Þegar nemandinn er reiðubúinn, þá birtist meistarinn.

Þegar nemandinn er reiðubúinn,

þá birtist meistarinn.

 Þegar ég er ekki reiðubúinn geta allir kennarar jarðarinnar birst.  Ég mun ekki heyra neitt, ekki læra neitt, ef ég ekki hef þá löngun sem þarf til að meðtaka boðskapinn.

Mjög margt er sameiginlegt með hinum ýmsu yoga aðferðunum til að ná vitundarsambandi við Æðri mátt og leiðum AA samtakanna.  Þetta á sérstaklega við um kennslumátann.  Í AA samtökunum eru engir sérstakir kennarar heldur gegna allir félagarnir þessu hlutverki og fellst kennslan aðallega í fordæminu.

 

Þegar grannt er skoðað, verður allt sem fram kemur á AA fundum annað hvort að leiðsögn eða viðvörun.  Þegar við förum að skynja þetta verður allt sem fram kemur á AA fundum til gagns.  Ekki eru heldur lagðar fram neinar sannannir á AA fundum, né nein próf tekin í fræðunum.  Prófsteinninn og sannanirnar felast í stöðu okkar og árangri til breytinga, sem tengist því hvað við náum að hlusta vel á fundunum og vinna úr því sem fram kemur. 

Hér er hollt að minnast ábendingar yogafræðanna; minnstu þess maður að þú fæddist einn og þú munt deyja einn, og eini vinurinn sem þú munt eignast á milli þessara tveggja áfangastaða er sá sem elskar þig nægilega mikið til að segja þér sannleikann um sjálfan þig.  Spurningin er hvort þú sért hæfur til að taka við honum.  Í AA samtökunum segja menn hver öðrum sannleikann hver um annan með því að segja hann um sjálfan sig. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband