6. sporið: Við vorum þess albúin að láta guð fjarlægja alla okkar skapgerðarbresti.

6. sporið: Við vorum þess albúin að láta guð fjarlægja alla okkar skapgerðarbresti.   

* Ég hélt að ég væri reiðubúin  til að vinna þetta spor af því að ég var svo löt. Ég nennti ekki að losa mig sjálf við bresti mína. Ég var sátt við að láta einhvern annan gera það. Ég bjóst við að ég þyrfti bara að segja: ,,Jæja guð, nú tekur þú við“ og þá væru þeir horfnir næsta dag. En þetta var nú ekki alveg svona einfalt.  

* Önnur góð tilfinning fylgdi sjötta sporinu, þegar ég var loksins fús til að guð losaði mig við skapgerðarbresti mína. Fyrst vildi ég halda nokkrum eftir, en ég vissi að ég yrði að láta þá alla af hendi til æðri máttar.

Þegar ég gerði það létti mér stórkostlega. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband