Falin reiði !!

Falin reiði

Könnunarlisti fyrir einkenni falinnar gremju / reiði.
  1. Frestun á settum verkefnum og ábyrgð ýtt yfir á aðra
  2. Endurtekin og vanabundin óstundvísi og gleymska ákveðinna stefnumóta.
  3. Hneigð til að hafa ánægju af háði og kaldhæðnislegum aðhlátri á kostnað náungans.
  4. Fyrirlitningarháð, samúðarleysi eða útúrsnúningar í samræðum.
  5. Ofurkurteisi, stöðug gleðilæti, að grínast og umbera allt.
  6. Tíð andvörp
  7. Brosað í þjáningu.
  8. Tíðir truflandi og ógnvekjandi draumar.
  9. Óöguð röggsemi og raddblær.
  10. Erfiðleikar við að sofna eða að ná óslitnum svefni alla nóttina.
  11. Leiðindi, sinnuleysi, áhugaleysi um efni sem áður vöktu áhuga.
  12. Hreyfingar verða hægari.
  13. Þreyta sækir á af minna tilefni en venjulega og óþarfa skapstyggð gerir vart við sig útaf litlu.
  14. Syfju og svefnhöfgi sækja á, á öðrum tímum en vant er.
  15. Sofið er meir en venjulega – jafnvel 12-24 tíma á sólarhring, viðkomandi vaknar þreyttur fremur en hvíldur og endurnærðu taugaástandi.
  16. Samanbitnir kjálkar – sérstaklega í svefni.  Tönnunum bitið saman – einkum þegar sofið er.
  17. Andlitskippir, krampakenndar fótahreyfingar, vanabundin krepping hnefa, eða hnefanna og svipaðar endurteknar ómeðvitaðar líkamshreyfingar.
  18. Háls verður þrálátt stífur eða sár.
  19. Endurtekið þunglyndi – lengri tímabil þunglyndisástands án þekktra orsaka.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband