Börn alkóhólista

Einkenni og þróun hlutverka barna alkóhólista

Uppeldi í fjölskyldu þar sem drykkjuvandamál eru til staðar lætur ekkert barn ósnortið. Flest börn skaðast varanlega vegna þessara aðstæðna og veldur það þeim miklum erfiðleikum síðar á ævinni. Aldursröð barna í fjölskyldu hefur alltaf nokkur áhrif á hvaða hlutverk þau leika í fjölskyldulífinu og þau hlutverk fylgja þeim áfram í lífinu. Hlutverkin, sem börn alkóhólistans lenda í, hafa mun alvarlegri áhrif. Hér á eftir eru tekin saman helstu einkenni og þróun algengustu hlutverka barna alkóhólista.

Ábyrga barnið - oftast elsta barn
• Lærir að það borgar sig að vera þægt.
• Finnst það einhvers virði þegar það sinnir öðrum.
• Verður "litli hjálparengillinn".
• Stjórnast af sektarkennd.
• Duglegt í skóla.
• Þóknast kennurum og öðrum vegna viðurkenningarinnar.
• Líður vel með fullorðnum.
• Fullorðinslegt í fasi.
• Kennir sér um fjölskylduvandamál.
• Fullkomnunaráráttan byrjar.
• Öll hegðun beinist að því að hjálpa fjölskyldunni.
• Gerir sér eigin þarfir ekki lIjósar.
• Nær tökum á að stjórna þegar allt er á suðupunkti.
• Finnst veikleikamerki að biðja um hjálp.
• Nær mikilli sjálfsstjórn og sýnir mikla fyrirhyggju.
• Óþolinmæði við aðra.
• Ruglar saman ást og vorkunnsemi.
• Giftist ruglaðri manneskju.
• Oft í hlutverki umsjónarmanns.
• Píslarvotturinn í fjölskyldunni.
• Finnst það geðveikt.
• Verður þunglynt og leitar læknis vegna lasleika.
• Gæti verið háð meðulum.
• Hegðar sér óskynsamlega.
• Einangrun.

Syndaselurinn -venjulega annað barnið
• Nær athygli með neikvæðni.
• Reynir að vera þægt en er haldið í hlutverkinu.
• Beinir athyglinni frá alkóhólistanum.
• Er kennt um fjölskylduvandamál.
• Getur engum treyst.
• Verður fyrir andlegu eða líkamlegu ofbeldi.
• Trúir að það sé slæmt.
• Er sært, yfirgefið og einmana.
• Lætur eins og því sé sama um allt.
• Byrjar að ögra yfirvöldum.
• Kúgar systkini.
• Ráðskast með aðra og notfærir sér þá.
• Byrgir inni tilfinningar, er hranalegt í framkomu.
• Prakkarastrik í skóla, lágar einkunnir.
• Þarf að finnast það hafa taumhaldið.
• Er illa við reglur.
• Gefur auðveldlega eftir, er stundum vinsamlegt.
• Forðast félagslegar kvaðir.
• "Flýr" að heiman.
• Laðast að þeim sem eru atorkusamir.
• Meiri ögrun við yfirvöld.
• Talsverð hætta á vímuefnanotkun.
• Flækist í minni háttar afbrot.
• Möguleikar á skemmdarstarfsemi, búðarhnupli.
• Tíð umferðaróhöpp eða sleppur naumlega frá þeim.
• Kynmök snemma, lauslæti.
• Háð spennu.
• Byrjunareinkenni neysluhringsins koma í ljós.
• Líkur á meiri afbrotum.
• Hrætt við veikleika og að þeir sjáist hjá sér.
• Ekki heiðarlegt í nánum samböndum.
• Stuðningur eingöngu frá félögum.
• Þrjóskufyllri, skrópar endurtekið í skóla eða vinnu.
• Giftist snemma öðrum "blóraböggli" eða "hetju".

"Týnda" barnið - oftast þriðja barn
• Veit ekki hvernig á að ná athygli.
• Finnst það ekki falla inn í fjölskylduna.
• Er mikið eitt.
• Hugsar mikið um hvernig fjölskyldan "á að vera".
• Felur sig og tilfinningar sínar.
• Finnur fyrir uppgjöf.
• Á í erfiðleikum með að eignast vini í skóla.
• Finnst það útskúfað og að gert sé grín að því.
• Venjulegur nemandi og vekur enga athygli.
• Yfirþyrmandi ótti.
• Lítið sjálfsálit.
• Tekur ekki þátt í tómstundastarfi.
• Meðhöndlar fjölskylduna með þögn og höfnun.
• Einangrast.
• Félagslega óþroskað og óframfærið.
• Seinþroska líkamlega og kynferðisleg vanþekking.
• Finnst allir ráðskast með sig.
• Leggur mikið upp úr efnislegum hlutum.
• Finnur einungis tilgang í að þóknast öðrum.
• Á erfitt með að taka ákvarðanir.
• Trúir að hjónaband bjargi því.
• Hrætt við að biðja um hjálp, leitar líklega læknis.
• Finnst það ekki eiga tilverurétt.
• Sjálfsmorðshugleiðingar, þunglyndi.
• Gæludýrið -Litla barnið í fjölskyldunni.
• Nær athygli með því að vera fyndið.
• Reynir að vera allra vinur.
• Ofverndað af fjölskyldunni.
• Persónuleikinn breytist eftir því hver á í hlut.
• Lærir að fá sitt fram með kænsku.
• Er hlíft við fjölskylduvandamálum.
• Leitast við að verða bekkjarfíflið.
• Venur sig á truflandi framkomu.
• Sér um að létta andrúmsloftið í fjölskyldunni.
• Fær meðaleinkunnir.
• Margir kunningjar, fáir vinir.
• Finnst aldrei tekið mark á því.
• Semur vel við flesta.
• Tilfinninganæmt, reynir að leyna tilfinningum.
• Brosir með grátstafinn í kverkunum.
• Tilraunir með fíkniefni til að vera með.
• Hegðar sér eins og það væri yngra en það er.
• Finnst þögnin óþægileg.
• Flýr reiði.
• Hugsar mest um aðra.
• Gæti orðið alkóhólisti.
• Giftist hetju, verður háð maka.
• Kann ekki á streitu.
• Kann ekki á náin innileg sambönd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband