kynferðisofbeldi
18.10.2010 | 08:02
Afleiðingar kynferðisofbeldis :
Yfirlýsingarnar hér að neðan eru nokkuð dæmigerðar fyrir þá einstaklinga sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi. Þegar þú ferð yfir listann getur þú fundið hvort einhverjar þeirra eiga við þig.
Ef svo er hafðu þá samband.
Sjálfsálit
- Mér finnst ég vera skítug, eins og það sé eitthvað að mér...
- Ég er öðruvísi en annað fólk...
- Ef fólk þekkti mig eins og ég er þá hafnaði það mér...
- Ég hata sjálfa mig...
- Ég er misheppnuð, ég á erfitt með að skila af mér góðu verki...
Tilfinningar mínar
- Ég held að tilfinningar skipti ekki miklu máli...
- Yfirleitt veit ég ekki hvernig mér líður...
- Ég er oft leið eða þunglynd...
- Ég verð óörugg þegar allt er rólegt og þægilegt..
- Ef ég slaka á, þá missi ég stjórn á tilfinningum mínum...
Líkami minn
- Líkami minn er oft dofinn, tilfinningalaus...
- Ég hlusta ekki vel á líkama minn, (svengd, þreyta, verkir)...
- Ég svelti mig eða borða og kasta upp...
- Mér finnst líkami minn ljótur...
- Ég nota áfengi eða lyf meira en ég held að ég ætti að gera...
Náin kynni
- Mér finnst ég oft vera einangruð, eins og ég sé frá annarri plánetu...
- Mér líður vel með vinum mínum en á erfitt með elskhuga...
- Ég á erfitt með að treysta fólki...
- Ég held að fólk muni yfirgefa mig...
- Ég á erfitt með að segja NEI...
Kynlíf
- Ég forðast kynlíf, innst inni óska ég þess að þurfa aldrei að lifa kynlífi framar...
- Ég fæ ekki mikla ánægju út úr kynlífi, yfirleitt stunda ég kynlíf fyrir aðra...
- Ég leita eftir kynlífi sem mig langar þó ekki í...
- Ég er best í kynlífi...
- Ég á erfitt með að vera "á staðnum" í kynlífi...
Börn og foreldrar
- Ég á erfitt með að sýna börnunum blíðu...
- Ég á erfitt með að setja börnunum mörk...
- Ég á það til að ofvernda börnin...
- Mér finnst ég vera ófullkomið foreldri...
- Börnin mín hafa verið beitt ofbeldi...
Stórfjölskyldan mín, ættin
- Samband mitt við fjölskylduna er mjög þvingað...
- Ég á erfitt með að setja fjölskyldunni mörk...
- Sumir fjölskyldumeðlimir hafa hafnað mér (eða ég þeim)...
- Ég get ekki verið heiðarleg gagnvart fjölskyldu minni...
- Ég verð brjáluð þegar ég umgengst fjölskylduna mína...
Flokkur: forvarnir og fræðsla | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.