Hafa ber í huga að......
24.10.2010 | 23:30
Hafa ber í huga að:
Foreldrar bera ábyrgð þar til barnið er orðið 18 ára.
Unglingur þarf að meðaltali minnst níu stunda svefn á sólarhring.
Syfjaðir og þreyttir nemendur eiga erfitt með að einbeita sér við nám
Foreldrar ættu að þekkja vini barna sinna og foreldra þeirra, vita hvar barnið er þegar það er að heiman.
Vanrækt og afskipt börn og börnum sem líður illa eru líklegri fórnarlömb fíkniefnasala en önnur.
Foreldrarnir eru oftast lykillinn að lausn vandamála sem upp koma Góð fyrirmynd er gulls ígildi.
Ert þú góð fyrirmynd á þínu heimili?
Ert þú tilbúinn að gefa barninu þínu tíma til að stuðla að því að það eignist góðar minningar um æskuárin?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.