8. sporið: Við gerðum lista yfir alla þá sem við höfðum skaðað og urðum fús til að bæta fyrir brot okkar.

8. sporið: Við gerðum lista yfir alla þá sem við höfðum skaðað og urðum fús til að bæta fyrir brot okkar.  

Það er mikilvægt fyrir mig að búa til lista yfir það fólk sem ég hef sært svo að ég sjái greinilega hvaða hegðun gerði mér meira vont en gott. Ég var best í því að koma með alls konar afsakanir fyrir slæmri hegðun minni. Ég afsakaði mig með því að ég væri bara mannleg eða reyndi að skella skuldinni á aðra.  

Ég var í námi og vildi komast í dýrari skóla en fékk ekki inngöngu og það hafði slæm áhrif á sjálfsálitið. Ég fór í fýlu og taldi mér trú um að eina ástæðan væri sú að mamma og pabbi væru ekki nógu efnuð til að senda mig þangað. Ég var fjölskyldunni mjög erfið. Ef ég hefði ekki rifjað þennan atburð upp annað hvort í huganum eða með því að skrifa hann niður getur verið að ég hefði haldið áfram að trúa afsökunum mínum.

Ég særði ekki aðeins foreldra mína heldur sjálfa mig líka. Það forðar mér frá að gera sömu mistökin aftur að ég var fús til að opna hug minn og hjarta og bæta fyrir þetta brot og önnur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband