Spurt og svarað II "Eru til úrræði fyrir aðstandendur ?"

Spurn:

Eru til einhver úrræði fyrir aðstandendur þegar fíkill vill ekki fara í meðferð. Það er martröð að hafa fíkil inn á heimili að mér finnst. Hvað er til ráða ?

Svar:

Það fer eftir því hvernig fíkn viðkomandi er að kljást við. Ef um er að ræða vímuefnafíkn þá er hægt að fara á aðstandendanámskeið hjá SÁÁ eða bara fá hjá þeim viðtal, til að læra að setja fíklinum eðlileg mörk. Hægt er að hringja í Lífsýn fræðsla og forvarnir og leita sér aðstoðar höfum verið að vinna gott starf með unglingum  sem og fullorðnum einstaklingum með góðum árangri. Það getur stundum verið erfitt að setja fíkli stólinn fyrir dyrnar og fara fram á það að hann fari að taka ábyrgð á sjálfum sér. Fer það líka eftir því hvort um manns eigið barn er að ræða eða maka. en oft er þörfin sú að þegar fíkillinn finnur að allar hafa yfirgefið sig þá fyrst fer hann að vilja gera eitthvað í málunum.

Þegar um ungling er að ræða þá er hægt að leita til Foreldrahúsins en þeir aðstoða foreldra og uppalendur sem eru með börn sem eru byrjuð að nota vímuefni.

Gangi þér vel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband