verður þú fyrir einelti ?

Ef þú verður fyrir einelti, ekki örvænta. Mundu að það á enginn rétt á því að koma fram við þig á niðrandi hátt.

  • Ráðleggja þig við einhvern sem þú treystir
  • Deildu tilfinningum þínum við einhvern
  • Skrifa niður punkta um eineltið, því það er ótrúlega auðvelt oft að gleyma því sem slæmt er.
  • Ekki örvænta
  • Mundu að vandamálið er hjá gerandanum, þeim sem lætur þér líða illa,  en ekki hjá þér sjálfri/um
  • Það réttasta  til að gera í stöðunni er að biðja um hjálp
  • Ekki láta gerandann sjá að þú örvæntir
  • Settu upp öryggis hlið og haltu höfðinu hátt, ekki leyfa viðkomandi að sjá að honum er að taka að láta þér líða illa.
  • Þegar á þessu stendur passaðu að missa  ekki skap þitt eða sýna æsingu í líkamsbeitingu ? Þá sér hann að honum er   að takast að láta þér líða illa.
  • Ekki fela sannleikann um það sem er í gangi
  • Ekki ýkja
  • Hjá Lífsýn starfa ráðgjafi, sálfræðinemi og félagsráðgjafanemi sem taka vel á móti þér.

    Þú getur hringt  og fengið ráðleggingar eða komið í viðtöl.

    Það er til fullt af fólki sem vill hjálpa þér. Ekki vera hrædd/ur við að leita þér hjálpar.

    Einnig erum við með námskeið sem hafa virkað vel fyrir börn, unglinga og fullorðna sem hafa orðið fyrir einelti eða öðru mótlæti í lífinu.

    Hægt er að panta tíma hjá ráðgjafa í síma 771-4474 eða mail : lifsyn@lifsyn.is


Guð horfir á styrkleika þinn.

Guð horfir á styrkleika þinn.

Gömul kínversk kona átti tvo leirpotta sem hún hengdi á sitthvorn endann á langri stöng sem hún bar á öxlum sínum. Á hverjum degi sótti hún vatn langa leið í uppsprettu fjarri heimilinu. Annar potturinn var sprunginn eftir endilöngu og var því aðeins hálffullur þegar heim kom. Hinn potturinn var fullkominn og skilaði sér alltaf fullur af vatni eftir þessa löngu leið heim að húsinu. Svona gekk þetta í tvo ár, daglega gekk gamla konan með pottana að uppsprettunni og daglega kom hún heim með aðeins einn og hálfan pott af vatni.

Auðvitað var fullkomni potturinn ánægður með sína frammistöðu en sprungni potturinn skammaðist sín og leið mjög illa þar sem frammistaða hans var aðeins til hálfs við það sem hann var skapaður til að gera. Eftir tveggja ára vinnu talaði hann til konunnar við uppsprettuna. "Ég skammast mín fyrir frammistöðu mína, vegna sprungunnar á hlið minni lekur helmingurinn af vatninu burt á leiðinni heim. Þú ættir að henda mér og fá þér nýjan pott."

Gamla konan brosti, "Hefur þú tekið eftir að þín hlið við götuna er blómum skreytt á meðan engin blóm vaxa hinum megin götunnar? Það er vegna þess að ég hef alltaf vitað af þessum galla þínum og þess vegna sáði ég fræum á þinni hlið götunnar og á hverjum degi þegar við göngum heim vökvar þú blómin mín. Ég hef um árabil getað týnt þessi fallegu blóm og skreytt heimili mitt með þeim. Af því að þú ert eins og þú ert þá hef ég fengið að njóta fegurðar blómanna.


Unglingamenningin

hedi_slimane_teenage

Forsendur fyrir sérstakri unglingamenningu hafa skapast, eftir að unglingar fóru að lifa í þessum biðsal, sínum eigin reynsluheimi.  Rokkið kom fram á sjónarsviðið árið 1954 og er fyrsta sérstaka unglingatónlistin.  Það var uppreisn gegn gildismati foreldranna, sem voru skelkaðir, enda vissu þeir ekki hvaðan á þá stóð veðrið.  Stefnur og straumar hafa skipst á frá þessum tíma, bítlatímabil, hippatímabil, þungarokk, diskó og pönkið kom og fór. 

Nú einkennir mikil fjölbreytni unglingamenninguna og vaxandi áhugi er á íþróttum, líkamsrækt og fleiru í þeim dúr.  Fullorðnir virðast hafa haft það sem þumalputtareglu að vera á móti því sem unglingar gera, svona ef ske kynni að það væri skaðlegt.  Hér áður fyrr átti rokkið að vera stórhættulegt æskufólki.  Það var bannað í ýmsum hlutum Bandaríkjanna og átti mjög erfitt uppdráttar í ríkisútvarpinu hér á landi.  Núna er það hins vegar talið hluti af vestrænni menningu og fáir halda því fram að það sé æskunni skaðlegt.

Á bítlatímabilinu var skorin upp herör gegn síða hárinu.  Til dæmis setti einn ágætur skólastjóri þá reglu, að ungir drengir mættu ekki fara með í skólaferðalagið, nema það sæist í eyrun á þeim.  Á þessum árum voru margir sannfærðir um að hársöfnunin væri skaðleg.  Mini pilsin sem stúlkur gengu einu sinni í, áttu að valda þeim öllum ólæknandi blöðrubólgu.  Ætli sömu rök hafi ekki verið höfð uppi um götóttu gallabuxurnar sem síðar komu? 

Það er skrítið að fólk skuli sjá ástæðu til að elta ólar við svona sauðmeinlausa dynti í unglingamenningunni.  Þeir geta vissulega verið öfgafullir, en í langflestum tilvikum gjörsamlega skaðlausir.  Þeir sem nú eru unglingar eiga áreiðanlega síðar eftir að hlæja að myndum af sér í rifnum gallabuxum eða loðfóðruðum kuldagöllum.

Sömu einstaklingar og stundum eru að gagnrýna myndir á herbergisveggjum unglinganna, klæðaburð þeirra og hárgreiðslu, gefa ef til vill eftir í mikilvægum málum, til dæmis varðandi útivist og áfengisneyslu.  Það er eins og sumir hugsi sem svo, að ef dóttir þeirra eða sonur ætli að vera drukkin niðri í bæ fram á nótt, þá skuli þau alla vega vera sæmilega til fara. 

Foreldrar ættu að taka allsgáða afstöðu til unglingamenningarinnar, ekki vera að eltast við sauðmeinlausa hluti, en hafa þess í stað kjark til að taka afstöðu gegn þeim þáttum sem eru hættumeiri, eins og sjálfskammtaður útivistartími og þegar unglingar byrja áfengisneyslu allt of snemma.                      


Virðing

virðing 

1. Einsettu þér dag hvern að sýna öðrum virðingu.

2.  Taktu eftir jákvæðum orðum og gjörðum þeirra sem þér þykir vænt um.

3.  Leitaðu eftir því góða í hverjum manni.

4.  Segðu eitthvað fallegt.

5.  Ekki nota hrós sem formála að gagnrýni.

6.  Þú getur sýnt fólki virðingu þótt þú sért ekki sammála því.

7.  Gerðu ekki kröfu um endurgjald þegar þú hrósar.

8.  Taktu eftir þeim breytingum sem verða innra með þér þegar þú sýnir virðingu.

9.  Með því að sýna öðrum virðingu eykur þú Sjálfsvirðingu þín.  

 


Til umhugsunar

    serenity

     

    Ég bað um að verða sterkur og Guð gaf mér erfiðleika til að gera mig sterkan.

     

    Ég bað um að verða vitur og Guð gaf mér verkefni til að leysa.

     

    Ég bað um velsæld og Guð gaf mér hug og hönd til að vinna.

     

    Ég bað um hugrekki og Guð lét mig mæta hættum til að leysa.

     

    Ég bað um ást og Guð gaf mér fólk í erfiðleikum sem ég gat hjálpað.

     

    Ég bað um greiða og Guð gaf mér tækifæri.

     

    Ég fékk ekkert af því sem mig langaði í!

    Ég fékk allt sem ég þurfti!

TST námskeiðin að hefjast (fyrstir koma fyrstir fá)

Lógóið TST
Tómstundarnámskeið
með jákvæða sjálfstyrkingu og gott forvarnargildi.

* Ert þú foreldri sem vilt að barnið þitt eða unglingurinn þinn komist í okkar skemmtilega hóp ?
* Hefur barnið þitt áhuga á að taka þátt í skemmtilegu uppbyggjandi starfi eða
* þekkirðu barn eða ungling í kringum þig sem hefði gott af að frétta af þessum frábæru   námskeiðum okkar endilega deildu þessu þá til vina þinna.
 

Skráning er í fullum gangi og fyrstir koma fyrstir fá.
sendu okkur póst: lifsyn@lifsyn.is og gakktu frá skráningu eða fáðu frekari upplýsingar.

12 vikna námskeið kostar aðeins 15,500 krónur og hægt er að skipta niður greiðslum eftir samkomulag.

TST ( Tómstundir, Sjálfstyrking og Tónlist )

námskeiðslengd: 12 vikur (einu sinni í viku).

T.S.T: Er sjálfstyrkingarnámskeið sem Lífsýn fræðsla og forvarnir bjóða uppá fyrir börn og ungmenni á aldrinum 10-15 ára. Markmið okkar er að mæta þörfum ungmennanna með því að tengja saman Tónlist , sjálfstyrkingu, Tómstundir, leiki, lífsleikni, föndur ofl.:

Með hugmynd okkar er áherslan lögð á að mæta einstaklingnum þar sem hann er og vinna út frá því í átt að betri lífsstefnu.

Tilgangur okkar með þessu námskeiði er að:

■Efla félagsleg tengsl og gagnkvæma virðingu.
■Finna styrk hvers og eins og vinna útfrá áhugamálum.
■Efla sjálfstraust, sjálfsstjórn, samvinnu og tillitssemi.
■Hvetja til sjálfstæðra vinnubragða.
■Hvetja til þátttöku í félagsstörfum, tónlist, söng og öðrum tómstundum.
■Bjóða uppá fræðslu, umræður og forvarnir af ýmsu tagi.
■Byggja upp sterka forvörn fyrir framtíðina.



Dauðans alvara.


Við iðkuðum stöðuga sjálfsrannsókn og þegar okkur skjátlaðist, viðurkenndum við það undanbragðalaust

10. sporið: Við iðkuðum stöðuga sjálfsrannsókn og þegar okkur skjátlaðist, viðurkenndum við það undanbragðalaust.  

Á kvöldin áður en ég sofna ligg ég og reyni að muna hvað ég hef gert, sagt og hugsað þann daginn. Ég finn alltaf ýmislegt sem ég vildi óska að ég hefði ekki gert, vissi að var rangt en gerði samt.

Ég skoða betur það sem mér þótti verst og næsta dag reyni ég að forðast að það endurtaki sig. Ég einbeiti mér bara að því að gera þetta ekki aftur. Næsta kvöld bæti ég við einu eða tveimur atriðum og þannig held ég áfram. 


vertu þakklát/ur fyrir það sem þú hefur.

Góð áminning: vertu þakklát/ur fyrir það sem þú hefur.

Síðasta dag fyrir jól flýtti ég mér í stórmarkaðinn til að kaupa gjafirnar sem ég komst ekki yfir að kaupa fyrr.

Þegar ég sá allt fólkið þar, byrjaði ég að kvarta í hljóði "Þetta á eftir að taka heila eilífð og ég á enn eftir að fara á svo marga staði".

Jólin eru alltaf að verða meira og meira pirrandi með hverju árinu. Ég vildi að ég gæti bara lagst niður og farið að sofa og vaknað svo eftir jólin.

Allaveganna, ég kom mér í leikfanga deildina og þar fór ég að skoða verðinn, hugsandi hvort að börn leiki sér eitthvað með svona dýr leikföng.Eftir smá tíma af leikfanga skoði þá tók ég eftir litlum strák um 5 ára, sem hélt á dúkku upp við brjóstið sitt.

Hann strauk hárið á dúkkunni og virtist svo sorgmæddur. Svo snéri litli strákurinn sér að eldri konu sem var við hliðina á honum "amma, ertu vissum að ég hafi ekki nógu mikla peninga?" Gamla konan svaraði "þú veist aðþú átt ekki nóg til að kaupa dúkkuna elskan mín" Svo bað hún hann um aðbíða í 5 mínútur eftir sér á meðan hún skoðaði sig um. Hún fór fljótlega.

Litli strákurinn hélt ennþá á dúkkunni í hendinni. Églabbaði til hans ogspurði hann hverjum hann ætlaði að gefa dúkkuna. "Þetta er dúkkan semsystir mín elskaði mest og langaði svo mikið í fyrir jólin. Hún var svoviss um að jólasveinninn myndi gefa sér hana.

Ég sagði honum að kannski eigi jólasveinninn eftir að koma með dúkkuna til hennar, og að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur. En hann sagði við mig sorgmæddur "Nei jólasveinninn getur ekki gefið henni dúkkuna þar sem hún er núna. Ég verð að gefa mömmu dúkkuna svo að hún geti gefið henni hana þegar hún fer þangað". Augun hans voru svo sorgmædd meðan hann sagði þetta. "Systir mín er farin til þess að vera með Guð. Pabbi segir að mamma sé líka að fara til Guðs mjög fljótlega, og ég hélt að hún gæti farið með dúkkuna fyrir mig og gefið systur minni hana".

Hjartað mitt stoppaði næstum því. Litli strákurinn leit upp til mín og sagði " Ég sagði pabba að segja mömmu að fara ekki alveg strax. Ég bað hann um að bíða þangað til að ég kæmi heim úr búðinni" Svo sýndi hann mér fallega mynd af honum þar sem hann var hlægjandi. "Ég vil líka að mamma taki þessa mynd með sér svo að hún gleymi mér aldrei"

"Ég elska mömmu mína og ég vildi óska að hún þyrfti ekki að fara, en pabbi segir að hún verði að fara til að vera hjá litlu systur minni".

Svo leit hann aftur á dúkkuna með sorgmæddum augum, mjög hljóðlátur.

Ég teygði mig hljóðlega í veskið mitt og tók smá pening upp og sagði við strákinn "en ef við athugum aftur í vasann til að tékka hvort að þú eigir nógan pening?" Allt í lagi sagði strákurinn "ég vona að ég eigi nóg"Ég bætti smá af mínum peningum við án þess að hann tæki eftir því og við byrjuðum að telja. Það var nógur peningur fyrir dúkkunni, og meira að segja smá afgangur.

Litli strákurinn sagði "Takk Guð fyrir að gefa mér nógan pening. Svo leit hann á mig og sagði " Í gær áður en ég fór að sofa þá bað ég Guð um að vera viss um að ég hafi nógan pening til þess að geta keypt dúkkuna handa systur minni. Hann heyrði til mín"

"Mig langaði líka að eiga nógan pening til að kaupa hvíta rós handa mömmu,en ég þorði ekki að biðja Guð um of mikið, en hann gaf mér nóg til að kaupa rósina líka". Sko mamma elskar hvíta rós".

Nokkrum mínútum seinna kom gamla konan og sótti strákinn. Ég kláraði að versla með allt öðru hugarfari, ég gat ekki hætt að hugsa um litla strákinn.

Svo mundi ég eftir frétt í blaðinu fyrir 2 dögum síðan "maður keyrði drukkinn og klessti á bíl þar sem ung kona og lítil stelpa voru í. Litl astelpan dó samstundis en mamman var í dái" Fjölskyldan varð að ákveða hvort að það ætti að setja hana í öndunarvél eða ekki, af því að hún unga konan myndi ekki vakna úr dáinu.

Var þetta fjölskylda litla stráksins?

Tveim dögum eftir að ég hitti litla strákinn, las ég í blaðinu að unga konan hafi dáið. Ég gat ekki hamið mig og fór út í blómabúð og keypti búnt af hvítum rósum og fór upp í líkhús þar sem fólk gat séð konuna og óskað sér í seinasta skipti áður en hún væri jörðuð.

Hún var þarna í kjól, haldandi á fallegri hvítri rós með myndinni af litla stráknum og dúkkuna á brjóstinu.

Ég fór grátandi og fannst líf mitt hafa breyst til eilífðar. Ástin sem þessi litli strákur hafði til mömmu sinnar og systur, er enn þann dag í dag, erfitt að ímynda sér.

Og í einni svipan tekur drukkinn maður þetta allt frá honum.

Núna hefur þú 2 kosti:

1) Sendu þessi skilaboð til allra sem þú þekkir.2) Eða hentu þessu og láttu sem þetta hafi ekki snert hjartað þitt.


Við bættum fyrir brot okkar milliliðalaust, þar sem því var við komið, svo fremi það særði engan.

9. sporið: Við bættum fyrir brot okkar milliliðalaust, þar sem því var við komið, svo fremi það særði engan.  

* Í mjög langan tíma komst ég upp með að vinna ekki í þessu spori því það myndi skaða mig –það myndi særa sjálfstraust mitt að biðjast fyrirgefningar og bæta fyrir brotin, svo að ég sleppti því. En að lokum varð ég heiðarleg. Nú veit ég að ef ég bæti fyrir brotin gagnvart einhverjum mun hinn sami sennilega hafa meira álit á mér og mér mun líða miklu betur í samskiptum við hann.  

* Oft og mörgum sinnum hef ég freistast til að forðast þau vandræði sem fylgja því að biðjast fyrirgefningar milliliðalaust og því valið að bæta fyrir brotið á óbeinan hátt. Ég verð að vera viss um tilgang minn áður en ég ákveð hvernig ég ætla að bæta fyrir brot mitt. Ég spyr mig hvort ég forðist að biðjast fyrirgefningar af því að það sé betra fyrir mig eða af því að það sé í raun og veru betra fyrir hinn aðilann að ég geri það á einhvern annan hátt.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband