Það er til lausn

Spilafíkn er ekki einungis slæmur ávani, heldur mjög erfiður og skæður sjúkdómur. Á svipaðan hátt og fólk verður háð áfengi eða fíkniefnum verða spilafíklar haldnir óstjórnlegri löngun til að leggja undir fé í ýmis konar fjárhættuspilum. Fjárhættuspil snúast um spennuna og hasarinn sem fylgir fjárhættuspilum er eins og að taka róandi lyf eða örvandi til að koma spilarnum í rétta stuðið og líðanina.

Þessi áhrif hverfa svo aftur þegar fjárhættuspilarinn þarf að horfast í augu við raunveruleikann, tapaða peninga og tíma. Eftir sem stressið og álagið eykst finnst fjárhættuspilaranum að hann verði að leita sér fróunar í enn meiri spilamennsku. Afleiðingin verður stigversnandi tilfinningalegt og fjárhagslegt öngþveiti sem getur leitt til hruns bæði fjárhættuspilarans og fjölskyldu hans. Spilafíkn getur þjakað fólk á öllum aldri jafnt unga sem aldna af báðum kynum, sama hver staða þeirra er eða fjárhagsgeta.

Þegar talað er um úrræði við spilafíkn er átt við hvers konar samstarf spilasjúklingsins við einhvern meðferðaraðila, hver svo sem það er. Hentugasta formið er stuðningshópvinna, þar sem spilafíklar vinna saman í hóp undir handleiðslu ráðgjafa. Umræða á stuðningshópfundinum og áætlanir þátttakendanna þurfa að snúast ákveðin verkefni sem við vinnum. Hugsanlegt er að skipuleggja samvinnu í viðtalsmeðferð á þessum grundvelli, en þeir sem reynsluna hafa mæla eindregið með stuðningshópvinnunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband