Almenningsáltið
21.11.2010 | 13:05
Almenningsálitið
Reynslan hefur sýnt að fíkniefnasala verður ekki einugis stöðvuð með löggæslu eða sértækum aðgerðum stjórnvalda. Á meðan neytendur/kaupendur eru til staðar verða alltaf til seljendur, sem vilja græða án tillits til skaðsemi efnannna. Hinir svokölluðu dílerar, reyna sífellt að skapa sér sem besta aðstöðu til að græða á sem flestum. Í dag er nóg af glæpamönnum, sem hafa áhuga á að fjármagna fíkniefnakaup, flytja efnin inn og selja.
Þeim er nákvæmlega sama hvaða afleiðingar gerðir þeirra hafa fyrir aðra. Þeir græða á meðan aðrir blæða. Ef verulegur árangur á að nást í að draga úr möguleikum þessarra manna þarf almenna hugarfarsbreytingu og samstöðu gegn fíkniefnum og öðrum vímuefnum
- Hver og einn þarf að líta sér nær. Gott fordæmi og góðar fyrirmyndir segja meira en mörg orð.
- Allir þurfa að vera samtaka í að taka til hendinni hver á sínu sviði.
- Virða ber störf þeirra, sem áhuga hafa á að láta þessi mál til sín taka hvort sem um er að ræða forvarnir, viðbrögð eða meðferð.
- Nauðsynlegt er að hver og einn leiti sér réttra upplýsinga um skaðsemi fíkniefna.
- Öllum, sem vita um neyslu, innflutning, dreifingu eða sölu fíkniefna ber skylda til að tilkynna það réttum yfirvöldum.
- Það er skylda hvers og eins, sem veit um einstakling í fíkniefnavanda, að gera sitt svo koma megi honum til aðstoðar.
Flokkur: forvarnir og fræðsla | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.