Forvarnir gegn fíkniefnum
1.10.2010 | 22:33
Forvarnir gegn fíkniefnum Fíkniefni eiga það sameiginlegt að vera ávanabindandi. Til eru margir flokkar vímuefna sem valda ákveðinni líðan og hegðan með því að verka á mismunandi hátt á miðtaugakerfi okkar (heila, mænu, taugafrumur) og þau eru oft flokkuð eftir áhrifum á miðtaugakerfið í okkur.Athuga verður líka að þegar verið er að bjóða fíkniefni að þau eru blönduð við mjög misgóðar aðstæður og hreinlæti. Þekkt er að hafi fundist efni eins og rottueitur og allskonar drulla þegar efnin hafa verið rannsökuð.Enginn fíkill hefur efast um í byrjun að hann hefði stjórn á neyslunni. Ég þurfti bara að prufa til að vita með vissu. En bíddu, við vitum öll að það getur ekki verið þægilegt að lenda fyrir bíl en við þurfum ekki að prófa til að sanna það.Verum sterk, nógu sterk til að geta sagt: nei, og vertu viss um að það verður litið upp til þín fyrir að standa á þínu. En þú getur verið nokkuð viss um að enginn segir það við þig.Sannleikurinn er sá að vímuefni fela erfiðar tilfinningar og vandamál tímabundið. Þegar einstaklingur svo hættir eru vandamálin og tilfinningarnar oft sterkari og erfiðari að vinna úr. Segja má að reglubundin notkun setji venjubundið líf einstaklings gjörsamlega úr skorðum, stundum til frambúðar. Best er að sleppa eiturlyfjum alveg gott er fyrir unglinga að búa sig undir það að vera boðin fíkniefni, því þeir vita aldrei hvenær reynir á það. Að vera viðbúin og nógu sterkur einstaklingur til að segja, nei takk, er einhvað sem enginn á eftir að sjá eftir, það verður líka að hafa það hugfast að það ert þú sjálfur sem kemur þér í vandræðin og þú þarft að standa og falla með þinni ákvörðun.Aldrei forðast að biðja um hjálp, einnig er mjög mikilvægt að fara aldrei frá manneskju sem er að ,,sofa úr sér" eftir neyslu vímuefna það getur verið dauðans alvara. Eins ef að eitthver missir meðvitund eftir inntöku þá er nauðsynlegt að kalla á hjálp, hringt er í neyðarlínuna 112. |
Flokkur: forvarnir og fræðsla | Breytt 2.10.2010 kl. 10:18 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.