4. sporið Við gerðum óttalaus og siðferðisleg reikningsskil í lífi okkar

4. sporið: Við gerðum óttalaust nákvæman siðferðislegan lista yfir skapgerðareinkenni okkar. 

 Reynslusögur: 

Það fyrsta sem raunverulega hjálpaði mér var að gera reikningsskil í lífi mínu. Ég gerði það með því hugarfari að hjálpa sjálfum mér. Vá, maður! Allt sem ég fann var hræðilegt. Ég fann hvergi neitt gott! Þá gerði ég mér grein fyrir því að ég ætti að byrja að vinna í sjálfum mér í stað þess að gagnrýna aðra eins og ég hafði áður gert.  ,,Við gerðum óttalaust nákvæman siðferðislegan lista yfir skapgerðareinkenni okkar.

“ Rækileg og óttalaus?

Ég hef áreiðanlega skrifað þrjár blaðsíður af því sem mér gekk vel með. Allir mínir dásamlegu eiginleikar. En þegar ég kom að göllunum fann ég enga. Þegar ég kom að níunda atriðinu fór ég að skoða sjálfa mig fyrir alvöru. Ég fann að það væri möguleiki, já það gæti ef til vill verið að ég hefði einhvern smá galla.  Því meira sem ég hugsaði um það því betur gerði ég mér grein fyrir því að gallar mínir væru nokkuð margir. Og þeir voru stórir og ljótir. Þetta tók sinn tíma.

Sannleikurinn var sársaukafullur. En að lokum viðurkenndi ég þá staðreynd að ég hefði marga galla sem ég þurfti að losa mig við. Ég gerði rækileg og óttalaus reikningsskil í lífi mínu og í þetta sinn skrifaði ég galla á heilar þrjár blaðsíður. Þegar ég fór að vinna fjórða sporið, gerði ég það vegna tilfinninga minna í garð föður míns.

Ég var mjög reið vegna þess sem hann hafði gert móður minni, mér og allri fjölskyldunni. Það var erfitt fyrir mig að yfirvinna reiðina og raunverulega langaði mig ekki til þess. En að lokum tókst mér að losa mig við alla reiði í hans garð. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband