Færsluflokkur: Reynslusögur

1. sporið: Við viðurkenndum vanmátt okkar gegn áfengi og að okkur var orðið um megn að stjórna eigin lífi.

1. sporið : Við viðurkenndum vanmátt okkar gagnvart áfengi og að okkur var orðið um megn að stjórna eigin lífi 

Reynslusögur um sporin: 

Í bernsku var mér kennt að bera virðingu fyrir eldra fólki, sérstaklega foreldrum mínum. Þegar drykkja föður míns var orðin að vandamáli missti ég alla virðingu fyrir honum. Þetta kom mér úr jafnvægi því að það braut í bága við allt sem mér hafði verið kennt. Ég varð óskaplega óhamingjusöm af því að mér þótti mjög vænt um hann. Ég hafði mikla sektarkennd af því að nöldrið í mér gerði ekkert gagn og ég hafði slæma samvisku ef ég nöldraði ekki í honum af því að þá fannst mér að ég væri ekki að reyna neitt til að láta hann hætta að drekka. Ég var hrædd um að ef ég héldi áfram að sækja Alateen fundi yrði hann reiður og drykkjan myndi versna. Það var AA félagi sem settist niður með mér og sagði við mig:

,,Þú getur ekki borið ábyrgð á því hvort alkóhólistinn drekkur eða ekki. Alkóhólistinn mun drekka af því að þú ert að þvo upp, brýtur disk eða af því að það er rigning eða af því að það er of mikið sólskin úti.“ Þessu hef ég aldrei gleymt. Þar sem alkóhólismi er sjúkdómur og ég hef lært hvernig hann lýsir sér, get ég aftur borið virðingu fyrir föður mínum. Líf mitt hætti að snúast um drykkju pabba. Ég tók eftir því hvort hann var drukkinn eða ekki en það skipti ekki máli, það stjórnaði því ekki hvernig dagurinn var hjá mér.  

Ég ásakaði sjálfa mig fyrir vandamál pabba þegar ég átti í raun enga sök á því. Faðir minn vildi fá láta vorkenna sér og fá gagnrýni og ég veitti honum hvort tveggja. Í Alateen varð mér ljóst að þetta var ekki mér að kenna og að ég átti ekki að gagnrýna hann. Ég átti að sýna honum ást mína og reyna að hjálpa honum. Þetta spor snýst um uppgjöf. Ég á mjög erfitt með að gefast upp hvort sem er fyrir stóru eða smáu. Innra með mér er risastórt skrímsli sem ræðst á allt sem reynir að hindra mig eða er ósammála mér.

Ég veit að pabbi minn er veikur og mamma mín líka. En allra veikust eru skrímslið mitt og ég. Við verðum að læra að við getum aldrei stjórnað eða læknað sjúkdóminn alkóhólisma eða fórnarlömb hans. Ég lærði líka að viðurkenna þá staðreynd að ég get ekki breytt systur minni og ég ber hvorki ábyrgð á drykkju hennar eða dópneyslu. Það var erfitt því stundum fannst mér ég bera ábyrgð á því sem hún gerði. Hún reyndi að kenna mér um og mér fannst það hlyti að vera eitthvað sem ég gæti gert. Ég var vön að reyna að leysa vandamál systur minnar og að vinna í hennar bata.

En þetta virkar ekki svona og mun aldrei gera. Þegar ég hafði lært að ég bar ekki ábyrgð á bata hennar né drykkju öðlaðist ég frelsi til að læra og þroska sjálfa mig af því að ég var veik. Ég er vanmáttug gagnvart alkóhólisma, ég var það og ég mun alltaf vera það. Þetta er sjúkdómur.

Ég myndi vera vanmáttug gegn hvaða sjúkdómi sem er.


Frásögn ofbeldismanns:

Reynslusaga: 

Hér fylgir saga Guðmundar sem birtist í Daglegu lífi í Morgunblaðinu þann 9. ágúst 1996.

Guðmundur er ofbeldismaður sem leitaði sér aðstoðar.

Eftir 23ja ára kynni og 19 ára hjónaband keyrði um þverbak fyrir tveimur og hálfu ári. Rifrildi hjónanna, sem venjulega endaði með öskrum, ógnunum, pústrum, löðrungum og hrindingum af hálfu eiginmannsins, varð heiftarlegra en nokkru sinni fyrr. Konan og börnin þrjú flúðu í Kvennaathvarfið. Eiginmaðurinn, sem réttlætti ætíð barsmíðarnar með því að hann missti bara stjón á sér, iðraðist…að vísu eins og jafnan áður þegar honum varð laus höndin. “Í þetta skipti rann þó upp fyrir mér að sjálfur yrði ég að leita mér hjálpar. Þrátt fyrir allt sem á undan var gengið var fjölskyldan mér afar kær.”


Hér verður hann kallaður Guðmundur, en hann hefur einn fárra íslenskra karla leitað sér sálfræðimeðferðar til að losna úr viðjum þess vana að beita ofbeldi. Hann er enn í meðferð hjá Gabríelu Sigurðardóttur, sálfræðingi, og segist ekki hafa beitt eiginkonu sína eða aðra ofbeldi frá því meðferðin hófst. Guðmundur er fús til að segja Daglegu lífi undan og ofan af lífshlaupi sínu, uppvaxtarárunum, hjónabandinu og meðferðinni.

“Ég er næstelstur fjögurra systkina og ólst upp, ásamt þeim, hjá báðum foreldrum þar til þeir skildu þegar ég var tíu ára. Við bjuggum fyrir norðan, faðir minn var sjómaður og oft í burtu. Þótt hann væri mikill drykkjumaður, var ég pabbastrákur og þoldi hvorki hvernig mamma talaði við hann né um hann við okkur systkinin. Hún hataði hann, kallaði hann fyllibyttu og ræfil, en hann lagði mér vitanlega aldrei illt orð til hennar. Ég skildi þetta ekki því mér þótti pabbi góður og hlakkaði alltaf til þegar hann kom í land. Einkum man ég að mér sárnaði þegar mamma sagði að ég væri sami auminginn og pabbi.”

Mamma lamdi mig eins og harðfisk:

Þótt á ýmsu hafi gengið í samskiptum foreldranna man Guðmundur ekki eftir að faðir hans hafi beitt hann ofbeldi. Hins vegar segir hann að móðir sín hafi oft lúbarið sig eins og harðfisk ef henni mislíkaði. ”Ég man fyrst eftir að hún lamdi mig þegar ég var sex ára. Barsmíðunum linnti ekki fyrr en ég var svona tólf til þrettán ára og var farinn að geta tekið á móti. Mér fannst mamma afskaplega vond kona. Núna veit ég að hún hefur alla tíð átt við geðræna vanda að stríða líkt og svo margir í fjölskyldunni minni. Innst inni er hún góð manneskja og vitaskuld fannst mér hún stundum góð í gamla daga, þótt slæmu minningarnar séu fyrirferðarmeiri.”

Af ýmsum frásögnum og minningabrotum móðursystkina sinna segir Guðmundur að smám saman hafi sér orðið ljóst að móðir hans hafi sætt ofbeldi af hendi föður síns í æsku. “Við vorum bláfátæk, en mamma var hörkudugleg, vann í verksmiðju og þáði aldrei neitt af neinum. Hún var og er afar bitur kona. Ég hef lítið samband við hana núna, en finn ekki lengur fyrir reiði í hennar garð.
Ofbeldið á heimilinu einskorðaðist þó ekki við að móðirin gengi í skrokk á elsta syninum. Elsti sonurinn, þ.e. Guðmundur, lamdi systkini sín óspart. Hann segir að aldrei hafi hvarflað að sér að hann væri að gera eitthvað rangt. Með þessu móti gat ég stjórnað þeim, þau voru hrædd við mig og hlýddu.”

Fannst ég aldrei geta lamið nóg:

Þrátt fyrir ógnina, sem yngri systur Guðmundar stóð af bróður sínum, leitaði hún eitt sinn liðsinnis hans eftir að strákur í skólanum hafði ítrekað veist að henni með látum. “Ég sat fyrir strák og greip hann glóðvolgan. Ég man að ég lamdi og lamdi og kýldi og kýldi. Heiftin var þvílík að mér fannst ég aldrei geta lamið hann nóg. Ég gat ekki hætt. Mér er atvikið í fersku minni, því þegar ég beitti konuna mína ofbeldi síðast greip mig nákvæmlega sama tilfinning.”

Guðmundur segir að samband þeirra systkina hafi byggst á ást og hatri í senn. “Ég var uppreisnarseggurinn, kjaftfor, lenti oft í áflogum, slunginn að finna upp á orðum til að særa aðra og mér var oftast refsað. Mamma batt miklar vonir og væntingar við elstu systur mína, sem átti að verða allt sem mamma varð ekki. Yngri systir mín var, eins og stundum er sagt, týnda barnið, sem synti í gegnum lífið, sagði fátt og virtist kæra sig kollótta um ástandið á heimilinu. Litli bróðir minn var hins vegar dálætið og “krúttið” í fjölskyldunni.” Að sögn Guðmundar hefur systkinum hans ekki gengið margt í haginn í lífinu. Hann segir samband þeirra innbyrðis ekki náið, þau séu tilfinningalega bæld og erfitt að komast að þeim.

Fimmtán ára fluttist Guðmundur suður og leigði til að byrja með hjá föður sínum, sem með drykkjuskap var á góðri leið með að leggja líf sitt í rúst. Heimilisaðstæður voru fjarri því að vera til fyrirmyndar; drykkjufélagar föður hans tíðir gestir og oft upphófst slagsmál og læti. “Ég þurfti oft að skakka leikinn, en verst þótti mér þegar ég neyddist til að svipta föður minn sjálfræði. Hann lést úr dæmigerðum áfengissjúkdómi aðeins 49 ára, einn og yfirgefinn, í fátæklegri herbergiskytru. Hann náði aldrei tökum á áfengissýkinni, þótt hann hefði oft farið á Bláa bandið og þreifað fyrir sér innan AA-samtakanna. Hann var “lúser”.

Guðmundur segist hafa orðið mjög undrandi þegar hann kom fyrst til Reykjavíkur og sá allar “mellurnar”. “Ég hafði ýmsar ranghugmyndir frá móður minni. Hún sagði mér að allar konur, sem væru farðaðar, með lakkaðar neglur og þess háttar, væru mellur. Ég trúði henni en þorði ekki að spyrja neinn. Ég held að þetta sé lýsandi dæmi um biturð mömmu út í allt og alla.”

Hröð sigling í brennivínið:

Til að byrja með vegnaði Guðmundi bærilega í höfuðborginni. Hann fór á sjóinn, síðan í sveit, lærði prentiðn, var sölumaður í þrjú ár og lausamaður í blaðamennsku í nokkur ár. Þegar hann kynntist eiginkonu sinni segist hann hafa skemmt sér mikið og verið á hraðri siglingu í brennivínið. “Áfengið var mín lausn á ótta og kvíða, lélegu sjálfsmati og feimni. Ég vissi að ég var ágætum gáfum gæddur, gæti lært og gert ýmislegt betur en ég gerði. Ég lærði bara aldrei neitt og gerði aldrei neitt af viti. Eftir að við giftum okkur, bæði rúmlega tvítug, vildi konan að við hættum að skemmta okkur og lifðum rólegu heimilislífi. Slíkt fannst mér fráleitt. Á þessum árum vann ég mikið, drakk mikið, stofnaði fytrirtæki 1976, sem ég misst vegna óreglu fjórum árum síðar.

Ári eftir að við giftum okkur var ég farinn að beita konuna ofbeldi, en passaði mig alltaf á að ekki sæi á henni. Ég var aðallega í því að taka lauslega muni og grýta þeim út um allt. Þegar elsta dóttir okkar var nokkurra mánaða, rústaði ég íbúðina algjörlega, en eyðilagði þó ekki hluti sem mér voru kærastir eins og hljómflutningstækin og fleira.”

Sjálfsvorkunn:

Þótt eiginkona Guðmundar hafi sætt barsmíðum annað slagið um tæplega tveggja áratuga skeið var framangreindur atburður til þess í annað skipti af tveimur að hún yfirgaf heimili þeirra. “Hún flúði með barnið til móður sinnar, en ég lá heima, vorkenndi sjálfum mér og vældi í henni að koma aftur heim.” Áberandi einkenni þeirra sem beita ofbeldi segir Guðmundur einmitt vera sjálfsvorkunn, t.d. telja þeir sig ekki hafa fengið sömu tækifæri í lífinu og aðrir og fleira þess háttar. Ennfremur hafi þeir tilhneigingu til að gera aðra ábyrga fyrir hegðun sinni. Framangreindri uppákomu segir Guðmundur að hafi loks lyktað með því að konan kom heim og tók íbúðina í gegn.

Árin liðu, Guðmundur jók drykkjuna og áður en hann fór í áfengismeðferð var hann búinn að vera dagdrykkjumaður í 3-4 ár. “Lífið snerist bara um að vinna, drekka og sofa. Ég drakk í vinnunni en sjálfsvirðing mín fólst í að mæta alltaf í vinnuna. Yfirleitt var ég drukkinn þegar ég beitti ofbeldi. Dæmigert ferli var á þá leið að á fyrsta stigi var smá úlfúð milli okkar hjóna, á öðru stigi rifumst við og á þriðja stigi varð uppgjör, sem endaði með barsmíðum.”

Þótt Guðmundur segist ekki geta talað fyrir munn konu sinnar er hann viss um að hún hafi alltaf vitað að rifrildin enduðu með ofbeldi og líklega hafi henni verið farið að finnast sem þá væri málið afgreitt. “ Ég túlkaði viðbrögðin hins vegar þannig að sennilega vildi hún láta berja sig”
Eftir áfengismeðferðina virtist ýmislegt færast í betra horf. Líkamlegt ofbeldi linnti um stundarsakir, en þó kveðst Guðmundur hafa haldið áfram að vera ógnandi í framkomu ef eitthvað í fari eða hegðun eiginkonunnar var honum ekki að skapi.

“Í meðferðinni fékk ég andlega vakningu, mér leið miklu betur og sótti síðan AA fundi reglulega. Þótt ég væri edrú fór smám saman að halla undan fæti og 1987 átti ég við alvarlegt þunglyndi að stríða, sem varði í fimm ár með smáglennum á milli. Þá reyndi ég að gera eitthvað sem gaf peninga, en það dugði ekki til og árið 1992 varð ég gjaldþrota. Ég var hjá geðlækni, sem prófaði hvert þunglyndislyfið af öðru án árangurs. Ekki fór að rofa til fyrr en ég var sendur í raflostsmeðferð á Borgarspítalanum. Á þessum tíma hóf ég aftur að láta hendur skipta þegar upp úr sauð milli okkar hjóna en ekki þó eins og oft áður.”

Áfengi ekki lengur sökudólgurinn:

Guðmundur telur raflostsmeðferðina hafa bjargað lífi sínu. Varðandi ofbeldið segist hann hafa verið kominn út í horn. Konan hafði farið í Alanon og lært sitthvað til að bregðast við aðstæðum og sjálfur hafði hann ekki áfengið sem sökudólg fyrir hegðun sinni. “Þegar allt fór úr böndunum síðast var ég algjörlega örvinglaður. Mér fannst illa komið fyrir mér en hafði litla samúð með konunni. Sektarkenndin var yfirþyrmandi, en samt hugsaði ég bara um sjálfan mig.”

Guðmundur segist alltaf hafa elskað eiginkonu sína, en gagnkvæm virðing hefði vitaskuld ekki ríkt í hjónabandinu. Aðdragandinn að því að konan flúði í Kvennaathvarfið segir hann hafa verið lítilfjörlegan ágreining í fyrstu. “Rifrildið magnaðist í nokkra daga þar til dætur okkar fóru líka að rífast og snerust gegn mér. Þá fannst mér mælirinn fullur, ég henti þeim út og hóf barsmíðar á konunni. Ólýsanleg heift greip mig, ég kýldi hana hvað eftir annað í magann, á höfuðið og þeytti henni og hrinti um íbúðina. Ég hef stundum velt fyrir mér hvað hefði gerst ef eitthvert vopn hefði verið við höndina.”

Eiginkonan og tvö barnanna voru sjö vikur í kvennaathvarfinu. Skilnaður virtist óumflýjanlegur og Guðmundi var ljóst að konunni var fullkomin alvara. Þar sem hann hafði farið í áfengismeðferð datt honum í hug að kanna hvort ekki byðist meðferð fyrir karla, sem ættu við sams konar vanda að stríða og hann. “Ég spurðist víða fyrir, en enginn kannaðist við slíkt úrræði. Til að gera langa sögu stutta þá leiddu fyrirspurnir mínar mig loks á fund Gabríelu, sem samþykkti að taka mig í einstaklingsmeðferð.”

Þaulhugsaður verknaður:

Guðmundur telur meðferðina eitt sitt mesta gæfuspor í lífinu, því Gabríela hafi leitt sér eitt og annað fyrir sjónir, sem honum var framandi. “Eitt hið fyrsta sem hún upplýsti mig um var að ofbeldi mitt væri lærð hegðun en ekki stjórnleysi. Í fyrstu brást ég illa við þegar hún fullyrti að ofbeldi væri þaulhugsaður verknaður. Ég svaraði að bragði að ég hefði oft rifist við konuna mína án þess að berja hana. Gabríela sagði að vitaskuld hefði ég gert það, því ég hefði bara lamið hana þegar ég ætlaði mér það. Þar fór afsökunin um að missa stjórn á sér fyrir bí líkt og áfengið forðum.”

Að sögn Guðmundar var Gabríela ekki ýkja spennt fyrir að taka hann í meðferð. Þegar hún lét undan þrábeiðni hans tók hún skýrt fram að hann yrði bara tilraunadýr. “Fyrstu fjóra mánuðina ræddum við saman í tvo og hálfan tíma einu sinni í viku. Við fórum yfir ferlið og stöðuna sem upp var komin. Smám saman tókst henni að þoka sektarkennd minni til hliðar, brjóta niður varnarmúrana og höfða til skynseminnar.”

Þótt vantrúuð væri lét eiginkonan tilleiðast að gefa manni sínum enn eitt tækifærið og hefja sambúð að nýju. Hún vissi af meðferðinni en var hvorki sátt við hana né tilbúin að taka þátt í henni. “ Við hjónin getum enn ekki rætt um það sem á undan er gengið. Þótt mótsagnarkennt sé þá vorum við föst í einkennilegu mynstri sem fólst í að okkur fór í rauninni ekki að líða vel fyrr en okkur fór að líða illa. Ég held að nokkuð sé til í því sem stundum er sagt að sá sem elst upp í ótta líður illa þegar honum er sýnd ást.”

Ekki hægt að gleyma hegðun sem særir siðferðisvitundina:

Í meðferðinni lærði Guðmundur m.a. að tileinka sér ákveðna hegðun til að vekja ekki ótta. Í stað þess að alhæfa var honum bent á að segja fremur hvað sér fyndist. Einnig fékk hann ýmis ráð til að bregðast við áþekkum aðstæðum og áreiti, sem árum saman leiddu til þess að hann beitti hnúum og hnefum.

“Ég hef þurft að horfast óvæginn í augu við sjálfan mig. Slík sjálfskoðun er afar erfið, en vel þess virði. Þótt ýmsir agnúar séu enn á hjónabandinu er ég vongóður um að tíminn vinni með okkur hjónum. Verst þykir mér að konan mín virðist halda að hægt sé að gleyma því liðna. Ég held að lausnin sé ekki fólgin í afneitun. Þrátt fyrir einlægan vilja gleymir maður aldrei því slæma eða óeðlilega sem gerst hefur í fortíðinni og særir siðferðisvitundina. Mín reynsla er sú að beri maður sig eftir hjálp er alls staðar hjálp að fá hversu ógnvænlegur og illviðráðanlegur sem vandinn virðist,”

segir Guðmundur og bætir við að með viðtalinu vilji hann miðla öðrum af reynslu sinni og hvetja þá, sem standi í svipuðum sporum og hann gerði, til að leita sér aðstoðar.


Saga móður

Eitt stærsta vandamálið sem ég hef átt við að stríða sem móðir var að viðurkenna þá staðreynd – og hætta að loka augunum fyrir henni – að barnið mitt væri fíkniefnaneytandi.

Ég vissi að ég hafði séð barninu mínu fyrir umhverfi sem var laust við fíkniefni. Ég vissi einnig að ég hafði margoft minnst á þau áhrif sem fíkniefni hafa á börn. Barnið mitt tók mikinn þátt í skátastarfi og íþróttum og fjölskyldan fór oft til kirkju. Þessa vegna var engin hætta á því að barnið mitt færi að neyta fíkniefna. Sú hugsun hafði aldrei hvarlað að mér þegar það gerðist.

Ýmis atvik leiddu mig í allan sannleika um það og ég gat ekki lengur neitað því að barnið mitt væri farið að neyta fíkniefna. Áhuginn fyrir íþróttum minnkaði. Einkunnirnar í skólanum fóru lækkandi. Þegar kennarinn sagði mér að barnið mitt væri hætt að fylgjast með í skólanm og sofnaði jafnvel fram á borðið hélt ég að ég hefði ráð við því: bara flýta háttatímanum – barnið mitt væri bara þreytt. Það hafði dregið mjög úr boðskiptum milli okkar – gerðist slíkt ekki einmitt á vissu tímabili á bernskuskeiði? Ég fann litla plastpoka þegar ég fór að leita að einhverju, en þeir voru alltaf tómir. Nokkur frækorn í vasanum sýndust ekki svo hættuleg. Mér tókst jafnvel að finna eðlilega skýringu á þessum tveim litlu pípum sem ég fann. Ég varð vitni að því aðeins einu sinni að barnið mitt átti erfitt með að gagna eftir ganginum þegar það var á leið í rúmið. Þetta væri ekki honum að kenna. Einhver hafði narrað hann til að drekka áfengi.

Ég var svo frá mér af örvæntingu að ég vildi ekki viðurkenna að barnið mitt væri orðið svona háð fíkniefnum. Ég var haldin slíkri afneitun. Hvað mundi fólk halda? Hvert gætum við leitað eftir hjálp? Ég hafði vissulega misst tökin og að sjálfsögðu hafði ég samviskubit. Ég var gripin vonleysi og ég var reið. Ég fór því að óttast um líf barnsins míns.

Fjölskyldulífið fór úr böndunum. Við lifðum í andrúmslofti vonlausrar örvæntingar. Við æptum hvert á annað á óviðeigandi tímum. Ég fór jafnvel að kvíða því að koma heim úr vinnu. Svo virtist sem lífið veitti okkur enga ánægju lengur. Það var jafnvel orðið erfitt að vera glaður.... eða hlæja.
Ég gat ekki lengur neitað staðreyndum eftir það sálræna áfall þegar barnið mitt hljópst að heiman, án þess að kveðja eða taka með sér föt eða peninga – hann bara hvarf.

Þegar ég loks viðurkenndi þann hræðilega vanda sem fíkniefnin höfðu valdið í lífi barnsins míns fór ég að leita leiða til að bjarga lífi þessarar ungu manneskju. Í nær tvö ár var ýmislegt reynt til að vinna bug á þessum vanda. Ég ræddi við presta, fékk hjálp hjá sérfræðingum bæði fyrir fjölskylduna og barnið og stuðlaði að stuttri afeitrunarmeðferð og réði sérkennara. Ég vissi ekki þá að hér var ekki aðeins um að ræða svolítið “hass og áfengi”, heldur neyslu ýmissa efna.

Ég fékk áhuga á foreldrhóp á vegum foreldrsamtakanna Vímulausrar æsku, sem var að reyna að takast á við fíkniefnaneyslu unglinga. Ég sótti fundi, hlustaði í fyrirlestra, reynslusögur o.s.frv. Stuðning og hjálp veitti fólk sem hafði áður neytt fíkniefna en síðan hætt því. Barnið mitt og öll fjölskyldan hafa nú tekið þátt í foreldrahópnum í nær hálft annað ár og lífið er orðið svo miklu betra.
Við erum farin að geta tjáð tilfinningar okkar hvert fyrir öðru. Við látum í ljós mikinn stuðning og kærleika og lífið er orðið eins og það var áður en fíkniefnin komu til sögunnar. Sjálfsálitið, sem var alveg horfið, er farið að byggjast upp aftur og við eygjum von í framtíðinni, von fyrir fjölskylduna og líf barnanna hefur breyst til batnaðar.

Fíkniefnaneytandi verður að losa við fíkniefnin í eitt skipti fyrir öll. Einn sopi af áfengi eða ein hasssígaretta getur komið honum alveg niður á botninn aftur, þar sem hann hefur enga stjórn á lífi sínu og framtíð. Mikilvægt er að hafa áætlun og stuðningshóp til að hjálpa manni, vegna þess að það er ævilögn barátta að halda sér fíkniefnalausum
.


Frá helvíti til lífs

Reynslusaga:

Ég byrjaði 13 ára gamall að drekka, ég var mjög feimin og  skít hræddur sem krakki og vildi helst  vera týndur og var þetta mín flóttaleið að forðast alla þangað til að ég fann lausnina þegar ég fann áfengið, gat gert allt sem ég vildi þegar ég var undir áhrifum og gat talað við fólk og reynt við stelpur.  Þetta leiddist svo út í það að ég var farin að drekka hverja helgi 15-16 ára og braust inní verslanir til að verða mér út um pening og hékk fyrir framan pöbbana og betlaði áfengi og bað fólk að kaupa fyrir mig sterkt áfengi eins og viskí.  Lögreglan var oft að skipta sér af mér enda var ég oft dauður hér og þar. 

1998 missi ég föður minn en hann tók sitt líf og eftir það  hellti ég mér í enn meiri neyslu og reyndi að slökkva á eigin tilfinningum með því að fara í meiri neyslu.  Ég  fór í mínu fyrstu meðferð 1999 eftir að hafa reynt að fyrirfara mér, þá var komið að mér í partý í blóði mínu. Með sjúkrabíl var ég keyrður á landsspítalann  ég vakna þar og útskrifa mig sjálfur og held áfram í meiri neyslu þangað til ég var komin á götuna, borðaði uppúr ruslatunnum og svaf í strætó skýlum.

Fer í um 5 meðferðir árið 1999-2000 og leit á það sem ákveðið skjól og lausn frá ástandinu í x tíma.   Ég var inni og út úr vinnum og bestu vinnustaðirnir voru þegar ég vann með dílerum mínum og þar reyktum við hass í pásunum og sniffuðum amfetamín.  Ég gerði allt til að verða mér út um næsta skammt.

Um páskana árið 2003 fór ég í mína síðustu meðferð og var dóttir mín þá 6 mánaða. Þá fann ég minn botn, hafði verið að sprauta mig síðan hún fæddist.  Ég hringdi í barnavernd og bað um hjálp. Hafði fallið eftir 12 mánuði edrú mennsku með reyndar nokkrum sprungum þar inná milli.  Fór í meðferð hjá hvítasunnumönnunum hjá Samhjálp það var það besta sem hefur komið fyrir mig ég hafði kynnst öllum meðferðarúrræðum sem í boði voru. Þar kynntist ég því sem mig vantaði, trúin á æðri mátt sem ég kýs að kalla Guð hefur sú trú virkilega bjargað mér. 

Ég var þarna í 6 vikur og fór svo heim og fékk stelpuna frá fósturforeldrum og þá var mamma hennar í meðferð, sem hún kláraði ekki og stuttu seinna fellur hún aftur. Ég þraukaði með dóttur minnar og guðs hjálp og er enn edrú í dag og virkilega að njóta lífsins með að hjálpa öðrum sem eru að herja þessa baráttu sem ég virkilega kynntist frá helvíti til lífs


Ég var komin niður í mjög dimman djúpan dal

Reynslusaga 

Þegar ég loks fór að gera eitthvað í mínum málum átti ég að baki 25 ára hjónaband og eftir það 6 ára sambúð sem ég var í en var líka um það bil að ljúka.
En af hverju?? 

 Ég var fínn strákur (að eigin áliti) en þarna var bara svo komið að ég var komin niður í mjög djúpan dimman dal örvæntingar, kvíða og ótta sem eg sá enga leið út úr. Hvað átti eg að gera! Þá var það einmitt sambýliskona mín sem benti mér á hópastarf sem kallaði sig Tólf spora hópar.

Satt að segja hafði ég nú aldrei heyrt þetta nefnt en ákvað að hafa samband því ég varð að fá hjálp ég gat ekki meira. Ég tók upp símann og var mjög kvíðinn að tjá erindi mitt. Viðkunnaleg rödd í símanum sem ég upplifði sem englarödd tjáði mér að hún skyldi sjá hvað hún gætti gert fyrir mig því það væri búið að loka hópunum og starfið byrjað. Hvað var nú til ráða? Og aftur tóku kvíðinn og óttinn völdin. En vegna þess að Guð var komin inn í málið samþykkti hópurinn sem þá var byrjaður að starfa að taka mig inn í hópinn. Þvílík blessun að komast að raun um að til var fólk sem var svipað ástatt fyrir og mér sjálfum. Að heyra að öðrum leið eins og mér - þvílíkur léttir - en nú var mikil vinna framundan, vinna við að rannsaka og skoða sjálfan sig.

Það var alveg með ólíkindum hvað maður áttaði sig á mörgu sem miður hafði farið bæði í uppvexti sem barn og á unglingsárunum og svo á fullorðinsárum. Hvernig ég reyndi að hafa stjórn á öllu í kringum mig, ef það tókst ekki þá fór ég bara í fýlu og reyndi þannig að hafa áhrif á umhverfið! Og það sem verra var, fjölskylduna mína og ef það tókst ekki með fýlunni  þá var nú alltaf sá möguleiki eftir að einangra sig frá öllum í fýlu þannig að allir í kringum mann voru á tánum. Að uppgötva að ég hafði reynt að stjórna umhverfi mínu með andlegu ofbeldi - því að það er það sem það heitir - var mjög sársaukafullt og mjög erfitt að horfa í spegil í langan tíma.

Og vegna þess að hegðunarmynstur mitt í seinna sambandinu var ekkert öðruvísi en í hjónabandinu mínu þá gafst sú kona auðvitað líka upp á þessu og mér var hafnað í annað sinn. Einmitt þetta sem eg var svo hræddur við HÖFNUN. Í síðara skiptið var þetta allt vegna þess að ég gaf mér ekki tíma til að athuga hvað það var sem hafði farið úrskeiðis í hjónabandinu mínu heldur æddi í næsta samband af því ég átti svo óskaplega bágt og gat ekki verið einn (það heitir sjálfsvorkunn). Betra hefði verið að gefa sér meiri tíma eftir skilnaðinn því þá væri ég ef til vill enn með þessari yndislegu konu sem vísaði mér á Tólf spora hópinn og stuðlaði þannig að bata mínum vegna þess að henni þótti vænt um mig - henni var ekki sama.

Núna eftir fjögur ár í Tólf spora starfinu hef ég öðlast sjáftraustið mitt aftur, ég er sáttur við sjálfan mig, ég get staðið á eigin fótum, er bjartsýnn aftur og elska lífið á ný og það er svo ekki lítið - en nákvæmlega þetta hef ég öðlast við að vera með Guði og góðum vinum í Tólf spora starfinu.

Kæra þakkir fyrir þann bata sem ég hef mátt öðlast.


Frásögn ofbeldismanns

Reynslusaga

Hér fylgir saga Guðmundar sem birtist í Daglegu lífi í Morgunblaðinu þann 9. ágúst 1996. Guðmundur er ofbeldismaður sem leitaði sér aðstoðar.

Eftir 23ja ára kynni og 19 ára hjónaband keyrði um þverbak fyrir tveimur og hálfu ári. Rifrildi hjónanna, sem venjulega endaði með öskrum, ógnunum, pústrum, löðrungum og hrindingum af hálfu eiginmannsins, varð heiftarlegra en nokkru sinni fyrr. Konan og börnin þrjú flúðu í Kvennaathvarfið. Eiginmaðurinn, sem réttlætti ætíð barsmíðarnar með því að hann missti bara stjón á sér, iðraðist…að vísu eins og jafnan áður þegar honum varð laus höndin. “Í þetta skipti rann þó upp fyrir mér að sjálfur yrði ég að leita mér hjálpar. Þrátt fyrir allt sem á undan var gengið var fjölskyldan mér afar kær.”
Hér verður hann kallaður Guðmundur, en hann hefur einn fárra íslenskra karla leitað sér sálfræðimeðferðar til að losna úr viðjum þess vana að beita ofbeldi. Hann er enn í meðferð hjá Gabríelu Sigurðardóttur, sálfræðingi, og segist ekki hafa beitt eiginkonu sína eða aðra ofbeldi frá því meðferðin hófst. Guðmundur er fús til að segja Daglegu lífi undan og ofan af lífshlaupi sínu, uppvaxtarárunum, hjónabandinu og meðferðinni.
“Ég er næstelstur fjögurra systkina og ólst upp, ásamt þeim, hjá báðum foreldrum þar til þeir skildu þegar ég var tíu ára. Við bjuggum fyrir norðan, faðir minn var sjómaður og oft í burtu. Þótt hann væri mikill drykkjumaður, var ég pabbastrákur og þoldi hvorki hvernig mamma talaði við hann né um hann við okkur systkinin. Hún hataði hann, kallaði hann fyllibyttu og ræfil, en hann lagði mér vitanlega aldrei illt orð til hennar. Ég skildi þetta ekki því mér þótti pabbi góður og hlakkaði alltaf til þegar hann kom í land. Einkum man ég að mér sárnaði þegar mamma sagði að ég væri sami auminginn og pabbi.”

Mamma lamdi mig eins og harðfisk:

Þótt á ýmsu hafi gengið í samskiptum foreldranna man Guðmundur ekki eftir að faðir hans hafi beitt hann ofbeldi. Hins vegar segir hann að móðir sín hafi oft lúbarið sig eins og harðfisk ef henni mislíkaði. ”Ég man fyrst eftir að hún lamdi mig þegar ég var sex ára. Barsmíðunum linnti ekki fyrr en ég var svona tólf til þrettán ára og var farinn að geta tekið á móti. Mér fannst mamma afskaplega vond kona. Núna veit ég að hún hefur alla tíð átt við geðræna vanda að stríða líkt og svo margir í fjölskyldunni minni. Innst inni er hún góð manneskja og vitaskuld fannst mér hún stundum góð í gamla daga, þótt slæmu minningarnar séu fyrirferðarmeiri.”
Af ýmsum frásögnum og minningabrotum móðursystkina sinna segir Guðmundur að smám saman hafi sér orðið ljóst að móðir hans hafi sætt ofbeldi af hendi föður síns í æsku. “Við vorum bláfátæk, en mamma var hörkudugleg, vann í verksmiðju og þáði aldrei neitt af neinum. Hún var og er afar bitur kona. Ég hef lítið samband við hana núna, en finn ekki lengur fyrir reiði í hennar garð.
Ofbeldið á heimilinu einskorðaðist þó ekki við að móðirin gengi í skrokk á elsta syninum. Elsti sonurinn, þ.e. Guðmundur, lamdi systkini sín óspart. Hann segir að aldrei hafi hvarflað að sér að hann væri að gera eitthvað rangt. Með þessu móti gat ég stjórnað þeim, þau voru hrædd við mig og hlýddu.”

Fannst ég aldrei geta lamið nóg:

Þrátt fyrir ógnina, sem yngri systur Guðmundar stóð af bróður sínum, leitaði hún eitt sinn liðsinnis hans eftir að strákur í skólanum hafði ítrekað veist að henni með látum. “Ég sat fyrir strák og greip hann glóðvolgan. Ég man að ég lamdi og lamdi og kýldi og kýldi. Heiftin var þvílík að mér fannst ég aldrei geta lamið hann nóg. Ég gat ekki hætt. Mér er atvikið í fersku minni, því þegar ég beitti konuna mína ofbeldi síðast greip mig nákvæmlega sama tilfinning.”
Guðmundur segir að samband þeirra systkina hafi byggst á ást og hatri í senn. “Ég var uppreisnarseggurinn, kjaftfor, lenti oft í áflogum, slunginn að finna upp á orðum til að særa aðra og mér var oftast refsað. Mamma batt miklar vonir og væntingar við elstu systur mína, sem átti að verða allt sem mamma varð ekki. Yngri systir mín var, eins og stundum er sagt, týnda barnið, sem synti í gegnum lífið, sagði fátt og virtist kæra sig kollótta um ástandið á heimilinu. Litli bróðir minn var hins vegar dálætið og “krúttið” í fjölskyldunni.” Að sögn Guðmundar hefur systkinum hans ekki gengið margt í haginn í lífinu. Hann segir samband þeirra innbyrðis ekki náið, þau séu tilfinningalega bæld og erfitt að komast að þeim.
Fimmtán ára fluttist Guðmundur suður og leigði til að byrja með hjá föður sínum, sem með drykkjuskap var á góðri leið með að leggja líf sitt í rúst. Heimilisaðstæður voru fjarri því að vera til fyrirmyndar; drykkjufélagar föður hans tíðir gestir og oft upphófst slagsmál og læti. “Ég þurfti oft að skakka leikinn, en verst þótti mér þegar ég neyddist til að svipta föður minn sjálfræði. Hann lést úr dæmigerðum áfengissjúkdómi aðeins 49 ára, einn og yfirgefinn, í fátæklegri herbergiskytru. Hann náði aldrei tökum á áfengissýkinni, þótt hann hefði oft farið á Bláa bandið og þreifað fyrir sér innan AA-samtakanna. Hann var “lúser”.
Guðmundur segist hafa orðið mjög undrandi þegar hann kom fyrst til Reykjavíkur og sá allar “mellurnar”. “Ég hafði ýmsar ranghugmyndir frá móður minni. Hún sagði mér að allar konur, sem væru farðaðar, með lakkaðar neglur og þess háttar, væru mellur. Ég trúði henni en þorði ekki að spyrja neinn. Ég held að þetta sé lýsandi dæmi um biturð mömmu út í allt og alla.”

Hröð sigling í brennivínið:

Til að byrja með vegnaði Guðmundi bærilega í höfuðborginni. Hann fór á sjóinn, síðan í sveit, lærði prentiðn, var sölumaður í þrjú ár og lausamaður í blaðamennsku í nokkur ár. Þegar hann kynntist eiginkonu sinni segist hann hafa skemmt sér mikið og verið á hraðri siglingu í brennivínið. “Áfengið var mín lausn á ótta og kvíða, lélegu sjálfsmati og feimni. Ég vissi að ég var ágætum gáfum gæddur, gæti lært og gert ýmislegt betur en ég gerði. Ég lærði bara aldrei neitt og gerði aldrei neitt af viti. Eftir að við giftum okkur, bæði rúmlega tvítug, vildi konan að við hættum að skemmta okkur og lifðum rólegu heimilislífi. Slíkt fannst mér fráleitt. Á þessum árum vann ég mikið, drakk mikið, stofnaði fytrirtæki 1976, sem ég misst vegna óreglu fjórum árum síðar.
Ári eftir að við giftum okkur var ég farinn að beita konuna ofbeldi, en passaði mig alltaf á að ekki sæi á henni. Ég var aðallega í því að taka lauslega muni og grýta þeim út um allt. Þegar elsta dóttir okkar var nokkurra mánaða, rústaði ég íbúðina algjörlega, en eyðilagði þó ekki hluti sem mér voru kærastir eins og hljómflutningstækin og fleira.”

Sjálfsvorkunn:

Þótt eiginkona Guðmundar hafi sætt barsmíðum annað slagið um tæplega tveggja áratuga skeið var framangreindur atburður til þess í annað skipti af tveimur að hún yfirgaf heimili þeirra. “Hún flúði með barnið til móður sinnar, en ég lá heima, vorkenndi sjálfum mér og vældi í henni að koma aftur heim.” Áberandi einkenni þeirra sem beita ofbeldi segir Guðmundur einmitt vera sjálfsvorkunn, t.d. telja þeir sig ekki hafa fengið sömu tækifæri í lífinu og aðrir og fleira þess háttar. Ennfremur hafi þeir tilhneigingu til að gera aðra ábyrga fyrir hegðun sinni. Framangreindri uppákomu segir Guðmundur að hafi loks lyktað með því að konan kom heim og tók íbúðina í gegn.
Árin liðu, Guðmundur jók drykkjuna og áður en hann fór í áfengismeðferð var hann búinn að vera dagdrykkjumaður í 3-4 ár. “Lífið snerist bara um að vinna, drekka og sofa. Ég drakk í vinnunni en sjálfsvirðing mín fólst í að mæta alltaf í vinnuna. Yfirleitt var ég drukkinn þegar ég beitti ofbeldi. Dæmigert ferli var á þá leið að á fyrsta stigi var smá úlfúð milli okkar hjóna, á öðru stigi rifumst við og á þriðja stigi varð uppgjör, sem endaði með barsmíðum.”
Þótt Guðmundur segist ekki geta talað fyrir munn konu sinnar er hann viss um að hún hafi alltaf vitað að rifrildin enduðu með ofbeldi og líklega hafi henni verið farið að finnast sem þá væri málið afgreitt. “ Ég túlkaði viðbrögðin hins vegar þannig að sennilega vildi hún láta berja sig”
Eftir áfengismeðferðina virtist ýmislegt færast í betra horf. Líkamlegt ofbeldi linnti um stundarsakir, en þó kveðst Guðmundur hafa haldið áfram að vera ógnandi í framkomu ef eitthvað í fari eða hegðun eiginkonunnar var honum ekki að skapi. “Í meðferðinni fékk ég andlega vakningu, mér leið miklu betur og sótti síðan AA fundi reglulega. Þótt ég væri edrú fór smám saman að halla undan fæti og 1987 átti ég við alvarlegt þunglyndi að stríða, sem varði í fimm ár með smáglennum á milli. Þá reyndi ég að gera eitthvað sem gaf peninga, en það dugði ekki til og árið 1992 varð ég gjaldþrota. Ég var hjá geðlækni, sem prófaði hvert þunglyndislyfið af öðru án árangurs. Ekki fór að rofa til fyrr en ég var sendur í raflostsmeðferð á Borgarspítalanum. Á þessum tíma hóf ég aftur að láta hendur skipta þegar upp úr sauð milli okkar hjóna en ekki þó eins og oft áður.”

Áfengi ekki lengur sökudólgurinn:

Guðmundur telur raflostsmeðferðina hafa bjargað lífi sínu. Varðandi ofbeldið segist hann hafa verið kominn út í horn. Konan hafði farið í Alanon og lært sitthvað til að bregðast við aðstæðum og sjálfur hafði hann ekki áfengið sem sökudólg fyrir hegðun sinni. “Þegar allt fór úr böndunum síðast var ég algjörlega örvinglaður. Mér fannst illa komið fyrir mér en hafði litla samúð með konunni. Sektarkenndin var yfirþyrmandi, en samt hugsaði ég bara um sjálfan mig.”
Guðmundur segist alltaf hafa elskað eiginkonu sína, en gagnkvæm virðing hefði vitaskuld ekki ríkt í hjónabandinu. Aðdragandinn að því að konan flúði í Kvennaathvarfið segir hann hafa verið lítilfjörlegan ágreining í fyrstu. “Rifrildið magnaðist í nokkra daga þar til dætur okkar fóru líka að rífast og snerust gegn mér. Þá fannst mér mælirinn fullur, ég henti þeim út og hóf barsmíðar á konunni. Ólýsanleg heift greip mig, ég kýldi hana hvað eftir annað í magann, á höfuðið og þeytti henni og hrinti um íbúðina. Ég hef stundum velt fyrir mér hvað hefði gerst ef eitthvert vopn hefði verið við höndina.”
Eiginkonan og tvö barnanna voru sjö vikur í kvennaathvarfinu. Skilnaður virtist óumflýjanlegur og Guðmundi var ljóst að konunni var fullkomin alvara. Þar sem hann hafði farið í áfengismeðferð datt honum í hug að kanna hvort ekki byðist meðferð fyrir karla, sem ættu við sams konar vanda að stríða og hann. “Ég spurðist víða fyrir, en enginn kannaðist við slíkt úrræði. Til að gera langa sögu stutta þá leiddu fyrirspurnir mínar mig loks á fund Gabríelu, sem samþykkti að taka mig í einstaklingsmeðferð.”

Þaulhugsaður verknaður:

Guðmundur telur meðferðina eitt sitt mesta gæfuspor í lífinu, því Gabríela hafi leitt sér eitt og annað fyrir sjónir, sem honum var framandi. “Eitt hið fyrsta sem hún upplýsti mig um var að ofbeldi mitt væri lærð hegðun en ekki stjórnleysi. Í fyrstu brást ég illa við þegar hún fullyrti að ofbeldi væri þaulhugsaður verknaður. Ég svaraði að bragði að ég hefði oft rifist við konuna mína án þess að berja hana. Gabríela sagði að vitaskuld hefði ég gert það, því ég hefði bara lamið hana þegar ég ætlaði mér það. Þar fór afsökunin um að missa stjórn á sér fyrir bí líkt og áfengið forðum.”
Að sögn Guðmundar var Gabríela ekki ýkja spennt fyrir að taka hann í meðferð. Þegar hún lét undan þrábeiðni hans tók hún skýrt fram að hann yrði bara tilraunadýr. “Fyrstu fjóra mánuðina ræddum við saman í tvo og hálfan tíma einu sinni í viku. Við fórum yfir ferlið og stöðuna sem upp var komin. Smám saman tókst henni að þoka sektarkennd minni til hliðar, brjóta niður varnarmúrana og höfða til skynseminnar.”
Þótt vantrúuð væri lét eiginkonan tilleiðast að gefa manni sínum enn eitt tækifærið og hefja sambúð að nýju. Hún vissi af meðferðinni en var hvorki sátt við hana né tilbúin að taka þátt í henni. “ Við hjónin getum enn ekki rætt um það sem á undan er gengið. Þótt mótsagnarkennt sé þá vorum við föst í einkennilegu mynstri sem fólst í að okkur fór í rauninni ekki að líða vel fyrr en okkur fór að líða illa. Ég held að nokkuð sé til í því sem stundum er sagt að sá sem elst upp í ótta líður illa þegar honum er sýnd ást.”

Ekki hægt að gleyma hegðun sem særir siðferðisvitundina:

Í meðferðinni lærði Guðmundur m.a. að tileinka sér ákveðna hegðun til að vekja ekki ótta. Í stað þess að alhæfa var honum bent á að segja fremur hvað sér fyndist. Einnig fékk hann ýmis ráð til að bregðast við áþekkum aðstæðum og áreiti, sem árum saman leiddu til þess að hann beitti hnúum og hnefum.
“Ég hef þurft að horfast óvæginn í augu við sjálfan mig. Slík sjálfskoðun er afar erfið, en vel þess virði. Þótt ýmsir agnúar séu enn á hjónabandinu er ég vongóður um að tíminn vinni með okkur hjónum. Verst þykir mér að konan mín virðist halda að hægt sé að gleyma því liðna. Ég held að lausnin sé ekki fólgin í afneitun. Þrátt fyrir einlægan vilja gleymir maður aldrei því slæma eða óeðlilega sem gerst hefur í fortíðinni og særir siðferðisvitundina. Mín reynsla er sú að beri maður sig eftir hjálp er alls staðar hjálp að fá hversu ógnvænlegur og illviðráðanlegur sem vandinn virðist,” segir Guðmundur og bætir við að með viðtalinu vilji hann miðla öðrum af reynslu sinni og hvetja þá, sem standi í svipuðum sporum og hann gerði, til að leita sér aðstoðar.


"12 ára börn eru farin að drekka áfengi og fikta með fíkniefni"

Reynslusaga

Í upphafi vil ég taka fram að ég er hvorki læknir né sálfræðingur. Ég er einungis faðir sem misst hefur son sinn í helvíti eiturlyfja, og við hjónin höfum staðið í meira en 20 ára baráttu fyrir lífi hans. Sú barátta hefur ekki unnist enn, og ég veit ekki hvort hún mun nokkru sinni vinnast. Ég hef ekki alltaf breytt rétt, og í upphafi vissi ég ekkert hvernig ætti að bregðast við. Baráttan hefði ugglaust ekki verið eins erfið, ef ég hefði vitað þá það sem reynslan hefur kennt mér nú. Vegna þeirrar reynslu sendi ég ykkur þetta bréf. Það er ekki síst stílað til þeirra foreldra sem óttast að börn þeirra séu farin að fikta með fíkniefni, eða hafa nýlega uppgötvað það.

Það er skelfileg staðreynd að algengt er orðið að 12-14 ára börn séu farin að drekka áfengi og fikta með fíkniefni. Það er fullkomlega óeðlilegt, og við því verður að bregðast. Og fyrstu viðbrögðin verða og hljóta að koma frá foreldrum. Það þýðir ekki að afgreiða málið með því að þetta geri allir, enda ekki satt. Og allra síst ættu foreldrar að kaupa áfengi handa börnum sínum, jafnvel þótt það sé "aðeins" bjór.

Þegar grunur vaknar

Þegar grunur vaknar og gengið er á unglinginn mun hann sennilega harðneita öllu. Á að trúa honum? Ef hann er ekki beinlínis staðinn að verki þarf að styðja gruninn ákveðnum rökum. Það þarf að fylgjast með hegðun hans. Jafnvel leita hjá honum að tólum til neyslu, hasspípu eða einhverju slíku. Af hassi er ákveðin lykt. Er hegðun hans að einhverju leyti að breytast? Allt í einu kominn nýr félagsskapur og fyrri vinir horfnir? Pirringur, óeirð, skapstyggð? Hættur að umgangast foreldra eins og áður? Betl um peninga og tal um einhverjar óskilgreindar skuldir? Einkunnum hrakar og skólasókn óstöðug? Hverfur kannski og muldrar einhverjar óljósar skýringar?

Allt eru þetta vel þekkt einkenni sem getur tekið tíma að átta sig á. Þeim fylgir gjarnan kvíði og eins konar óöryggi. Get ég ekki lengur treyst barninu mínu? Er ég að hafa það fyrir rangri sök og spilli þar með samskiptum okkar? Það er ekkert gaman að standa í slíku. En óvissan nagar og vill fá svör, helst af öllu að óttinn sé óþarfur. Einnig það getur tafið fyrir. Dæmi sanna að ungmennum hefur tekist að neyta vímuefna mánuðum saman, jafnvel allt upp í tvö ár, án vitneskju grunlausra foreldra. Og þá getur neyslan verið komin á svo alvarlegt stig að erfitt verði um björgun.

Lamandi áfall

Þegar hið sanna kemur svo í ljós, að unglingurinn er í raun ánetjaður fíkniefnum, þá verkar það nánast sem lamandi áfall á foreldra. Ég man að mér féllust hendur og ég ætlaði ekki að trúa þessu. "Við upplifum gjarnan sorg, reiði, sektarkennd, vanmátt og hræðslu." Þannig komast tvær mæður á Akureyri að orði í bæklingi sem þær hafa dreift, og allt þetta kannast ég vel við. Fyrstu viðbrögð verða oft sjálfsásökun. Hvað hef ég gert rangt? Mér hlýtur að hafa mistekist sem foreldri úr því að svona gat farið. Og svo getur því miður vaknað smán og skömm, ekki síst vegna þess umtals (einkum fyrr á árum) að eiturlyfjakrakkar komi frá brotnum óreiðufjölskyldum. Og þess vegna getur sú hugsun orðið áleitin að þessu beri að leyna. Það eru að mínu viti verstu viðbrögð sem hugsast getur, því það kann að viðhalda neyslunni. Það besta sem unnt er að gera fyrir barn sitt sem komið er í neyslu fíkniefna er að gangast strax opinberlega við vandanum af fullri hreinskilni. Segja öllum frá því, öðrum í fjölskyldunni, skólayfirvöldum, vina- og kunningjahópi barnsins. Með því móti aukast líkur á því að unglingurinn fái fljótt viðeigandi meðferð til að sigrast á áunninni fíkn sinni, sem getur verið orðin að alvarlegum sjúkdómi. Þetta kann að virðast erfitt í fyrstu, en trúið mér, því fylgir mikill léttir.

Sjúkdómur eins og margarma kolkrabbi

Nú getur brugðist til beggja vona, og fer oftast eftir því hversu miklum skemmdum fíknin hefur þegar valdið. Alkóhólismi hefur verið skilgreindur sem líkamlegur, andlegur og félagslegur sjúkdómur, og neysla harðra fíkniefna margfaldar þann sjúkdóm á allan hátt. Vonandi sættist unglingurinn á að fara í meðferð, og vonandi fæst fljótt fyrir hann meðferðarpláss. Því miður hafa íslensk stjórnvöld harla lítinn skilning á þessum vanda og búa illa að meðferðarstofnunum. En vonandi fær unglingurinn skjóta meðferð. Því miður er ekki víst að hún takist í fyrstu atrennu. Ungt fólk jafnar sig oft fljótt líkamlega, og þá finnst því ekkert að lengur, allt er í fínu lagi, og þetta fíkniefnaflipp var kannski ekki svo svakalega slæmt. Slíkt viðhorf getur leitt til falls og afturhvarfs til fyrri neyslu. Annað lamandi áfall fyrir foreldra. Vonin sem ekki má bregðast hefur brugðist.

Því miður er þessi sjúkdómur eins og margarma kolkrabbi og teygir sýkingararma sína til fjölskyldunnar einnig. Foreldrarnir dragast inn í alla atburðarás og komast engan veginn undan áhrifum.Við sýkjumst einnig alltaf að einhverju leyti. Við viljum hjálpa barninu okkar, en vitum kannski ekki hvað er hjálp í raun. Fíknin gerir unglinginn ótrúlega tungulipran og útsmoginn við að telja aðra á sitt band. Við getum lent í þeirri aðstöðu hvað eftir annað, að okkur líður illa hvort sem við segjum já eða nei við tilmælum fíkilsins. Stundum þarf að brynja sig hörku, þótt manni sé það þvert um geð, og jafnvel fyllst hreinni örvæntingu. Barnið er ef til vill búið að ljúga, stela og svíkja. Það er ekki auðvelt að greina á milli barns og fíknar. Að elska barnið og hata fíknina. Að muna að barnið er annað og meira en fíkn þess.

Þess vegna verða foreldrar í þessum sorglegu aðstæðum að vera sér meðvitandi um eðli sjúkdómsins og leita ráða hjá fagfólki sem kann til verka. Í upphafi eru, held ég, allir ráðvilltir. Þetta er skelfilegur vandi, sem ég óska engum að komast í. En við verðum öll að vera vakandi, því að eiturlyfjavandinn er allt í kringum okkur og íslensk stjórnvöld hafa því miður engan skilning á umfangi hans né þeim hryllilega skaða sem hann veldur.


Búlimía og Anorexía

Reynslusögur : 

18 ára stelpa segir frá:

Ég hef bæði þjáðst af búlimíu og anorexíu. Þegar ég var nýorðin 19 ára var ég 120 kíló og þreytt á að heyra hvað ég væri feit og að ég þyrfti nú að fara að taka mig á. Þau jól ákvað ég að taka stjórn á lífi mínu og stinga puttanum upp í mig. Eftir það varð ekki aftur snúið. F yrst sagðist ég vera með ælupest eða hafa borðað eitthvað sem fór svona í magann á mér.

Ég gerði ekki annað en að ljúga að mínum nánustu og hrakti marga frá mér með því. Þetta tók mikið á foreldra mína og systkini. Mér líður vel í dag og finnst ég vera ný og betri manneskja. Ég veit að þessi sjúkdómur m un alltaf fylgja mér og vera hluti af mér en ég get stjórnað honum núna. Ég passa hvað ég borða og hreyfi mig reglulega, þannig hugsa ég vel um líkama og sál. Ég fer til sálfræðings einu sinni í mánuði og hitti hjúkrunarfræðing reglulega.

Ég fæ mikinn stuðning frá fjölskyldu minni. Allir sjá rosalegan mun á mér í dag. Þú ein(n) ræður hvort sjúkdómurinn stjórnar þér eða þú honum. Það er þitt val en viljinn verður að vera fyrir hendi. Við höldum að þetta sé töframeðal sem gerir okkur falleg og flott en það virkar því miður öfugt. Maður verður slappur, fölur, lítur alltaf veiklulega út og er alltaf skapillur og þunglyndur. Það eru alltaf til aðrar og betri lausnir en þetta helvíti. Meðferð við lotugræðgi og lystarstoli felst í því að koma á heilbrigðum matarvenjum, fá sjúkling til að hætta ofáti og megrun, þar sem hið seinna er talið valda hinu fyrra.

Að auki þarf að hjálpa sjúklingnum við að hætta að hreinsa úr líkamanum hitaeiningar , hvort sem það er með uppköstum eða notkun hægðarlosandi lyfja. Meðferð telst árangursrík þegar tekst að draga úr öðrum sálrænum erfiðleikum sem tengjast lotugræðginni, til dæmis að sjálfsmat byggist ekki nær alfarið á þyngd og líkamslögun.

Flestir sjúklinga ná bata í meðferð fyrir utan sjúkrahúsa. Frásögn stúlku sem lenti í þeim ömurlega vítahring að finnast hún vera feit þrátt fyrir að engum öðrum fyndist það. Sjálfsmyndin var í molum og afleiðingin varð lotugræðgi, þunglyndi og að lokum sjálfsmorðstilraun. Hún er nú á góðum batavegi.

21 árs kona segir frá:

Ég er fædd í Reykjavík og alin upp þar að mestu leyti. Ég hef átt við lotugræðgi að stríða undanfarin ár og hef ákveðið að segja sögu mína til þess að aðrir sem glíma við þetta vandamál öðlist von um að hægt sé að rjúfa þann vítahring. Ég minnist þess allt frá 12 ára aldri að hafa fundist ég vera feit, en ég fékk þau skilaboð frá umhverfinu eins og aðrir að það væri ofsalega flott að vera mjór. Það var talað um hvað ég væri falleg, hvað ég væri þæg og góð, ég geri mér grein fyrir því í dag að engum öðrum fannst ég vera feit.

Ég varð fljótlega þeirrar skoðunar að öll vandamál hyrfu og ég yrði hamingjusöm ef ég yrði grönn. Þegar ég var 15 ára sagði vinkona mín frá frábærri hugmynd sem hún hafði heyrt um – hvernig hægt væri að borða án þess að fitna. Málið var bara að stinga fingri ofan í kok eftir máltíð og losa sig við allt ógeðið. Þá opnaðist fyrir mér ný vídd. Ég var svo ánægð með þetta. Nú gætu allir fitukomplexarnir verið úr sögunni. Álit annarra á mér hefur alltaf skipt mig of miklu máli og vegna öryggisleysis og minnimáttarkenndar féll ég fyrir þessu.

Ég reyndi að kasta upp nokkrum sinnum og komst að því að þetta var bæði erfitt og óþægilegt, en með þrjóskunni og voninni um að verða grönn fór þetta að ganga betur og varð fljótlega sjálfsagt mál, þegar mér fannst ég hafa borðað of mikið. Ástandið hélst óbreytt í langan tíma og þetta var alls ekkert vandamál, en með tímanum fór ég að misnota þetta. Ég fór að borða eins og mig lysti og hugsaði með mér að ég myndi bara losa mig við matinn, og fyrr en varði stundaði ég þetta eftir hverja máltíð.

Ómeðvitað var ég farin að nota mat sem meðal við hinum ýmsu sálarkvillum, t.d. samviskubiti yfir að stunda ekki skólann nógu vel. Ég sat kannski heima og vissi að ég þurfti að læra en kom mér ekki að verki og ákvað þá að fá mér að borða – enga smá máltíð. Ég ældi svo öllu saman. Það gerði það að verkum að ég varð enn slappari, fór ekki að læra og fékk enn meira samviskubit. Hellti mér því í aðra máltíð og svo koll af kolli. Áður en ég vissi af var ég föst í vítahringnum og búin að missa tökin á náminu í menntaskólanum en reyndi þó að tolla í tónlistanáminu sem ég hafði stundað frá bernsku.

Ég var 18 ára þegar staðan var orðin svona slæm og mér fannst ég ömurleg, ein með þetta stórkostlega leyndarmál sem var mín eina huggun og það sem allt snérist um. Tíminn leið en ég var gersamlega stöðnuð í mínum heimi. Um tvítugt var ég ekkert annað en skugginn af sjálfri mér, fannst ég vera að gefast upp og þráði oft á tíðum að enda þessa jarðvist. Ég sá enga aðra leið en að deila þessum erfiðleikum með einhverjum. Ég sagði mömmu og kærastanum mínum frá þessu og þau voru orðlaus.

Kærastann minn hafði ekki grunað neitt en mamma var að mörgu leyti glöð að fá skýringu á því hvað ég var orðin leið, sljó og afkastalítil. Mamma pantaði tíma fyrir mig hjá heimilislækni sem sendi mig til læknis á geðdeild Landspítalans. Ég fór upp á spítala en hljóp út af biðstofunni eftir nokkrar mínútur. Ég var ekki tilbúinn að horfast í augu við vandann og segja ókunnugum frá, fyrir utan það hvað mér þótti hryllilegt að vera send á geðdeild eins og ég væri klikkuð. Ég sannfærði mömmu um ég ætlaði að takast á við þetta sjálf.

Dæmið snerist við og ég hætti að borða, í nokkrar vikur lifði ég á nánast engu, en takmarkið var þó alltaf að reyna að borða ekki neitt. Ég horaðist að sjálfsögðu mikið, mér hafði aldrei liðið betur, og fannst ég hafa náð algerri stjórn á þessu, ef ég bara svelti mig. En auðvitað gat það ekki gengið til lengdar og loks fór ég að leyfa mér að borða aðeins meira en þá byrjuðu uppköstin strax aftur. Fljótlega var ástandið orðið verra en nokkru sinni fyrr, og hver einasti dagur gekk út á það að borða og æla þangað til ég lognaðist útaf af orkuleysi.

Þetta var mín leið til að útiloka raunveruleikann og komast í gegnum daginn. Þannig liðu nokkrir mánuðir sem runnu saman í eitt. Ég forðaðist öll samskipti við annað fólk, tók símann úr sambandi og hætti mér ekki útúr húsi nema í brýnustu nauðsyn. Það hlaut að koma að því að líkaminn mótmælti, því þetta var í rauninni ekkert annað en hægur dauðdagi.

Ég fékk taugaáfall, talaði við heimilislækninn minn sem sendi mig til annars geðlæknis sem rannsakaði mig og taldi mig mjög þunglynda ég fór að taka þunglyndislyf og tala við sálfræðing. Með tímanum fór mér að líða betur andlega, þó svo að lotugræðgin væri alltaf til staðar. Ég fór að geta talað um þetta við vini mína og leyfði þeim að hjálpa mér eins og þeir gátu, sem fólst í því að draga mig út úr húsi og vekja mig aðeins til lífsins.

Þannig komst ég á bataveg. Það liðu nokkrir mánuðir þar sem ég var í nokkuð góðu jafnvægi, en það sem hrjáði mig mest var að mér fannst ég hafa eyðilagt sambandið við kærastann minn með öllu þessu tilfinningarrugli. Hann var í námi erlendis og engin leið fyrir hann að gera sér grein fyrir öllu sem ég hafði gengið í gegnum. Mér fannst svo mikil fjarlægð á milli okkar og við að mörgu leyti ókunnug. Mér leið ömurlega yfir þessu og svo fór að ég upplifði algjört bakslag hvað varðaði lotugræðgina. Undir áhrifum áfengis gleypti ég eitt sinn allar þær pillur sem komst yfir og var skítsama um afleiðingarnar.

Allavega myndi eitthvað breytast og kannski leiða til þess að ég rifi mig upp úr þessu. Vinir mínir fundu mig meðvitundarlausa og gerðu sér grein fyrir hvað hafði gerst, en ég endaði upp á Borgarspítala þar sem var dælt uppúr mér. Eftir þetta áfall tók ég mér tíma til að hugleiða stöðu mína og reyna að skilja hvernig ég hafði lent í þessum hremmingum.

Nú er hálft ár liðið síðan og ég hef ekki þurft að taka lyf í þrjá mánuði. Mér finnst ég hafa þroskast og vaxið frá þessu hræðilega ástandi. Nú get ég horft á vandann og skilgreint hann úr ákveðinni fjarlægð. Þessi erfiðu ár eru hulin móðu í minningunni og ég geri mér grein fyrir að það þýðir ekki að sjá eftir neinu. Maður verður að læra af reynslunni og það hef ég gert.


Frelsi

Staður: Þjórsárdalur
Stund: Verslunarmannahelgin 1983
Með vinum og kunningjum inni í tjaldi. Sextán ára og framtíðin björt. Búið að bíða lengi eftir þessari helgi. Nú á að detta í það! Þú hikar augnablik, en færð þér svo sopa. Mikið rosalega bragðaðist þetta illa. En vinirnir eru duglegir að hvetja þig áfram og kenna þér réttu aðferðirnar. Þú lætur þig hafa það og brátt komu áhrifin í ljós. Vá, þetta var bara fínt. Þú varðst kát og hress, fyndin og óhrædd við að segja og gera það sem þig langaði til.
Í dag öfunda ég fólk, ákveðin hóp af fólki réttara sagt. Ég öfunda fólk sem aldrei hefur smakkað áfengi og þekkir ekki áhrif áfengis. Mikið rosalega vildir þú að þú hefðir aldrei byrjað og þekktir ekki áhrifin.

21 ári síðar
Staður: Reykjavík
Stund: 1. júlí 2004
Umkringd fólki og að drekka léttvín. Lifnaðir við eftir tvö glös og fannst þú skemmtileg og áttir auðvelt með að tala við fólk og leikur á als oddi. Allir voru skemmtilegir en það varði stutt, svona klukkustund eða tvær. Svo urðu flestir svolítið kjánalegir. Drukkið fólk getur verið kjánalegt. Þvílíkt falskt haldreipi að halda að maður sé skemmtilegri eftir nokkur glös. Ég öfunda fólk. Öfunda þá sem aldrei prófuðu.


Fórnarlamb nauðgunar segir frá

Fórnarlamb nauðgunar segir frá:

Ég varð einu sinni fyrir ofbeldi. Hræðilegu ofbeldi. Ég ver grátt leikin og illa farin. Það versta var samt að ofbeldismaðurinn skildi eftir púka inn í mér. Andstyggilegan púka sem hann tróð beint inní fallegt hjarta mitt. Þá hélt ég að hjarta mitt væri ekki fallegt lengur, því það var fullt af þessum ljóta púka. Ég var ringluð og vissi ekki hvað ég átti að gera.

Ofbeldismaðurinn var farinn en púkinn var á þessum stað og vantaði rödd. Svo að ég gaf honum mína. Það hefði ég kannski ekki átt að gera, en það var eina leiðin sem ég rataði þá. Og púkinn tók til óspilltra málanna. Hann hafði alltaf nóg að segja. Hann gagnrýndi allt sem ég gerði og honum tókst alltaf að benda mér á allt sem miður fór.

Ekkert var nógu gott fyrir hann, það var sama hvað ég vandaði mig mikið, hann gerði ætíð stólpagrín að mér og hló þessum ískrandi, illgirnislega hlátri sínum. Hann sagði að ég væri ljót og vond persóna. Hann sagði að líkami minn væri svo afskræmilegur að ég ætti ekki að láta eðlilegt fólk sjá mig. Stundum grét ég þegar hann lér sem verst, en þá hlakkaði í honum og hláturinn ómaði hærra en nokkru sinni.

Púkinn varð hluti af lífi mínu og eina leiðin sem ég kunni til að lifa með hann í hjartanu mínu var að vera hluti af mér og ég leyfði honum að trúa því. Ó hvað ég var eftirlát við þessa andstyggð.Og reyndar ruglaðist ég iðulega í ríminu. Hvað var ég að segja og hvað var hann að segja? Það er reyndar ekkert skrýtið, ég hafði gefið honum röddina mína. Svona leið langur tími. Þetta var tíminn sem púkinn notaði til að tæta mig í sig og honum gekk vel. Þangað til dag einn að ég tók ákvörðun.

Ég tók þessa ákvörðun af því að ég er lifandi.Ég ákvað að lifa áfram, en ég ætlaði að hætta að vera fórnarlamb ofbeldismannsins og púkans. Það var eins og að klífa himinhátt fjall. Fjall sem var fullt af grjóti og hrikalegum skriðum. Oft hrasaði ég svolítið aftur niður, en aldrei mjög langt. Ég stóð alltaf á fæturnar aftur, því upp skyldi ég fara. Púkinn skammaðist og reifst alla leiðina og vissulega hlustaði ég oft á hann.

Mér fannst hann vera eins og þungur steinn í hjarta mínu sem æ erfiðara var að burðast með. Ég fann núna að púkinn var sko enginn hluti af mér og hafði aldrei verið. En það var erfittt að sannfæra hann um það, hann heyrði nefnilega aldrei til mín. Hvernig gat ég talað inn í hjartað á mér Púkinn fór létt með að tjá sig, ég talaði alltaf fyrir hann sem fyrr. Ég fann að hann var að hægja á ferð minni og ég vissi líka að ég kæmist aldrei alla leið með hann inní mér.

Ég hugsaði ráð mitt og allt í einu vissi ég hvað ég gæti gert. Ég lagðist niður í grænt og fallegt gras og fyllti skilningarvit mín öll með lífinu. Þá fór ég með sál mína og leitaði inn í hof mitt. Þar fann ég sterkan vin og horfði á hann þar til hendur mínar urðu logagylltar. Og ég fór inn í hjarta mitt og sá hvað allt var þar fallegt, nema púkinn. Með sólina í höndunum reif ég púkann úr brjósti mínu og skildi aðeins eftir fegurðina.

Púkann setti ég upp á öxlina mína, þar sem hann grenjaði af ótta við birtuna. Ég tók af honum rödd mína og hann neyðist til að nota sína eigin. Þegar ég opnaði augu mín næst, sá ég púkann í sinni réttu myndi í fyrsta sinn. Hann var lítill og horaður. Ræfilslegur og aumkunarverður. Og ég fann að hann myndi ekki segja mér til framar, Hann reyndi nú samt eins forhertur og hann er. En ég svaraði honum fullum hálsi.

Rödd mín var sterk og hljómfögur, en hann skrækti bara eitthvað, samhengislaust og mjóróma. Nú leið mér vel. Upp frá þessu hefur púkinn hangið á öxl minni, hálfmeðvitundarlaus og ruglaður. Hann röflar stundum eitthvað en þegar ég læt hann útskýra sig þá getur hann það ekki og þagnar. Púkinn má alveg vera á öxlinni, því með sinni eigin rödd segir hann ekki margt sem hlustandi er á . Í hjarta mitt fær hann aldrei að koma framar, ég á það sjálf.

Ég er víst falleg manneskja og ég er líka svolítill sigurvegari


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband