Forvarnir virka !!

Forvarnir virka !!

Enn í dag er áfengi vinsælasti vímugjafi meðal unglinga og sá vímugjafi sem oftast er settur í samhengi við hættulega hegðun – ölvunarakstur , ótímabæra þungun,  sjálfsmorð og ofbeldi.  Þrátt fyrir skelfilegar tölfræðilegar staðreyndir er foreldrum þó fært að halda börnum sínum frá áfengi. 

 

 

Í raun eru afskipti foreldra lykilþáttur í að hjálpa börnum að standast þá freistingu að drekka.  Með afskiptum er þá átt við að foreldrar gefi sér tíma til að ræða við börnin sín oft og tímanlega um þær áhættur sem fylgja neyslu áfengis.  Því meira sem börn okkar vita um þennan öfluga vímugjafa því betra..

Ef við viljum að börnum okkar takist að forðast freistingar áfengis verðum við að gefa þeim hvetjandi ástæðu til að standast þann félagslega þrýsting sem þau horfast í augu við.  Við getum byrjað á því að gefa gaum að því hvernig við sjálf bregðumst við áreiti í daglegu lífi. 

 Ef við bendum börnum okkar á árangursríkar leiðir til að bregðast við slíkum kringumstæðum þá eru minni líkur á því að þau teygi sig í áfengi eða önnur ávanabindandi vímugjafa sem geta haft neikvæð áhrif á hæfileika fólks til að bregðast skynsamlega við mismunandi kringumstæðum..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband