Pantaðu tíma ! " það er styrkur að leita sér hjálpar ekki veikleiki "
27.10.2010 | 14:01
Viðtöl við ráðgjafa ( viðtalsúrræði )
Einstaklingsviðtöl: Í þessum viðtölum er hjálpað til við að horfast í augu við vandann og hvaða áhrif hann hefur á líf viðkomandi. í viðtölunum er einnig hjálpað til að átta sig á tilfinningum sínum og hjálpað til þess að finna þeim farveg. Oft eru viðmælendur að upplifa erfiðar tilfinningar og eiga erfitt með að tjá þær þar sem þeim finnst að þeim ætti að líða á einhvern annann hátt. Þeir gera oft lítið úr tilfinningum sínum og telja þær ýmist réttar eða rangar. Viðtölin eru gott verkfæri til þess að fást við þessar tilfinningar, tjá þær og viðurkenna. Einnig er farið vel yfir einkenni fíknar og viðkomandi hjálpað við að sjá sín eigin einkenni.
Fjölskylduviðtöl: Það er mikilvægt að hlúa vel að einstaklingnum en það er einnig mikilvægt að hlúa vel að fjölskyldunni í heild sinni. Í viðtölunum er leitast við að styrkja fjölskylduna með því láta rödd allra heyrast. Einnig með því að móta sameiginlega stefnu fjölskyldunnar og sameiginleg markmið. Við skoðum samskiptamunstrið og vinnum með það og æfum tjáningu um tilfinningar og önnur atriði sem skipta máli.
Stuðningshópar: Hópunum er stýrt af ráðgjafa og þeir eru í 60 mínútur í senn einu sinni í viku. Í þessum hópum eru 8-10 aðstandendur sem deila saman reynslu sinni, styrk og von. Hóparnir eru öflugt verkfæri þar sem einstaklingurinn getur samhæft sig með öðrum og æft sig í einlægri tjáningu á eigin tilfinningum og eigin aðstæðum. Hóparnir eru oft fyrsta skref aðstandandans út úr skömm og einangrun. Þar sem allir í hópnum eru að vinna að því sama finnur einstaklingurinn sig viðurkenndan og langt frá því að vera einn í sínum vanda.
Pantaðu tíma það er styrkur að leita sér hjálpar ekki veikleiki
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.