Lífsleikni

Lífsleikni

Lífsleikni er stór þáttur í prógrammi hjá Lífsýn og tengist hún beint þeirri hugmyndafræði sem við styðjumst við.
Markmiðið með lífsleikniprógrammi er að einstaklingarnir  öðlist betra sjálfsmat, læri að bera virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu.
Með því er þeim hjálpað að nálgast, skilja og tjá tilfinningar sínar í gegn um tómstundir, tónlist og önnur áhugamál á jákvæðan hátt.

Lífsleikniprógrammið hjá Lífsýn byggist upp á tveim smiðjum. Listasmiðju og tónlistarsmiðju ásamt því að vera með sérsniðið sjálfstyrkingar prógramm fyrir börn og unglinga sem heitir TST

Listasmiðja: Í listasmiðjunni gefst nemum tækifæri á kennslu í fjölbreyttum listgreinum. Teiknun, málun, leirmótun, föndur, skartgripagerð ofl.

Tónlistarsmiðja : Í tónlistarsmiðjunni geta nemarnir lagt stund á hljóðfæraleik og söng. Við leiðbeinum á helstu hljóðfæri eins og t.d. Rafmagnsgítar, trommur, bassa, hljómborð búa til hljómsveitir, kóra, setja saman krakka sem eru ein að pukra heima í hljóðfæraleik og söng og setja þau saman og búa til eitthvað lifandi og skemmtilegt

T.S.T: Er sjálfstyrkingarnámskeið sem við bjóðum uppá fyrir börn og unglinga á öllum aldri allt frá 6-16 ára aldri Markmið okkar er að mæta þörfum ungmennanna með því að tengja saman Tónlist , sjálfstyrkingu, Tómstundir, leiki, föndur ofl.:
• efla félagsleg tengsl og gagnkvæma virðingu
• efla sjálfstraust, sjálfsstjórn, samvinnu og tillitssemi
• hvetja til sjálfstæðra vinnubragða
• hvetja til þátttöku í félagsstörfum, tónlist, söng og öðrum tómstundum
• bjóða uppá fræðslu, umræður og forvarnir af ýmsu tagi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband