samverustundir gera gæfumuninn

Samverustundir gera gæfumuninn

Nýleg rannsókn sýnir að þær fjölskyldur sem borða saman líður betur með sjálfan sig og gengur betur í lífinu heldur en þeim sem leggja enga áherslu á samverustundir við matarborðið. Rannsóknin sýndi líka að þær fjölskyldur sem töluðu um tilfinningar sem voru erfiðar og tengdust ágreiningi innan fjölskyldunnar eða erfiðum atburðum í lífi fjölskyldumeðlimina skiluðu sér  sérstaklega til barnanna í formi góðs sjálfstraust.Rannsóknin stóð yfir í 3 ár og náði til 40 fjölskyldna. Prófessor Marshall Duke frá Emery Háskóla í Bandaríkjunum sem stóð að rannsókninni telur það vera alvarlegt mál að fjölskyldur skuli leggja minni og minni áherslur á sameiginlegar máltíðir. Hann telur að fyrir suma krakka sem eru viðkvæmir og kvíðnir geta samverustundir fjölskyldnanna gert gæfu muninn.Sameiginlegir matmálstímar ættu að vera álitnar heilagar stundir er haft eftir prófessor Duke. United Press International - October 11, 2005 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband