Frelsi

Staður: Þjórsárdalur
Stund: Verslunarmannahelgin 1983
Með vinum og kunningjum inni í tjaldi. Sextán ára og framtíðin björt. Búið að bíða lengi eftir þessari helgi. Nú á að detta í það! Þú hikar augnablik, en færð þér svo sopa. Mikið rosalega bragðaðist þetta illa. En vinirnir eru duglegir að hvetja þig áfram og kenna þér réttu aðferðirnar. Þú lætur þig hafa það og brátt komu áhrifin í ljós. Vá, þetta var bara fínt. Þú varðst kát og hress, fyndin og óhrædd við að segja og gera það sem þig langaði til.
Í dag öfunda ég fólk, ákveðin hóp af fólki réttara sagt. Ég öfunda fólk sem aldrei hefur smakkað áfengi og þekkir ekki áhrif áfengis. Mikið rosalega vildir þú að þú hefðir aldrei byrjað og þekktir ekki áhrifin.

21 ári síðar
Staður: Reykjavík
Stund: 1. júlí 2004
Umkringd fólki og að drekka léttvín. Lifnaðir við eftir tvö glös og fannst þú skemmtileg og áttir auðvelt með að tala við fólk og leikur á als oddi. Allir voru skemmtilegir en það varði stutt, svona klukkustund eða tvær. Svo urðu flestir svolítið kjánalegir. Drukkið fólk getur verið kjánalegt. Þvílíkt falskt haldreipi að halda að maður sé skemmtilegri eftir nokkur glös. Ég öfunda fólk. Öfunda þá sem aldrei prófuðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband