Helvíti líkast
5.10.2010 | 15:09
Reynslusaga um átröskun
Anna byrjaði að fá átköst þegar hún var einungis ellefu ára gömul. Hún var einkabarn og því var afar erfitt fyrir hana að fela þetta fyrir foreldrum sínum en það tókst henni nú samt. Hún lifði samt sem áður í stöðugum ótta við að foreldrar hennar kæmust að því hvernig henni leið og hún gat ekki hætt því hún varð háð átköstunum. Hún komst upp með þetta öll sín unglingsár og hún var sátt við þetta því hún hafði stjórn á þessu og þetta var hennar leyndarmál.
Þegar hún fór í framhaldsskóla fékk hún hálsbólgu og gat ekkert borðað í nokkra daga og eftir það einbeitti hún sér að því að svelta sig og tók þá við barátta við lystarstol. Hún einbeitti sér að því að halda flötum maganum sem hún hafði fengið í kjölfar veikindanna. Hún hætti að hafa áhyggjur af tímum og því að passa inn í hópinn.
Hún var oft send á spítala vegna næringarskorts eða of mikils þyngdartaps. Svo um þrítugt fékk hún lotugræðgi. Næstu átta árin voru helvíti líkust og stundum gekk þetta svo langt að ælan lak af olnbogunum hennar. Þegar hún varð 38 ára hafði hún misst vinnuna sína og allt samband við vini sína.
Hún skráði sig svo að lokum á sjúkrahús en læknarinir þar unni ekkert með henni að sálrænu hliðinni. Hún gafst að lokum upp og ákvað að fyrirfara sér en tveir lögreglumenn komu í veg fyrir það og þá uppgötvaði hún að batinn fólst í því að líða vel innra með sér og að hún þyrfti að ganga í gegnum erfiðið sjálf, enginn annar gæti gert það fyrir hana.
Hún hefur verið laus við átröskunina í 13 ár núna og ráðleggur nú þeim sem eiga enn í sinni baráttu við átröskunarpúkann. Hún setti upp meðferðarstofnun sem bæði fékkst við
mataræðið sem og sálræna þáttinn.
Munum að við sjálf erum þau einu sem getum breytt ástandi okkar. Við verðum að leita eftir hjálp og þiggja hana.
Bestu kveðjur,
Flokkur: Reynslusögur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.