Færsluflokkur: Um okkur

TST námskeiðin að hefjast (fyrstir koma fyrstir fá)

Lógóið TST
Tómstundarnámskeið
með jákvæða sjálfstyrkingu og gott forvarnargildi.

* Ert þú foreldri sem vilt að barnið þitt eða unglingurinn þinn komist í okkar skemmtilega hóp ?
* Hefur barnið þitt áhuga á að taka þátt í skemmtilegu uppbyggjandi starfi eða
* þekkirðu barn eða ungling í kringum þig sem hefði gott af að frétta af þessum frábæru   námskeiðum okkar endilega deildu þessu þá til vina þinna.
 

Skráning er í fullum gangi og fyrstir koma fyrstir fá.
sendu okkur póst: lifsyn@lifsyn.is og gakktu frá skráningu eða fáðu frekari upplýsingar.

12 vikna námskeið kostar aðeins 15,500 krónur og hægt er að skipta niður greiðslum eftir samkomulag.

TST ( Tómstundir, Sjálfstyrking og Tónlist )

námskeiðslengd: 12 vikur (einu sinni í viku).

T.S.T: Er sjálfstyrkingarnámskeið sem Lífsýn fræðsla og forvarnir bjóða uppá fyrir börn og ungmenni á aldrinum 10-15 ára. Markmið okkar er að mæta þörfum ungmennanna með því að tengja saman Tónlist , sjálfstyrkingu, Tómstundir, leiki, lífsleikni, föndur ofl.:

Með hugmynd okkar er áherslan lögð á að mæta einstaklingnum þar sem hann er og vinna út frá því í átt að betri lífsstefnu.

Tilgangur okkar með þessu námskeiði er að:

■Efla félagsleg tengsl og gagnkvæma virðingu.
■Finna styrk hvers og eins og vinna útfrá áhugamálum.
■Efla sjálfstraust, sjálfsstjórn, samvinnu og tillitssemi.
■Hvetja til sjálfstæðra vinnubragða.
■Hvetja til þátttöku í félagsstörfum, tónlist, söng og öðrum tómstundum.
■Bjóða uppá fræðslu, umræður og forvarnir af ýmsu tagi.
■Byggja upp sterka forvörn fyrir framtíðina.



Fræðsla um einelti.

Sælt veri fólkið 

Við höfum bætt tengli við hjá okkur hér til hægri á síðunni  sem heitir fræðsla og forvarnir og verður þar hægt að finna allskonar fræðslu og forvarnir í töluðu máli fyrsta innleggið sem kemur þar inn á bloggið er fræðsla um einelti. 

gjöriði svo vel

Bestu kveðjur

Lífsýn fræðsla og forvarnir


Ekki missa af þessu ! "nýr þáttur í hverri viku"

Útvarpsþátturinn Lífsýn

Þáttur unga fólksins

 

Þáttur sem fjallar um ungt fólk, forvarnir, fræðslu,  sjálfsskoðun, sjálfstyrkingu, tónlist og fleira.

ma. spjall, fræðsla um þær sjálfshjálpar aðferðir sem eru í boði, vitnisburðir, spurt og svarað, forvarnir, fræðsla , sjálfstyrking, viðtöl og tónlist.

viðtöl við fólk sem hefur verið í baráttu við að koma lífi sínu í lag og líða vel.

 Nýr 60 mín þáttur í hverri viku á fm 105,5

á föstudögum klukkan 11:00 - 15:00 - 19:00 og 23:00

og síðan eftir það hér á blogginu okkar :)    

(hér til hægri undir tenglar Útvarpsþátturinn Lífsýn)

 

 

Lífsýn fræðsla og forvarnir  sími 771-4474



spurt og svarað það virkar !!

kæru lesendur ef þið hafið spurningar um skaðsemi og áhrif áfengis og fíkniefna þá er leiðin að senda inn spurnigu og fá svar um hæl.

Ef þú ert bara að forvitnast um allskonar forvarnir eða fræðslu.  

Ef þú ert foreldri sem hefur áhyggjur af barni þínu hvort það sé komið í neislu eða bara einhver einkenni sem þú tekur eftir.

Ert þú unglingur sem er bara að forvitnast þá er endilega að spurja maður lærir ekki öðruvísi.

sendið spurningar til okkar lifsyn@lifsyn.is


Pantaðu tíma ! " það er styrkur að leita sér hjálpar ekki veikleiki "

Fyrir unglinga, fullorðna , foreldra og aðstandendur.

Viðtöl við ráðgjafa  ( viðtalsúrræði ) 

 Einstaklingsviðtöl: Í þessum viðtölum er hjálpað til við að horfast í augu við vandann og  hvaða áhrif hann hefur á líf viðkomandi.  í viðtölunum er einnig hjálpað til að átta sig á tilfinningum sínum og hjálpað til þess að finna þeim farveg.  Oft eru viðmælendur að upplifa erfiðar tilfinningar og eiga erfitt með að tjá þær þar sem þeim finnst að þeim ætti að líða á einhvern annann hátt. Þeir gera oft lítið úr tilfinningum sínum og telja þær ýmist réttar eða rangar. Viðtölin eru gott verkfæri til þess að fást við þessar tilfinningar, tjá þær og viðurkenna.  Einnig er farið vel yfir einkenni fíknar og viðkomandi hjálpað við að sjá sín eigin einkenni.

Fjölskylduviðtöl: Það er mikilvægt að hlúa vel að einstaklingnum en það er einnig mikilvægt að hlúa vel að fjölskyldunni í heild sinni. Í viðtölunum er leitast við að styrkja fjölskylduna með því láta rödd allra heyrast.  Einnig með því að móta sameiginlega stefnu fjölskyldunnar og sameiginleg markmið.  Við skoðum samskiptamunstrið og vinnum með það og æfum tjáningu um tilfinningar og önnur atriði sem skipta máli.

Stuðningshópar: Hópunum er stýrt af ráðgjafa og þeir eru í 60 mínútur í senn einu sinni í viku. Í þessum hópum eru 8-10 aðstandendur sem deila saman reynslu sinni, styrk og von. Hóparnir eru öflugt verkfæri þar sem einstaklingurinn getur samhæft sig með öðrum og æft sig í einlægri tjáningu á eigin tilfinningum og eigin aðstæðum. Hóparnir eru oft fyrsta skref aðstandandans út úr skömm og einangrun. Þar sem allir í hópnum eru að vinna að því sama finnur einstaklingurinn sig viðurkenndan og langt frá því að vera einn í sínum vanda.

Pantaðu tíma það er styrkur að leita sér hjálpar ekki veikleiki

lifsyn@lifsyn.is 

 

Nýr þáttur komin á Bloggið ;)

Nýr þáttur komin á Bloggið ;)

Sælt veri fólkið vildi láta ykkur vita kæru vinir að það er komin nýr þáttur hér undir Útvarpsþáttinn Lífsýn (til hægri) þátturinn var frumfluttur á fm 105,5 í gær og er strax komin hingað og opinn fyrir alla sem áhuga hafa á ,  Ég vill þakka öllum þeim sem hafa sýnt  þætti okkar áhuga og einnig þær viðtökur sem hann hefur fengið.

mbkv. fh. Lífsýn fræðsla og forvarnir

Elvar Bragason ráðgjafi. 

  


Útvapsþátturinn Lífsýn

Nýr þáttur komin á Bloggið náðu í hann og hlustaðu

forvarnir, fræðsla, sjálfstyrking, spjall, heilræði og tónlist

til hægri undir tenglar kíktu á hann!! 

  


Útvarpsþátturinn Lífsýn hér á blogginu okkar

Útvarpsþátturinn Lífsýn

Þáttur unga fólksins

 

Þáttur sem fjallar um ungt fólk sjálfsskoðun og sjálfstyrkingu fyrir einstaklinga sem hafa orðið undir , fíklar, meðvirklar, aðstandendur, ofl.

ma. spjall, fræðsla um þær sjálfshjálpar aðferðir sem eru í boði, vitnisburðir, spurt og svarað, forvarnir, fræðsla , sjálfstyrking, viðtöl og tónlist.

viðtöl við fólk sem hefur verið í baráttu við að koma lífi sínu í lag og líða vel.

 Nýr þáttur í hverri viku. 60 mín á fm 105,5 á föstudögum klukkan 11:00

og síðan eftir það hér á blogginu okkar :)     (hér til hægri undir tenglar)

Lífsýn fræðsla og forvarnir


Lífsleikni

Lífsleikni

Lífsleikni er stór þáttur í prógrammi hjá Lífsýn og tengist hún beint þeirri hugmyndafræði sem við styðjumst við.
Markmiðið með lífsleikniprógrammi er að einstaklingarnir  öðlist betra sjálfsmat, læri að bera virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu.
Með því er þeim hjálpað að nálgast, skilja og tjá tilfinningar sínar í gegn um tómstundir, tónlist og önnur áhugamál á jákvæðan hátt.

Lífsleikniprógrammið hjá Lífsýn byggist upp á tveim smiðjum. Listasmiðju og tónlistarsmiðju ásamt því að vera með sérsniðið sjálfstyrkingar prógramm fyrir börn og unglinga sem heitir TST

Listasmiðja: Í listasmiðjunni gefst nemum tækifæri á kennslu í fjölbreyttum listgreinum. Teiknun, málun, leirmótun, föndur, skartgripagerð ofl.

Tónlistarsmiðja : Í tónlistarsmiðjunni geta nemarnir lagt stund á hljóðfæraleik og söng. Við leiðbeinum á helstu hljóðfæri eins og t.d. Rafmagnsgítar, trommur, bassa, hljómborð búa til hljómsveitir, kóra, setja saman krakka sem eru ein að pukra heima í hljóðfæraleik og söng og setja þau saman og búa til eitthvað lifandi og skemmtilegt

T.S.T: Er sjálfstyrkingarnámskeið sem við bjóðum uppá fyrir börn og unglinga á öllum aldri allt frá 6-16 ára aldri Markmið okkar er að mæta þörfum ungmennanna með því að tengja saman Tónlist , sjálfstyrkingu, Tómstundir, leiki, föndur ofl.:
• efla félagsleg tengsl og gagnkvæma virðingu
• efla sjálfstraust, sjálfsstjórn, samvinnu og tillitssemi
• hvetja til sjálfstæðra vinnubragða
• hvetja til þátttöku í félagsstörfum, tónlist, söng og öðrum tómstundum
• bjóða uppá fræðslu, umræður og forvarnir af ýmsu tagi


Traust , hlýja og skilningur

Traust , hlýja og skilningur 

Starfsfólk Lífsýn forvarnir og fræðsla leggur áherslu á að setja sig ekki upp fyrir skjólstæðinginn heldur að byggja upp traust og tengsl svo að aðstæður skapist til að vinna úr þeim vandamálum sem til staðar eru í lífi hans.

Í stuttu máli má segja að ráðgjafi hafi ávalt þessa nálgun að leiðarljósi í samskiptum við skjólstæðinginn. Með því að leggja áherslu á traust , hlýju og skilning skapast jákvætt  "andrúmsloft" sem hjálpar nemanum að treysta öðrum fyrir sjálfum sér og skoða þau vandamál sem hann er að fást við , samhliða vímuefnafíkn sinni.Ef traust og góð tengsl skapast ekki við ráðgjafann er hætt við að neminn haldi fast í sitt gamla varnarkerfi og hleypi engum inn fyrir skelina sína.

Þá er viðbúið að neminn haldi áfram að reyna að hafa stjórn á sínum innri heimi þegar út í lífið er aftur komið með neyslu og öðrum niðurbrjótandi aðferðum.Þó að aðal nálgun Lífsýn sé miðuð að því að byggja upp tengsl þá er hún ekki það eina sem liggur til grundvallar þess að neminn fái bata.

Lífsleikni er þar stór þáttur sem miðar að því að styðja nemann í sköpun eins og listum, tónlist ofl.  Jákvæð sjálfsmynd unglingsins og hæfileiki til að líða vel í sjálfum sér helst í hendur við heilbrigða útrás sem styrkja hann í jákvæðri sýn á sjálfan sig.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband