Spurt og svarað V " Hjálp!"

spurning:

 

Þannig er að ég er í sambandi við mann. Hann getur mjög illa stjórnað drykkju sinni. Hann dettur kannski í það 2svar í mánuði að jafnaði og drekkur mjög illa í hvert skipti. Hann skandaliserar yfirleitt alltaf, hann hefur barið mig svo eitthvað sé nefnt. Hann drekkur jafnvel þótt hann sé með börnin sín hjá sér. Hann fær yfirleitt töluverðan mórall eftir djamm. Hann á til að muna ekki stóra kafla. Hann hefur viðurkennt að nota áfengi sem deyfilyf vegna erfiðra tilfinninga. Hann hefur tvisvar sinnum frá áramótum ákveðið að hætta að drekka en ekki fylgt því eftir nema í um einn og hálfan mánuð.
Er þetta ekki einkenni alkahólisma. Mynduð þið ekki segja að líklegt væri að maðurinn væri alki?
Hvað svo, hvað getur maður gert. Ég tel að hann þurfi meðferð en hann segist ekki eiga við vandamál að stríða. Er hægt að hjálpa fólki sem viðurkennir ekki vandamálið.
Langar að hjálpa honum veit bara ekki hvernig, veit ekki hvernig ég á að snúa mér.

 

Svar:

Sæl, sjálfsagt er hann alki en það er ekki því að kenna að berji þig eða annan, eitthvað mikið er að sjálfsmatinu hjá svoleiðis mönnum. (ég er viss um að hann lofar að gera þetta aldrei aftur) en heldur því samt áfram. Hann þarf meiri hjálp en að hætta bara að drekka, en það er góð byrjun. Að leita sér aðsoðar er ekki veikleiki heldur styrkur!

gangi þér vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband