingu á valdi þar sem gerandinn beitir hótunum og vill ráða yfir þolandanum.“

Þessa skilgreiningu er að finna í bókinni Gegn einelti Handbók fyrir skóla sem Æskan gaf út 2000. Síðar í sömu bók stendur: „Einelti getur verið mjög dulið. Þegar gerandi eða gerendur hafa náð tökum á þolanda má segja að n.k. eineltissamband hafi myndast. Eftir að slíkt samband hefur orðið til getur eitt augnatillit frá geranda verið nóg til að þolanda sé ógnað og að hann finni til hræðslu og óöryggis.“


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband