Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Nýr þáttur komin á Bloggið ;)

Nýr þáttur komin á Bloggið ;)

Sælt veri fólkið vildi láta ykkur vita kæru vinir að það er komin nýr þáttur hér undir Útvarpsþáttinn Lífsýn (til hægri) þátturinn var frumfluttur á fm 105,5 í gær og er strax komin hingað og opinn fyrir alla sem áhuga hafa á ,  Ég vill þakka öllum þeim sem hafa sýnt  þætti okkar áhuga og einnig þær viðtökur sem hann hefur fengið.

mbkv. fh. Lífsýn fræðsla og forvarnir

Elvar Bragason ráðgjafi. 

  


Spurt og svarað : Ég á 19 ára dreng sem hefur verði í neyslu í um það bil þrjú ár.

Spurt:
Ég á 19 ára dreng sem hefur verði í neyslu í um það bil þrjú ár. Var greindur
ofvirkur þegar að hann var yngri. Samhliða neyslunni hefur borið á ofbeldi.
Hann býr heima og ræður ekki við líf sitt, ástandið er skelfilegt og okkur
vantar hjálp. Það er alltaf sagt við okkur að hann sé orðinn sjálfráða og ef
hann vilji ekkert gera þá sé ekkert sem við getum gert.
Við köllum á hjálp. Hvað ráðleggur þú okkur?
 

Svarað:
Það er rétt sem ykkur hefur verið sagt. Ef sonur ykkar vill ekkert gera sjálfur, þá getið þið ekki neytt hann, nema hann sé greinilega að stefna lífi sínu og/eða annarra í hættu. Þá getið þið svift hann sjálfræði. Ráðgjöf varðandi það ferli ættuð þið að geta fengið hjá félagsþjónustunni eða dómsmálaráðuneytinu að ég tel.
 

Ef þetta er leið sem þið viljið ekki eða getið ekki farið, þá er lítið sem þið getið gert annað en að reyna að vernda ykkur sjálf, heimili ykkar og önnur börn ykkar ef einhver eru.
Ég veit að það reynist foreldrum ávallt erfið ákvörðun að vísa börnum sínum á dyr og það gerir ekkert foreldri, nema allt annað sé fullreynt. Ég vil þó benda ykkur á að þið eruð að styðja son ykkar í því að halda áfram í neyslu með því að veita honum ókeypis húsnæði og fæði.

Hann þarf ekki að horfast í augu við afleiðingar gerða sinna á meðan þið haldið yfir honum verndarhendi og þið eruð ekki að gera honum neinn greiða með því. Ég hvet ykkur því eindregið til að íhuga þann möguleika að setja honum stólinn fyrir dyrnar, þannig að hann þurfi að taka ábyrgð á gerðum sínum.

Þið þurfið að gera honum ljóst að þið eruð tilbúin til að styðja hann til allra góðra verka og að hann sé ávallt velkominn á heimili ykkar, hvort sem er í heimsókn eða til að búa, sé hann að gera uppbyggjandi og góða hluti, en þið treystið ykkur ekki til að hafa hann á heimilinu og fylgjast með honum eyðileggja líf sitt. Sé hann tilbúinn til að fara í meðferð, þá styðjið þið hann, annars verði hann að víkja af heimilinu.

Ég hvet ykkur einnig til að leita ykkur sjálfum hjálpar, því þið þurfið mjög á því að halda. Þið getið leitað til okka hjá Lífsýn og spjallað þar við ráðgjafa á staðnum einnig til Foreldrahússins í viðtöl, eða til sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Einnig getið þið leitað ráðgjafar hjá SÁÁ.

Gangi ykkur vel! 


Spurt og svarað , Já það virkar....

spurt og svarað dálkurinn hefur tekið til starfa og endilega kynnið ykkur það og sendið mér spurningar ef ykkur vantar svör við eitthvað sem varðar forvarnir, fræðslu,  áfengi eða önnur fíkniefni og áhrif eða skaðsemi þess.

Ef þú ert foreldri sem hefur áhyggjur af barni þínu hvort það sé komið í neislu eða bara einhver einkenni sem þú tekur eftir !ert þú unglingur sem er bara að forvitnast þá er endilega að spurja maður lærir ekki öðruvísi !

það er ekki vanmáttur að leita sér hjálpar það er styrkur að gera það og hananú!

á email.  lifsyn@lifsyn.is

 


Dóttir mín er fíkill hvað get ég gert ?

Saga móður!

REYNSLUSAGA MÓÐUR OG BARÁTTA HENNAR FYRIR DÓTTIR SINNI SEM LEIDDIST ÚTÍ NEYSLU Á FÍKNIEFNUM!

Eitt stærsta vandamálið sem ég hef átt við að stríða sem móðir var að viðurkenna þá staðreynd – og hætta að loka augunum fyrir henni – að barnið mitt væri fíkniefnaneytandi.
Ég vissi að ég hafði séð barninu mínu fyrir umhverfi sem var laust við fíkniefni. Ég vissi einnig að ég hafði margoft minnst á þau áhrif sem fíkniefni hafa á börn. Barnið mitt tók mikinn þátt í skátastarfi og íþróttum og fjölskyldan fór oft til kirkju. Þessa vegna var engin hætta á því að barnið mitt færi að neyta fíkniefna. Sú hugsun hafði aldrei hvarlað að mér þegar það gerðist.

Ýmis atvik leiddu mig í allan sannleika um það og ég gat ekki lengur neitað því að barnið mitt væri farið að neyta fíkniefna. Áhuginn fyrir íþróttum minnkaði. Einkunnirnar í skólanum fóru lækkandi. Þegar kennarinn sagði mér að barnið mitt væri hætt að fylgjast með í skólanm og sofnaði jafnvel fram á borðið hélt ég að ég hefði ráð við því: bara flýta háttatímanum – barnið mitt væri bara þreytt. Það hafði dregið mjög úr boðskiptum milli okkar – gerðist slíkt ekki einmitt á vissu tímabili á bernskuskeiði? Ég fann litla plastpoka þegar ég fór að leita að einhverju, en þeir voru alltaf tómir. Nokkur frækorn í vasanum sýndust ekki svo hættuleg. Mér tókst jafnvel að finna eðlilega skýringu á þessum tveim litlu pípum sem ég fann. Ég varð vitni að því aðeins einu sinni að barnið mitt átti erfitt með að gagna eftir ganginum þegar það var á leið í rúmið. Þetta væri ekki honum að kenna. Einhver hafði narrað hann til að drekka áfengi.

Ég var svo frá mér af örvæntingu að ég vildi ekki viðurkenna að barnið mitt væri orðið svona háð fíkniefnum. Ég var haldin slíkri afneitun. Hvað mundi fólk halda? Hvert gætum við leitað eftir hjálp? Ég hafði vissulega misst tökin og að sjálfsögðu hafði ég samviskubit. Ég var gripin vonleysi og ég var reið. Ég fór því að óttast um líf barnsins míns.

Fjölskyldulífið fór úr böndunum. Við lifðum í andrúmslofti vonlausrar örvæntingar. Við æptum hvert á annað á óviðeigandi tímum. Ég fór jafnvel að kvíða því að koma heim úr vinnu. Svo virtist sem lífið veitti okkur enga ánægju lengur. Það var jafnvel orðið erfitt að vera glaður.... eða hlæja.
Ég gat ekki lengur neitað staðreyndum eftir það sálræna áfall þegar barnið mitt hljópst að heiman, án þess að kveðja eða taka með sér föt eða peninga – hann bara hvarf.

Þegar ég loks viðurkenndi þann hræðilega vanda sem fíkniefnin höfðu valdið í lífi barnsins míns fór ég að leita leiða til að bjarga lífi þessarar ungu manneskju. Í nær tvö ár var ýmislegt reynt til að vinna bug á þessum vanda. Ég ræddi við presta, fékk hjálp hjá sérfræðingum bæði fyrir fjölskylduna og barnið og stuðlaði að stuttri afeitrunarmeðferð og réði sérkennara. Ég vissi ekki þá að hér var ekki aðeins um að ræða svolítið “hass og áfengi”, heldur neyslu ýmissa efna.

Ég fékk áhuga á foreldrhóp á vegum foreldrsamtakanna Vímulausrar æsku, sem var að reyna að takast á við fíkniefnaneyslu unglinga. Ég sótti fundi, hlustaði í fyrirlestra, reynslusögur o.s.frv. Stuðning og hjálp veitti fólk sem hafði áður neytt fíkniefna en síðan hætt því. Barnið mitt og öll fjölskyldan hafa nú tekið þátt í foreldrahópnum í nær hálft annað ár og lífið er orðið svo miklu betra.
Við erum farin að geta tjáð tilfinningar okkar hvert fyrir öðru. Við látum í ljós mikinn stuðning og kærleika og lífið er orðið eins og það var áður en fíkniefnin komu til sögunnar. Sjálfsálitið, sem var alveg horfið, er farið að byggjast upp aftur og við eygjum von í framtíðinni, von fyrir fjölskylduna og líf barnanna hefur breyst til batnaðar.

Fíkniefnaneytandi verður að losa við fíkniefnin í eitt skipti fyrir öll. Einn sopi af áfengi eða ein hasssígaretta getur komið honum alveg niður á botninn aftur, þar sem hann hefur enga stjórn á lífi sínu og framtíð. Mikilvægt er að hafa áætlun og stuðningshóp til að hjálpa manni, vegna þess að það er ævilögn barátta að halda sér fíkniefnalausum.


Þú ættir að hætta maður !!

Þú ættir að hætta maður!

En hvað er drykkjuskapur?
Hvernig gat staðið á því að ég skyldi demba mér útí drykkjuskap þótt rakið sé að ég vildi það alls ekki?
Ég skyldi þó aldrei hafa verið beittur göldrum?

Varla
Eitthvað hefur samt gerst því sjálfur ætti ég best að vita að ég ætlaði aldrei að verða fyllibytta.  En ég varð fyllibytta – og hananú.
Það tók mig mörg ár já mörg ár eftir að ég hætti að drekka að komast til botns í þessu máli, að átta mig á því hvers vegna svona margar fyllibyttur eru fyllibyttur þótt enginn vilji vera fyllibytta.  Við slógum skyldustörfum á frest og misbuðum siðvenjum heimilis og þjóðfélags aðeins vegna þess að tíminn sem ætlaður var til starfa, hvíldar og þátttöku í félagslífi heimilisins fór í ýmiskonar stúss, sem meira og minna var bundið áfengisnotkun,  ég þarf ekki að segja þér að ofdrykkja sé óæskilegt ástand.  Þú veist það. 

Og að yfirlögðu ráði drakkst þú þessi vandræði ekki yfir þig.  Það væri ódrengilegt að ætla þér það.  Við hljótum því báðir að vita hversu mikils virði það er að reyna að opna augu þeirra sem eru að hrapa út úr stigvaxandi tækifærisdrykkju yfir á ofdrykkjusviðið.  Fásinna væri að ætla að þeir héldu sig vera eitthvað meiri menn en við, en þeir haga sér bara þannig.  Þetta vitum við .
Við vorum heldur ekki viðtals.

Vitað er að með elju og skynsemi hefur margur maðurinn búið sér og sínum góð lífsskilyrði, en skynsemin og dugnaðurinn hefur samt ekki dugað til að hamla í móti þeim alkóhólisma sem leyndist í tækifærisdrykkjunni. Í andvaraleysi rúlla þessir ágætu menn yfir hin óþekktu mörk milli tækifærisdrykkju og ofdrykkju og mjakast svo smám saman yfir á svið alkóhólisma án þess að gera sér nokkra hugmynd um hvað er að gerast.  Ég drakk oftar og meira en skynsemi mín sagði að mér væri hollt, og oft drakk ég þegar ég ætlaði mér ekki að gera það og gera frekar eitthvað annað allt annað. 

Þetta er að vera drykkjumaður, verandi eða verðandi alkóhólisti.  Drekki maður við vinnu sem maður þiggur laun fyrir, drekki maður þær stundir sem maður er búinn að selja öðrum, þá byggist sú drykkja á rugli sem kalla má virkan alkóhólisma, því ólíklegt er að vinnuveitanda þyki réttlætanlegt að starfsmaðurinn sé undir áhrifum við störf sín.  Að vísu vitum við að drukkinn maður gerir sér ekki ljósa fötlun sína.  En í því felst engin afsökun, nema ef vera skyldi að hann hafi verið drukkinn þegar hann réði sig til vinnu en þá mætti skipta sökinni á milli verktaka og verksala.  Að líða

síafréttan eða síþunnan mann innan um annað starfsfólk á vinnustað er flónska.  Jafnvel meira en flónska því með þessum misskilningi á bróðurkærleika hefur mönnum oft verið hjálpað inn í þá erfiðleika sem ekki varð ratað út úr hjálparlaust svo ekki sé nú talað um þá lítilsvirðingu sem samstarfsfólki er sýnd með þessu.  Rætur alkóhólisma standa oft í því að upp tekinn ávani verður að gróinni venju, sem hljóðlaust rennur yfir í ástríðu.  Þetta er samt langt frá því að vera eina orsök alkóhólisma en algeng er hún. 

Ekki áttaði ég mig á þróuninni frá sopa til sopa yfir í flösku til flösku og of oft taldi ég hvert fyllerí heyra til undantekninga þótt í verunni væru þau hvert um sig hlekkur í staðlaðri keðju.  Helgarfyllerí getur ekki talist slysafyllerí þegar svo er komið að þurr helgi heyrir til undantekninga.  Virkur alkóhólisti sniðgengur staðreyndir í öllu sem snert getur drykkjusiði eða drykkjuskap hans sjálfs.  Hinir sem drekka en bera gæfu til að halda athygli og skynsemi vakandi gagnvart hugsanlegu niðurbroti á hverju sem gengur og haga sér í samræmi við það, lenda aldrei inn á þessu Alkóhólista sviði þeir eru einhvernvegin öðruvísi en við hinir. 

Þeir haga sér bara öðruvísi.  Alkóhólisti sem veit hvað alkóhólismi er á ekki að þurfa að gera tilraun með brennivín á sjálfum sér eða tilraun með sjálfan sig í brennivíni.  Ef þú ert enn á báðum áttum góði, þá er þetta  lykillinn: enga tilraun. Það eru nógu margir búnir að gera þessa tilraun.  Annaðhvort sættir maður sig við að vera alkóhólisti og drekkur ekki – eða maður sættir sig ekki við það og drekkur.  Algáði alkóhólistinn afturbatabyttan sem er mitt eigið gælunafn á sjáfum mér þegar vel liggur á mér, gerir sér ljóst hvað alkóhólismi er og jafnframt það að hann er alkóhólisti og má ekki smakka vín og gerir það því ekki. 

En gleymi hann sjálfum sér , gleymi því að hann er alkóhólisti  eða telji sig trú um að hann sé bara pínulítill alkóhólisti þá snarast fljótt yfirum.  Þá verður hann á stundinni virkur semsagt stigin eru aðeins tvö ,,virkur” og ,,óvirkur”.  Sennilega er hægt að margfalda það með 5 ef það á að finna það hversu margir þjást vegna ofdrykkju hvers drykkjumanns.  Að nokkur skuli geta sagt að drykkjuskapurinn komi drykkjumanninum einum við er alveg furðulegt.  Drykkjumaðurinn lýgur að því er virðist af lífsnauðsýn. 

Aðstandandinn lýgur á misvíxl allt eftir því hvernig vindurinn blæs í það skiptið.  Oftar er logið í sjálfsvörn, sjaldnar af kvikindisskap.  En þú veist það vinur að í þynnkunni þráum við sannleikann og ekkert nema sannleikann en komum honum ekki frá okkur og viljum ekki hlusta.  Hinir luma líka á sannleika en loka hann inni koma honum ekki frá sér nema í skömmum eða ergelsi en þá er ekki tekið mark á þeim.  Þú þarft því ekkert að vera hissa á því að ég haldi uppá timburmennina, því á því skeiði má nálgast forhertustu fyllibyttur með sannleikann einan að vopni. 

En það er ekki sama hvernig á vopnum er haldið og hvorugur má þykjast hinum stærri virðulegri eða vitrari.  Jafnrétti verður að ríkja.  Annars byrjar leikurinn – þykjustuleikurinn – blekkingar og bull.  En það er ekki nóg að þú vitir þetta vinur.  Hinir þurfa líka að vita þetta en blessaður varaðu þá við að gefa þér sjúss eða pillu, því þá er hreinskilnin rokin ú í veður og vind.  Reyndu að koma þessu til skila til þeirra sem ekki drekka.  Einhverra sem áhuga hafa á þessum málum og geta ekki sætt sig við allt þetta leynimakk sem umlykur drykkjuskapinn. 

Sjálfur á drykkjumaðurinn svo óskaplega erfitt með að brjóta ísinn og leita sér hjálpar ófullur.  Hann er svo barnalega hræddur við puttann sem e.t.v. kynni að verða beint að honum.  Reyndin er nefnilega sú að manni finnst maður vera ræfill, og býst ekki við neinu öðru en fordæmingum á drykkjuskap sinn.  Þess vegna er drykkjumanni svo tamt að segja " ég veit það" ef á drykkjuskap hans er minnst. " ég veit það”."ég veit það".


Vændi meðal ungs fólks á Íslandi

Rannsókn um vændi meðal ungs fólks á íslandi og félagslegt umhverfi þess, leiðir ýmsar forvitnilegar niðurstöður í ljós sem eiga eftir að vekja athygli og umræðu. 

Markmið rannsóknarinnar var annars vegar að leitast við að lýsa vændi meðal ungs fólks á íslandi og athuga í hvaða myndum það birtist.  Hins vegar var markmiðið að rannsaka með tölfræðilegum hætti umhverfi framhaldsskólanema sem þegið hafa greiða eða greiðslu í skiptum fyrir kynmök.  Notast var við tvenns konar aðferðir við rannsóknina annars vegar voru tekin viðtöl við 22 einstaklinga og 20 sérfræðinga sem þekktu til vændis meðal ungs fólks hér á landi.  Þar af voru átta einstaklingar sem stundað höfðu vændi. 

Hins vegar var unnið úr könnun meðal nemenda í öllum framhaldsskólum á íslandi árið 2000.  Félagslegt umhverfi þess hóps var kannað sérstaklega.  Þeir félagslegu þættir sem voru til athugunar voru valdir með tilliti til niðurstaðna erlendra rannsókna á vændi meðal ungs fólks, viðtölum við íslenska sérfræðinga og félagsfræðilegra  kenninga sem notaðir eru til að skýra vændi sem frávikshegðun ungs fólks.  Athugaður var sérstaklega bakgrunnur, reynsla um kynferðislega misnotkun, félagslegt taumhald og líðan framhaldsskólanema sem þegið höfðu greiða eða greiðslu í staðinn fyrir kynmök.

Niðurstöður rannsóknarinnar eru þær helstar að vændi meðal unga fólksins birtist í ýmsum og ólíkum myndum.  Þannig á sér það stað í íslensku samfélagi að bæði stelpur og strákar skipta kynmökum fyrir til dæmis  vímuefni, mat, gistingu eða peninga.  Af þessum 6.714 nemendum sem svöruðu spurningunni um vændið sagist 131 nemandi tæp 2%,  hafa einu sinni eða oftar um ævina þegið greiða eða greiðslu í stað kynmaka.  Þar af voru þetta 95 strákar og 36 stelpur.  Þannig virðast strákar vera sjö af hverjum þeim tíu framhaldsskólanemendum sem viðurkenna að hafa stundað vændi af einhverjum toga. 

Þetta er algengara meðal yngri nemenda, 16-17 ára, heldur en 18 og 19 ára.  Hlutfallið er 2,4% í yngri hópnum en 1,2% í þeim eldri.  Hluti skýringarinnar kunni að felast í brottfalli úr framhaldsskólum.  Leiða megi líkur að því að þeir nemendur sem hvað verst séu staddir félagslega og fjárhagslega séu líklegastir til að hætta námi.  Þannig breytist samsetning nemendahópsins í skólunum með hverju aldursári. 

Þessi kynjamunur kemur nokkuð á óvart enda hefur umfjöllun og fræðilegum skrifum um vændi verið að miklu leyti einblínt á vændi meðal stúlkna.  Þannig hefur vændi meðal stráka varla verið veitt nokkur athygli þangað til nýlega rannsóknin sýndi fram á það að fjöldi stúlkna sem höfðu leiðst út í vændi væri aðeins um þriðjungur af fjölda stráka sem höfðu slíka reynslu og var hægt að samsvara þessari rannsókn við samskonar rannsókn frá Noregi og Bandaríkjunum.

Sem fyrr segir voru félagslegir þættir skoðaðir sérstaklega meðal ungs fólks.  Í ljós kom nokkuð há fylgni vændis við kynferði, stuðning fjölskyldu, tengsl við skóla, kynferðislega misnotkun á unglingsárum, ótta við líkamlegt ofbeldi heima fyrir, reiði, vímuefnaneyslu, þess að vera gerandi eða þolandi ofbeldis og að hafa gert tilraun til sjálfsvígs einhvern tímann um ævina og á síðastliðnu ári fyrir könnunartímann.  Öll þessi fylgnisambönd mældust marktæk við 99,9% öryggismörk, samkvæmt rannsókninni. 

Þá er marktæk fylgni milli vændis meðal ungs fólks við aldur viðkomandi, menntun föður, kynferðislega misnotkun í æsku, ölvun síðastliðna 30 daga og þunglyndi.  Hins vegar virðist menntun móður, búseta, sambýlisstaða foreldra, stuðningur vina og sjálfsmat ungmenna ekki spá fyrir um hvort ungmenni séu líkleg til að segjast hafa þegið greið eða greiðslu í stað kynmaka.  Reyndust þau fylgnisambönd ekki marktæk. 

Séu einstakar niðurstöður varðandi félagslega þætti skoðaðar þá kemur í ljós að kynferðisleg misnotkun í æsku eykur verulega líkurnar á að strákar og stelpur leiðist út í vændi af einhverju tagi.  Þannig eru strákar sem hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun í æsku ( 0-15 ára ) fimm sinnum líklegri en aðrir strákar til að hafa stundað vændi. Til nánari útskýringar þýðir þetta að rúm 83% þeirra sem segjast hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun í æsku hafa verið í vændi og rúm 97% þeirra sem ekki hafa verið kynferðislega misnotaðir hafa heldur ekki leiðst útí vændi. 

Þessi hlutföll hækka heldur hjá þeim er svara til um kynferðislega misnotkun á unglingsárunum þ.e. á 16-19 ára aldri.  Oftast er þá um nauðgun að ræða. Þá fer hlutfall stráka sem hafa verið kynferðislega misnotaðir upp í 23,1% ef þeir hafa stundað vændi og 4,1% hjá stelpum.

Rannsóknin sýnir einnig að eftir því sem ungmennin drekka oftar áfengi eða neyta ólöglegra vímuefna þá aukast líkurnar á vændi meðal þeirra.  Tengslin koma fram hjá báðum kynjum.  Nemendur sem hafa notað hass 40 sinnum eða oftar um ævina eru nærri fimm sinnum líklegri til aðsegjast hafa stundað vændi en þeir sem aldrei hafanotað hass.  Hafi ungmennin neytt amfetamíns í óhófi eru þau sex sinnum líklegri.  Þetta á einnig við um óalgengari vímuefni eins og sniff, kókaín og E-pilluna.

Í rannsókninni er einnig komist að þeirri niðurstöðu að vændið sé bæði skipulegt og óskipulegt, innan félagahópsins sem utan.  Innan hópsins vísar til þess félagahóps sem ungmennin eru í samskiptum við.  Miðað er þá við lífsstíl frekar en aldur, til dæmis þátttaka í partíum og neysla vímuefna.  Að sögn viðmælenda útvega sumir þeirra sér vímuefni, húsnæði eða jafnvel mat á þennan hátt í skiptum fyrir kynmök við félagana.  Um þetta atriði segir m.a. í skýrslunni :

“flest þessara ungmenna líta að sögn heimildarmanna ekki á þetta sem hið hefðbundna vændi þar sem oft er um að ræða þögult samkomulag milli tveggja aðila og oft eru ekki beinharðir peningar á borðinu.  Einnig liggur ekki alltaf ljóst fyrir hvort tilfinningarsamband sé til staðar milli einstaklinganna eða ekki.  Þannig geti skilin milli þess, hvað telst til slíkra skipta á kynmökum fyrir greiða eða greiðslu og hvað ekki, verið nokkuð óljós”.

Í viðtölum við ungt fólk og sérfræðinga kemur fram að vændi eigi sér stað meðal ungs fólks utan félagahópa þeirra.  Þannig á sér stað að fullorðið fólk tæli ungmenni til við sig með ýmsum leiðum og bjóði þeim hitt og þetta í skiptum fyrir kynmök.  Í sumum tilvika skipuleggi þessir aðilar jafnvel skipti á kynmökum fyrir greiða eða greiðslu við enn aðra og séu þar með orðnir milligöngumenn um skipulegt vændi. í slíkum tilvikum eru kaupendur eldri og betur stæðir einstaklingar á aldrinum 20-50 ár, sem útvega yngri fólki peninga, vímuefni, húsaskjól, mat og eftirsóknarverða hluti eða jafnvel bílfar í skiptum fyrir aðgang að líkama þeirra.   Á þetta bæði við um stelpur og stráka.

Þannig segjast sérfræðingar á meðferðarstofnunum vita til stráka í vændi.  Slíkt tengist oft eiturlyfjum eins og hjá stelpunum en þeir selja sig bæði konum og körlum.  Það sé því til í dæminu að eldri konur taki unga stráka upp á sína arma gegn skiptum á kynmökum fyrir greiða eða greiðslu.  Þá hafi sumir strákar verið misnotaðir á unga aldri af eldri konum en ekki upplifað það endilega sem misnotkun.

peninga, vímuefni, húsaskjól, mat og eftirsóknarverða hluti eða jafnvel bílfar í skiptum fyrir aðgang að líkama þeirra.   Á þetta bæði við um stelpur og stráka.

Að endingu skal hér vitnað í orð lögreglumanns sem hefur haft afskipti af vændi meðal unglinga:

“ Það er til vændi sem tengist unglingum. Mjög ungu fólki, í flestum tilfellum með vandamál.  Oftar en ekki í vímuefnum, svo sem pillum, dópi og áfengi.  Þetta er kannski það sem er nöturlegast við þetta allt.  Það er til ungt fólk sem selur sig öðrum sem er ekki í eiturlyfjum og svo ungt fólk sem selur sig fólki í eiturlyfjum, það er vændi innan hópsins.  Það er ógeðfelldasti þátturinn í þessu öllu saman.  Ömurleikinn er svo mikill.  Þetta fólk hefur ekkert val um viðskiptavini, það tekur bara þeim sem kemur, alveg sama þótt það sé sextugur, ógeðslegur og skítugur karl.”    


UNga fólkið og batinn gegn fíkn

Unga fólkið og batinn

Fyrsti hluti: Botninum náð


Eðli fíknar okkar er þannig að á endanum náum við botninum, eða mörgum botnum. Botninn er eiginlega hvað það sem við veljum sjálf. Við þurfum ekki að falla í skólanum, glata öllu sem er okkur kært, enda í fangelsi eða standa við dauðans dyr. Mörg okkar náðu þessu stigi áður en við tókum þá ákvörðun að leita bata, meðan önnur okkar voru heppnari en svo. Við snerum af leiðinni sem hafði leitt til þessara óhjákvæmilegu botna sem við skullum á, áður en við stóðum frammi fyrir enn meiri erfiðleikum en við höfðum þegar upplifað.

Eftir því sem fíkn okkar þróaðist, varð líf okkar sífellt ruglaðra og stjórnlausara.Okkur tók að fara aftur á öllum sviðum; í skóla, í vinnu og heima fyrir. Við fórum að ljúga og finna upp afsakanir til að breiða yfir notkun okkar og vandamálin sem neyslan olli. Afneitun á vandanum og réttlætingar á neyslu okkar var líka táknrænt fyrir þann botn sem við náðum. Eftir því sem sjálfstortíming okkar þróaðist, særðum við margt af því fólki sem var í kringum okkur, sérstaklega fjölskyldur okkar og nána vini. Áður en við komum til N.A. voru mörg okkar einmana, særð, hrædd og reið. Við vorum orðin þreytt á því að láta stjórnast af tilfinningum okkar, þörf okkar fyrir að nota fíkniefni og því að fela tilfinningar okkar bak við grímu þess að “vera ok.”

Þrátt fyrir þetta, gátum við ekki hætt að nota. Fíknir persónuleikar okkar gáfu okkur ekki leyfi til að láta af þessari eyðileggjandi hegðun. Við vorum að fremja hægfara sjálfsmorð. Við vorum búin að fá nóg af því að finnast við einskis verð, að hafa viðbjóð á sjálfum okkur og lífi okkar. Við vissum undir niðri, að við vorum miklu meira virði og að það var meira fólgið í lífinu en bara fíkniefni. Vendipunkturinn varð þegar við höfðum upplifað nægilegan sársauka og gátum ekki lifað í þessari eymd mikið lengur. Þetta hvatti okkur til að gera eitthvað í vanda okkar. Við báðum um hjálp.

Annar hluti: Ákvörðunin tekin

Okkur varð ljóst að líf okkar voru á niðurleið vegna fíknar okkar. Við urðum að viðurkenna þá staðreynd, áður en við gætum fundið fyrir létti. Okkur varð loks ljóst að við gætum aldrei orðið raunverulega hamingjusöm, meðan við lifðum ennþá svona. Notkun fíkniefna var orðin að vana hjá okkur og við vorum orðin uppgefin og dauðþreytt á sársaukanum hið innra. Við lifðum til að nota og við notuðum til að lifa. Notkun okkar og allt sem tengist henni var hægt og rólega að drepa okkur og sársaukinn fór stigversnandi. Við urðum að taka erfiða ákvörðun, jafnvel þó við værum ung og allt líf okkar væri framundan.

Þegar við höfðum á annað borð náð þessu stigi, urðum við fyrst að komast yfir afneitun þeirrar staðreyndar að við værum fíklar, sem var oftar en ekki byggð á þeirri mýtu að við værum of ung til að vera fíkin. Við urðum að taka ákvörðun. Við gætum annað hvort lifað með þeirri játningu að ættum í vanda og þyrftum hjálp, eða deyja vegna okkar gömlu lífshátta. Við leituðum hjálpar og fundum hana í Narcotics Anonymous. Þegar við höfðum loks tekið þessa ákvörðun, fór líf okkar að taka jákvæðum breytingum.

Í batanum lærðum við nýja leið til að lifa með því að vinna sporin. Þegar hugsun okkar fór að skýrast, fórum við að sjá hversu veik við vorum raunverulega og við urðum þakklát því að okkur hefði verið gert kleift að ná bata, þetta ung að árum.

Þriðji hluti: Hópþrýstingur

Það getur verið erfitt fyrir fólk að hætta að nota fíkniefni og verða edrú. Fólk, staðir, leiðir og venjur sem við tömdum okkur meðan við vorum enn virk, munu reyna að sannfæra okkur um að við eigum að hegða okkur eins og áður. Þetta getur ollið því að okkur líður illa yfir nýfundinni edrúmennsku, sem við höfum barist fyrir. Þar sem við höfum þörf fyrir viðurkenningu, fannst okkur erfitt að að streitast á móti þeirri þörf fyrir að leika hlutverk og gera öðrum til geðs. Þeir einstaklingar sem halda áfram að beita okkur þrýstingi í þeim tilgangi að fá okkur til að snúa aftur til gamalla venja okkar, sýna sitt rétta eðli. Þau voru aldrei sannir vinir.

Þar til við höfðum byggt traustan grunn í prógramminu, sem byggði á Tólf Sporunum, voru flest okkar einangruð, óörugg og skíthrædd. Við byggjum þennan grunn á skilningnum, samkenndinni og stuðningi annarra fíkla sem við fundum í N.A. Þeim sem tókst vel upp í prógramminu eru næstum alltaf virk í prógrammi N.A. Það að snúa til gamalla félaga, staða og lífshátta hefur fellt marga edrú fíkla og sum þeirra fengu aldrei annað tækifæri til að ná bata. Þau sem fengu annað tækifæri í prógramminu áttuðu sig á að eymd neyslunnar hafði einungis versnað hjá þeim. Á endanum urðum við að taka ákvörðun um að láta af gömlum venjum, til þess að lifa af.

Fjórði hluti: Fjölskylduvandi

Fíkn okkar hafði áhrif á alla þá sem voru nánir okkur, sérstaklega fjölskyldur okkar. Fíkn er fjölskyldusjúkdómur, en við gátum samt sem áður aðeins breytt sjálfum okkur. Fyrir sum okkar, var erfitt að sættast við þetta. Okkur lærðist að þó við hefðum breyst, þýddi það ekki að fjölskyldur okkar yrðu að breytast. Við urðum að taka ábyrgð á okkar þætti í fjölskyldusjúkdómnum fíkn. Þrátt fyrir að við hefðum hætt að nota, tók það tíma að græða sárin sem sjúkdómur okkar hafði veitt fjölskyldum okkar. Við urðum að gefa þeim tíma til að aðlagast breytingunum sem höfðu orðið á okkur. Mörg okkar höfðu treyst á fjölskyldur sínar og áttuðu sig á nú var krafist bæði tíma og þolinmæði af okkur jafnt sem fjölskyldum okkar, ef takast ætti að endurreisa það traust. Okkur lærðist að við gátum hjálpað fjölskyldum okkar að treysta okkur með því að vera ábyrgari og tillitsamari. Með því að sýna þeim fram á þær breytingar sem höfðu orðið á okkur gegnum framkvæmdir, sem og öllu því sem við sögðum, öðluðumst við á endanum aftur traust þeirra.

Fimmti hluti: Aðeins í dag

Við höfum séð unga fíkla sem hafa verið edrú svo árum skiptir. Algeng spurning er: “Hvernig fóru þau að þessu?” Þar sem flestir fíklar þrjóskast við að gefa loforð um að vera alltaf edrú, leggjum við til að vera edrú aðeins í dag. Reynslan hefur kennt okkur að það að ákveða að vera edrú aðeins í dag, eða jafnvel bara fyrir augnablikið, öðlumst við nauðsynlegan styrk til að öðlast bata. Aðeins í dag, tökumst við á við vandamál dagsins í dag. Aðeins í dag, sættumst við á hvar við erum. Aðeins í dag, vinnum við prógrammið okkar, við förum á fundi, við deilum, við sýnum umhyggju og við föðmum. Við byrjum að lifa eftir Sporunum og upplifa N.A. leiðina gegnum lífið. Við lærum að lifa og við lærum að elska. Við reynum að hafa lífið einfalt, aðeins í dag.

Við höfum áttað okkur á því að við getum ekki lifað í gærdeginum, og við vitum ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Engu að síður, vitum við að við getum verið edrú, aðeins í dag.

Sjötti hluti: Boðskapur vonarinnar

“N.A. lofar aðeins einu og það er frelsi frá virkri fíkn.” Í dag er andlegt prógramm batans í boði og það fyrir alla fíkla. Við þurfum ekki að upplifa meiri þjáningar og deyja án þess að hafa fundið til vonar.

Eftir að hafa komið til N.A., lærðist okkur að vandamál okkar hafa ekki horfið, en okkur hefur lærst hvernig við getum tekist á við þau. Við höfum séð líf okkar breytast til hins betra. Okkur hefur lærst að sættast við þá hluti sem við gátum ekki breytt. Með algerri viðurkenningu á eðli fíknar okkar, höfum við fundið frelsi innan Narcotics Anonymous.

Reis upp frá dauðum

Reynslusaga fíkils

Þegar ég horfi yfir mína stuttu ævi þá er ég oft svo þakklát fyrir að hafa fengið að hætta að drekka. Ég get varla lýst því með orðum hversu þakklát ég er!!

Ég var nýorðin tvítug og eftir erfiða Verslunarmannahelgi þá gafst ég upp fyrir áfengi. Eftir vikufyllerí náði bakkus yfirhöndinni og ég lýsti mig sigraða. Næstu dagar voru hræðilegir, ég nötraði, kipptist og skalf. Hélt nánast engum mat niðri í þrjá daga og þar fram eftir götum.

Það sem stakk mig samt mest eftir þessa helgi var framkoma mín við pabba minn. Frá því ég byrjaði að labba þá hékk ég í rassvasanum á pabba mínum og fór allt sem ég komst með honum. Hann var kletturinn í lífi mínu og sólin mín um leið, einstakt samband okkar á milli. Eftir fylleríið mikla, þá eru foreldrar mínir að leita að mér út um allt.

Pabbi finnur mig loksins og biður mig um að koma með sér heim, ég leit á þennan mann sem ég virði mest af öllum og sagði: “Er ekki allt í lagi með þig, sérðu ekki að ég er að djamma!?!” Mér var alveg skítsama um hvað honum fannst og um hann. Þegar ég vaknaði morgunin eftir þá var þetta það fyrsta sem ég mundi eftir og vissi þarna að ég var ekki að ráða við að drekka áfengi.

Viku seinna fór ég á minn fyrsta AA-fund. Ég fékk að fara með frænku minni og sat alla leiðina í bílnum að reyna að sannfæra hana um að ég væri ekki alkóhólisti, eða kannski mest sjálfa mig. Ég var jú að vinna þrjár vinnur, nýbúin að klára stúdentinn og búin að fá inni í háskólanámi. Það væri ekki möguleiki að ÉG væri alki.

Eftir fundinn sat ég steinrunnin, ég fékk allt það sem ég sagði í bílnum í andlitið aftur. Ég var alkóhólisti!

Í flestum tilvikum er ekki gott að vera bráðlátur, en í þetta skipti hentaði það mjög vel. Á fundinum var talað um lausn, að 12 sporin myndu hjálpa mér að eignast nýtt líf. Ég labbaði því að manneskjunni sem mér fannst skemmtilegast að hlusta á, kynnti mig sem alkóhólista í fyrsta skipti og bað hana að fara með mér í sporin – einfalt.


Mér gekk mjög vel að skrá niður misgjörðir mínar, ótta og gremju. Trúnaðarkonan mín sagðist í rauninni aldrei hafa fengið jafn skipulagt 4. spor.  Námsmaðurinn ég með fullkomnunaráráttuna kortlagði nánast hvert ár fyrir sig, seinna sá ég hvað þetta hjálpaði mér mikið í batanum. Að skilja EKKERT eftir úr fortíðinni, taka ærlega til í mínum málum.

Það að vera ættleidd var erfiðasta tiltektin hjá mér, mikið af óuppgerðum tilfinningum þar. Einnig þótti mér erfitt að taka Guð inn í líf mitt. Ég átti þó síst von á að ég myndi kynnast Guði á þann hátt sem ég gerði , TILVILJUN? Nei ég held ekki..

Einn daginn hringir vinkona mín í mig og segir að það séu að byrja Tólf spora vinna í kirkjunni í heimabæ okkar og hún hafi frétt að ég ætlaði að fara. Ég hafði ekki heyrt neitt af þessu fyrr en að hún hringdi og þarna kviknaði áhuginn hjá mér og mig langaði til að taka þátt. Það varð því raunin að ég fékk að smeygja mér inn í hópinn. Fundirnir voru haldnir í kirkjunni, nánar tiltekið í fundarherbergi þar, þannig að ég þurfti að stíga inn í mikinn ótta til að takast á við þessi spor.

Ég sem var skíthrædd við Guð og hvað þá kirkjur! Ég dreif mig samt af stað. Ég var mjög fegin að hafa reynsluna af sporunum úr AA en þessi spor voru samt sem áður byggð á Biblíunni og það hræddi mig örlítið. Næstu átta mánuði lagði ég mig alla fram um að vinna verkefnin sem voru fyrirlögð og vera heiðarleg til að vinnan myndi skila sér. Hún gerði það svo sannarlega, maður uppsker eins og maður sáir. Á þessum tíma hleypti ég Guði inn í líf mitt, þó án þess að taka almennilega eftir því. Þetta kom hægt og rólega og fyrr en ég þorði að vona. Óttinn við að hleypa Guði inn í líf mitt var horfinn.

Í dag treysti ég Guði fyrir lífi mínu og fæ á hverjum degi gjafir fyrir það. Hann sendir mér hin ýmsu próf og verkefni sem ég þarf að leysa. Jú, þau eru miserfið en eins og pabbi minn segir alltaf; Það sagði enginn að lífið ætti að vera auðvelt. Ég reyni að taka þessum verkefnum með opnum huga og leysa þau eins vel af hendi og ég mögulega get. Oft skil ég ekki alveg tilganginn, verð kannski örlítið hrædd en reynslan hefur kennt mér að það er langbest að stíga inn í óttann.

Í óttanum kemur Guð og ber mig á örmum sér. Einnig trúi ég að Guð sé með sérstakt plan fyrir hvert og eitt okkar, það sem er mikilvægast er að vera ekkert með puttana í því heldur treysta því að hann muni vel fyrir sjá.

Í dag eru komin fjögur ár frá því að ég bragðaði áfengi síðast og þakka ég Guði, sporunum og sjálfri mér fyrir þann árangur. Ég er frjáls, hamingjusöm og nýt einfaldlega velgengni í lífinu. Er hægt að biðja um eitthvað meira? Ég held ekki. Mig langar að lokum að koma því á framfæri að sporin eru ekki bara fyrir alkóhólista, ef að þig langar til að stokka upp líf þitt prófaðu þá – hverju hefurðu að tapa, þér gæti jafnvel liðið betur

Ég bið góðan Guð að vaka yfir ykkur öllum og blessa ykkur.


Ofbeldi meðal barna og unglinga

Ofbeldi meðal barna og unglinga

Almenningur hefur síauknar áhyggjur af ofbeldi meðal barna og unglinga. Þetta flókna og erfiða vandamál er málefni sem foreldrar, kennarar og stjórnvöld þurfa að ígrunda vel og skilja. 
Börn á leikskólaaldri geta sýnt ofbeldisfulla hegðun. Foreldrar og aðrir sem verða vitni að slíku verða oft áhyggjufullir en oftar en ekki vonast þeir til þess að barnið vaxi upp úr þessu. Ofbeldisfull hegðun hjá barni, á hvaða aldri sem er, verður alltaf að taka með fyllstu alvöru. Ekki má líta á hegðunina sem eitt þroskastig barnsins og þar með líta framhjá henni. 
 

Ofbeldisfull hegðun 
Ofbeldisfull hegðun getur birst á ýmsan hátt til dæmis í skapofsaköstum, árásargirni, slagsmálum, hótunum eða tilraunum til að meiða aðra, notkun á hvers konar vopnum, grimmd í garð dýra, íkveikjum og skemmdum á eignum. 
 

Þættir sem auka líkur á ofbeldisfullri hegðun
Ýmsar rannsóknir hafa leitt í ljós að flókin samsetning og víxlverkan ýmissa þátta auka líkur á

ofbeldishegðun barna og unglinga. Þar á meðal má telja: 
·         Fyrri árásargirni eða ofbeldisfull hegðun 
·         Að vera fórnarlamb líkamlegs og/eða kynferðislegs ofbeldis 
·         Áhrif af ofbeldi innan fjöskyldu eða samfélags
·         Erfðafræðilegir þættir 
·         Áhrif ofbeldis í fjölmiðlum (sjónvarpi, kvikmyndum o.s.frv.) 
·         Samblanda af erfiðu fjölskyldulífi (fátækt, vanræksla, skilnaður, atvinnuleysi, skortur á

stuðningi frá fjölskyldu) 
·         Ofneysla eiturlyfja og/eða áfengis 
·         Að sjá skotvopn inni á heimilinu 
·         Heilaskaði eftir höfuðáverka 
 

Hvernig má greina viðvörunarmerki um ofbeldisfulla hegðun hjá barni? 
Ef eitthvað af ofangreindu á við um barnið samfara því sem talið er upp hérna á eftir, væri líklegt að barnið beitti aðra ofbeldi: 
·         Ofboðsleg reiði 
·         Tíð skapofsaköst 
·         Mikil skapstyggð 
·         Mikil hvatvísi 
·         Mikil gremja 
 

Hvað er hægt að gera ef barn sýnir ofbeldisfulla hegðun? 
Ef foreldri eða aðrir fullorðnir verða vitni að ofbeldisfullri hegðun hjá barni ættu þeir að íhuga hvort ekki sé rétt að láta hæfan fagmann greina barnið. Ef meðferð er veitt eins fljótt og auðið er getur hún orðið afar hjálpleg. Meðferðin snýst um það að fá barnið til að læra að stjórna reiði sinni, sýna reiði og gremju á viðeigandi hátt, taka ábyrgð á gjörðum sínum og afleiðingum gjörða sinna. Að auki gæti þurft að taka á vandamálinu með fjölskyldu og skóla. 
 

Hvað getur komið í veg fyrir ofbeldisfulla hegðun barna? 
Rannsóknir hafa sýnt að draga má verulega úr ofbeldi ef áhættþættirnir sem taldir voru upp hér að ofan er fækkað eða fjarlægðir alveg. Þá er mikilvægt að koma í veg fyrir að börn komist í tæri við ofbeldi á heimili, innan samfélagsins eða í gegnum fjölmiðla. Ofbeldi leiðir augljóslega til ofbeldis.


Hrikalegar staðreyndir úr heimi neyslunnar

18 ára strákur segir frá:  

"Ég byrjaði að nota öll vímuefni þegar ég var 16 ára hassið var hætt að virka og þetta var allt svo rosalega saklaust.

Maður fær sér amfetamín í nefið og verður hressari og vakir lengur og getur djammið meira, maður fær sér e og líður svo vel.  Þetta er allt svo saklaust
en svo er maður bara lentur í vítahring.  Og 17 ára byrjaði ég að djönka mig (sprauta mig), og upp frá því byrjaði allt annar pakki, þá breytist maður úr
venjulegum strák í eitthvað allt annað.  Ég var kominn á það stig að matur og föt var ekki sjálfsagt, maður þurfti jafnvel að ræna sér
fötum þegar þau voru orðin ógeðsleg, öll í blóði og í einhverjum viðbjóði.

Þegar maður er kominn í einhvern svona pakka þá er maður ekkert
“Að djamma.”

16 ára stelpa segir frá:

"Í fyrsta skiptið sem ég fór heim með kærastanum mínum, sem ég var rosalega hrifin af, var ég alltof drukkin. Ég vaknaði um nóttina ber a ð ofan án þess að muna nokkuð. Hvað hafði gerst og ég var búin að æla í r úmið hans. Mér hefur aldrei liðið jafn ömurlega. Ég var alveg eins og aumingi. Ég ætla aldrei að verða svona full aftur, maður heldur að maður hafi fulla stjórn en hefur akkúrat enga. Ég þorði ekki að horfast í augu við hann í marga daga á eftir, Ég skammaðist mín svo mikið.”

19 ára strákur segir frá:

" Þrátt fyrir hversu ömurlega mér leið eftir fyrsta fylleríið ákvað ég a ð drekka aftur en það yrði sko við öðruvísi aðstæður. Ég ætlaði að eignast bar heima hjá mér og flott glös til að drekka úr og fínt vín, ekki þetta rusl sem krakkarnir voru að drekka. Ég vildi ekki verða eins og pabbi, það átti aldrei að koma fyrir mig, drekkandi allt frá sér og standa ekki við nokkurn skapaðan hlut. Ég ætlaði ekki að enda svoleiðis, en hlutirnir áttu nú eftir að þróast ö ðruvísi.”

16 ára strákur segir frá:

"Fullorðnir drekka. Af hverju ættum við þá ekki að gera það ?”

 18 ára strákur segir frá:

,,Einangrunin og paranojan er ömurleg.  Ég hef oft lent inniá geðdeild og þar er mikið af fólki að fara yfir um af þessu hassi, fá einhverja maníu eða
geðsjúkdóma.  Fólk verður geðveikt af þessu, hass er alveg
jafn skaðlegt og önnur fíkniefni, málið er bara að þú drepur þig hægar.”

14 ára strákur:

,,Ég flutti inn til pabba af því að allt var ómögulegt. Mamma var alltaf full eða á einhverju öðru og heimilið var alltaf í rúst. Það er gott að vera hjá pabba, hann drekkur ekki og ég get slappað af.” (Úr bókinni Hvað er málið frá JPV útgáfu.)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband