Áfengisneysla sem vandamál

Áfengisneysla sem vandamál

Skilningur á umfangi og eðli vandamál vegna neyslu áfengis fer eftir því hvaða mælikvarðar eru notaðir. Mælikvarði alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar er heilsutjón vegna áfengisneyslu og þann mælikvarða miða flestar þjóðir við a.m.k. vestrænar.

Annar mælikvarði á vandamál vegna neyslu áfengis eru félagsleg vandamál t.d. upplausn fjölskyldna atvinnumissir o.s.frv. Í reynd skarast þessir mælikvarðar mjög mikið og því erfitt að flokka vandmál vegna áfengisneyslu annað hvort sem hrein heilbrigðisvandamál eða á hinn bóginn sem hrein félagsleg vandamá. Þá vefjast einnig fyrir nákvæmar skilgreiningar á því hvað teljist vera heilbrigðisvandamál og hvað ekki. Skilgreining WHO á hugtakinu heilbrigði er sú sem stuðst er við en er þó svo rúm að hún leyfir töluverðan meiningarmun. Þar segir að heilbrigði sé ,,fullkomið líkamlegt, andlegt og félagslegt velferli en ekki einungis firrð sjúkdóma og vanheilsu”.

Þessi skilgreining rúmar því nánast allt sem við kemur vellíðan og velferð mannskepnunnar. Skilningur okkar á heilbrigði verður þó ávallt að taka mið af líffræðilegum möguleikum og ýmsum skilyrðum náttúrunnar. Þannig má reikna með því að t.d. sjötugur einstaklingur hafi verri sjón og heyrn en tvítugur en geti engu að síður talist heilbrigður.En hvað sem líður nákvæmri skilgreiningu á hugtakinu heilbrigði er nú orðið almennur skilningur á því að hafa má áhrif á heilbrigði einstaklinga, hópa og þjóða með ýmsum hætti. Almennt er nú viðurkennt að mataræði, líkamsþjálfun, notkun ýmissa efna og lífsviðhorf getur haft mikil áhrif á heilbrigði, bæði til þess að komast hjá sjúkdómnum.

Í þessu ljósi er nú almennur skilningur ríkjandi á áhrifum áfengis á heilbrigði þó að margt sé vitaskuld enn óljóst. Sú niðurstaða WHO að því minni sem heildarneysla áfengis sé hjá þjóðum þeim mun minna sé umfang vandamála tengdra neyslunni, á almennu fylgi að fagna meðal stjórnvalda í heiminum.Því hafa stjórnvöld margra ríkja samþykkt stefnumörkun sem miðar að því að draga úr neyslu áfengis meðal þegnanna. Framkvæmd slíkrar stefnu hefur að vísu oft verið býsna skrykkjótt meðal annars vegna fjárhagslegrar hagsmuna framleiðenda og seljanda áfengis sem beitt hafa þrýstingi til þess að tryggja vöru sinni leið að neytendum.

Tilraunir hafa verið gerðar víða um heim til þess að meta vandamál eða öllu heldur kostnað þjóðfélagsins vegna áfengisneyslu.Eina heildartilraunin sem gerð hefur verið til þess hér á landi var gerð af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands 1991. Í Svíþjóð hafa verið gerðar slíkar rannsóknir sem sýna mun hærri þjóðfélagslegan kostnað en til að mynda athugun Hagfræðistofnunar. Munurinn felst einkum í aðferðafræðilegum mun við útreikninga og því að framleiðslukostnaður áfengis er reiknaður með í Sænsku rannsóknunum, sem og þeirri staðreynd að áfengisneysla Svía er meiri en Íslendinga.

Í mati sem gert var í Kanada árið 1981 og í Bretlandi árið 1987 voru kostnaðartölur aftur á móti lægri en þær íslensku. Margar skýringar má finna á þessum mun en verða ekki raktar hér.

Birt með leyfi höfundar
Höfundur er Árni Einarsson
  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband