Sjálfshjálp

7  aðferðir í  átt  að  betra  sjálfstrausti.

1) Hugsaðu aftur til þess tíma er þú varst að læra og uppgötva í fyrsta skipti.

Oft vekur það óöryggi og streitu að læra eitthvað nýtt eða standa frammi fyrir breytingum. Næst þegar þú þarft að gera eitthvað sem þú hefur ekki gert áður mundu þá að þú ert að læra og því mjög eðlilegt að þú sért óörugg.


2) Gerðu það sem þú hefur lengi beðið með að gera.

Eins og td. skrifa til vina og ættingja, hringja til vina þinna, þrífa, vinna í garðinum, gera við bílinn, fara yfir reikninga, elda góðan mat. Þér mun líða betur vegna þess að þú hefur lokið verkum sem hafa lengi setið á hakanum.

 

3) Gerðu það sem að þú ert góð í.

Dæmi? Hvað um t.d. að synda, hlaupa, dansa, elda, vinna í garðinum, mála, föndra, skrifa? Veldu það sem þú ert góð í og best er ef það er eitthvað sem þú getur einbeitt þér að og gleymt þér yfir. Það færir þér vellíðan að fást við það sem þú ert góð í. Og ef þetta gengur vel skaltu taka frá eitt kvöld í viku fyrir þetta viðfangsefni.

 

4) Hættu að hugsa um sjálfa þig!

Kannski hljómar þetta undarlega, en lítið sjálfálit er oft tilkomið vegna þess að fólk leiðir hugann of mikið að sjálfu sér. Finndu þér áhugamál sem þú getur einbeitt þér að og heldur athygli þinni óskertri.

 

5) Slappaðu vel af.

Ef þér líður illa og þú trúir ekki á sjálfa þig reyndu þá að hreinsa hugann og slappa vel af. Sumir fara út að hlaupa eða í leikfimi til að slappa af, aðrir taka sér eitthvað fyrir hendur sem kúplar þeim út úr tilverunni, t.d. jóga. Sumir slappa af yfir sjónvarpinu eða fótboltaleik. Veldu þá aðferð sem hentar þér best. Eftir góða afslöppun dregur þú úr tilfinningasemi og þú manst betur það góða sem hefur gerst í lífinu.

 

6) Rifjaðu upp það sem þú hefur afrekað á ævinni.

Þetta getur verið erfitt í fyrstu en eftir svolítinn tíma, þegar þú hefur skrifað lista yfir það sem þér hefur tekist vel upp á ævinni, mun sjálfsálitið aukast. Og ef þú hugsar "en ég hef aldrei afrekað neitt", þá erum við ekki að tala um að þú þurfir að hafa klifið Mount Everest heldur til dæmis það að þú náðir bílprófinu (þó að þú værir stressuð), þú náðir öðrum prófum sem þú hélst að nú næðir ekki, þú hreyfir þig mikið, þú safnar fyrir ferðalagi, ert hjálpsöm, osfrv.


7) Mundu að þú gætir haft rangt fyrir þér!

Ef þú hefur lítið sjálfsálit og þér líður illa yfir því, mundu þá að það hefur áhrif á hvernig þú hugsar, hegðun þína og minningar. Þá kemurðu bara tl með að muna það leiðinlega sem hefur gerst og nýtir ekki þau tækifæri sem lífið býður upp á. Fólk sem þú umgengst hefur vafalítið ekki sömu skoðun á þér og þú sjálf. Lestu aftur ráð númer 5 og lærðu að slappa af.

 

Samantekt:

Eftir að þú hefur prófað eina eða fleiri af ofangreindum aðferðum reyndu þá að gera hana/þær hluta af lífi þínu. Gott sjálfsálit er ekki bara kostur, það er nauðsynlegt því það mótar hugsanir þínar á hverjum degi.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband