Er ég fíkill ?
4.10.2010 | 11:21
Er ég fíkill?
Einungis þú getur svarað þessari spurningu.
Þetta getur verið allt annað en auðvelt. Gegnum alla neyslu okkar, sögðum við sjálfum okkur: Ég höndla þetta. Í upphafi var það kannski rétt, en svo er ekki í dag. Fíkniefnin höndluðu okkur. Við lifðum til að nota og notuðum til að lifa. Í sem fæstum orðum; fíkill er manneskja sem stjórnast af fíkniefnum.
Jafnvel getur verið að þú viðurkennir vanda þinn gagnvart fíkniefnum, en teljir þig þó ekki vera fíkil. Öll höfum við myndað okkur fyrirfram ákveðnar hugmyndir um hvað fíkill er. Það er ekkert skammarlegt við það að vera fíkill, þegar þú á annað borð hefur tekið uppbyggilega stefnu. Ef þú samhæfir með vandamálum okkar, má vera að þú samhæfir einnig með lausn okkar. Eftirfarandi spurningar voru ritaðar af fíklum á batavegi, innan Narcotics Anonymous. Ef þú ert í vafa um hvort þú ert fíkill eða ekki, gefðu þér þá smávægilegan tíma til að lesa spurningarnar, sem hér fara fyrir neðan og svaraðu þeim eins heiðarlega og þér er unnt að gera.
Sumar þessara spurninga minnast ekki einu sinni á fíkniefni. Þetta er vegna þess að fíkn er lævís sjúkdómur sem hefur áhrif á öll svið lífs okkar â jafnvel þau svið sem virðast við fyrstu sýn, hafa lítið með fíkniefni að gera. Fjölbreytni tegunda þeirra fíkniefna sem við neyttum var ekki jafn mikilvæg og ástæða fyrir notkun okkar á þeim ásamt þeim áhrifum sem þau höfðu á okkur.
Þegar við lásum þessar spurningar í fyrsta sinn, skelfdi sú tilhugsun okkur að við gætum verið fíklar. Sum okkar reyndu að bægja þessum hugsunum frá með því að segja:
Ó, en það er ekkert vit í þessum spurningum,
Eða:
Ég er öðruvísi. Ég veit alveg að ég nota fíkniefni, en ég er ekki fíkill. Ég á í raunverulegum tilfinninga/fjölskyldu/vinnutengdum erfiðleikum.
Eða:
Ég á bara erfitt með að halda öllu saman í augnablikinu.
Eða:
Ég get ekki hætt fyrr en ég finn réttu manneskjuna/starfið o.sv.frv.
Ef þú ert fíkill, verður þú fyrst að viðurkenna að þú eigir í vanda með fíkniefni áður en nokkur árangur á batavegi getur orðið. Með því að svara þessum spurningum heiðarlega, getur þú öðlast vitneskju um hversu stjórnlaust líf þitt hefur orðið af völdum fíkniefna. Fíkn er sjúkdómur sem, þegar bati næst ekki, endar í fangelsum, stofnunum og með dauða. Mörg okkar komu til Narcotics Anonymous vegna þess að fíkniefnin voru hætt að gera það sem við þurftum á að halda. Fíkn sviptir okkur stolti, sjálfsvirðingu, fjölskyldunni, ástvinum og jafnvel löngun okkar til að lifa. Ef fíkn þín hefur ekki enn náð þessu stigi, þarftu ekki að lenda í því. Við vitum nú að helvíti var það ástand sem ríkti innra með okkur. Ef þú vilt hjálp, getur þú fundið hana í félagsskap Narcotics Anonymous.
Við vorum að leita svara þegar teygðum okkur út og fundum félagsskap Narcotics Anonymous. Við komum til fyrsta N.A. fundar okkar gersigruð og vissum ekki hvers var að vænta. Eftir að hafa setið fund, eða marga fundi, fór okkur að finnast sem fólki væri ekki sama og vildi hjálpa. Jafnvel þó í hugum okkar, við værum sannfærð um að okkur myndi aldrei takast þetta, gaf fólkið í félagsskapnum okkur von með því einu að krefjast þess að við næðum bata. Umkringd fíklum eins og okkur, varð okkur ljóst að við vorum ekki ein lengur. Bati er það sem gerist á fundum okkar. Líf okkar eru í húfi. Okkur lærðist einnig að með því að setja batann í fyrsta sæti, fór prógrammið að virka. Við horfðumst nú í augu við þrjár erfiðar staðreyndir:
Einungis þú getur svarað þessari spurningu.
Þetta getur verið allt annað en auðvelt. Gegnum alla neyslu okkar, sögðum við sjálfum okkur: Ég höndla þetta. Í upphafi var það kannski rétt, en svo er ekki í dag. Fíkniefnin höndluðu okkur. Við lifðum til að nota og notuðum til að lifa. Í sem fæstum orðum; fíkill er manneskja sem stjórnast af fíkniefnum.
Jafnvel getur verið að þú viðurkennir vanda þinn gagnvart fíkniefnum, en teljir þig þó ekki vera fíkil. Öll höfum við myndað okkur fyrirfram ákveðnar hugmyndir um hvað fíkill er. Það er ekkert skammarlegt við það að vera fíkill, þegar þú á annað borð hefur tekið uppbyggilega stefnu. Ef þú samhæfir með vandamálum okkar, má vera að þú samhæfir einnig með lausn okkar. Eftirfarandi spurningar voru ritaðar af fíklum á batavegi, innan Narcotics Anonymous. Ef þú ert í vafa um hvort þú ert fíkill eða ekki, gefðu þér þá smávægilegan tíma til að lesa spurningarnar, sem hér fara fyrir neðan og svaraðu þeim eins heiðarlega og þér er unnt að gera.
- Notar þú einhvern tíma í einrúmi?
- Hefur þú skipt út einu efni fyrir annað, í þeirri trú að eitt sérstakt efni væri vandamálið?
- Hefur þú snúið á, eða logið að lækni til að verða þér úti um lyfseðilskyld fíkniefni?
- Hefur þú stolið fíkniefnum, eða stolið til að afla þér fíkniefna?
- Hefur þú notað fíkniefni þegar þú ert að vakna eða þegar þú ert að fara að sofa?
- Hefur þú notað eina tegund fíkniefna til að draga úr áhrifum annarra tegunda fíkniefna?
- Forðast þú fólk eða staði þar sem neysla þín á fíkniefnum er ekki liðin?
- Hefur þú notað fíkniefni án þess að vita hvað það í raun var eða hvaða áhrif það myndi hafa á þig?
- Hefur frammistöðu þinni í skóla eða vinnu hrakað vegna fíkniefnaneyslu þinnar?
- Hefur þú verið handtekinn vegna þess að þú varst að nota fíkniefni?
- Hefur þú logið til um tegundir eða magn þeirra fíkniefna sem þú notar?
- Setur þú öflun fíkniefna fram yfir fjárhagslega ábyrgð þína?
- Hefur þú reynt að stöðva eða stjórna neyslu þinni?
- Hefur þú setið í fangelsi, legið á spítala eða farið í meðferð vegna notkunar þinnar?
- Hefur neysla þín áhrif á matar- eða svefnvenjur þínar?
- Verður þú skelfingu lostinn við tilhugsunina um að verða uppskroppa með fíkniefni?
- Finnst þér ómögulegt að lifa án fíkniefna?
- Hefur þú efast um geðheilsu þína?
- Hefur fíkniefnaneysla þín valdið óhamingju heima fyrir?
- Hefur þér fundist að þú gætir ekki aðlagast eða skemmt þér án þess að nota fíkniefni?
- Hefur þú brugðist við í vörn, fundið til sektar eða skammast þín vegna neyslu þinnar?
- Hugsar þú mikið um fíkniefni?
- Hefur þú upplifað óraunhæfan eða óskilgreindan ótta?
- Hefur notkun þín haft áhrif á kynferðisleg sambönd þín?
- Hefur þú notað fíkniefni sem höfðuðu ekki til þín?
- Hefur þú notað fíkniefni vegna tilfinningalegrar spennu eða streitu?
- Hefur þú tekið of stóran skammt af fíkniefnum?
- Heldur þú áfram neyslu þinni þrátt fyrir neikvæðar afleiðingar?
- Telur þú þig eiga við fíkniefnavanda að stríða?
Sumar þessara spurninga minnast ekki einu sinni á fíkniefni. Þetta er vegna þess að fíkn er lævís sjúkdómur sem hefur áhrif á öll svið lífs okkar â jafnvel þau svið sem virðast við fyrstu sýn, hafa lítið með fíkniefni að gera. Fjölbreytni tegunda þeirra fíkniefna sem við neyttum var ekki jafn mikilvæg og ástæða fyrir notkun okkar á þeim ásamt þeim áhrifum sem þau höfðu á okkur.
Þegar við lásum þessar spurningar í fyrsta sinn, skelfdi sú tilhugsun okkur að við gætum verið fíklar. Sum okkar reyndu að bægja þessum hugsunum frá með því að segja:
Ó, en það er ekkert vit í þessum spurningum,
Eða:
Ég er öðruvísi. Ég veit alveg að ég nota fíkniefni, en ég er ekki fíkill. Ég á í raunverulegum tilfinninga/fjölskyldu/vinnutengdum erfiðleikum.
Eða:
Ég á bara erfitt með að halda öllu saman í augnablikinu.
Eða:
Ég get ekki hætt fyrr en ég finn réttu manneskjuna/starfið o.sv.frv.
Ef þú ert fíkill, verður þú fyrst að viðurkenna að þú eigir í vanda með fíkniefni áður en nokkur árangur á batavegi getur orðið. Með því að svara þessum spurningum heiðarlega, getur þú öðlast vitneskju um hversu stjórnlaust líf þitt hefur orðið af völdum fíkniefna. Fíkn er sjúkdómur sem, þegar bati næst ekki, endar í fangelsum, stofnunum og með dauða. Mörg okkar komu til Narcotics Anonymous vegna þess að fíkniefnin voru hætt að gera það sem við þurftum á að halda. Fíkn sviptir okkur stolti, sjálfsvirðingu, fjölskyldunni, ástvinum og jafnvel löngun okkar til að lifa. Ef fíkn þín hefur ekki enn náð þessu stigi, þarftu ekki að lenda í því. Við vitum nú að helvíti var það ástand sem ríkti innra með okkur. Ef þú vilt hjálp, getur þú fundið hana í félagsskap Narcotics Anonymous.
Við vorum að leita svara þegar teygðum okkur út og fundum félagsskap Narcotics Anonymous. Við komum til fyrsta N.A. fundar okkar gersigruð og vissum ekki hvers var að vænta. Eftir að hafa setið fund, eða marga fundi, fór okkur að finnast sem fólki væri ekki sama og vildi hjálpa. Jafnvel þó í hugum okkar, við værum sannfærð um að okkur myndi aldrei takast þetta, gaf fólkið í félagsskapnum okkur von með því einu að krefjast þess að við næðum bata. Umkringd fíklum eins og okkur, varð okkur ljóst að við vorum ekki ein lengur. Bati er það sem gerist á fundum okkar. Líf okkar eru í húfi. Okkur lærðist einnig að með því að setja batann í fyrsta sæti, fór prógrammið að virka. Við horfðumst nú í augu við þrjár erfiðar staðreyndir:
- Við erum vanmáttug gagnvart fíkn okkar og að líf okkar eru stjórnlaus;
- Þó við séum ekki ábyrg fyrir sjúkdómi okkar, erum við ábyrgð fyrir batanum;
- Við getum ekki lengur kennt fólki, stöðum og hlutum um fíkn okkar. Við verðum að horfast í augu við vandamál okkar og eigin tilfinningar.
Flokkur: forvarnir og fræðsla | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.