Dauðsföll tengd fíkniefnaneyslu

Dauðsföll tengd fíkniefnaneyslu

Tölvuskráning á dauðsföllum sem rannsökuð hafa verið á Rannsóknarstofu í lyfjafræði við Háskóla Íslands nær aftur til ársins 1975. á því tímabili má rekja mörg dauðsföll hér á landi til áfengisneyslu og töku róandi lyfja og svefnlyfja. Árin 1977 – 1981 kom alkóhól við sögu 50% allra dauðsfalla, eða í 54 af 107 sem rannsökuð voru á Rannsóknarstofu í lyfjafræði. Var áfengisneysla talin aðaldánarorsök í tíu tilfellum en meðverkandi dánarorsök í 44 tilfellum. Árin 1977 -1987 voru tæplega 20% allra dauðsfalla, sem rannsökuð voru, rakin til töku barbitúrsýrusambanda með eða án annarra lyfja.  

Benzódiazepínsambönd valda tæpast dauða ein sér en taka þeirra er oft meðverkandi dánarorsök. Þessi lyf komu við sögu í rúmlega 20% dauðsfalla á árunum 1977-1981. Taka diazepams og neysla áfengis veldur stundum eitrunum er geta leitt til dauða. Dauðsföll af völdum amfetamínneyslu eru almennt mjög sjaldgæf og dauðs af völdum kókaínneyslu fátíð. Dauðsföll vegna kannabisneyslu þekkjast að því er virðist ekki né heldur dauðsföll af völdum LSD.

Víða erlendis eru dauðsföll af völdum innspýtingar morfíns eða heróíns í æð vel þekkt en hafa svo vitað sé ekki orðið hér á landi.Frá því að tölvuskráning hófst árið 1975 hafa fjögur dauðsföll komið til rannsóknar á rannsóknarstofu í lyfjafræði þar sem amfetamín, kannabis eða morfín komu við sögu. Í þessum tilvikum voru ofangreind efni þó ekki talin eiga þátt í dauða viðkomandi. Ef litið er til áranna 1984-1993 þá létust 26 einstaklingar, 22 karlar og 4 konur, á aldrinum 26-78 ára vegna banvænna eitrana af völdum alkóhóls eingöngu.

Meðalaldur þessa fólks var 52 ár. 18 einstaklingar, 13 karlar og 5 konur, á aldrinum 28-70 ára létust út banvænum eitrunum af völdum alkóhóls og lyfja, þar sem alkóhól var talinn aðaleitrunarvaldurinn. Meðalaldur þessa fólks var 49 ár.44 ára karlmaður lést úr kókaíneitrun árið 1989 og árið 1993 lést fertugur karlmaður út metadóneitrun. Árið 1995 var eitt dauðsfall vegna metadóns og annað vegna morfíns. Enda þótt metadón teljist ekki til ólöglegra ávana og fíkniefna kemur það oft í stað heróíns eða annarra ólöglegra morfínlyfja þegar þau eru ekki fyrir hendi.

Þau dauðsföll sem hér er talað um eru vegna beinnar fíkniefnaeitrunar. Ekki er átt við dauðsföll sem rekja má til skertrar færni vegna vímuástands, svo sem slysa, eða dauðsföll vegna sjúkdóma sem eru tilkomnir vegna langvarandi neyslu þessara efna.Á eftirfarandi töflu er sundurliðun á eitrunum vegna dauðsfalla sem komu til rannsóknar hjá Rannsóknarstofu í lyfjafræði árin 1988 og 1992 til 1996. ölvun telst vera mikil ef magn etanóls er umfram 2 prómíl í blóði eða 3 prómíl í þvagi.

Etanól er talið hafa valdið banvænum eitrunum ef magn þess í blóði og þvagi er að meðaltali4 prómíl eða meira og dauðsfallið verður ekki skýrt á annan hátt.

Taflan

-árið 1988 voru 110 dauðsföll rannsökuð, þar af voru 4 vegna etanóls.
-árið 1992 voru 133 dauðsföll rannsökuð, þar af voru 4 vegna etanóls.
-árið 1993 voru 120 dauðsföll rannsökuð, þar af voru 5 vegna etanóls.
-árið 1994 voru 84 dauðsföll rannsökuð, þar af var ekkert vegna etanóls.
-árið 1995 voru 106 dauðsföll rannsökuð, þar af voru 4 vegna etanóls.
-árið 1996 voru 90 dauðsföll rannsökuð, þar af voru 2 vegna etanóls.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband