spilafíkn

Spilafíkn!

Í áratug hafa íslendingar tekist á við fíkn er tengist áfengi og öðrum vímuefnum.  Glíman við spilafíkn er nýhafin.  Skilningur okkar á sjúkdómnum er lítill og nýtilkominn.  Eitt vitum við þó.  Spilafíkn fer ekki í manngreinarálit.  Enginn er of ungur, gamall, ríkur, of vel gefinn, eða of vel menntaður til að verða spilafíkn að bráð.  Við getum velt vöngum yfir orsökum spilafíknar, gert rannsóknir og búið til töflur og gröf um stærð vandamálsins og rætt það út yfir gröf og dauða en það mun ekki breyta því að sjúkdómurinn hafur fyrst og síðast áhrif á fólk.  Sjúkdómurinn splundrar fjölskyldum og veldur fólki mikilli óhamingju.  Mundu næst þegar þú heyrir minnst á spilafíkn að helstu afleiðingar sjúkdómsins eru mannlegir harmleikir og að á hverri stundu verða nokkrir slíkir harmleikir í okkar litla samfélagi.

Geðlæknar um allan heim skilgreina spilafíkn sem sjúkdóm.  Samtök bandarískra geðlækna viðurkenndu kvillann árið 1980.  allar götur síðan hafa staðið miklar umræður og fjölmargar rannsóknir verið gerðar til að gera sjúkdómsgreiningu sem áreiðanlegasta.  10 einkenni spilasýkinnar og ef fimm þessara einkenna eiga við einstaklinginn er hann talinn spilasjúkur.

Spilafíkn vísar til þrálátrar og endurtekinnar hegðunar sem greina má af fimm (eða fleiri) af eftirtöldum einkennum :

  • viðkomandi er upptekinn af peningaspili eða veðleikjum.  Hann er upptekinn af síðasta spili, af því að undirbúa eða leggja á ráðin um næsta spil eða finna leiðir til að útvega peninga til að geta spilað með.
  • hann þarf að leggja meira fé undir en áður til að öðlast þá spennu sem sóst er eftir.
  • endurteknar tilraunir til að hafa stjórn á, draga úr eða hætta peningaspilum.
  • eirðarleysis eða pirrings gætir þegar reynt er að draga úr eða hætta peningaspilum.
  • viðkomandi nota ýmis peningaspil og veðleiki sem aðferð til að flýja vandamál eða bæta úr vanlíðan (t.d. hjálparleysi, sektakennd, kvíða, þunglyndi).
  • þótt einstaklingur hafi tapað miklu fé spilar hann áfram og gerir sér óraunhæfar vonir um að vinna upp tapið.
  • einstaklingurinn lýgur að fjölskyldumeðlimum, meðferðaraðilum eða öðrum til að leyna því hve djúpt hann er sokkinn.
  • viðkomandi hefur gripið til ólöglegs athæfis til að fjármagna peningaspil, t.d. skjalafals, fjársvika, þjófnaðar eða fjárdráttar.
  • hlutaðeigandi hefur stofnað í hættu eða glatað dýrmætum tengslum við fólk, atvinnu, skólagöngu eða tækifæri á frama vegna peningaspila.
  • hlutaðeigandi treystir á fjárhagsaðstoð annarra til að bæta slæman fjárhag sem rekja má til peningaspils. 

það er til lausn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband