7. sporið: Við báðum Guð í auðmýkt að losa okkur við brestina
22.11.2010 | 11:29
7. sporið: Við báðum guð í auðmýkt að fjarlægja brestina.
Ég trúi því að guð muni losa mig við brestina með því að gefa mér tækifæri til að vinna í sjálfri mér. Til dæmis er ég mjög skapstór, en síðan ég varð meðvituð um þennan galla þá virðist sem ég taki oftar eftir því þegar ég er að missa stjórn á skapi mínu.
Ég hef talað við fólk og lært hvernig það fer að því að stjórna sínu skapi. Ég trúi því að þessi nýja vitund um mig sjálfa sé aðferð guðs til að hjálpa mér.
Flokkur: Reynslusögur | Breytt s.d. kl. 11:30 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.