sviptu sig lífi útaf spilafíkn

Þrír menn hið minnsta hafa svipt sig lífi það sem af er þessu ári eftir að hafa misst tök á spilafíkn sinni. Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn segir ráðherra hafa lítið vilja gera þegar hann óskaði eftir aðgerðum.


Spilafíkn reynist fólki enn hættulegri nú en áður, ekki síst vegna þess að rekstur spilavíta á netinu gerir fólki sífellt auðveldara að hætta háum fjárhæðum á skömmum tíma, segir formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. "Það getur spilað þarna allan sólarhringinn og það er að spila með miklu hærri upphæðir og tapa hærri upphæðum en þú myndir tapa í spilakassa," segir Júlíus Þór Júlíusson, formaður SÁS. "Þú getur leikandi spilað frá þér einni milljón á einhverjum klukkutímum í þessum spilavítum."

Í gær sögðum við frá afdrifum ungs manns sem varð spilafíkn að bráð og svipti sig lífi. Örlög hans eru fjarri því einsdæmi. Júlíus Þór segir að mörg ungmenni lenda í miklum vandræðum vegna spilafíknar.

"Það unga fólk sem leitar til okkar er sitjandi við tölvuna og spilar frá sér. Þetta fólk kemur hingað og er búið að spila allt frá sér á rúmu ár, jafnvel skemmri tíma. Fólk er líka að taka líf sitt út af þessu. Ég veit um tvö tilfelli á þessu ári, fyrir utan þennan pilt," segir Júlíus um þá sem hafa svipt sig lífi."

Þrátt fyrir þetta segir Júlíus Þór að svo virðist sem fæstir geri sér grein fyrir hversu alvarlegur vandinn er og að lítill vilji sé til aðgerða. "Það er eins og enginn vilji gera neitt í málinu. Ég er búinn að fara til ráðherra; heilbrigðisráðherra, menntamálaráðherra, dómsmálaráðherra og félagsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra íhugar að setja á virkt eftirlit en það er eins og menn vilji ekki taka á þessu máli."

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband