Frá helvíti til lífs

Reynslusaga:

Ég byrjaði 13 ára gamall að drekka, ég var mjög feimin og  skít hræddur sem krakki og vildi helst  vera týndur og var þetta mín flóttaleið að forðast alla þangað til að ég fann lausnina þegar ég fann áfengið, gat gert allt sem ég vildi þegar ég var undir áhrifum og gat talað við fólk og reynt við stelpur.  Þetta leiddist svo út í það að ég var farin að drekka hverja helgi 15-16 ára og braust inní verslanir til að verða mér út um pening og hékk fyrir framan pöbbana og betlaði áfengi og bað fólk að kaupa fyrir mig sterkt áfengi eins og viskí.  Lögreglan var oft að skipta sér af mér enda var ég oft dauður hér og þar. 

1998 missi ég föður minn en hann tók sitt líf og eftir það  hellti ég mér í enn meiri neyslu og reyndi að slökkva á eigin tilfinningum með því að fara í meiri neyslu.  Ég  fór í mínu fyrstu meðferð 1999 eftir að hafa reynt að fyrirfara mér, þá var komið að mér í partý í blóði mínu. Með sjúkrabíl var ég keyrður á landsspítalann  ég vakna þar og útskrifa mig sjálfur og held áfram í meiri neyslu þangað til ég var komin á götuna, borðaði uppúr ruslatunnum og svaf í strætó skýlum.

Fer í um 5 meðferðir árið 1999-2000 og leit á það sem ákveðið skjól og lausn frá ástandinu í x tíma.   Ég var inni og út úr vinnum og bestu vinnustaðirnir voru þegar ég vann með dílerum mínum og þar reyktum við hass í pásunum og sniffuðum amfetamín.  Ég gerði allt til að verða mér út um næsta skammt.

Um páskana árið 2003 fór ég í mína síðustu meðferð og var dóttir mín þá 6 mánaða. Þá fann ég minn botn, hafði verið að sprauta mig síðan hún fæddist.  Ég hringdi í barnavernd og bað um hjálp. Hafði fallið eftir 12 mánuði edrú mennsku með reyndar nokkrum sprungum þar inná milli.  Fór í meðferð hjá hvítasunnumönnunum hjá Samhjálp það var það besta sem hefur komið fyrir mig ég hafði kynnst öllum meðferðarúrræðum sem í boði voru. Þar kynntist ég því sem mig vantaði, trúin á æðri mátt sem ég kýs að kalla Guð hefur sú trú virkilega bjargað mér. 

Ég var þarna í 6 vikur og fór svo heim og fékk stelpuna frá fósturforeldrum og þá var mamma hennar í meðferð, sem hún kláraði ekki og stuttu seinna fellur hún aftur. Ég þraukaði með dóttur minnar og guðs hjálp og er enn edrú í dag og virkilega að njóta lífsins með að hjálpa öðrum sem eru að herja þessa baráttu sem ég virkilega kynntist frá helvíti til lífs


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband