spurt og svarað VI " Ég er 16 ára fíkill og þarf hjálp"

   

Hæ ég er 16 að verða 17 ára stelpa og ég er fíkill, Hassfíkill. Ég byrjaði bara í vetur þegar það komu upp vandamál í lífi mínu. Byrjaði bara. Hass og Hass og Hass varð líf mitt í nóvember og smá af desember. Samt í enda nóvember brjálaðist elsti stjúpbróðir minn við mig útaf þessu ( hann og annar stjúpbróðir minn eru báðir í neyslu) hann öskraði á mig og meðan ég var í heimsókn hjá þeim og allt varð brjálað. En ég þurfti endilega að falla aftur í janúar, var edrú í mánuð, aftur í febrúar. og í Mars þá notaði ég helling af spítti og hassi og áfengi og þannig. hvað er eiginlega komið yfir mig. hata að vera fíkill, hata að bregðast mömmu og öllum systkinum mínum og vinum mínum og sumir hafa prófað þetta og mér finnst að það sé mín sök því ég var með þeim. Hvað á ég að gera??? Ég fæ oft fráhvarfseinkenni og eina leiðin til að losna við þau í einhvern tíma er að fá sér í haus.

 

Svar:

Af bréfi þínu að dæma er augljóst að þú hefur átt um sárt að binda um nokkuð skeið og því miður eins og vill svo oft gerast hefur þú fundið flótta í neyslu vímuefna. Mikilvægt er þó að muna að hættulegt getur verið að stimpla sjálfan sig sem \"fíkil\" þar sem það færir ábyrgð vandans og lausn hans úr þínum höndum en í raun er lausnin á þínu valdi. Ef þú tekur eitthvað úr þessu svari er ef til vill það mikilvægasta að það skiptir ekki máli hversu oft þú reynir að hætta (ferð í meðferð), ef þú tekst ekki á við rót vandans eru alltaf líkur á að þú munir falla. Í byrjun bréfsins segir þú að neyslan hafi byrjað eftir að vandamál komu upp í lífi þínu en það hljómar eins og klassískt dæmi um það þegar fólk reynir að deyfa sársaukann og vonar að vandamálið hverfi með tímanum. En málið er að vandamál hverfa ekki bara, þau leggjast tímabundið í dvala og ef að þú tekst ekki á við þau þá eiga þau bara eftir að koma upp aftur á yfirborðið og þá jafnvel með meiri krafti en áður og þá eru allar líkur fyrir því að þú fallir aftur. Þú verður að komast að því hvað það er sem lætur þér líða svona illa og takast á við það þannig að þú þurfir ekki á fíkniefnunum að halda til að deyfa tilfinningarnar. Þá myndi ég mæla með því að þú færir inn í AA og færir að vinna í sporunum. Fáðu þér góðan trúnaðarvin sem þú getur treyst og farðu að vinna í prógramminu.

Gangi þér vel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband