Grunur um fíkniefnaneyslu
24.10.2010 | 11:03
Hvernig veit ég hvort barnið mitt er í vímuefnaneyslu?
Helstu einkenni barna og ungmenna sem eru í neyslu fíkniefna má sjá á lista hér að neðan. Rétt er þó að minna á að miklar breytingar eiga sér stað bæði andlega og líkamlega á unglingsárunum og því ber að velta málunum vel fyrir sér áður en ungmennið er grunað um fíkniefnaneyslu.
Á listanum hér að neðan eru nokkur atriði sem gætu sést í fari þeirra sem eru að byrja neyslu fíkniefna. Athugið að ekki er nóg að um eitt atriði sé að ræða til þess að ástæða sé til grunsemda um fíkniefnaneyslu. Sjái forráðamenn hins vegar mörg þeirra atriða sem hér eru nefnd þá ættu þeir að leita að neysluáhöldum og fylgjast vel með ástundun náms og hvaða vini barnið umgengst.
- Minni áhugi á fjölskyldunni, skrökvar, brýtur reglur
- Slappleiki, syfja, endurteknar og óljósar líkamlegar kvartanir. og óreglulega, sólgnari í sætindi en áður.
- Hefur misst áhuga á íþróttum, félagsstarfi.
- Námsárangur eða vinnuástundun hrakar.
- Borðar oft lítið
- Verður rauðeygður og voteygur undir áhrifum. út undir áhrifum kannabisefna, örvandi efna, (augasteinarnir).
- Sjáöldrin víkka
- Viðkomandi verður óskýr í máli.
- Sýnir ýmsar ósjálfráðar hreyfingar sem benda til spennu.
- Getur verið reikandi í spori.
- Holdafar breytist, léttist. , fær sér oft að drekka.
- Munnþurrkur
- Fölari í andliti.
- Hirðir ekki um að þrífa sig.
- Eignast nýja félaga (neyslufélaga), ósýnilegir vinir.
- Nýjir hlutir, öðruvísi hlutir í herberginu til dæmis neysluáhöld
- Lyktin í herberginu er öðruvísi.
- Í samfelldri neyslu fer fljótlega að bera á einbeitingarskorti, minnisleysi, viðkomandi verður skilningssljór, utangátta, með brenglað tímaskyn. , skapverri og uppstökkari.Smekkur breytist jafnvel á til dæmis fatnaði og tónlist.
- Skapgerðarbreytingar
- Áhugi á myrkri dulspeki, fatnaður, merki, tákn o.fl.
- .
Munir sem gætu fundist á heimilum og þar sem unglingar venja komur sínar sem gætu vakið grun um neyslu eru meðal annars: Plast utan af sígarettupökkum eða plastfilma gæti fundist samankrumpað og litað af hassi. Afskorinn filter af sígarettum. Álbréf innan úr sígarettupökkum, með brúnum brunabletti bréfmegin. Hasslón" það er plastflöskur og áldósir sem búið er að brenna eða gera aukagat á. Einnig má nefna reykjarpípur, sviðinn álpappír, sviðnar skeiðar, sprautur og nálar, duft, töflur eða ókennileg efni í ýmsu formi.
Flokkur: forvarnir og fræðsla | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.