2. sporið: Við fórum að trúa að máttur, okkur æðri, gæti gert okkur andlega heil að nýju.

2. sporið: Við fórum að trúa að máttur, okkur æðri, gæti gert okkur andlega heil að nýju.

Reynslusögur um sporin :  

Ég trúi því að það sé eitthvað mér æðra og að þaðan geti ég fengið innblástur til að láta mér þykja vænt um aðra. Ég hef þroskast nógu mikið til að líta á minn æðri mátt sem vin sem ég get talað við og þessi vinátta hjálpar mér til að létta á hjarta mínu við hann. Ég get slakað á og komið skipulagi á huga minn. Þá verður hugsunin skýr og ég get tekið þær ákvarðanir sem þarf að taka á hverjum degi. 

Áður fyrr, gerði munurinn á guði í trúarlegum skilningi og guði í andlegum skilningi mig alveg ringlaðan. Það virtist sem ég fengi ekki eins mikið út úr því að fara í kirkju og ég fékk út úr Alateen fundunum. Ég held að það sé vegna þess að í kirkjunni var predikað yfir mér og mér sagt hvað ég ætti að hugsa.

Í Alateen gat ég sjálfur tekið ákvörðun.

Nú er ég ekki eins dómharður og ég er líka farinn að skilja hvað er verið að tala um í kirkjunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband