Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011
verður þú fyrir einelti ?
18.3.2011 | 23:42
Ef þú verður fyrir einelti, ekki örvænta. Mundu að það á enginn rétt á því að koma fram við þig á niðrandi hátt.
- Ráðleggja þig við einhvern sem þú treystir
- Deildu tilfinningum þínum við einhvern
- Skrifa niður punkta um eineltið, því það er ótrúlega auðvelt oft að gleyma því sem slæmt er.
- Ekki örvænta
- Mundu að vandamálið er hjá gerandanum, þeim sem lætur þér líða illa, en ekki hjá þér sjálfri/um
- Það réttasta til að gera í stöðunni er að biðja um hjálp
- Ekki láta gerandann sjá að þú örvæntir
- Settu upp öryggis hlið og haltu höfðinu hátt, ekki leyfa viðkomandi að sjá að honum er að taka að láta þér líða illa.
- Þegar á þessu stendur passaðu að missa ekki skap þitt eða sýna æsingu í líkamsbeitingu ? Þá sér hann að honum er að takast að láta þér líða illa.
- Ekki fela sannleikann um það sem er í gangi
- Ekki ýkja
Hjá Lífsýn starfa ráðgjafi, sálfræðinemi og félagsráðgjafanemi sem taka vel á móti þér.
Þú getur hringt og fengið ráðleggingar eða komið í viðtöl.
Það er til fullt af fólki sem vill hjálpa þér. Ekki vera hrædd/ur við að leita þér hjálpar.
Einnig erum við með námskeið sem hafa virkað vel fyrir börn, unglinga og fullorðna sem hafa orðið fyrir einelti eða öðru mótlæti í lífinu.
Hægt er að panta tíma hjá ráðgjafa í síma 771-4474 eða mail : lifsyn@lifsyn.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)