Fordómar

Í þessari grein langar mig að draga aðeins upp mynd af fordómum og hvernig þeir skaða samfélag okkar og koma í veg fyrir að einstaklingar leiti sér þeirrar hjálpar sem í boði er, sem aftur veldur því að lífsgæði þeirra eru lakari en ástæða er til.  Oft höfum við heyrt af eða orðið vitni að fordómum gangvart ýmsum minnihlutahópum.  Má þar nefna fordóma gagnvart öðrum kynþáttum en þeim hvíta, gagnvart geðsjúkum, heittrúuðum, samkynhneigðum, fátækum, alkóhólistum og jafnvel fötluðum og fleiri hópa mætti nefna. 

Mörg dæmi eru til um níðingsverk sem framin hafa verið í skugga fordóma, bæði gömul og ný íslensk og erlend.  Samkynhneigðir hafa verið beittir líkamlegu ofbeldi og jafnvel drepnir er þeir ásamt gyðingum, sígaunum og öðrum sem ekki töldust til hins hreina kynstofns voru sendir í útrýmingarbúðir Hitlers.  Þá getum við spurt okkur að því hvað það eru margir sem ekki leita sér hjálpar vegna ótta við útskúfun annarra og hvaða afleiðingar það hefur í för með sér fyrir viðkomandi. 

Getur verið að alvarlegt þunglyndi sé einn fylgifiska þess að tilheyra jaðarhópi og upplifa útskúfun þess vegna ?  í verstu tilfellum er arfleiðing þunglyndis dauði.  Hver ber ábyrgðina?  Er það sjúklingurinn sem leitaði sér ekki hjálpar eða eru það fordómarnir sem ef til vill ollu því að hjálpin var ekki sótt vegna ótta?  Hver eða hverjir bera svo ábyrgðina á fordómunum?  Áleitnar spurningar, ekki satt? 

Stærsti þröskuldurinn er þó oft innra með okkur, við viljum ekki og getum ekki vegna þess að við er skelfingu lostin við viðbrögð annarra.  Við erum hrædd við það sem við þekkjum ekki og ótti okkar brýst fram í ofsóknum, hvort sem þær ofsóknir beinast að sjálfum okkur eða öðrum.  Ef samfélagið okkar mannanna væri laust við fordóma væri margt svo auðveldara.  Fólk myndi t.d. þora að leita sér aðstoðar vegna ýmissa lífsstjórnandi vandamála eða sjúkdóma, í mun ríkara mæli en nú er. 

Í fordómalausu samfélagi mætti bjarga og hjálpa mörgum þeim sem ekki leita sér hjálpar í þeim sem ekki leita sér hjálpar í dag.  Margt hefur áunnist í þeim efnum s.s. fyrir öflugt starf hagsmuna og félagasamtaka.  Að lokum langar mig að biðja þig lesandi minn að gera könnun á sjálfum eða sjálfri þér og skoða hvort þú hafir einhverja fordóma.  Það hjálpar að skoða það með öðrum því oft sjá aðrir það í fari okkar sem við sjáum ekki sjálf.

 

Lífsýn fræðsla og forvarnir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þetta er ágætt framtak hjá ykkur og nauðsynlegt að hlúa að þeim sem hafa orðið undir í lífinu.

Það kann að vera stóryrt yfirlýsing, en engu að síður sett fram samkvæmt bestu vitund, ég hef alls enga fordóma gagnvart nokkurri manneskju. Vitanlega líkar mér misvel við fólk, en að dæma fólk eftir kynhneigð, litarhætti eða öðrum þáttum, það finnst mér mikil heimska.

Ég hef heldur enga fordóma gagnvart þeim sem hafa fordóma, það er líka þeirra réttur að fá að vera illa við einhverja hópa.

Þetta hljómar ansi kaldranalegt, en er það þó ekki, við getum aldrei breytt öðrum og fordómar eru og verða til staðar.

Þess vegna þarf að styrkja sjálfsmynd minnihlutahópa. Þeir sem eru samkynhneigðir og trans gender(upplifa sig sem einstakling af gagnstæðu kyni) svo dæmi sé tekið því þessir hópar hafa þurft að þola fordóma, þurfa að læra það, að þeir eru alveg jafn gildir í samfélaginu og aðrir. Hver maður á að vera stoltur af sér eins og hann er en enginn á að reyna að vera eins og samfélagið vill að hann sé.

Ef að hægt er að slá skjaldborg um einstakling sem er öðruvísi en flestir, veita honum vináttu og skilning auk þess að hjálpa honum til að verða ánægður með sig, þá er björninn unninn.

Því miður búum við í ófullkomnum heimi þar sem ríkja fordómar og önnur mannvonska, en sem betur fer er til fullt af góðu fólki. Við eigum að rækta tengsl við það og láta þá vera sem sýna öðrum vandlætingu og hroka.

Enn og aftur, til hamingju með þetta framtak.

Jón Ríkharðsson, 5.10.2010 kl. 18:07

2 Smámynd: Lífsýn fræðsla og forvarnir

já það eiga allir að vera jafnir :)

takk takk

Lífsýn fræðsla og forvarnir, 5.10.2010 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband