Spurt og svarað IV "Dóttir mín 15 ára er byrjuð í neyslu"

Dóttir mín 15 ára gömul er komin í neyslu!  

Móðir spyr:
Ég var að komast að því að dóttir mín 15 ára gömul er komin í
neyslu á hassi og jafnvel í sterkari efni. Hvað get ég gert!!!!!!????
 

Kæra móðir:
Spurningin þín er mjög opin en ég mun gera mitt besta til að leiðbeina þér:
Byrjaðu á því að reyna að tala við dóttur þína. Segðu henni frá hvað þú ert hrædd og áhyggjufull. Reyndu að miðla henni þessu á sem einfaldastan hátt og án ásakana. Byrjaðu setningar þínar á “ég ...”, “mér líður ...”. Kannski tekst þér að fá hana til að hlusta á þig. Ef þú finnur að þú verður mjög æst og/eða ásakandi, slíttu þá samtalinu, því það mun ekkert koma út úr því nema að dóttir þín fælist frá þér. Reyndu að fá upplýsingar frá henni um hversu mikil neysla hennar sé, hver afstaða hennar er til neyslunnar, hvort hún líti á neysluna sem vandamál eða ekki o.s.frv.

Spurðu hana hvort hún sé tilbúin til að koma með þér í ráðgjafarviðtal niður í Foreldrahús. Í framhaldi skaltu panta viðtal í Foreldrahúsinu, hvort sem telpan þín er tilbúin til að koma með þér eða ekki og ættuð þið bæði foreldrar hennar að koma í slíkt viðtal. Oftast er hægt að fá viðtal við ráðgjafa samdægurs. Einnig gætirðu leitað til okkar hjá Lífsýn hringt og fengið viðtal hjá okkur hvort sem það er fyrir þig eða dóttur þína hjálpin er nær þér en þú heldur, Bið eftir viðtali hjá sálfræðingi er oftast um 2-3 vikur.

Gangi ykkur vel!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband