Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

Dauðans alvara.


Við iðkuðum stöðuga sjálfsrannsókn og þegar okkur skjátlaðist, viðurkenndum við það undanbragðalaust

10. sporið: Við iðkuðum stöðuga sjálfsrannsókn og þegar okkur skjátlaðist, viðurkenndum við það undanbragðalaust.  

Á kvöldin áður en ég sofna ligg ég og reyni að muna hvað ég hef gert, sagt og hugsað þann daginn. Ég finn alltaf ýmislegt sem ég vildi óska að ég hefði ekki gert, vissi að var rangt en gerði samt.

Ég skoða betur það sem mér þótti verst og næsta dag reyni ég að forðast að það endurtaki sig. Ég einbeiti mér bara að því að gera þetta ekki aftur. Næsta kvöld bæti ég við einu eða tveimur atriðum og þannig held ég áfram. 


vertu þakklát/ur fyrir það sem þú hefur.

Góð áminning: vertu þakklát/ur fyrir það sem þú hefur.

Síðasta dag fyrir jól flýtti ég mér í stórmarkaðinn til að kaupa gjafirnar sem ég komst ekki yfir að kaupa fyrr.

Þegar ég sá allt fólkið þar, byrjaði ég að kvarta í hljóði "Þetta á eftir að taka heila eilífð og ég á enn eftir að fara á svo marga staði".

Jólin eru alltaf að verða meira og meira pirrandi með hverju árinu. Ég vildi að ég gæti bara lagst niður og farið að sofa og vaknað svo eftir jólin.

Allaveganna, ég kom mér í leikfanga deildina og þar fór ég að skoða verðinn, hugsandi hvort að börn leiki sér eitthvað með svona dýr leikföng.Eftir smá tíma af leikfanga skoði þá tók ég eftir litlum strák um 5 ára, sem hélt á dúkku upp við brjóstið sitt.

Hann strauk hárið á dúkkunni og virtist svo sorgmæddur. Svo snéri litli strákurinn sér að eldri konu sem var við hliðina á honum "amma, ertu vissum að ég hafi ekki nógu mikla peninga?" Gamla konan svaraði "þú veist aðþú átt ekki nóg til að kaupa dúkkuna elskan mín" Svo bað hún hann um aðbíða í 5 mínútur eftir sér á meðan hún skoðaði sig um. Hún fór fljótlega.

Litli strákurinn hélt ennþá á dúkkunni í hendinni. Églabbaði til hans ogspurði hann hverjum hann ætlaði að gefa dúkkuna. "Þetta er dúkkan semsystir mín elskaði mest og langaði svo mikið í fyrir jólin. Hún var svoviss um að jólasveinninn myndi gefa sér hana.

Ég sagði honum að kannski eigi jólasveinninn eftir að koma með dúkkuna til hennar, og að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur. En hann sagði við mig sorgmæddur "Nei jólasveinninn getur ekki gefið henni dúkkuna þar sem hún er núna. Ég verð að gefa mömmu dúkkuna svo að hún geti gefið henni hana þegar hún fer þangað". Augun hans voru svo sorgmædd meðan hann sagði þetta. "Systir mín er farin til þess að vera með Guð. Pabbi segir að mamma sé líka að fara til Guðs mjög fljótlega, og ég hélt að hún gæti farið með dúkkuna fyrir mig og gefið systur minni hana".

Hjartað mitt stoppaði næstum því. Litli strákurinn leit upp til mín og sagði " Ég sagði pabba að segja mömmu að fara ekki alveg strax. Ég bað hann um að bíða þangað til að ég kæmi heim úr búðinni" Svo sýndi hann mér fallega mynd af honum þar sem hann var hlægjandi. "Ég vil líka að mamma taki þessa mynd með sér svo að hún gleymi mér aldrei"

"Ég elska mömmu mína og ég vildi óska að hún þyrfti ekki að fara, en pabbi segir að hún verði að fara til að vera hjá litlu systur minni".

Svo leit hann aftur á dúkkuna með sorgmæddum augum, mjög hljóðlátur.

Ég teygði mig hljóðlega í veskið mitt og tók smá pening upp og sagði við strákinn "en ef við athugum aftur í vasann til að tékka hvort að þú eigir nógan pening?" Allt í lagi sagði strákurinn "ég vona að ég eigi nóg"Ég bætti smá af mínum peningum við án þess að hann tæki eftir því og við byrjuðum að telja. Það var nógur peningur fyrir dúkkunni, og meira að segja smá afgangur.

Litli strákurinn sagði "Takk Guð fyrir að gefa mér nógan pening. Svo leit hann á mig og sagði " Í gær áður en ég fór að sofa þá bað ég Guð um að vera viss um að ég hafi nógan pening til þess að geta keypt dúkkuna handa systur minni. Hann heyrði til mín"

"Mig langaði líka að eiga nógan pening til að kaupa hvíta rós handa mömmu,en ég þorði ekki að biðja Guð um of mikið, en hann gaf mér nóg til að kaupa rósina líka". Sko mamma elskar hvíta rós".

Nokkrum mínútum seinna kom gamla konan og sótti strákinn. Ég kláraði að versla með allt öðru hugarfari, ég gat ekki hætt að hugsa um litla strákinn.

Svo mundi ég eftir frétt í blaðinu fyrir 2 dögum síðan "maður keyrði drukkinn og klessti á bíl þar sem ung kona og lítil stelpa voru í. Litl astelpan dó samstundis en mamman var í dái" Fjölskyldan varð að ákveða hvort að það ætti að setja hana í öndunarvél eða ekki, af því að hún unga konan myndi ekki vakna úr dáinu.

Var þetta fjölskylda litla stráksins?

Tveim dögum eftir að ég hitti litla strákinn, las ég í blaðinu að unga konan hafi dáið. Ég gat ekki hamið mig og fór út í blómabúð og keypti búnt af hvítum rósum og fór upp í líkhús þar sem fólk gat séð konuna og óskað sér í seinasta skipti áður en hún væri jörðuð.

Hún var þarna í kjól, haldandi á fallegri hvítri rós með myndinni af litla stráknum og dúkkuna á brjóstinu.

Ég fór grátandi og fannst líf mitt hafa breyst til eilífðar. Ástin sem þessi litli strákur hafði til mömmu sinnar og systur, er enn þann dag í dag, erfitt að ímynda sér.

Og í einni svipan tekur drukkinn maður þetta allt frá honum.

Núna hefur þú 2 kosti:

1) Sendu þessi skilaboð til allra sem þú þekkir.2) Eða hentu þessu og láttu sem þetta hafi ekki snert hjartað þitt.


Við bættum fyrir brot okkar milliliðalaust, þar sem því var við komið, svo fremi það særði engan.

9. sporið: Við bættum fyrir brot okkar milliliðalaust, þar sem því var við komið, svo fremi það særði engan.  

* Í mjög langan tíma komst ég upp með að vinna ekki í þessu spori því það myndi skaða mig –það myndi særa sjálfstraust mitt að biðjast fyrirgefningar og bæta fyrir brotin, svo að ég sleppti því. En að lokum varð ég heiðarleg. Nú veit ég að ef ég bæti fyrir brotin gagnvart einhverjum mun hinn sami sennilega hafa meira álit á mér og mér mun líða miklu betur í samskiptum við hann.  

* Oft og mörgum sinnum hef ég freistast til að forðast þau vandræði sem fylgja því að biðjast fyrirgefningar milliliðalaust og því valið að bæta fyrir brotið á óbeinan hátt. Ég verð að vera viss um tilgang minn áður en ég ákveð hvernig ég ætla að bæta fyrir brot mitt. Ég spyr mig hvort ég forðist að biðjast fyrirgefningar af því að það sé betra fyrir mig eða af því að það sé í raun og veru betra fyrir hinn aðilann að ég geri það á einhvern annan hátt.


áfengi og Jólin

Litli vísirinn á klukkunni gömlu og slitnu benti niður á við, til merkis um að nú væri aðfangadagskvöld loksins komið. Móðirin var þá fyrir nokkru búin að undirbúa hlutina alla, eins og frekast var unnt, og klæða börnin sín í hátíðarfötin, þó engin dýrindisklæði, heldur bara örlítið skárri larfa en alla jafna. Þetta var nefnilega stórt heimili og fátækt, og sjálf átti hún engan kjól til að vera í á þessari mestu gleðihátíð kristindómsins. Faðirinn hafði náð sér í brennivín daginn áður, á Þorláksmessu, og mikið af því, og drukkið sleitulaust og af áfergju.

Hafði vafalítið fóðrað það á einhvern dúnmjúkan og fagran hátt gagnvart samviskunni, að hann ætti þetta skilið eftir allt erfiðið undanfarið, að fá nú loksins að slappa ærlega af, eða eitthvað í þeim dúr. Vælið í kerlingunni hafði ekkert verið annað en pirrandi röfl; hún skildi þetta ekki, fattaði ekki hvernig karlmenn voru gerðir. Hún um það. Að morgni aðfangadags var byrjað á ný, en upp úr hádegi gat hann ekki meira í bili, og ákvað því að halla sér. Móðirin og börnin læddust næstu klukkustundir um gólfin eins hljóðlega og unnt var, líkt og framliðnar sálir, til að raska nú ekki svefnró heimilisföðurins, og innst inni bjó sú von í hjörtum þeirra, dauf samt, að hann mætti ná að sofa þannig fram á jóladag.

Enda vissu þau, að eini möguleikinn á friðsælu og gleðilegu kvöldi væri fólginn í einhverju slíku. Þetta var ekkert nýtt. Svona hafði formið verið alla tíð, en óvenju slæmt var ástandið þetta árið. Þeim varð ekki að ósk sinni. Upp úr klukkan sex vaknaði hann, leit ringlaður og hissa á uppábúna fjölskylduna og sagði: "Hvað í andskotanum stendur eiginlega til á þessu heimili?" Hann mundi ekki hvaða dagur var. Þessi saga er ekki uppspuni, þótt ótrúlegt sé. Mér var sögð hún fyrir nokkrum árum, en hún gerðist fyrir löngu. Og ég veit, að hún er ekkert einsdæmi. Um allt land og víða jörð gerist eitthvað svipað á hverjum einustu jólum.

Ekkert foreldri hefur leyfi til að hafa gleði jólanna af barni sínu og því munu ýmis samtök minna á í dag hversu mikilvægt það er fyrir börn að foreldrar þeirri neyti ekki áfengis á jólunum. Í þessu tilliti eru forvarnir afar mikilvægar og má aldrei slaka á í þeim málum. Hins vegar er ég þeirrar skoðunar að fyrirmyndir skipti mestu máli. Fyrirmyndir barna eru eðlilega foreldrarnir og því er heimilisuppeldið öðru fremur lykill að farsæld uppvaxandi kynslóðar. Oft er sagt að fjölskyldan sé hornsteinn samfélagsins, það er mikið rétt. Því er hlutverk okkar allra að treysta þennan hornstein með öllum tiltækum ráðum.

Jólamánuðurinn reynir mikið á fjölskyldur og alla einstaklinga. Hraðinn verður mikill í samfélaginu næstu vikur, kröfur miklar og væntingar fram úr öllu hófi. Allt aukaáreiti eins og ofdrykkja og vandræði henni tengd verður enn erfiðara um jól en á öðrum tímum. Tökum höndum saman, stöldrum við og tryggjum öllum möguleika á að njóta jólanna þar sem ríkir öryggi og kærleikur. Ef þú, faðir eða móðir, sem lest þessi orð mín og ert að hugsa um að gera eitthvað svipað og húsbóndinn sem ég nefndi í upphafi, þá bið ég þig um að staldra við og líta rétt augnablik í innstu fylgsni huga þíns.

Eitthvað hlýtur að vera úr lagi þar, eða hvað?

Og ef svo er, væri þér ekki best að leita eftir aðstoð færra manna og kvenna, til að finna bót á þessu, áður en glæpurinn er framinn?

Að fá hjálp við að sjá, að það er fátt, ef þá nokkuð, ónáttúrulegra til en að nauðga með drykkju og yfirgangi sálum kærustu ástvina þinna á helgasta tíma ársins, sem einnig og fyrst og síðast er og á að vera mesta gleðistund í lífi allra barna ár hvert?

Slík ör eru lengi að hverfa, og sum ná því aldrei. Ef einhver manndómur lifir ennþá í þér, ef vínandinn er ekki nú þegar búinn að drekkja öllu siðferðisþreki þínu, verðurðu að grípa í taumana. Þetta er dauðans alvara.

Fyrsta skrefið gæti verið að sleppa drykkju um þessi jól, og annað það að spenna greipar og biðja meistarann um fyrirgefningu og hjálp, Guðs son í jötunni, því maðurinn er stærstur þegar hann krýpur í einlægri bæn við fótskör hans. "Komið til mín, öll þið sem erfiðið og þunga eruð hlaðin, og ég mun veita ykkur hvíld," segir hann, og er þekktur fyrir að ganga aldrei á bak orða sinna.

Takirðu boði hans, muntu finna kraft, sem nægir til að halda áfram á brautinni, í átt til eðlilegs lífs. Megi hann ná um þig á komandi dögum, ljúka upp augum þínum og hreinsa ærlega til.

Það yrði besta jólagjöf þín til ástvinanna frá upphafi. Og Jesúbarnsins.

Ekki spurning.


Við bættum fyrir brot okkar milliliðalaust, þar sem því var við komið, svo fremi það særði engan.

9. sporið: Við bættum fyrir brot okkar milliliðalaust, þar sem því var við komið, svo fremi það særði engan.  

* Í mjög langan tíma komst ég upp með að vinna ekki í þessu spori því það myndi skaða mig –það myndi særa sjálfstraust mitt að biðjast fyrirgefningar og bæta fyrir brotin, svo að ég sleppti því. En að lokum varð ég heiðarleg. Nú veit ég að ef ég bæti fyrir brotin gagnvart einhverjum mun hinn sami sennilega hafa meira álit á mér og mér mun líða miklu betur í samskiptum við hann.  

* Oft og mörgum sinnum hef ég freistast til að forðast þau vandræði sem fylgja því að biðjast fyrirgefningar milliliðalaust og því valið að bæta fyrir brotið á óbeinan hátt. Ég verð að vera viss um tilgang minn áður en ég ákveð hvernig ég ætla að bæta fyrir brot mitt. Ég spyr mig hvort ég forðist að biðjast fyrirgefningar af því að það sé betra fyrir mig eða af því að það sé í raun og veru betra fyrir hinn aðilann að ég geri það á einhvern annan hátt.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband