Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Af hverju byrjar ungt fólk að nota áfengi eða fíkniefni ?

Af hverju byrjar ungt fólk að nota áfengi eða fíkniefni ?

,,Mér leið illa í skólanum , varð fyrir einelti og kveið fyrir hverjum degi"

,,Mér varð bara rétt pípa í partýi og ég prufaði " 

,,Mér var sagt að hass hefði róandi áhrif á mann"

,,Fannst það ,,cool”

,,Vildi bara vera eins og eldri krakkar”

,,Veit það ekki ,vildi vera með ,

,,Var í hópi með eldri krökkum og "

,,Ætli það hafi ekki bara verið einhver þrýstingur”

,,það var svo töff “

Þetta eru svör nokkurra unglinga sem voru í meðferð til þess að hætta neyslu á vímuefnum 2003.Víst er að sú barátta verður löng og erfið og skilur eftir sig ör alla ævi.   Öll neyttu þau fíkniefna í fyrsta skipti í heimahúsi hjá ,,kunningja” og stóðu venjulega  frammi fyrir því að þurfa að taka ákvörðun um það fyrirvaralaust um hvort þau ætluðu að prófa.  Öll féllu þau á þessu prófi. 

Þau áttu það öll sameiginlegt að þau eyddu litlum tíma með foreldrum sínum á unglingsárunum......Að vera í góðum tengslum við barnið er eitt það mikilvægasta sem foreldrar geta lagt af mörkum til að hjálpa barninu sínu að forðast neyslu á áfengi og fíkniefnum..
 

Leitaðu aðstoðar ef grunsemdir vakna, það er styrkur , ekki veikleiki


spurt og svarað VI " Ég er 16 ára fíkill og þarf hjálp"

   

Hæ ég er 16 að verða 17 ára stelpa og ég er fíkill, Hassfíkill. Ég byrjaði bara í vetur þegar það komu upp vandamál í lífi mínu. Byrjaði bara. Hass og Hass og Hass varð líf mitt í nóvember og smá af desember. Samt í enda nóvember brjálaðist elsti stjúpbróðir minn við mig útaf þessu ( hann og annar stjúpbróðir minn eru báðir í neyslu) hann öskraði á mig og meðan ég var í heimsókn hjá þeim og allt varð brjálað. En ég þurfti endilega að falla aftur í janúar, var edrú í mánuð, aftur í febrúar. og í Mars þá notaði ég helling af spítti og hassi og áfengi og þannig. hvað er eiginlega komið yfir mig. hata að vera fíkill, hata að bregðast mömmu og öllum systkinum mínum og vinum mínum og sumir hafa prófað þetta og mér finnst að það sé mín sök því ég var með þeim. Hvað á ég að gera??? Ég fæ oft fráhvarfseinkenni og eina leiðin til að losna við þau í einhvern tíma er að fá sér í haus.

 

Svar:

Af bréfi þínu að dæma er augljóst að þú hefur átt um sárt að binda um nokkuð skeið og því miður eins og vill svo oft gerast hefur þú fundið flótta í neyslu vímuefna. Mikilvægt er þó að muna að hættulegt getur verið að stimpla sjálfan sig sem \"fíkil\" þar sem það færir ábyrgð vandans og lausn hans úr þínum höndum en í raun er lausnin á þínu valdi. Ef þú tekur eitthvað úr þessu svari er ef til vill það mikilvægasta að það skiptir ekki máli hversu oft þú reynir að hætta (ferð í meðferð), ef þú tekst ekki á við rót vandans eru alltaf líkur á að þú munir falla. Í byrjun bréfsins segir þú að neyslan hafi byrjað eftir að vandamál komu upp í lífi þínu en það hljómar eins og klassískt dæmi um það þegar fólk reynir að deyfa sársaukann og vonar að vandamálið hverfi með tímanum. En málið er að vandamál hverfa ekki bara, þau leggjast tímabundið í dvala og ef að þú tekst ekki á við þau þá eiga þau bara eftir að koma upp aftur á yfirborðið og þá jafnvel með meiri krafti en áður og þá eru allar líkur fyrir því að þú fallir aftur. Þú verður að komast að því hvað það er sem lætur þér líða svona illa og takast á við það þannig að þú þurfir ekki á fíkniefnunum að halda til að deyfa tilfinningarnar. Þá myndi ég mæla með því að þú færir inn í AA og færir að vinna í sporunum. Fáðu þér góðan trúnaðarvin sem þú getur treyst og farðu að vinna í prógramminu.

Gangi þér vel


spurt og svarað það virkar !!

kæru lesendur ef þið hafið spurningar um skaðsemi og áhrif áfengis og fíkniefna þá er leiðin að senda inn spurnigu og fá svar um hæl.

Ef þú ert bara að forvitnast um allskonar forvarnir eða fræðslu.  

Ef þú ert foreldri sem hefur áhyggjur af barni þínu hvort það sé komið í neislu eða bara einhver einkenni sem þú tekur eftir.

Ert þú unglingur sem er bara að forvitnast þá er endilega að spurja maður lærir ekki öðruvísi.

sendið spurningar til okkar lifsyn@lifsyn.is


Þú ættir að hætta maður !!

En hvað er drykkjuskapur?

Hvernig gat staðið á því að ég skyldi demba mér útí drykkjuskap þótt rakið sé að ég vildi það alls ekki?

Ég skyldi þó aldrei hafa verið beittur göldrum?

Varla
Eitthvað hefur samt gerst því sjálfur ætti ég best að vita að ég ætlaði aldrei að verða fyllibytta.  En ég varð fyllibytta – og hananú.
Það tók mig mörg ár já mörg ár eftir að ég hætti að drekka að komast til botns í þessu máli, að átta mig á því hvers vegna svona margar fyllibyttur eru fyllibyttur þótt enginn vilji vera fyllibytta.  Við slógum skyldustörfum á frest og misbuðum siðvenjum heimilis og þjóðfélags aðeins vegna þess að tíminn sem ætlaður var til starfa, hvíldar og þátttöku í félagslífi heimilisins fór í ýmiskonar stúss, sem meira og minna var bundið áfengisnotkun,  ég þarf ekki að segja þér að ofdrykkja sé óæskilegt ástand.  Þú veist það. 

Og að yfirlögðu ráði drakkst þú þessi vandræði ekki yfir þig.  Það væri ódrengilegt að ætla þér það.  Við hljótum því báðir að vita hversu mikils virði það er að reyna að opna augu þeirra sem eru að hrapa út úr stigvaxandi tækifærisdrykkju yfir á ofdrykkjusviðið.  Fásinna væri að ætla að þeir héldu sig vera eitthvað meiri menn en við, en þeir haga sér bara þannig.  Þetta vitum við .
Við vorum heldur ekki viðtals.

Vitað er að með elju og skynsemi hefur margur maðurinn búið sér og sínum góð lífsskilyrði, en skynsemin og dugnaðurinn hefur samt ekki dugað til að hamla í móti þeim alkóhólisma sem leyndist í tækifærisdrykkjunni. Í andvaraleysi rúlla þessir ágætu menn yfir hin óþekktu mörk milli tækifærisdrykkju og ofdrykkju og mjakast svo smám saman yfir á svið alkóhólisma án þess að gera sér nokkra hugmynd um hvað er að gerast.  Ég drakk oftar og meira en skynsemi mín sagði að mér væri hollt, og oft drakk ég þegar ég ætlaði mér ekki að gera það og gera frekar eitthvað annað allt annað. 

Þetta er að vera drykkjumaður, verandi eða verðandi alkóhólisti.  Drekki maður við vinnu sem maður þiggur laun fyrir, drekki maður þær stundir sem maður er búinn að selja öðrum, þá byggist sú drykkja á rugli sem kalla má virkan alkóhólisma, því ólíklegt er að vinnuveitanda þyki réttlætanlegt að starfsmaðurinn sé undir áhrifum við störf sín.  Að vísu vitum við að drukkinn maður gerir sér ekki ljósa fötlun sína.  En í því felst engin afsökun, nema ef vera skyldi að hann hafi verið drukkinn þegar hann réði sig til vinnu en þá mætti skipta sökinni á milli verktaka og verksala.  Að líða

síafréttan eða síþunnan mann innan um annað starfsfólk á vinnustað er flónska.  Jafnvel meira en flónska því með þessum misskilningi á bróðurkærleika hefur mönnum oft verið hjálpað inn í þá erfiðleika sem ekki varð ratað út úr hjálparlaust svo ekki sé nú talað um þá lítilsvirðingu sem samstarfsfólki er sýnd með þessu.  Rætur alkóhólisma standa oft í því að upp tekinn ávani verður að gróinni venju, sem hljóðlaust rennur yfir í ástríðu.  Þetta er samt langt frá því að vera eina orsök alkóhólisma en algeng er hún. 

Ekki áttaði ég mig á þróuninni frá sopa til sopa yfir í flösku til flösku og of oft taldi ég hvert fyllerí heyra til undantekninga þótt í verunni væru þau hvert um sig hlekkur í staðlaðri keðju.  Helgarfyllerí getur ekki talist slysafyllerí þegar svo er komið að þurr helgi heyrir til undantekninga.  Virkur alkóhólisti sniðgengur staðreyndir í öllu sem snert getur drykkjusiði eða drykkjuskap hans sjálfs.  Hinir sem drekka en bera gæfu til að halda athygli og skynsemi vakandi gagnvart hugsanlegu niðurbroti á hverju sem gengur og haga sér í samræmi við það, lenda aldrei inn á þessu Alkóhólista sviði þeir eru einhvernvegin öðruvísi en við hinir. 

Þeir haga sér bara öðruvísi.  Alkóhólisti sem veit hvað alkóhólismi er á ekki að þurfa að gera tilraun með brennivín á sjálfum sér eða tilraun með sjálfan sig í brennivíni.  Ef þú ert enn á báðum áttum góði, þá er þetta  lykillinn: enga tilraun. Það eru nógu margir búnir að gera þessa tilraun.  Annaðhvort sættir maður sig við að vera alkóhólisti og drekkur ekki – eða maður sættir sig ekki við það og drekkur.  Algáði alkóhólistinn afturbatabyttan sem er mitt eigið gælunafn á sjáfum mér þegar vel liggur á mér, gerir sér ljóst hvað alkóhólismi er og jafnframt það að hann er alkóhólisti og má ekki smakka vín og gerir það því ekki. 

En gleymi hann sjálfum sér , gleymi því að hann er alkóhólisti  eða telji sig trú um að hann sé bara pínulítill alkóhólisti þá snarast fljótt yfirum.  Þá verður hann á stundinni virkur semsagt stigin eru aðeins tvö ,,virkur” og ,,óvirkur”.  Sennilega er hægt að margfalda það með 5 ef það á að finna það hversu margir þjást vegna ofdrykkju hvers drykkjumanns.  Að nokkur skuli geta sagt að drykkjuskapurinn komi drykkjumanninum einum við er alveg furðulegt.  Drykkjumaðurinn lýgur að því er virðist af lífsnauðsýn. 

Aðstandandinn lýgur á misvíxl allt eftir því hvernig vindurinn blæs í það skiptið.  Oftar er logið í sjálfsvörn, sjaldnar af kvikindisskap.  En þú veist það vinur að í þynnkunni þráum við sannleikann og ekkert nema sannleikann en komum honum ekki frá okkur og viljum ekki hlusta.  Hinir luma líka á sannleika en loka hann inni koma honum ekki frá sér nema í skömmum eða ergelsi en þá er ekki tekið mark á þeim.  Þú þarft því ekkert að vera hissa á því að ég haldi uppá timburmennina, því á því skeiði má nálgast forhertustu fyllibyttur með sannleikann einan að vopni. 

En það er ekki sama hvernig á vopnum er haldið og hvorugur má þykjast hinum stærri virðulegri eða vitrari.  Jafnrétti verður að ríkja.  Annars byrjar leikurinn – þykjustuleikurinn – blekkingar og bull.  En það er ekki nóg að þú vitir þetta vinur.  Hinir þurfa líka að vita þetta en blessaður varaðu þá við að gefa þér sjúss eða pillu, því þá er hreinskilnin rokin ú í veður og vind.  Reyndu að koma þessu til skila til þeirra sem ekki drekka.  Einhverra sem áhuga hafa á þessum málum og geta ekki sætt sig við allt þetta leynimakk sem umlykur drykkjuskapinn. 

Sjálfur á drykkjumaðurinn svo óskaplega erfitt með að brjóta ísinn og leita sér hjálpar ófullur.  Hann er svo barnalega hræddur við puttann sem e.t.v. kynni að verða beint að honum.  Reyndin er nefnilega sú að manni finnst maður vera ræfill, og býst ekki við neinu öðru en fordæmingum á drykkjuskap sinn.  Þess vegna er drykkjumanni svo tamt að segja " ég veit það" ef á drykkjuskap hans er minnst. " ég veit það”."ég veit það".


Reykingar og fyrirmyndir

Reykingar og fyrirmyndir

Flestir unglingar halda að þeir séu ódauðlegir og lifa sínu lífi eins og ekkert geti nokkurn tíma komið fyrir þá og byrja jafnvel að reykja þrátt fyrir að hafa margoft heyrt staðreyndir og reynslusögur um skaðsemi reykinga.
Fæstir ætla að verða reykingarmenn og flestir sem byrja að fikta við að reykja halda að þeir geti haft stjórn á reykingunum.  Þeir komast fljótt að því að svo er ekki.
Þeir sem byrja ungir að reykja eru líklegri til að reykja meira á fullorðinsárum en þeir sem byrja seinna.

Reykingar geta valdið getuleysi hjá mönnum á besta aldri.  Við reykingar minnkar blóðflæði um líkamann og þar af leiðandi einnig í getnaðarliminn. 
Íþróttamenn sem vilja ná árangri reykja venjulega ekki.  Þeir sem reykja ná yfirleitt ekki sama árangri (ekki halda að þú sért undantekning frá reglunni!)

Á heimilum sem báðir foreldrar reykja anda börn að sér tóbaksreyk sem jafngildir því að þau reyki allt að 150 sígarettum á ári.
Börn reykingarmæðra eru yfirleitt smávaxnari við fæðingu og í meiri hættu að fæðast fyrir tímann en önnur börn.  Vöggudauði er að minnsta kosti tvisvar sinnum algengari meðal þeirra sem búa hjá foreldrum sem reykja en barna foreldra sem ekki reykja.

Fáir geta hætt að reykja án þess að finna til óþæginda.  Fyrir flesta er það mjög erfitt og kostar svita og tár.  Góður undirbúningur eykur líkurnar á að þú standist erfiðleikana.  Einna mikilvægast er að gera sér góða grein fyrir því hvers vegna þú ætlar að hætta, svo góða að það komi ósjálfrátt upp í hugann þegar freistingin er að verða þér um megn.

  

18 ára strákur segir frá:  

,,Ef manni finnst töff að reykja, töff að
Nota dóp, töff að lemja fólk, töff að leggja í einelti,
 þá er eitthvað að hjá manni sjálfum.
 Mér fannst þetta töff og mínum vinahópi.
 Við erum allir á leið í fangelsi, í felum eða
 með handrukkara á eftir okkur í dag.” 

 

Reyklaus fyrirmynd

Reynslan sýnir að takist að halda börnum og unglingum frá tóbaksnotkun minnka líkurnar á því til muna að þau byrji að reykja síðar á ævinni.  Því fyrr sem unglingar byrja að reykja þeim mun meira verður líkamlegt tjón þeirra.  Rannsóknir meðal þeirra reykingarmanna sem greinast hafa með lungnakrabbamein sýna að skemmdir í erfðarefni lungnafruma eru mun meiri hjá þeim sem byrjuðu ungir að reykja.  Forvarnir í grunnskólum hafa skilað miklum árangri kannanir sem gerðar hafa verið sýna að árið 2000 reyktu undir 25% fullorðinna íslendinga daglega ( 18-69 ára ) og aldrei hafa færri unglingar reykt hér á landi en það ár.

 

Foreldrar / forráðamenn.

Mikilvægt er að foreldrar og forráðamenn átti sig á því að þeir eru börnum sínum fyrirmynd og geta lagt þeim lið á margan hátt.  Rannsóknir sýna að reykingar og viðhorf nánustu fjölskyldumeðlima hafa áhrif á unglinginn.  En þó að foreldri reyki er ekki þar með sagt að barnið byrji að reykja.  Sýnt hefur verið fram á sterkt samband milli uppeldisaðferða og reykinga.  Foreldrar sem halda aga en útskýra málin um leið fyrir börnunum sínum eru yfirleitt í nánara sambandi við unglinginn en þeir sem beita öðrum uppeldisaðferðum.  Því meiri tíma sem barn ver með foreldrum sínum og í íþrótta- eða tómstundastarf því minni líkur eru á því að það verði fíkni – eða ávanaefnum að bráð.

 

Hér og nú

Nútíðin skiptir unglinga mestu máli.  Framtíðin er ekki á dagskrá ennþá að minnsta kosti.  Þess vegna er mikilvægt að ræða við unglinginn um afleiðingar tóbaksneyslu hér og nú.  Foreldrar geta stutt unglinginn sinn með því að kynna sér það forvarnarefni sem í boði er um reykingar.  Ef unglingurinn er byrjaður að fikta er hægt að ræða við hann og jafnvel koma í viðtal við sérfræðinga.  Um 83% þeirra unglinga sem reykja vilja hætta því og 89% þykir reykingar sóðalegur ávani.  Flestir unglingar gera sér grein fyrir því að það getur verið mjög erfitt að hætta að reykja.  Það skiptir máli að foreldrar og forráðamenn sýni börnum og unglingum stuðning með því að hjálpa þeim að velja reyklaust líf sem vitaskuld er ekki fórn heldur frelsi.

Frásögn ofbeldismanns

Reynslusaga

Hér fylgir saga Guðmundar sem birtist í Daglegu lífi í Morgunblaðinu þann 9. ágúst 1996. Guðmundur er ofbeldismaður sem leitaði sér aðstoðar.

Eftir 23ja ára kynni og 19 ára hjónaband keyrði um þverbak fyrir tveimur og hálfu ári. Rifrildi hjónanna, sem venjulega endaði með öskrum, ógnunum, pústrum, löðrungum og hrindingum af hálfu eiginmannsins, varð heiftarlegra en nokkru sinni fyrr. Konan og börnin þrjú flúðu í Kvennaathvarfið. Eiginmaðurinn, sem réttlætti ætíð barsmíðarnar með því að hann missti bara stjón á sér, iðraðist…að vísu eins og jafnan áður þegar honum varð laus höndin. “Í þetta skipti rann þó upp fyrir mér að sjálfur yrði ég að leita mér hjálpar. Þrátt fyrir allt sem á undan var gengið var fjölskyldan mér afar kær.”
Hér verður hann kallaður Guðmundur, en hann hefur einn fárra íslenskra karla leitað sér sálfræðimeðferðar til að losna úr viðjum þess vana að beita ofbeldi. Hann er enn í meðferð hjá Gabríelu Sigurðardóttur, sálfræðingi, og segist ekki hafa beitt eiginkonu sína eða aðra ofbeldi frá því meðferðin hófst. Guðmundur er fús til að segja Daglegu lífi undan og ofan af lífshlaupi sínu, uppvaxtarárunum, hjónabandinu og meðferðinni.
“Ég er næstelstur fjögurra systkina og ólst upp, ásamt þeim, hjá báðum foreldrum þar til þeir skildu þegar ég var tíu ára. Við bjuggum fyrir norðan, faðir minn var sjómaður og oft í burtu. Þótt hann væri mikill drykkjumaður, var ég pabbastrákur og þoldi hvorki hvernig mamma talaði við hann né um hann við okkur systkinin. Hún hataði hann, kallaði hann fyllibyttu og ræfil, en hann lagði mér vitanlega aldrei illt orð til hennar. Ég skildi þetta ekki því mér þótti pabbi góður og hlakkaði alltaf til þegar hann kom í land. Einkum man ég að mér sárnaði þegar mamma sagði að ég væri sami auminginn og pabbi.”

Mamma lamdi mig eins og harðfisk:

Þótt á ýmsu hafi gengið í samskiptum foreldranna man Guðmundur ekki eftir að faðir hans hafi beitt hann ofbeldi. Hins vegar segir hann að móðir sín hafi oft lúbarið sig eins og harðfisk ef henni mislíkaði. ”Ég man fyrst eftir að hún lamdi mig þegar ég var sex ára. Barsmíðunum linnti ekki fyrr en ég var svona tólf til þrettán ára og var farinn að geta tekið á móti. Mér fannst mamma afskaplega vond kona. Núna veit ég að hún hefur alla tíð átt við geðræna vanda að stríða líkt og svo margir í fjölskyldunni minni. Innst inni er hún góð manneskja og vitaskuld fannst mér hún stundum góð í gamla daga, þótt slæmu minningarnar séu fyrirferðarmeiri.”
Af ýmsum frásögnum og minningabrotum móðursystkina sinna segir Guðmundur að smám saman hafi sér orðið ljóst að móðir hans hafi sætt ofbeldi af hendi föður síns í æsku. “Við vorum bláfátæk, en mamma var hörkudugleg, vann í verksmiðju og þáði aldrei neitt af neinum. Hún var og er afar bitur kona. Ég hef lítið samband við hana núna, en finn ekki lengur fyrir reiði í hennar garð.
Ofbeldið á heimilinu einskorðaðist þó ekki við að móðirin gengi í skrokk á elsta syninum. Elsti sonurinn, þ.e. Guðmundur, lamdi systkini sín óspart. Hann segir að aldrei hafi hvarflað að sér að hann væri að gera eitthvað rangt. Með þessu móti gat ég stjórnað þeim, þau voru hrædd við mig og hlýddu.”

Fannst ég aldrei geta lamið nóg:

Þrátt fyrir ógnina, sem yngri systur Guðmundar stóð af bróður sínum, leitaði hún eitt sinn liðsinnis hans eftir að strákur í skólanum hafði ítrekað veist að henni með látum. “Ég sat fyrir strák og greip hann glóðvolgan. Ég man að ég lamdi og lamdi og kýldi og kýldi. Heiftin var þvílík að mér fannst ég aldrei geta lamið hann nóg. Ég gat ekki hætt. Mér er atvikið í fersku minni, því þegar ég beitti konuna mína ofbeldi síðast greip mig nákvæmlega sama tilfinning.”
Guðmundur segir að samband þeirra systkina hafi byggst á ást og hatri í senn. “Ég var uppreisnarseggurinn, kjaftfor, lenti oft í áflogum, slunginn að finna upp á orðum til að særa aðra og mér var oftast refsað. Mamma batt miklar vonir og væntingar við elstu systur mína, sem átti að verða allt sem mamma varð ekki. Yngri systir mín var, eins og stundum er sagt, týnda barnið, sem synti í gegnum lífið, sagði fátt og virtist kæra sig kollótta um ástandið á heimilinu. Litli bróðir minn var hins vegar dálætið og “krúttið” í fjölskyldunni.” Að sögn Guðmundar hefur systkinum hans ekki gengið margt í haginn í lífinu. Hann segir samband þeirra innbyrðis ekki náið, þau séu tilfinningalega bæld og erfitt að komast að þeim.
Fimmtán ára fluttist Guðmundur suður og leigði til að byrja með hjá föður sínum, sem með drykkjuskap var á góðri leið með að leggja líf sitt í rúst. Heimilisaðstæður voru fjarri því að vera til fyrirmyndar; drykkjufélagar föður hans tíðir gestir og oft upphófst slagsmál og læti. “Ég þurfti oft að skakka leikinn, en verst þótti mér þegar ég neyddist til að svipta föður minn sjálfræði. Hann lést úr dæmigerðum áfengissjúkdómi aðeins 49 ára, einn og yfirgefinn, í fátæklegri herbergiskytru. Hann náði aldrei tökum á áfengissýkinni, þótt hann hefði oft farið á Bláa bandið og þreifað fyrir sér innan AA-samtakanna. Hann var “lúser”.
Guðmundur segist hafa orðið mjög undrandi þegar hann kom fyrst til Reykjavíkur og sá allar “mellurnar”. “Ég hafði ýmsar ranghugmyndir frá móður minni. Hún sagði mér að allar konur, sem væru farðaðar, með lakkaðar neglur og þess háttar, væru mellur. Ég trúði henni en þorði ekki að spyrja neinn. Ég held að þetta sé lýsandi dæmi um biturð mömmu út í allt og alla.”

Hröð sigling í brennivínið:

Til að byrja með vegnaði Guðmundi bærilega í höfuðborginni. Hann fór á sjóinn, síðan í sveit, lærði prentiðn, var sölumaður í þrjú ár og lausamaður í blaðamennsku í nokkur ár. Þegar hann kynntist eiginkonu sinni segist hann hafa skemmt sér mikið og verið á hraðri siglingu í brennivínið. “Áfengið var mín lausn á ótta og kvíða, lélegu sjálfsmati og feimni. Ég vissi að ég var ágætum gáfum gæddur, gæti lært og gert ýmislegt betur en ég gerði. Ég lærði bara aldrei neitt og gerði aldrei neitt af viti. Eftir að við giftum okkur, bæði rúmlega tvítug, vildi konan að við hættum að skemmta okkur og lifðum rólegu heimilislífi. Slíkt fannst mér fráleitt. Á þessum árum vann ég mikið, drakk mikið, stofnaði fytrirtæki 1976, sem ég misst vegna óreglu fjórum árum síðar.
Ári eftir að við giftum okkur var ég farinn að beita konuna ofbeldi, en passaði mig alltaf á að ekki sæi á henni. Ég var aðallega í því að taka lauslega muni og grýta þeim út um allt. Þegar elsta dóttir okkar var nokkurra mánaða, rústaði ég íbúðina algjörlega, en eyðilagði þó ekki hluti sem mér voru kærastir eins og hljómflutningstækin og fleira.”

Sjálfsvorkunn:

Þótt eiginkona Guðmundar hafi sætt barsmíðum annað slagið um tæplega tveggja áratuga skeið var framangreindur atburður til þess í annað skipti af tveimur að hún yfirgaf heimili þeirra. “Hún flúði með barnið til móður sinnar, en ég lá heima, vorkenndi sjálfum mér og vældi í henni að koma aftur heim.” Áberandi einkenni þeirra sem beita ofbeldi segir Guðmundur einmitt vera sjálfsvorkunn, t.d. telja þeir sig ekki hafa fengið sömu tækifæri í lífinu og aðrir og fleira þess háttar. Ennfremur hafi þeir tilhneigingu til að gera aðra ábyrga fyrir hegðun sinni. Framangreindri uppákomu segir Guðmundur að hafi loks lyktað með því að konan kom heim og tók íbúðina í gegn.
Árin liðu, Guðmundur jók drykkjuna og áður en hann fór í áfengismeðferð var hann búinn að vera dagdrykkjumaður í 3-4 ár. “Lífið snerist bara um að vinna, drekka og sofa. Ég drakk í vinnunni en sjálfsvirðing mín fólst í að mæta alltaf í vinnuna. Yfirleitt var ég drukkinn þegar ég beitti ofbeldi. Dæmigert ferli var á þá leið að á fyrsta stigi var smá úlfúð milli okkar hjóna, á öðru stigi rifumst við og á þriðja stigi varð uppgjör, sem endaði með barsmíðum.”
Þótt Guðmundur segist ekki geta talað fyrir munn konu sinnar er hann viss um að hún hafi alltaf vitað að rifrildin enduðu með ofbeldi og líklega hafi henni verið farið að finnast sem þá væri málið afgreitt. “ Ég túlkaði viðbrögðin hins vegar þannig að sennilega vildi hún láta berja sig”
Eftir áfengismeðferðina virtist ýmislegt færast í betra horf. Líkamlegt ofbeldi linnti um stundarsakir, en þó kveðst Guðmundur hafa haldið áfram að vera ógnandi í framkomu ef eitthvað í fari eða hegðun eiginkonunnar var honum ekki að skapi. “Í meðferðinni fékk ég andlega vakningu, mér leið miklu betur og sótti síðan AA fundi reglulega. Þótt ég væri edrú fór smám saman að halla undan fæti og 1987 átti ég við alvarlegt þunglyndi að stríða, sem varði í fimm ár með smáglennum á milli. Þá reyndi ég að gera eitthvað sem gaf peninga, en það dugði ekki til og árið 1992 varð ég gjaldþrota. Ég var hjá geðlækni, sem prófaði hvert þunglyndislyfið af öðru án árangurs. Ekki fór að rofa til fyrr en ég var sendur í raflostsmeðferð á Borgarspítalanum. Á þessum tíma hóf ég aftur að láta hendur skipta þegar upp úr sauð milli okkar hjóna en ekki þó eins og oft áður.”

Áfengi ekki lengur sökudólgurinn:

Guðmundur telur raflostsmeðferðina hafa bjargað lífi sínu. Varðandi ofbeldið segist hann hafa verið kominn út í horn. Konan hafði farið í Alanon og lært sitthvað til að bregðast við aðstæðum og sjálfur hafði hann ekki áfengið sem sökudólg fyrir hegðun sinni. “Þegar allt fór úr böndunum síðast var ég algjörlega örvinglaður. Mér fannst illa komið fyrir mér en hafði litla samúð með konunni. Sektarkenndin var yfirþyrmandi, en samt hugsaði ég bara um sjálfan mig.”
Guðmundur segist alltaf hafa elskað eiginkonu sína, en gagnkvæm virðing hefði vitaskuld ekki ríkt í hjónabandinu. Aðdragandinn að því að konan flúði í Kvennaathvarfið segir hann hafa verið lítilfjörlegan ágreining í fyrstu. “Rifrildið magnaðist í nokkra daga þar til dætur okkar fóru líka að rífast og snerust gegn mér. Þá fannst mér mælirinn fullur, ég henti þeim út og hóf barsmíðar á konunni. Ólýsanleg heift greip mig, ég kýldi hana hvað eftir annað í magann, á höfuðið og þeytti henni og hrinti um íbúðina. Ég hef stundum velt fyrir mér hvað hefði gerst ef eitthvert vopn hefði verið við höndina.”
Eiginkonan og tvö barnanna voru sjö vikur í kvennaathvarfinu. Skilnaður virtist óumflýjanlegur og Guðmundi var ljóst að konunni var fullkomin alvara. Þar sem hann hafði farið í áfengismeðferð datt honum í hug að kanna hvort ekki byðist meðferð fyrir karla, sem ættu við sams konar vanda að stríða og hann. “Ég spurðist víða fyrir, en enginn kannaðist við slíkt úrræði. Til að gera langa sögu stutta þá leiddu fyrirspurnir mínar mig loks á fund Gabríelu, sem samþykkti að taka mig í einstaklingsmeðferð.”

Þaulhugsaður verknaður:

Guðmundur telur meðferðina eitt sitt mesta gæfuspor í lífinu, því Gabríela hafi leitt sér eitt og annað fyrir sjónir, sem honum var framandi. “Eitt hið fyrsta sem hún upplýsti mig um var að ofbeldi mitt væri lærð hegðun en ekki stjórnleysi. Í fyrstu brást ég illa við þegar hún fullyrti að ofbeldi væri þaulhugsaður verknaður. Ég svaraði að bragði að ég hefði oft rifist við konuna mína án þess að berja hana. Gabríela sagði að vitaskuld hefði ég gert það, því ég hefði bara lamið hana þegar ég ætlaði mér það. Þar fór afsökunin um að missa stjórn á sér fyrir bí líkt og áfengið forðum.”
Að sögn Guðmundar var Gabríela ekki ýkja spennt fyrir að taka hann í meðferð. Þegar hún lét undan þrábeiðni hans tók hún skýrt fram að hann yrði bara tilraunadýr. “Fyrstu fjóra mánuðina ræddum við saman í tvo og hálfan tíma einu sinni í viku. Við fórum yfir ferlið og stöðuna sem upp var komin. Smám saman tókst henni að þoka sektarkennd minni til hliðar, brjóta niður varnarmúrana og höfða til skynseminnar.”
Þótt vantrúuð væri lét eiginkonan tilleiðast að gefa manni sínum enn eitt tækifærið og hefja sambúð að nýju. Hún vissi af meðferðinni en var hvorki sátt við hana né tilbúin að taka þátt í henni. “ Við hjónin getum enn ekki rætt um það sem á undan er gengið. Þótt mótsagnarkennt sé þá vorum við föst í einkennilegu mynstri sem fólst í að okkur fór í rauninni ekki að líða vel fyrr en okkur fór að líða illa. Ég held að nokkuð sé til í því sem stundum er sagt að sá sem elst upp í ótta líður illa þegar honum er sýnd ást.”

Ekki hægt að gleyma hegðun sem særir siðferðisvitundina:

Í meðferðinni lærði Guðmundur m.a. að tileinka sér ákveðna hegðun til að vekja ekki ótta. Í stað þess að alhæfa var honum bent á að segja fremur hvað sér fyndist. Einnig fékk hann ýmis ráð til að bregðast við áþekkum aðstæðum og áreiti, sem árum saman leiddu til þess að hann beitti hnúum og hnefum.
“Ég hef þurft að horfast óvæginn í augu við sjálfan mig. Slík sjálfskoðun er afar erfið, en vel þess virði. Þótt ýmsir agnúar séu enn á hjónabandinu er ég vongóður um að tíminn vinni með okkur hjónum. Verst þykir mér að konan mín virðist halda að hægt sé að gleyma því liðna. Ég held að lausnin sé ekki fólgin í afneitun. Þrátt fyrir einlægan vilja gleymir maður aldrei því slæma eða óeðlilega sem gerst hefur í fortíðinni og særir siðferðisvitundina. Mín reynsla er sú að beri maður sig eftir hjálp er alls staðar hjálp að fá hversu ógnvænlegur og illviðráðanlegur sem vandinn virðist,” segir Guðmundur og bætir við að með viðtalinu vilji hann miðla öðrum af reynslu sinni og hvetja þá, sem standi í svipuðum sporum og hann gerði, til að leita sér aðstoðar.


Ást er það ekki bara þriggja stafa orð notað í skáldsögum ?

Ástin skiptist í nokkur svið og til þess að þú fáir sem mest út úr ástarsambandi þurfa öll sviðin að vera virk. Lestu eftirfarandi og athugaðu hvort þér finnist eitthvað vanta upp á hjá þér.

Fyrsta sviðið: Kynlíf

Sama hvað hver segir þá er þetta einn almikilvægasti hluturinn í ástarsambandi. Kynhvötin er ein af frumhvötum mannsins og ef þú ert ekki að sinna manninum þínum, þá gerir bara einhver önnur það. Þetta er kaldur sannleikurinn. Kynlíf gerir ykkur nánari og sambandið tryggara en kynlífið er vinna sem þarf að sinna. Það er svo auðvelt þegar þið eruð þreytt á kvöldin eftir langan vinnudag að sofna fyrir framan sjónvarpið eða inni í rúmi og sleppa kynlífinu. Hugsa, æ ég geri það bara á morgun. Dagar verða að vikum og fyrr en varir koma jólin oftar! Pör sem hætta að lifa kynlífi fjarlægjast hvort annað og verða skilningslaus á þarfir makans. Bryddaðu upp á nýjungum og fáðu sem mest út úr kynlífinu og það mun gefa ástinni mikinn styrk.

Annað sviðið: Vinátta

Hver myndi vilja eiga maka sem er ekki jafnframt þinn besti vinur og félagi sem þú deilir flestu/öllu með. Það er þó nokkuð algengt að pör líti á sig sem par en ekki vini. Þegar á móti blæs er það þó oft vináttan sem heldur fólki saman. Þegar þú ert þreytt og úfin heima í jogginggallanum, þá er það vináttan sem heldur ykkur saman en ekki ástríðan. Maðurinn þinn þarf að vera sá sem þér finnst þú ávallt geta leitað til og treyst og þú verið viss um að hann styðji þig og hvetji þig áfram.

Þriðja sviðið: Rómantík

Ef þú þarft að hugsa þig lengur um en eina mínútu ef ég spyr þig, hvenær áttir þú síðast rómantíska stund með manninum þínum, skaltu athuga málið og gera eitthvað í því. Hvernig var rómantíkin þegar að þið voruð í tilhugalífinu. Þú þarft kannski að rifja það upp og brydda líka upp á nýjungum. Oft nægir ein rós, falleg skilaboð, út að borða 2 ein, helgarferð innan- eða utanlands, kertaljós og notaleg kvöldstund. Rómantík viðheldur ástríðu í hjónabandinu og kemur í veg fyrir að þið séuð eins og systkini eða góðir vinir.

Fjórða sviðið: Fjármál

Nú kanntu að spyrja, hafa fjármál eitthvað með ástina að gera. Já, svo sannarlega. Helsta ástæða fyrir því að fólk fer að rífast er vegna fjármála. Það er því mikilvægt að þið séuð á sömu skoðun um hvernig eigi að fara með peninga og hvernig eigi að ráðstafa tekjum heimilisins. Jafnframt þó mörgum finnist fáranlegt að tala um fjármál í sömu andrá og ástina, þá er það bara svo stór hluti af okkar lífi og gott að hafa á hreinu frá upphafi.

Fimmta sviðið: Skoðanir

Ef þú og maki þinn hafa svipað lífsviðhorf og skoðanir er líklegra að samband ykkar endist. Smá skoðanamunur er þó í góðu lagi, en við erum að tala um svona stærri mál eins og barneignir, trúmál, hjónaband, fjármál o.fl.

Sjötta sviðið: Áhugamál

Þið þurfið alls ekki að eiga sömu áhugamál og í raun er það bara gott mál ef þið eigið ykkar eigin áhugamál fyrir ykkur. Það sem er nauðsynlegt er að þið hafið skilning á áhugamálum hvors annars og styðjið hvort annað. Einnig er gott að eiga einhver sameiginleg áhugamál, jafnvel eitthvað sem allir fjölskyldumeðlimir geta gert saman. Reyndu að sýna áhuga á hans starfi og áhugamálum því þá ert þú á sama tíma að sýna honum virðingu. Þú skalt einnig óska eftir áhuga hans á þínu starfi og málefnum. Vinna okkar er svo stór hluti af okkar lífi að við verðum að sýna hvort öðru áhuga á þessu sviði, annað er virðingaleysi.

Sjöunda sviðið: Markmið

Mikilvægt er að þið séuð með sama markmið í huga varðandi samband ykkar. Ef þú ert ekki viss um markmið hans með sambandinu getur það skapað óöryggi hjá þér og þú getur ekki gert áætlanir fram í tímann. Heiðarleiki er lykillinn og þú þarft að geta rætt þetta við hann.


"12 ára börn eru farin að drekka áfengi og fikta með fíkniefni"

Reynslusaga

Í upphafi vil ég taka fram að ég er hvorki læknir né sálfræðingur. Ég er einungis faðir sem misst hefur son sinn í helvíti eiturlyfja, og við hjónin höfum staðið í meira en 20 ára baráttu fyrir lífi hans. Sú barátta hefur ekki unnist enn, og ég veit ekki hvort hún mun nokkru sinni vinnast. Ég hef ekki alltaf breytt rétt, og í upphafi vissi ég ekkert hvernig ætti að bregðast við. Baráttan hefði ugglaust ekki verið eins erfið, ef ég hefði vitað þá það sem reynslan hefur kennt mér nú. Vegna þeirrar reynslu sendi ég ykkur þetta bréf. Það er ekki síst stílað til þeirra foreldra sem óttast að börn þeirra séu farin að fikta með fíkniefni, eða hafa nýlega uppgötvað það.

Það er skelfileg staðreynd að algengt er orðið að 12-14 ára börn séu farin að drekka áfengi og fikta með fíkniefni. Það er fullkomlega óeðlilegt, og við því verður að bregðast. Og fyrstu viðbrögðin verða og hljóta að koma frá foreldrum. Það þýðir ekki að afgreiða málið með því að þetta geri allir, enda ekki satt. Og allra síst ættu foreldrar að kaupa áfengi handa börnum sínum, jafnvel þótt það sé "aðeins" bjór.

Þegar grunur vaknar

Þegar grunur vaknar og gengið er á unglinginn mun hann sennilega harðneita öllu. Á að trúa honum? Ef hann er ekki beinlínis staðinn að verki þarf að styðja gruninn ákveðnum rökum. Það þarf að fylgjast með hegðun hans. Jafnvel leita hjá honum að tólum til neyslu, hasspípu eða einhverju slíku. Af hassi er ákveðin lykt. Er hegðun hans að einhverju leyti að breytast? Allt í einu kominn nýr félagsskapur og fyrri vinir horfnir? Pirringur, óeirð, skapstyggð? Hættur að umgangast foreldra eins og áður? Betl um peninga og tal um einhverjar óskilgreindar skuldir? Einkunnum hrakar og skólasókn óstöðug? Hverfur kannski og muldrar einhverjar óljósar skýringar?

Allt eru þetta vel þekkt einkenni sem getur tekið tíma að átta sig á. Þeim fylgir gjarnan kvíði og eins konar óöryggi. Get ég ekki lengur treyst barninu mínu? Er ég að hafa það fyrir rangri sök og spilli þar með samskiptum okkar? Það er ekkert gaman að standa í slíku. En óvissan nagar og vill fá svör, helst af öllu að óttinn sé óþarfur. Einnig það getur tafið fyrir. Dæmi sanna að ungmennum hefur tekist að neyta vímuefna mánuðum saman, jafnvel allt upp í tvö ár, án vitneskju grunlausra foreldra. Og þá getur neyslan verið komin á svo alvarlegt stig að erfitt verði um björgun.

Lamandi áfall

Þegar hið sanna kemur svo í ljós, að unglingurinn er í raun ánetjaður fíkniefnum, þá verkar það nánast sem lamandi áfall á foreldra. Ég man að mér féllust hendur og ég ætlaði ekki að trúa þessu. "Við upplifum gjarnan sorg, reiði, sektarkennd, vanmátt og hræðslu." Þannig komast tvær mæður á Akureyri að orði í bæklingi sem þær hafa dreift, og allt þetta kannast ég vel við. Fyrstu viðbrögð verða oft sjálfsásökun. Hvað hef ég gert rangt? Mér hlýtur að hafa mistekist sem foreldri úr því að svona gat farið. Og svo getur því miður vaknað smán og skömm, ekki síst vegna þess umtals (einkum fyrr á árum) að eiturlyfjakrakkar komi frá brotnum óreiðufjölskyldum. Og þess vegna getur sú hugsun orðið áleitin að þessu beri að leyna. Það eru að mínu viti verstu viðbrögð sem hugsast getur, því það kann að viðhalda neyslunni. Það besta sem unnt er að gera fyrir barn sitt sem komið er í neyslu fíkniefna er að gangast strax opinberlega við vandanum af fullri hreinskilni. Segja öllum frá því, öðrum í fjölskyldunni, skólayfirvöldum, vina- og kunningjahópi barnsins. Með því móti aukast líkur á því að unglingurinn fái fljótt viðeigandi meðferð til að sigrast á áunninni fíkn sinni, sem getur verið orðin að alvarlegum sjúkdómi. Þetta kann að virðast erfitt í fyrstu, en trúið mér, því fylgir mikill léttir.

Sjúkdómur eins og margarma kolkrabbi

Nú getur brugðist til beggja vona, og fer oftast eftir því hversu miklum skemmdum fíknin hefur þegar valdið. Alkóhólismi hefur verið skilgreindur sem líkamlegur, andlegur og félagslegur sjúkdómur, og neysla harðra fíkniefna margfaldar þann sjúkdóm á allan hátt. Vonandi sættist unglingurinn á að fara í meðferð, og vonandi fæst fljótt fyrir hann meðferðarpláss. Því miður hafa íslensk stjórnvöld harla lítinn skilning á þessum vanda og búa illa að meðferðarstofnunum. En vonandi fær unglingurinn skjóta meðferð. Því miður er ekki víst að hún takist í fyrstu atrennu. Ungt fólk jafnar sig oft fljótt líkamlega, og þá finnst því ekkert að lengur, allt er í fínu lagi, og þetta fíkniefnaflipp var kannski ekki svo svakalega slæmt. Slíkt viðhorf getur leitt til falls og afturhvarfs til fyrri neyslu. Annað lamandi áfall fyrir foreldra. Vonin sem ekki má bregðast hefur brugðist.

Því miður er þessi sjúkdómur eins og margarma kolkrabbi og teygir sýkingararma sína til fjölskyldunnar einnig. Foreldrarnir dragast inn í alla atburðarás og komast engan veginn undan áhrifum.Við sýkjumst einnig alltaf að einhverju leyti. Við viljum hjálpa barninu okkar, en vitum kannski ekki hvað er hjálp í raun. Fíknin gerir unglinginn ótrúlega tungulipran og útsmoginn við að telja aðra á sitt band. Við getum lent í þeirri aðstöðu hvað eftir annað, að okkur líður illa hvort sem við segjum já eða nei við tilmælum fíkilsins. Stundum þarf að brynja sig hörku, þótt manni sé það þvert um geð, og jafnvel fyllst hreinni örvæntingu. Barnið er ef til vill búið að ljúga, stela og svíkja. Það er ekki auðvelt að greina á milli barns og fíknar. Að elska barnið og hata fíknina. Að muna að barnið er annað og meira en fíkn þess.

Þess vegna verða foreldrar í þessum sorglegu aðstæðum að vera sér meðvitandi um eðli sjúkdómsins og leita ráða hjá fagfólki sem kann til verka. Í upphafi eru, held ég, allir ráðvilltir. Þetta er skelfilegur vandi, sem ég óska engum að komast í. En við verðum öll að vera vakandi, því að eiturlyfjavandinn er allt í kringum okkur og íslensk stjórnvöld hafa því miður engan skilning á umfangi hans né þeim hryllilega skaða sem hann veldur.


Pantaðu tíma ! " það er styrkur að leita sér hjálpar ekki veikleiki "

Fyrir unglinga, fullorðna , foreldra og aðstandendur.

Viðtöl við ráðgjafa  ( viðtalsúrræði ) 

 Einstaklingsviðtöl: Í þessum viðtölum er hjálpað til við að horfast í augu við vandann og  hvaða áhrif hann hefur á líf viðkomandi.  í viðtölunum er einnig hjálpað til að átta sig á tilfinningum sínum og hjálpað til þess að finna þeim farveg.  Oft eru viðmælendur að upplifa erfiðar tilfinningar og eiga erfitt með að tjá þær þar sem þeim finnst að þeim ætti að líða á einhvern annann hátt. Þeir gera oft lítið úr tilfinningum sínum og telja þær ýmist réttar eða rangar. Viðtölin eru gott verkfæri til þess að fást við þessar tilfinningar, tjá þær og viðurkenna.  Einnig er farið vel yfir einkenni fíknar og viðkomandi hjálpað við að sjá sín eigin einkenni.

Fjölskylduviðtöl: Það er mikilvægt að hlúa vel að einstaklingnum en það er einnig mikilvægt að hlúa vel að fjölskyldunni í heild sinni. Í viðtölunum er leitast við að styrkja fjölskylduna með því láta rödd allra heyrast.  Einnig með því að móta sameiginlega stefnu fjölskyldunnar og sameiginleg markmið.  Við skoðum samskiptamunstrið og vinnum með það og æfum tjáningu um tilfinningar og önnur atriði sem skipta máli.

Stuðningshópar: Hópunum er stýrt af ráðgjafa og þeir eru í 60 mínútur í senn einu sinni í viku. Í þessum hópum eru 8-10 aðstandendur sem deila saman reynslu sinni, styrk og von. Hóparnir eru öflugt verkfæri þar sem einstaklingurinn getur samhæft sig með öðrum og æft sig í einlægri tjáningu á eigin tilfinningum og eigin aðstæðum. Hóparnir eru oft fyrsta skref aðstandandans út úr skömm og einangrun. Þar sem allir í hópnum eru að vinna að því sama finnur einstaklingurinn sig viðurkenndan og langt frá því að vera einn í sínum vanda.

Pantaðu tíma það er styrkur að leita sér hjálpar ekki veikleiki

lifsyn@lifsyn.is 

 

Spurt og svarað V " Hjálp!"

spurning:

 

Þannig er að ég er í sambandi við mann. Hann getur mjög illa stjórnað drykkju sinni. Hann dettur kannski í það 2svar í mánuði að jafnaði og drekkur mjög illa í hvert skipti. Hann skandaliserar yfirleitt alltaf, hann hefur barið mig svo eitthvað sé nefnt. Hann drekkur jafnvel þótt hann sé með börnin sín hjá sér. Hann fær yfirleitt töluverðan mórall eftir djamm. Hann á til að muna ekki stóra kafla. Hann hefur viðurkennt að nota áfengi sem deyfilyf vegna erfiðra tilfinninga. Hann hefur tvisvar sinnum frá áramótum ákveðið að hætta að drekka en ekki fylgt því eftir nema í um einn og hálfan mánuð.
Er þetta ekki einkenni alkahólisma. Mynduð þið ekki segja að líklegt væri að maðurinn væri alki?
Hvað svo, hvað getur maður gert. Ég tel að hann þurfi meðferð en hann segist ekki eiga við vandamál að stríða. Er hægt að hjálpa fólki sem viðurkennir ekki vandamálið.
Langar að hjálpa honum veit bara ekki hvernig, veit ekki hvernig ég á að snúa mér.

 

Svar:

Sæl, sjálfsagt er hann alki en það er ekki því að kenna að berji þig eða annan, eitthvað mikið er að sjálfsmatinu hjá svoleiðis mönnum. (ég er viss um að hann lofar að gera þetta aldrei aftur) en heldur því samt áfram. Hann þarf meiri hjálp en að hætta bara að drekka, en það er góð byrjun. Að leita sér aðsoðar er ekki veikleiki heldur styrkur!

gangi þér vel.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband