Af hverju byrjar ungt fólk að nota áfengi eða fíkniefni ?

Af hverju byrjar ungt fólk að nota áfengi eða fíkniefni ?

,,Mér leið illa í skólanum , varð fyrir einelti og kveið fyrir hverjum degi"

,,Mér varð bara rétt pípa í partýi og ég prufaði " 

,,Mér var sagt að hass hefði róandi áhrif á mann"

,,Fannst það ,,cool”

,,Vildi bara vera eins og eldri krakkar”

,,Veit það ekki ,vildi vera með ,

,,Var í hópi með eldri krökkum og "

,,Ætli það hafi ekki bara verið einhver þrýstingur”

,,það var svo töff “

Þetta eru svör nokkurra unglinga sem voru í meðferð til þess að hætta neyslu á vímuefnum 2003.Víst er að sú barátta verður löng og erfið og skilur eftir sig ör alla ævi.   Öll neyttu þau fíkniefna í fyrsta skipti í heimahúsi hjá ,,kunningja” og stóðu venjulega  frammi fyrir því að þurfa að taka ákvörðun um það fyrirvaralaust um hvort þau ætluðu að prófa.  Öll féllu þau á þessu prófi. 

Þau áttu það öll sameiginlegt að þau eyddu litlum tíma með foreldrum sínum á unglingsárunum......Að vera í góðum tengslum við barnið er eitt það mikilvægasta sem foreldrar geta lagt af mörkum til að hjálpa barninu sínu að forðast neyslu á áfengi og fíkniefnum..
 

Leitaðu aðstoðar ef grunsemdir vakna, það er styrkur , ekki veikleiki


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband