Netfikn

Netnotkun á íslandi er einhver mesta í heiminum.  Rúmlega 70% íslendinga hafa nú aðgang að tölvu sem tengd er netinu og sækja þangað reglulega.  Fólk notar netið til ýmissa hluta, allt frá því að kynna sér ýmis efni yfir í það að eiga í samskiptum við fjarlæga vini og ættingja.  Margir láta sér nægja að gægjast á Netið einu sinni í viku meðan aðrir eru friðlausir ef ADSL tengingin þeirra dettur niður.  Fyrir marga er Netið frístundagaman líkt og að lesa góða bók en fyrir aðra er Netið atvinnutæki.  Ráðamenn hvetja fólk til að sækja Netið kynna sér það og nýta kosti þess og fullyrða að Netið verði okkar helsta tól í framtíðinni.  Hvenær er þá hægt að segja að netnotkun sé orðið að vandamáli, jafnvel fíkn.

Netfíkn er mjög ungt hugtak og eru rannsóknir á þessu fyrirbæri mjög fáar og erfitt að draga af þeim ákveðnar niðurstöður.  Netfíkn er ekki skilgreind sem geðræn röskun samkvæmt nýjustu útgáfu greiningarkerfis bandarísku geðlæknasamtakanna frá 1994.  óhætt er því að fullyrða að umræðan sem á sér stað í dag á eftir að mótast eftir því sem lengra líður og fleiri rannsóknir og meiri reynsla eiga eftir að varpa mun betra ljósi á netfíknina.

Ef þig grunar að ekki sé allt með felldu með netnotkun þína eða einhver þér nákominn reynir að benda þér á tölvunotkun þín sé meiri en góðu hófi gegnir, ættir þú að athuga hvort einhver fótur sé fyrir grunsemdum og aðdróttunum í þinn garð.  Það má finna próf á netinu sem þú getur tekið og leiði prófið í ljós að þú sért í áhættuhópi skaltu leita ráða hjá fagaðila meðferð er til staðar fyrir netfíkla og hún byggist á hugrænni meðferð, fjölskyldumeðferð og þjálfun í félagslegri færni. Í meðferð beinist einkum athyglin að því að kenna netnotandanum að ná stjórn á hegðun sinni.  Þessi meðferðarform geta ekki komið í veg fyrir að hegðunin taki sig upp aftur en gerir notandanum kleift að kljást við hvatir sínar og ná meiri færni í að stjórna þeim.

 

Margir telja að netfíkn geti greinst í undirflokka sem ræðst af því hvað það er sem fólk sækir helst á Netið.

  • kynlífsfíkn sem skiptist í netkynlífs (Cyber Sex) og netklámfíkn.
  • Sambandsfíkn ( cyber relationships )
  • Tölvupóstfíkn (eMail)
  • Verðbréfabrask á Netinu fíkn ( online stocking trading )
  • Netspilafíkn ( online Gambling )
  • Netuppboðsfíkn ( online Auctioning )
  • Upplýsingarfíkn ( information surfing )
  • Leikjafíkn ( computer games )

Netfíkill segir frá:

Þegar ég eignaðist fyrstu tölvuna mína og komst í samband við Netið átti ég það til að vaka langt fram eftir og stundum fram á morgun.  Enda þótt ég vissi að vinna biði mín og áhrif svefnleysis þá hundsaði ég það.  Þegar vika var liðin með tilheyrandi vitleysu og trekktum taugum( sem voru óhjákvæmilegur fylgifiskur aukinnar kaffineyslu  ) fann ég að ég var kominn á hálan ís.  Morgun einn leit ég upp frá lyklaborðinu og horfði umhverfis mig.  Það var full nauðsyn að fara út með ruslið.  Óhreinn þvottur flæddi út úr þvottakörfunni og helgin hafði liðið án þess að ég tæki eftir því.  Íbúðin mín var í einu orði sagt ruslahaugur.  Um leið uppgötvaði ég að maturinn hafði breyst í næringarsnautt ruslfæði og ég borðaði minna.  Að lokum kom að því að ég ákvað að taka mér tak og byrjaði að þrífa íbúðina mína og gerði það sem ég þurfti að gera.  Ég  mun aldrei gleyma því í hverju ég lenti.

 

Það eina sem hægt er að fullyrða er að Netfíkn virðist leggjast helst á ungt fólk, og frekar stráka en stelpur.  Það má í þessu sambandi benda á að stærstur hópur netnotanda er ungt fólk.  Á þessu stigi er ekkert hægt að fullyrða um orsök netfíknar.

Aðstandandi segir frá:

Þessi saga er ekki af mér heldur konunni minni.  Hún viðurkennir ekki að hún sé háð spjallrásum á Netinu. Fíkn hennar hefur skemmt hjónaband okkar það mikið að erfitt er að sjá fyrir endann á því.  Fyrir nokkrum mánuðum hóf hún að sækja “Ancient Sites” spjallrásina.  Hún byrjaði að því að eyða nokkrum tímum á viku á henni sem nú eru orðnir milli 18 og 20 tímar á dag, sjö daga vikunnar.  Hún sagðist vera að leita að gáfulegum samræðum.  Þvílíkt rangnefni það eru ekki mikið um gáfur á spjallrásum vefsins.  Hún er viðkvæm fyrir skjalli karlmanna sem leituðu kynlífs.  Síðustu 8-10 mánuði hefur hún haldið framhjá mér í huganum á spjallrásum og síðan í beinu framhaldi í síma með að minnsta kosti sex mönnum.  Nýlega keypti hún sér flugmiða til að hitta einn elskhuga sinn af Netinu og innsiglaði framhjáhaldið líkamlega.  Við eigum tvö börn 4ára dreng og 2ára stúlku.  Konan mín sinnir ekki heimilisstörfum , hún eldar ekki mat, svarar ekki símtölum nema þau séu frá netvinum hennar, viðurkennir að það sem hún gerir sé rangt.  En virðist vera tilbúin að fórna börnunum sínum fyrir það að sitja fyrir framan tölvuskjá við það eitt að skoða þrjár eða fjórar spjallrásir í einu með fimm eða sex manns í hverri.  Ég er viss um að þetta er meira en fíkn, þetta er geðveila.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband