Bloggfærslur mánaðarins, október 2010
velgengni og lífsgleði
14.10.2010 | 20:42
Njóttu velgengni og lífsgleði.
1. Lærðu að lifa samkvæmt lögmáli Guðs um allsnægtir.
2. Þjálfaðu þig í bjartri lífssýn. það er jafn mikilvægt fyrir hvern og einn og árstekjurnar.
3. Gerðu þitt besta, hugsaðu rétt, og Guð mun sjá fyrir þér. Hann mun annast þarfir þínar fyrir tilverknað sjálfs þín.
4. Guð mun ávallt vernda þá sem elska hann. Treystu honum og gjörðu vilja hans í einlægni.
5. Velgengnin birtist ekki alltaf í formi peninga, heldur sem stöðugt aðstreymi blessunar Guðs.
6. Hugsaðu aldrei eða talaðu um skort, því ef þú gerir það, boðar þú skort, og slíkar hugsanir geta skapað neyðarástand.
7. Hugsaðu allsnægtarhugsanir, þær stuðla að gnægð.
8. Andleg sýn þín samanstendur af hugsunum og orðum. þar sem við verðum sú mynd, sem við gerum okkur í hugarlund, verður þú að fullvissa þig um að hugsanir þínar og orð snúist um velgengni og blessun í stað fátæktar og armæðu.
9. Hreinsaðu daglega burt hugsanir um skort úr huga þínum og fylltu hann kröftugum allsnægtahugsunum.
Mundu að þú getur ekki tekið við neinu nýju frá Guði fyrr en þú sleppir því sem þú heldur á.
konfekt | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
pistill 2
14.10.2010 | 20:39
Vímuvarnapistlar
Pistill 2.Misnotkun áfengis er einkenni vandamáls sem á sér dýpri rætur : hræðsla við að bregðast félagslega eða í skólanum , sorg í kjölfar missis sem nýlega hefur átt sér stað eða lítið sjálfstraust. Líttu hið raunverulega vandamál alvarlegum augum og leitaðu hjálpar fagmanns í viðkomandi máli sem varðar barnið þitt:
Náðu tökum á áfenginu áður en það nær tökum á þér!
Lífsýn fræðsla og forvarnir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Baráttan gegn fíkninni
14.10.2010 | 07:55
Á Íslandi er lögð áhersla á baráttuna gegn fíkninni. Eiturlyf eru flest ólögleg og stefnu yfirvalda í verðlagningu áfengis og tóbaks er ætlað að koma í veg fyrir að einstaklingurinn verði fíkninni að bráð. Ein er þó sú fíkn sem þrífst í skjóli yfirvalda.Fjárhættuspil viðgangast í stórum mæli á Íslandi. Spilafíkn hefur ef til vill ekki sömu hrikalegu áhrifin á heilsu fólks og eiturlyfin en hún getur leitt til þess að fólk missir allt sitt, bæði eignir og fjölskyldu. Spilafíkn var skilgreind sem sjúkdómur í Bandaríkjunum árið 1980 og verið er að rannsaka hvort hægt sé að stjórna henni með lyfi sem tekið er inn daglega.
Á Íslandi er hins vegar ekki sama viðhorfið til spilafíknar og til dæmis áfengissýki. Hér er fjárhættuspil tekjulind ýmissa stofnana sem allajafna njóta mikillar virðingar í samfélaginu. Undir merkjum Íslandsspils reka SÁÁ, Rauði kross Íslands og Landsbjörg spilakassa um allt land og slíkt hið sama gerir Happdrætti Háskólans í þágu Háskóla Íslands. Yrðu ugglaust margir undrandi ef þessi samtök tækju upp á því að fjármagna reksturinn með sölu tóbaks eða áfengis.
Í umfjöllun Skapta Hallgrímssonar um spilafíkn í Morgunblaðinu í gær er rætt við Ólaf M. Ólafsson, sem tapaði öllum eigum sínum vegna þess að náinn venslamaður hans ánetjaðist spilafíkn. Ólafur lítur svo á að spilakassar á borð við þá sem Íslandsspil reka séu fjárhættuspil og starfsemin því bönnuð að landslögum. Ólafur bendir á að í 183. grein hegningarlaga segi að hver sá sem geri "sér fjárhættuspil eða veðmál að atvinnu eða það að koma öðrum til þátttöku í þeim [skuli] sæta sektum...eða fangelsi allt að einu ári, ef miklar eru". Hann segir margar mótsagnir í núverandi kerfi. Til dæmis megi spila fjárhættuspilið 21 í spilakössum en ekki sé langt síðan menn voru dæmdir fyrir að láta spila 21 upp á peninga við borð og hann spyr hver munurinn sé.
Ekki er kyn þótt hann spyrji. Þræta má um það hvort peningaspilin séu fjárhættuspil en staðreyndirnar tala sínu máli. Sveinbjörn Kr. Þorkelsson, ráðgjafi á göngudeild Vogs, segir í grein Skapta að þess séu dæmi að spilafíklar á Íslandi eyði meira en einni milljón króna á mánuði í spil. 100 manns hafi verið í viðtalsmeðferð á deildinni vegna spilafíknar á þessu ári, en hann sé sannfærður um að spilafíklarnir séu miklu fleiri og bendir því til stuðnings á að í könnun, sem gerð var fyrir nokkrum árum, hafi 0,6% þjóðarinnar reynst spilafíklar og 0,7% átt í töluverðum vanda eða eitthvað á fjórða þúsund manns.
Það er ljóst að þetta fólk fær ekki stóra vinninginn. Hins vegar hefur komið fram á Alþingi að árið 2002 hafi hreinn hagnaður af söfnunarkössum og happdrættisvélum numið tæpum 1,4 milljörðum króna. Hagnaðist Íslandsspil um 940 milljónir og Happdrætti Háskólans um 450 milljónir. Það er ljóst að þessar stofnanir og samtök geta illa verið án slíkra fjárhæða en sú siðferðislega spurning er áleitin hvernig hægt er að réttlæta það að byggja rekstur þeirra á starfsemi sem getur lagt líf fólks í rúst. Í þjóðfélagi allsnægta hljóta að vera til aðrar leiðir til fjármagna slíka grundvallarstarfsemi.
pistill 1
13.10.2010 | 21:40
Vímuvarnarpistlar
Pistill 1.
Þrátt fyrir að erfitt geti reynst að standa frammi fyrir þeirri staðreynd að barnið þitt neyti áfengis er gríðarlega mikilvægt að taka markviss skref án tafar til að koma í veg fyrir frekari neyslu áfengis .
Þegar krakkar byrja að neyta byrjendalyfja áfengi eða sígarettur að staðaldri aukast líkurnar á að þeir prófi hættulegri lyf eins og hass kókaín heróín eða LSD.
Ekki óttast að taka róttæka afstöðu með því að fylgjast með félagsskap eða afþreyingarvenjum barns þíns en umfram allt skaltu gæta að hvað býr að baki hegðuninni.
Lífsýn fræðsla og forvarnir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
sviptu sig lífi útaf spilafíkn
13.10.2010 | 21:37
Spilafíkn reynist fólki enn hættulegri nú en áður, ekki síst vegna þess að rekstur spilavíta á netinu gerir fólki sífellt auðveldara að hætta háum fjárhæðum á skömmum tíma, segir formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. "Það getur spilað þarna allan sólarhringinn og það er að spila með miklu hærri upphæðir og tapa hærri upphæðum en þú myndir tapa í spilakassa," segir Júlíus Þór Júlíusson, formaður SÁS. "Þú getur leikandi spilað frá þér einni milljón á einhverjum klukkutímum í þessum spilavítum."
Í gær sögðum við frá afdrifum ungs manns sem varð spilafíkn að bráð og svipti sig lífi. Örlög hans eru fjarri því einsdæmi. Júlíus Þór segir að mörg ungmenni lenda í miklum vandræðum vegna spilafíknar.
"Það unga fólk sem leitar til okkar er sitjandi við tölvuna og spilar frá sér. Þetta fólk kemur hingað og er búið að spila allt frá sér á rúmu ár, jafnvel skemmri tíma. Fólk er líka að taka líf sitt út af þessu. Ég veit um tvö tilfelli á þessu ári, fyrir utan þennan pilt," segir Júlíus um þá sem hafa svipt sig lífi."
Þrátt fyrir þetta segir Júlíus Þór að svo virðist sem fæstir geri sér grein fyrir hversu alvarlegur vandinn er og að lítill vilji sé til aðgerða. "Það er eins og enginn vilji gera neitt í málinu. Ég er búinn að fara til ráðherra; heilbrigðisráðherra, menntamálaráðherra, dómsmálaráðherra og félagsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra íhugar að setja á virkt eftirlit en það er eins og menn vilji ekki taka á þessu máli."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Falin reiði !!
12.10.2010 | 18:34
Falin reiði
Könnunarlisti fyrir einkenni falinnar gremju / reiði.- Frestun á settum verkefnum og ábyrgð ýtt yfir á aðra
- Endurtekin og vanabundin óstundvísi og gleymska ákveðinna stefnumóta.
- Hneigð til að hafa ánægju af háði og kaldhæðnislegum aðhlátri á kostnað náungans.
- Fyrirlitningarháð, samúðarleysi eða útúrsnúningar í samræðum.
- Ofurkurteisi, stöðug gleðilæti, að grínast og umbera allt.
- Tíð andvörp
- Brosað í þjáningu.
- Tíðir truflandi og ógnvekjandi draumar.
- Óöguð röggsemi og raddblær.
- Erfiðleikar við að sofna eða að ná óslitnum svefni alla nóttina.
- Leiðindi, sinnuleysi, áhugaleysi um efni sem áður vöktu áhuga.
- Hreyfingar verða hægari.
- Þreyta sækir á af minna tilefni en venjulega og óþarfa skapstyggð gerir vart við sig útaf litlu.
- Syfju og svefnhöfgi sækja á, á öðrum tímum en vant er.
- Sofið er meir en venjulega jafnvel 12-24 tíma á sólarhring, viðkomandi vaknar þreyttur fremur en hvíldur og endurnærðu taugaástandi.
- Samanbitnir kjálkar sérstaklega í svefni. Tönnunum bitið saman einkum þegar sofið er.
- Andlitskippir, krampakenndar fótahreyfingar, vanabundin krepping hnefa, eða hnefanna og svipaðar endurteknar ómeðvitaðar líkamshreyfingar.
- Háls verður þrálátt stífur eða sár.
- Endurtekið þunglyndi lengri tímabil þunglyndisástands án þekktra orsaka.
samverustundir gera gæfumuninn
11.10.2010 | 12:23
Samverustundir gera gæfumuninn
Nýleg rannsókn sýnir að þær fjölskyldur sem borða saman líður betur með sjálfan sig og gengur betur í lífinu heldur en þeim sem leggja enga áherslu á samverustundir við matarborðið. Rannsóknin sýndi líka að þær fjölskyldur sem töluðu um tilfinningar sem voru erfiðar og tengdust ágreiningi innan fjölskyldunnar eða erfiðum atburðum í lífi fjölskyldumeðlimina skiluðu sér sérstaklega til barnanna í formi góðs sjálfstraust.Rannsóknin stóð yfir í 3 ár og náði til 40 fjölskyldna. Prófessor Marshall Duke frá Emery Háskóla í Bandaríkjunum sem stóð að rannsókninni telur það vera alvarlegt mál að fjölskyldur skuli leggja minni og minni áherslur á sameiginlegar máltíðir. Hann telur að fyrir suma krakka sem eru viðkvæmir og kvíðnir geta samverustundir fjölskyldnanna gert gæfu muninn.Sameiginlegir matmálstímar ættu að vera álitnar heilagar stundir er haft eftir prófessor Duke. United Press International - October 11, 2005Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Áhrifavaldar
10.10.2010 | 21:27
Áhrifavaldar |
Hvað stjórnar okkur? Það er stór spurning, það er margt sem hefur áhrif á okkur í lífinu. Hópþrýstingur er dæmi um mjög sterkt afl, ef við hleypum honum að, það getur verið erfitt að brjótast á móti straumnum. Hópþrýstingur snýst ekki bara um áfengi og reykingar hann getur birst í ótal myndum og verið býsna miskunnarlaus.Nú á tímum tækniþróunar eru margar leiðir til að nánast gera útaf við einstakling, með bloggi, sms-sendingum og gemsum svo eitthvað sé nefnt. Það er erfitt að neita því að vinir hafi áhrif á okkur, því öll höfum við hæfileikann til að aðlagast og í því fellst að við venjumst umhverfinu í kringum okkur og lögum okkur að öðrum. Gott er að vera á verði, við sjálf verðum að hafa kveikt á perunni og grípa í taumana ef hópurinn í kringum okkur er t.d. að verða of neikvæður eða of hrifinn af fíkniefnum. Þá er oft nauðsynlegt að skipta hreinlega um hóp! Þú ert það sem þú hugsar og ætlar, þú verður að því sem þú hugsar.Aðalmálið er: Að standa með sinni skoðun og ekki gera neitt sem maður er ekki sannfærð/ur um að sé rétt að gera. Hætta er á að við gerum eitthvað bara til að þóknast öðrum. Það er ok að geta sagt það sem maður vill segja. samt má ekki gleyma að hópar geta líka verið til góðs og stuðlað að góðum verkum. Góð og jákvæð sjálfsmynd hjálpar til að geta sagt nei þegar það á við. Það veitir ánægjutilfinningu sem er sæt og góð. Sjálfsmynd segir til um það álit sem þú hefur á sjálfum þér og sú sýn getur haft mikil áhrif á farsæld þína í lífinu. |
forvarnir og fræðsla | Breytt s.d. kl. 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
nokkrar leiðbeiningar fyrir nýliðann
10.10.2010 | 19:06
Nokkrar leiðbeiningar fyrir nýliðann
a) Stundaðu AA fundi, minnst einn á dag. Ekki leggja mat á aðra. Ekki bera saman. Tengdu þig við aðra og það sem þeir segja. Slepptu takinu og vertu aðeins í deginum í dag
b) Sæktu minnst einn Al-anon fund í mánuði.
c) Þú skalt skoða, lesa,íhuga og vinna sporin. Lestu AA bókina og AA fræðin.
d) Þú skalt slaka á, kyrja og íhuga minnst einu sinni á dag, einhvern tímann um miðjan daginn í u.þ.b. 45-60 mínútur.
e) Þakkaðu fyrir daginn að kvöldi og biddu fyrir þeim næsta. Kyrjaðu þig í svefn
f) Borðaðu kjarnasýruríka fæðu og taktu vítamín.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar nemandinn er reiðubúinn, þá birtist meistarinn.
10.10.2010 | 19:05
Þegar nemandinn er reiðubúinn,
þá birtist meistarinn.
Þegar ég er ekki reiðubúinn geta allir kennarar jarðarinnar birst. Ég mun ekki heyra neitt, ekki læra neitt, ef ég ekki hef þá löngun sem þarf til að meðtaka boðskapinn.Mjög margt er sameiginlegt með hinum ýmsu yoga aðferðunum til að ná vitundarsambandi við Æðri mátt og leiðum AA samtakanna. Þetta á sérstaklega við um kennslumátann. Í AA samtökunum eru engir sérstakir kennarar heldur gegna allir félagarnir þessu hlutverki og fellst kennslan aðallega í fordæminu.
Þegar grannt er skoðað, verður allt sem fram kemur á AA fundum annað hvort að leiðsögn eða viðvörun. Þegar við förum að skynja þetta verður allt sem fram kemur á AA fundum til gagns. Ekki eru heldur lagðar fram neinar sannannir á AA fundum, né nein próf tekin í fræðunum. Prófsteinninn og sannanirnar felast í stöðu okkar og árangri til breytinga, sem tengist því hvað við náum að hlusta vel á fundunum og vinna úr því sem fram kemur.
Hér er hollt að minnast ábendingar yogafræðanna; minnstu þess maður að þú fæddist einn og þú munt deyja einn, og eini vinurinn sem þú munt eignast á milli þessara tveggja áfangastaða er sá sem elskar þig nægilega mikið til að segja þér sannleikann um sjálfan þig. Spurningin er hvort þú sért hæfur til að taka við honum. Í AA samtökunum segja menn hver öðrum sannleikann hver um annan með því að segja hann um sjálfan sig.