Börn alkóhólista
24.10.2010 | 11:01
Einkenni og þróun hlutverka barna alkóhólista
Uppeldi í fjölskyldu þar sem drykkjuvandamál eru til staðar lætur ekkert barn ósnortið. Flest börn skaðast varanlega vegna þessara aðstæðna og veldur það þeim miklum erfiðleikum síðar á ævinni. Aldursröð barna í fjölskyldu hefur alltaf nokkur áhrif á hvaða hlutverk þau leika í fjölskyldulífinu og þau hlutverk fylgja þeim áfram í lífinu. Hlutverkin, sem börn alkóhólistans lenda í, hafa mun alvarlegri áhrif. Hér á eftir eru tekin saman helstu einkenni og þróun algengustu hlutverka barna alkóhólista.
Ábyrga barnið - oftast elsta barn
Lærir að það borgar sig að vera þægt.
Finnst það einhvers virði þegar það sinnir öðrum.
Verður "litli hjálparengillinn".
Stjórnast af sektarkennd.
Duglegt í skóla.
Þóknast kennurum og öðrum vegna viðurkenningarinnar.
Líður vel með fullorðnum.
Fullorðinslegt í fasi.
Kennir sér um fjölskylduvandamál.
Fullkomnunaráráttan byrjar.
Öll hegðun beinist að því að hjálpa fjölskyldunni.
Gerir sér eigin þarfir ekki lIjósar.
Nær tökum á að stjórna þegar allt er á suðupunkti.
Finnst veikleikamerki að biðja um hjálp.
Nær mikilli sjálfsstjórn og sýnir mikla fyrirhyggju.
Óþolinmæði við aðra.
Ruglar saman ást og vorkunnsemi.
Giftist ruglaðri manneskju.
Oft í hlutverki umsjónarmanns.
Píslarvotturinn í fjölskyldunni.
Finnst það geðveikt.
Verður þunglynt og leitar læknis vegna lasleika.
Gæti verið háð meðulum.
Hegðar sér óskynsamlega.
Einangrun.
Syndaselurinn -venjulega annað barnið
Nær athygli með neikvæðni.
Reynir að vera þægt en er haldið í hlutverkinu.
Beinir athyglinni frá alkóhólistanum.
Er kennt um fjölskylduvandamál.
Getur engum treyst.
Verður fyrir andlegu eða líkamlegu ofbeldi.
Trúir að það sé slæmt.
Er sært, yfirgefið og einmana.
Lætur eins og því sé sama um allt.
Byrjar að ögra yfirvöldum.
Kúgar systkini.
Ráðskast með aðra og notfærir sér þá.
Byrgir inni tilfinningar, er hranalegt í framkomu.
Prakkarastrik í skóla, lágar einkunnir.
Þarf að finnast það hafa taumhaldið.
Er illa við reglur.
Gefur auðveldlega eftir, er stundum vinsamlegt.
Forðast félagslegar kvaðir.
"Flýr" að heiman.
Laðast að þeim sem eru atorkusamir.
Meiri ögrun við yfirvöld.
Talsverð hætta á vímuefnanotkun.
Flækist í minni háttar afbrot.
Möguleikar á skemmdarstarfsemi, búðarhnupli.
Tíð umferðaróhöpp eða sleppur naumlega frá þeim.
Kynmök snemma, lauslæti.
Háð spennu.
Byrjunareinkenni neysluhringsins koma í ljós.
Líkur á meiri afbrotum.
Hrætt við veikleika og að þeir sjáist hjá sér.
Ekki heiðarlegt í nánum samböndum.
Stuðningur eingöngu frá félögum.
Þrjóskufyllri, skrópar endurtekið í skóla eða vinnu.
Giftist snemma öðrum "blóraböggli" eða "hetju".
"Týnda" barnið - oftast þriðja barn
Veit ekki hvernig á að ná athygli.
Finnst það ekki falla inn í fjölskylduna.
Er mikið eitt.
Hugsar mikið um hvernig fjölskyldan "á að vera".
Felur sig og tilfinningar sínar.
Finnur fyrir uppgjöf.
Á í erfiðleikum með að eignast vini í skóla.
Finnst það útskúfað og að gert sé grín að því.
Venjulegur nemandi og vekur enga athygli.
Yfirþyrmandi ótti.
Lítið sjálfsálit.
Tekur ekki þátt í tómstundastarfi.
Meðhöndlar fjölskylduna með þögn og höfnun.
Einangrast.
Félagslega óþroskað og óframfærið.
Seinþroska líkamlega og kynferðisleg vanþekking.
Finnst allir ráðskast með sig.
Leggur mikið upp úr efnislegum hlutum.
Finnur einungis tilgang í að þóknast öðrum.
Á erfitt með að taka ákvarðanir.
Trúir að hjónaband bjargi því.
Hrætt við að biðja um hjálp, leitar líklega læknis.
Finnst það ekki eiga tilverurétt.
Sjálfsmorðshugleiðingar, þunglyndi.
Gæludýrið -Litla barnið í fjölskyldunni.
Nær athygli með því að vera fyndið.
Reynir að vera allra vinur.
Ofverndað af fjölskyldunni.
Persónuleikinn breytist eftir því hver á í hlut.
Lærir að fá sitt fram með kænsku.
Er hlíft við fjölskylduvandamálum.
Leitast við að verða bekkjarfíflið.
Venur sig á truflandi framkomu.
Sér um að létta andrúmsloftið í fjölskyldunni.
Fær meðaleinkunnir.
Margir kunningjar, fáir vinir.
Finnst aldrei tekið mark á því.
Semur vel við flesta.
Tilfinninganæmt, reynir að leyna tilfinningum.
Brosir með grátstafinn í kverkunum.
Tilraunir með fíkniefni til að vera með.
Hegðar sér eins og það væri yngra en það er.
Finnst þögnin óþægileg.
Flýr reiði.
Hugsar mest um aðra.
Gæti orðið alkóhólisti.
Giftist hetju, verður háð maka.
Kann ekki á streitu.
Kann ekki á náin innileg sambönd.
Flokkur: forvarnir og fræðsla | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.