Traust , hlýja og skilningur
1.10.2010 | 10:30
Traust , hlýja og skilningur
Starfsfólk Lífsýn forvarnir og fræðsla leggur áherslu á að setja sig ekki upp fyrir skjólstæðinginn heldur að byggja upp traust og tengsl svo að aðstæður skapist til að vinna úr þeim vandamálum sem til staðar eru í lífi hans.
Í stuttu máli má segja að ráðgjafi hafi ávalt þessa nálgun að leiðarljósi í samskiptum við skjólstæðinginn. Með því að leggja áherslu á traust , hlýju og skilning skapast jákvætt "andrúmsloft" sem hjálpar nemanum að treysta öðrum fyrir sjálfum sér og skoða þau vandamál sem hann er að fást við , samhliða vímuefnafíkn sinni.Ef traust og góð tengsl skapast ekki við ráðgjafann er hætt við að neminn haldi fast í sitt gamla varnarkerfi og hleypi engum inn fyrir skelina sína.
Þá er viðbúið að neminn haldi áfram að reyna að hafa stjórn á sínum innri heimi þegar út í lífið er aftur komið með neyslu og öðrum niðurbrjótandi aðferðum.Þó að aðal nálgun Lífsýn sé miðuð að því að byggja upp tengsl þá er hún ekki það eina sem liggur til grundvallar þess að neminn fái bata.
Lífsleikni er þar stór þáttur sem miðar að því að styðja nemann í sköpun eins og listum, tónlist ofl. Jákvæð sjálfsmynd unglingsins og hæfileiki til að líða vel í sjálfum sér helst í hendur við heilbrigða útrás sem styrkja hann í jákvæðri sýn á sjálfan sig.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.